Morgunblaðið - 19.02.2003, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 19.02.2003, Qupperneq 40
40 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                       BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. UMRÆÐAN í desember um fátækt virtist pirra ráðherrana verulega og í kjölfarið er hafin könnun á tekjum láglaunafólks, með bréfi frá Gallup. Einnig hafa háfleygir spekingar komið fram í sjónvarpi og verið að kenna mönnum hvernig þeir eigi að spara, en í því verið lítil viska fólgin. Því ekki er tekið tillit til þess að það þarf peninga til að geta sparað og fólk sem ekki á peninga fyrir mat hefur ekkert til að bruðla með. Í þessari könnun virðist eiga að kanna rækilega hvað láglaunafólk þénar. Spurningarnar hljóða svo: Hvenær fékkst þú síðast greidd laun? hvað vannstu margar vinnu- stundir að meðaltali á viku? hve margar yfirvinnustundir? ertu í fullu starfi? færðu greidd laun mán- aðarlega, hálfsmánaðarlega eða vikulega? Ath. heildarlaun eru allar greiðslur – bónus, yfirvinna, fata- styrkur og önnur hlunnindi. Hvern- ig skiptast heildarlaunin? hvað voru dagvinnulaunin eða föstu launin í kr.? hvað voru yfirvinnulaunin? bón- usgreiðslur eða aðrar greiðslur? hvað fékkst þú á tímann í dagvinnu, yfirvinnu, bónus? Þau sem vinna vaktavinnu verða að auki spurð eft- irfarandi tveggja spurninga um tímakaup: Hvað fékkst þú á tímann á dagvakt, nætur- eða kvöldvakt? Það leynir sér ekki að það á að draga laun lágtekjufólks í gegnum saumnálarauga og reikna nákvæm- lega út upp á eyri hvað það kostar að halda lífi í þessum hópi manna, miðað við réttindi húsdýra. Þeir menn sem eiga stærstan þátt í því að skapa fátækt meðal lág- launafólks eru einmitt þeir sem hafa búið til fyrir sig launakerfi sem skapar þeim hundruð þúsunda eða milljónir á mánuði í laun. Einnig hafa þeir búið til fyrir sig starfsloka- samninga sem færa þeim tugi eða hundruð milljóna í starfsloka- greiðslur, hvort heldur þeir segja upp sjálfir eða eru reknir og er þetta orðið ein arðbærasta tekjulind for- stjóra. Hvaða starfslokaréttindi hafa svo þessir menn búið verkafólki? Verka- maður sem segir upp starfi vegna þess að hann þolir ekki það álag sem hann verður fyrir á vinnustað, t.d. vegna eineltis af hálfu verkstjóra eða annarra starfsmanna, er sviptur atvinnuleysisbótum í þrjá mánuði og gerður þar með tekjulaus um langan tíma. Sama gildir ef starfsmanni er sagt upp vegna samstarfserfiðleika við verkstjóra eða annað starfsfólk. Orð launþegans um ástandið á vinnustað eru undantekningarlítið hunsuð og hann talinn viðkvæmur og taugaveiklaður. Ég tel að það væri meiri þörf á því að kanna hvort hálaunamenn þyrftu raunverulega á þessum peninga- austri að halda til þess að geta kom- ist sæmilega af, án þess þó að van- meta menntun þeirra. Einnig væri ekki úr vegi að rannsaka hvernig fyrirtæki fara með það fé sem starfsfólkið skapar, þar sem fyrir- tækin geta ekki greitt laun sem eru ofan við fátæktarmörk, en velta milljörðum í viðskiptum úti í þjóð- félaginu, eða erlendis, með kaupum á öðrum fyrirtækjum. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi 5, 111 Reykjavík. Fátæktin skoðuð Frá Guðvarði Jónssyni SKOÐANAKANNANIR spyrja: Vilt þú stríð? Ég þekki engan sem vill stríð. Spurningin er bæði ábyrgðar- laus og heimskuleg. Af hverju var ekki spurt; Viltu að Saddam fái að framleiða kjarnorkuvopn og efna- vopn til að selja al Queda eða til að nota sjálfur? Bandaríkjamenn og Bretar hafa áreiðanlegar upplýsingar um að Saddam geti bráðlega framleitt efna- eða kjarnavopn. Þessi staðreynd er Bandaríkjunum og öllum hinum frjálsa heimi stórhættuleg. Á þá að leyfa þeim að framleiða óþverrann? Bandaríkjamenn sýna mesta ábyrgð í þessu máli. Auðvitað geta þeir ekki blaðrað í fjölmiðla eða til herstöðvarandstæðinga leynilegustu upplýsingum um öll þau sönnunar- gögn sem þeir hafa. Ef þeir gerðu það myndu þeir upplýsa í leiðinni hvernig þeir öfluðu þeirra sönnunar- gagna. Saddam gæti þá gert „viðeig- andi ráðstafanir“. Það er ömurlegt fylgjast með framgöngu Frakka og Þjóðverja og Visntri grænna í þessu máli. Frakkar eru reyndar oftast tvöfaldir í roðinu í alþjóðamálum – drepast úr öfund út í Bandaríkjamenn. Nota þetta mál blákaldir til að hrossakaupast við Græningja í Þýskalandi um valda- stöður innan EB! Kommarnir í Vinstri grænum hér heima virðast – langt til vinstri við Rússa! Hvort er það meira fyndið eða skelfilegt? Auðvitað vill enginn stríð. En við verðum að taka þátt í alþjóðasam- starfi af skyldurækni og ábygð. Hver vill að hryðjuverkamenn komist yfir kjarnorkuvopn? Um það snýst málið og ekkert annað. Afstaðan verður að miðast við ábyrgð samkvæmt því – en ekki kjánalegan barnaskap eða sjálfsblekkingar. Það er skylda stjórnvalda að gæta fyllsta öryggis borgaranna. Okkar skylda er svo að standa með okkar stjórnmálamönnum um að styðja þá með þeim sem leggja sig í stórhættu við að afvopna hættulegustu hryðju- verkamenn í veraldarsögunni. Það vill enginn stríð. Til þess að koma í veg fyrir stríð verður af koma í veg fyrir að Saddam nái að fram- leiða gereyðingarvopn til að selja al Queda – eða til að nota á nágranna. Þetta er kjarni málsins. KRISTINN PÉTURSSON fiskverkandi. Vilt þú stríð? Frá Kristni Péturssyni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.