Morgunblaðið - 19.02.2003, Page 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 37
Hún var mjög lánsöm að eiga þig
að. Elsku Þorbjörn, Venni og
Bjarki, mamma ykkar var yndisleg
manneskja og þið hafið misst mik-
ið, við sem þekktum hana munum
reyna að hjálpa ykkur að komast
yfir missinn og geyma fallegar
minningar um hana í hjörtum ykk-
ar. Guð gefi ykkur öllum styrk til
að takast á við sorgina. Ég votta
öllum aðstandendum Höllu mína
dýpstu samúð og bið Guð að blessa
ykkur öll.
Heimili Höllu og Svanþórs er
prýtt með englum sem Halla safn-
aði í langan tíma og með djúpa
sorg í hjarta mínu kveð ég ynd-
islega vinkonu og vona að Guð og
englarnir sem voru henni svo
hjartfólgnir hafi tekið hana í sína
arma og umvefji hana kærleika.
Guð blessi minningu Höllu
Sveinsdóttur.
Petrína Ólafsdóttir.
Mig langar að minnast með
nokkrum orðum vinkonu minnar,
Höllu Sveinsdóttur. Það er um það
bil aldarfjórðungur frá því að við
kynntumst, en þá var hún nýbyrjuð
að búa með Svanþóri frænda mín-
um. Með okkur Höllu tókst strax
góð vinátta, sem aldrei bar skugga
á.
Margs er að minnast, allt frá því
að við sem ungar mæður með börn
okkar á handleggnum vorum á ferð
milli bæjarhverfa í strætó til að
heimsækja hvor aðra; frá ferðum í
sumarbústaði þar sem við vorum
saman með börnin okkar, utan-
landsferðum og fjölmörgum öðrum
samverustundum fjölskyldna okkar
við ýmis tækifæri bæði í gleði og
sorg.
Eftir því sem árin liðu urðu vin-
áttuböndin traustari, kaffihúsa- og
búðarápsferðir urðu að ævintýra-
ferðum fyrir hennar tilstilli, enda
var þar einstök hæfileikamann-
eskja á ferð sem þekkti vönduð
efni og vandað handverk.
Ég á ekki nema góðar minningar
um samverustundir okkar í gegn-
um tíðina, enda var Halla einstök
kona, glöð, skemmtileg og sérstak-
lega þægileg í umgengni.
Það ætti ekki við Höllu að telja
upp fjölmarga hæfileika hennar,
enda dul að eðlisfari og ekki gjörn
á að flíka eigin tilfinningum.Var
henni margt til lista lagt, enda bar
heimili hennar vitni um það og
nutu vinir hennar ekki síður góðs
af hæfileikum hennar.
Það er lýsandi fyrir Höllu að
alltaf voru efstir í huga hennar eig-
inmaðurinn og synirnir þrír, sem
nú sjá á eftir elskaðri eiginkonu og
móður.
Halla og Svanþór voru einstak-
lega samhent í öllu, sem þau tóku
sér fyrir hendur og synirnir bera
glöggt merki um gott uppeldi, það
vita allir sem þau þekktu.
Ég vil að lokum þakka Höllu fyr-
ir öll árin, sem við deildum saman
gleði og sorg og betri vinar hef ég
ekki getað óskað mér.
Elsku frændur mínir, ættingjar
og vinir, ég veit að söknuður ykkar
er sár og fátækleg orð mín megna
ekki að sefa þá sorg. Minningin um
Höllu mun lifa með okkur.
Erla Inga.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði.)
Það gleymist oft í erli dagsins að
eitt það mikilvægasta í lífinu er að
búa við góða heilsu. Okkur mann-
fólkinu er tamara að setja aðra
hluti sem ekki skipta máli, ofar
heilsunni. Sá einn sem hefur búið
við heilsuleysi veit að það er heils-
an, fjölskyldan og vináttan sem við
fáum seint þakkað.
Þessa staðreynd var ég áþreif-
anlega minnt á við ótímabært frá-
fall minnar elskulegu frænku og
vinkonu, hennar Höllu.
Minningarnar hrannast upp,
æskuárin okkar á Akranesi standa
mér ljóslifandi fyrir hugskotssjón-
um. Í minningunni var allt svo
bjart og skemmtilegt, þannig var
það hjá okkur Höllu. Við ólumst
upp hlið við hlið, mikill samgangur
var milli heimilanna, enda voru
mæður okkar systur. Margt var
brallað, Halla var uppátækjasöm,
alltaf fann hún uppá einhverju
skemmtilegu, hún var svo mikill
prakkari í eðli sínu.
Oft var leikið sér langt fram eftir
kvöldi, það var farið að rökkva og
við krakkarnir fórum í leiki, Fallin
spýtan, Ein króna og fleiri
skemmtilega leiki, allir krakkarnir
í hverfinu voru með. Halla átti
heima spölkorn frá okkur, en milli
okkar var Gagnfræðaskólinn, þá
þurfti að fara yfir lóðina til að
stytta okkur leið. Í einum gluggan-
um á skólanum stóð beinagrind, líf-
fræðistofan, hún blasti við frá lóð-
inni og mikið fannst okkur
ógeðslegt að ganga þarna framhjá,
Halla þorði sko alls ekki heim.
Alltaf þurfti ég að fylgja henni,
allavega að glugganum og síðan
hlupum við hvor í sína áttina, alveg
eins og fætur toguðu.
Halla var dugleg í íþróttum,
hennar besta fag var sundið. En á
unglingsárum æfðum við sund, það
voru góðir tímar. Halla varð síðan
sunddrottning á Akranesi þegar
hún var 12 ára. Ég man hvað ég
var stolt af henni þá. Við keppt-
umst við að æfa sund eftir þetta af-
rek hennar, enda varð þetta henni
mikil hvatning. Það var farið víða í
keppnisferðalög með góðum krökk-
um, sundið átti hug okkar allan.
Síðan kom annað áhugamál. Það
var barnapössun. Halla var barn-
góð, hún var öll sumur í vist, pass-
aði frá morgni til kvölds. Það voru
þakklátir foreldrar sem hún pass-
aði fyrir.
Ýmislegt var brallað á unglings-
árunum, en ekki ætla ég að telja
það allt upp hér. Eitt atvik er mér
þó ofarlega í huga, það var þegar
ég fór í fermingarmyndatöku og
Halla kom með mér. Allt í einu
datt henni í hug að láta taka mynd-
ir af sér líka, en hún hafði fermst
árinu áður og engar myndir verið
teknar af henni. Mín skutlaðist
bara hinum megin við myndavélina
hjá „Óla ljós“ og lét taka af sér
fermingarmyndirnar, sem urðu svo
fínar. Svona var hún Halla, aldrei
neitt mál hjá henni.
Það urðu kaflaskipti í lífinu hjá
Höllu þegar hún fór til Vestmanna-
eyja 1976. En þá hafði ég fengið
vinnu í fiski, farið til Eyja, búin að
vera í viku þegar Halla kom á eftir.
Henni hafði tekist að fá leyfi for-
eldra sinna til að fara, eftir mikið
suð. Það var mikil gleðistund hjá
mér þegar Halla kom, ég man það
þegar hún steig út úr flugvélinni
með gleðibros á vör. Sumarið í
Eyjum var alltof fljótt að líða. Við
áttum þar góða tíma.
Halla var ekki búin að vera
nema eina viku í Eyjum, þegar hún
kynntist lífsförunaut sínum, honum
Svanþóri. Þau urðu eins og „sam-
lokur“ allt sumarið og það sem eft-
ir var af þeirra samveru í lífinu.
Halla var hin hamingjusamasta,
þegar hún tilkynnti mér að þau
Svanþór myndu rugla saman reyt-
um, hún kæmi ekki aftur með mér
heim á Akranes, heldur flytti heim
til Svanþórs í Hrauntunguna í
Kópavoginn. Svona gekk þetta til.
Síðar keyptu þau sér íbúð í
Möðrufelli, giftu sig á Akranesi á
sólríkum apríldegi og lífið blasti við
ungu hjónunum. Svo fæddist gull-
molinn hann Þorbjörn, ungir og
ábyrgðarfullir foreldrar tókust á
við lífið sem þau áttu í vændum,
fjölskyldulífið tók við og Halla
sinnti sínu móðurhlutverki af alúð.
Heimilið var hennar unaðsreitur,
það gat hver maður séð sem kom
til hennar . Hún stækkaði svo litla
fjölskyldan, annar drengur fæddist,
Sveinn Teitur. Þau stækkuðu við
sig húsnæði, keyptu sér fína íbúð í
Seljalandi, bjuggu þar í nokkur ár,
þar til þau fluttu í Brekkubæinn.
Enn einn gullmolinn fæddist,
Bjarki Dagur, augasteinn móður
sinnar. En á milli þeirra myndaðist
leyniþráður, sem enginn fær skýrt,
hann miklu yngri en bræðurnir,
sem hafa verið svo samrýndir alla
tíð.
Halla var dugnaðarforkur, allt
sem hún tók sér fyrir hendur klár-
aði hún með glans. Hún var ekki
mikið fyrir hannyrðir í barnaskóla
og skyldustykkin fóru afskaplega í
taugarnar á henni, það voru sveitt-
ir puttar sem rembdust við að
klára þau. En síðar á lífsleiðinni
átti Halla eftir að verða mynd-
arlegasta saumakona, hún töfraði
fram tískudressin, bæði á sig og
vinkonurnar, mömmurnar og ömm-
urnar, allt var þetta unnið af mikl-
um glæsibrag, alveg eins og „keypt
út úr búð“, eins og við orðuðum
það.
Halla stofnaði sína eigin verslun
með mikilli reisn, Saumalínu, þetta
var hennar líf og yndi í nokkur ár.
Þarna kom upp sjálfstæðið hjá
henni, sem var búið að blunda í
henni alla tíð.
Hún Halla var þannig gerð, að
það var alveg sama hvað leið lang-
ur tími milli þess að við hittumst,
alltaf var eins og við hefðum hist í
gær. Ég hef átt margar góðar
stundir með henni, síðan ég flutti
suður tókum við þráðinn upp á ný.
Margt hefur verið spjallað og hleg-
ið að mörgu. Ég mun geyma þær
minningar í hjarta mínu um elsku-
lega vinkonu. Þakka ég Höllu fyrir
allar þær góðu stundir sem við höf-
um átt saman í lífinu.
Góður Guð veiti Svanþóri, Þor-
birni, Venna, Bjarka Degi, mömmu
hennar og pabba og öðrum ástvin-
um styrk í sorginni.
Minningin lifir.
Edda.
Halla vinkona mín er látin.
Fyrir um það bil sjö vikum
greindist Halla með krabbamein,
aðeins nokkrum dögum fyrir jól.
Hún var búin að stunda vinnu sína
alveg fram að þeim tíma en fannst
hún vera slöpp og úthaldslítil. Þeg-
ar verkirnir fóru að ágerast fór
hún sjálf upp á spítala og bað um
myndatöku. Hún hafði ekki bara
áhyggjur af heilsunni heldur einnig
af vinnunni, það var hennar vinnu-
helgi framundan, þannig var hún,
ekki bara að hugsa um sjálfa sig,
heldur ábyrgð sína líka, enda kona
með ríka réttlætiskennd og sam-
viskusöm.
En Halla sneri aldrei aftur til
starfa, sjúkdómur hennar greindist
á mjög háu stigi. Hún tók þessum
fréttum eins og við mátti búast,
með kjarki og æðruleysi, og sagði:
„Ég lít á þetta sem verkefni sem
ég þarf að leysa.“
En Halla mín fékk aldrei tæki-
færi eða tíma til að reyna við verk-
efnið enda það hverjum manni of-
viða. Þó lögðust allir á eitt,
Svanþór, synirnir, læknar og
hjúkrunarfólk. Og svo vinir og
vandamenn í gegnum bænir.
Við héldum þó öll að hún fengi
lengri tíma, þannig að þeim hjón-
unum gæfist tækifæri til að eiga
góðar stundir saman í lokin og vor-
um við þá sérstaklega að gera okk-
ur vonir um að þau gætu ferðast
saman bæði innanlands og utan,
enda fátt sem Höllu fannst
skemmtilegra en að ferðast. En
ekki einu sinni þessi ósk rættist,
slíkur var hraðinn í ferli sjúkdóms-
ins að ekki var einu sinni hægt að
breyta ferðaáætluninni í bíltúr, svo
veik var Halla orðin, en samt svo
sterk, hún lét aldrei bugast.
Svanþór minn, þú þarft ekki að
hafa áhyggjur af því að þú hafir
ekki gert nóg fyrir Höllu, þú gafst
henni allt síðustu vikurnar, ást
þína og umhyggju. Þú hjúkraðir
henni sem best þú máttir og vékst
ekki frá henni allan tímann sem
hún var á sjúkrahúsi. Eins var þeg-
ar hún kom heim, þar vékst þú
ekki frá henni, varst hjá henni allt
til þess tíma er lokakallið kom. Þú
gerðir henni kleift að kveðja syni
sína heima.
Hvað er hægt að gera meira?
Við Halla kynntumst fyrir 13 ár-
um, þegar hún ásamt fjölskyldu
sinni flutti í sama raðhús og ég bjó
í. Vinskapur okkar þróaðist smátt
og smátt og varð traustur og trúr.
Við gerðum margt skemmtilegt
saman og á ég margar góðar minn-
ingar frá samverustundum okkar
Höllu. Einn veturinn spiluðum við
badminton saman, en við spiluðum
öðruvísi en allir aðrir. Við töldum
aldrei stig, aðeins hve lengi við gát-
um haldið kúlunni gangandi á milli
okkar, og reyndum að gefa góðar
sendingar hvor á aðra. Það var
aldrei nein keppni á milli okkar,
hvorki þarna né í öðru.
Báðar reyndum við fyrir okkur í
verslunarrekstri, ég í kvenfata-
verslun og Halla í vefnaðarvöru-
verslun, og þá unnum við hvor hjá
annarri. En við vorum víst ekki
nógu miklar kaupsýslukonur, vin-
konurnar, enda stóðum við ekki
lengi í þessum rekstri.
Ekki má gleyma utanlandsferð-
unum, þá var nú gaman að rápa í
búðir, skoða og máta og á endanum
að kaupa, hvíla sig á kaffihúsi og
spjalla um allt milli himins og jarð-
ar og svo aftur í búðir og end-
urtaka ferlið, og svo var góðum
degi lokið með kvöldverði á ein-
hverju huggulegu veitingahúsi þar
sem farið var yfir daginn og gerð
áætlun fyrir næsta dag, sem oft
var sú sama og fyrir líðandi dag.
Það kom nú samt fyrir að við gerð-
umst menningarlegar og fórum í
skoðunarferðir, en það var þá
Halla sem stjórnaði því.
Halla var saumakona mikil, það
var hennar áhugamál, og er til
margt fallegt sem hún gerði, enda
afar vandvirk og fagmennskan í
fyrirrúmi. Ég reyndi mjög að fá
Höllu með mér í golf, en það tókst
mér ekki þar sem hún sagðist frek-
ar vilja verja þeim tíma í sauma-
skap.
Ég var stundum að reyna að
sauma og fékk iðulega leiðbeining-
ar hjá Höllu, en með þeim skil-
yrðum að hún fengi að sjá árang-
urinn, hún vildi fylgjast með, þess
vegna reyndi ég að vanda mig enn
meira en ella. Hún hrósaði mér
alltaf og var alltaf jafn hissa á því
hversu fljót ég var að þessu. Ég fór
nú alltaf auðveldustu leiðina og
gerði þetta ekki eins faglega og
Halla.
En eftirminnilegustu stundirnar
okkar Höllu eru morgunstundirnar
sem við áttum saman. Við skipt-
umst á að hringja hvor í aðra og
tilkynna að kaffið væri tilbúið. Þá
var nú talað um eitt og annað,
börnin, vinnuna, tískuna, slúðrið og
bókstaflega allt nema stjórnmál.
Halla var einstök, hrein og bein
og sagði alltaf sínar skoðanir um-
búðalaust, maður vissi alltaf hvar
maður hafði Höllu.
Vinskapur okkar var alltaf heið-
arlegur, aldrei nein samkeppni, öf-
und, látalæti eða ýkjur á neinn
hátt. Þótt vindar hafi blásið nærri
okkur létum við það ekki hafa áhrif
á vinskap okkar. Ég er afar þakk-
lát fyrir þennan vinskap sem ég
mun sakna sárlega. Það verður
sársaukafullt að fara framhjá
saumaherbergisglugganum þar
sem Halla var öllum stundum. Nú
er engin Halla lengur til þess að
kinnka kolli til eða vinka.
Elsku Svanþór, Þorbjörn, Venni
og Bjarki minn. Þið hafið allir
misst mikið en þið eigið ávallt góð-
ar minningar sem munu ylja ykkur
um hjartaræturnar alla tíð, minn-
ingar um góða eiginkonu og góða
móður sem þótti afar vænt um
ykkur. Þið hafið allir staðið ykkur
sem sannar hetjur, Guð veri með
ykkur.
Ég, Ingi Björn og börnin okkar
sendum ykkur innilegustu samúð-
arkveðjur og biðjum góðan guð að
gefa ykkur styrk í sorg ykkar.
Bless, elsku Halla mín, ég mun
ávallt sakna þín.
Magdalena Kristinsdóttir.
Fleiri minningargreinar um um
Höllu Sveinsdóttur bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Þökkum öllum þeim, er sýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
GUÐRÚNAR S. KARLSDÓTTUR,
Ægisíðu 56,
Reykjavík.
Elín Vigdís Hallvarðsdóttir, Gísli I. Þorsteinsson,
Hallvarður Jes Gíslason,
Einar Karl Hallvarðsson, Kristín Edwald,
Snædís Edwald Einarsdóttir.
Lokað
Lokað verður í dag, miðvikudaginn 19. febrúar, frá kl. 12.30—
16.00 vegna jarðarfarar HÖLLU SVEINSDÓTTUR.
VIRKA ehf.,
Mörkinni 3.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
JÓN KALDAL
Laugarásvegi 18
Reykjavík
sem lést á heimili sínu þann 11. febrúar, verður
jarðsunginn frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn
20. febrúar kl. 13.30.
Blóm vinsamlega afþökkuð en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á
Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins.
Steinunn Kaldal
Jón Kaldal Ragna Sæmundsdóttir
Guðrún Kaldal Jóhann G. Jóhannsson
Steinar Kaldal Soffía Erla Einarsdóttir
Sóley Kaldal Jakob Þór S. Jakobsson
Anna Kaldal Henrik Lörstad
Kristinn R. Sigurbergsson Helga Guðrún Jónasdóttir
og barnabörn.
Lokað
ARKO teiknistofa, Langholtsvegi 109, verður lokuð fimmtudag-
inn 20. febrúar vegna jarðarfarar JÓNS KALDAL.