Morgunblaðið - 19.02.2003, Qupperneq 41
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 41
Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldraða í dag
kl. 13–16.30. Handavinna, spilað, föndr-
að. Gestur Þorvaldur Halldórsson. Bíla-
þjónusta í símum 553 8500, 553 0448
og 864 1448.
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10.
Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka
við fyrirbænum í síma 520 9700.
www.domkirkjan.is
Grensáskirkja. Starf aldraðra kl. 14–16.
Alfa-námskeið kl. 19.30–22.
Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra
ungra barna kl. 10–12.
Opið hús eldri borgara í Hallgrímskirkju
sem vera átti í dag frestast vegna veikinda
til 26. febrúar.
Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11.
Kvöldbænir kl. 18.
Langholtskirkja. Kl. 12.10 bænagjörð
með orelleik og sálmasöng. Allir velkomnir.
Kl. 12.30 súpa og brauð í safnaðarheim-
ilinu (kr. 300). Kl. 13–16 opið hús fyrir eldri
borgara. Söngur, spjall, föndur og tekið í
spil. Kaffiveitingar. Kl. 17–18.10 Krútta-
kórinn, 4–7 ára.
Laugarneskirkja. Kirkjuprakkarar (1.–4.
bekkur) kl. 14.10. Jóhanna G. Ólafsdóttir
guðfræðinemi og Hannes Guðrúnarson,
tónlistarmaður og kennari, leiða starfið
ásamt sóknarpresti. TTT-fundur kl. 16.15
(5.–7. bekkur). Andri Bjarnason og Þorkell
Sigurbjörnsson leiða starfið ásamt Sigur-
birni Þorkelssyni framkvæmdastjóra safn-
aðarins og hópi ungra sjálfboðaliða. Ferm-
ingartími kl. 19.15. Unglingakvöld
Laugarneskirkju og Þróttheima kl. 20 (8.
bekkur). Umsjón hafa Sigurvin Jónsson
guðfræðinemi og Ingibjörg Dögg Kjartans-
dóttir, tómstundaráðgjafi hjá Þróttheimum.
Adrenalínhópurinn kemur saman kl. 20 á
Ömmukaffi, Austurstræti 20. Krakkar úr 9.
og 10. bekk Laugalækjarskóla velkomnir.
Rútufar heim að fundi loknum. (Sjá síðu
650 í textavarpinu.)
Neskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12.
„Með einn í útvíkkun“. Höfundar bókarinn-
ar koma í létt spjall. Umsjón Elínborg Lár-
usdóttir. 7 ára starf kl. 14.30. Opið hús kl.
16. Kaffi og spjall. Upplestur og fræðandi
umræður kl. 17. Umsjón sr. Örn Bárður
Jónsson. Fyrirbænamessa kl. 18. Sr. Örn
Bárður Jónsson.
Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.
Léttur hádegisverður eftir stundina.
Fríkirkjan í Reykjavík. Alfa-námskeið í
safnaðarheimilinu kl. 20. Kyrrðar- og
bænastund í kapellu safnaðarins í safn-
aðarheimilinu, Laufásvegi 13, 2. hæð, kl.
12. Allir velkomnir.
Árbæjarkirkja. Kl. 12 kyrrðarstund í há-
degi. Orgeltónlist, altarisganga, fyrirbænir
og íhugun. Kl. 13–16 opið hús.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl.
12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir.
Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir
stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7–9
ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10–12
ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á vegum
KFUM&K og kirkjunnar kl. 20.
Digraneskirkja. Unglingastarf KFUM&K kl.
20–21.45. (Sjá nánar: www.digranes-
kirkja.is.)
Grafarvogskirkja. Helgistund í hádegi kl.
12. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið er
upp á léttan hádegisverð á vægu verði að
lokinni stundinni. Prestar safnaðarins
þjóna fyrir altari, orgelleikari Hörður Braga-
son. Allir velkomnir. Námskeiðið Að búa
einn kl. 20–22. KFUM fyrir drengi 9–12 ára
í Grafarvogskirkju kl. 16.30–17.30. Kirkju-
krakkar fyrir börn 7–9 ára í Rimaskóla kl.
17.30–18.30. TTT (10–12 ára) í Rima-
skóla kl. 18.30–19.30. Æskulýðsfélag fyr-
ir unglinga í 8.–9. bekk í Engjaskóla kl. 20–
22.
Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10–12.
TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17. 12-spora
námskeið kl. 20.
Kópavogskirkja. Starf með 8–9 ára börn-
um í dag kl. 16.45–17.45 í safnaðar-
heimilinu Borgum. Starf með 10–12 ára
börnum TTT á sama stað kl. 17.45–18.45.
Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 19 Alfa-nám-
skeið í safnaðarheimili Lindasóknar, Upp-
sölum 3.
Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag
kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega
velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í
kirkjunni í síma 567 0110. Æskulýðsfund-
ur fyrir unglinga 14–15 ára kl. 20. Biblíu-
lestraröð Seljakirkju kl. 19.30 annan hvern
miðvikudag. Næsti lestur er 26. febrúar.
Bessastaðasókn. Dagur kirkjunnar í
Haukshúsum í boði Bessastaðasóknar.
Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra
barna kl. 10–12. Heitt á könnunni. Fjöl-
mennum. Opið hús fyrir eldri borgara kl.
13–16 í samstarfi við Félag eldri borgara á
Álftanesi. Notalegar samverustundir með
fræðslu, leik, söng og kaffi. Auður eða Er-
lendur sjá um akstur á undan og eftir.
Vídalínskirkja. Foreldramorgnar í safnað-
arheimilinu Kirkjuhvoli kl. 10–12. Hittumst
og spjöllum. Heitt á könnunni og djús fyrir
börnin. Allir foreldrar velkomnir með eða
án barna.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj-
unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrirbæn-
ir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljósbroti
Strandbergs.
Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund í dag kl. 12. Boðið er upp á súpu og
brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Hægt er
að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests
eða kirkjuvarðar. Opið hús fyrir eldri borg-
ara í dag kl. 13. Gott tækifæri til að hittast,
spjalla saman, spila og njóta góðra veit-
inga. Verið velkomin.
Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í
dag kl. 10–12.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16.30
TTT yngri, 9–10 ára krakkar í kirkjunni.
Ljósmyndamaraþon. Kl. 17.30 TTT eldri,
11–12 ára krakkar í kirkjunni. Ljósmynda-
maraþon. Sr. Þorvaldur Víðisson og leið-
togarnir. Kl. 20 opið hús í KFUM&K fyrir
æskulýðsfélagið.
Lágafellskirkja. Foreldramorgnar í safnað-
arheimili kirkjunnar í Þverholti 3, 3. hæð,
frá kl. 10–12. Umsjón Arndís L. Bernharðs-
dóttir og Þuríður D. Hjaltadóttir. AA-fundur
kl. 20.30 í Lágafellskirkju. Unnið í 12-spor-
unum.
Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12.
Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl.
12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl.
12.25, súpa, salat og brauð á vægu verði,
allir aldurshópar. Umsjón: Ólafur Oddur
Jónsson. Æfing Kórs Keflavíkurkirkju frá
kl. 19.30–22.30. Stjórnandi Hákon Leifs-
son.
Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30
Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í
síma 565 3987.
Kefas. Samverustund unga fólksins kl.
20.30. Lofgjörð, lestur orðsins, fróðleikur
og samvera. Allt ungt fólk velkomið.
Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58.
Samkoma kl. 20. Nýr himinn og ný jörð.
Guðlaugur Gunnarsson talar. Allir velkomn-
ir.
Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21.
Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10.
Opið hús, kaffi og spjall, safi fyrir börnin.
ÆFAK, yngri deild, kl. 20.
Safnaðarstarf
KIRKJUSTARF
HAFNARFJARÐARBÆR hefur
sent Morgunblaðinu eftirfarandi
fréttatilkynningu vegna umfjöllunar
blaðsins um fasteignagjöld á höfuð-
borgarsvæðinu:
„Í frétt Morgunblaðsins hinn 13.
febrúar sl. kemur fram að fasteigna-
gjöld í Hafnarfirði hafi hækkað um
40% á hvern íbúa frá árinu 2000 á
meðan þau hafi hækkað um 33% í
Kópavogi, 27% í Garðabæ og 19% í
Reykjavík.
Samanburður af þessu tagi er
mjög vandmeðfarinn ekki síst þegar
tillit er tekið til þeirra endurmats-
hækkana sem urðu á fasteignum á
árinu 2001 og þá sérstaklega lóðar-
mati, en fasteignaskattur, holræsa-
gjald og vatnsgjald reiknast af heild-
armati fasteignar og lóðar. Sem
dæmi þá hækkaði mat lóða í Hafn-
arfirði um 91% samanborið við 27%
hækkun þess í Reykjavík sem gefur
til kynna að endurmatshækkun lóða
í Reykjavík hafi áður verið komin
fram með tilheyrandi hækkunum á
fasteignagjöldum í Reykjavík. Sú
hækkun kemur því ekki inn í sam-
anburðartímabilið sem Morgunblað-
ið hefur til umfjöllunar.
Þá verður einnig að hafa það í
huga að samsetning fasteigna getur
verið ólík í nýjum íbúðarhverfum frá
því sem gerist að meðaltali í viðkom-
andi sveitarfélagi, sem raunin hefur
orðið á í nýbyggðu íbúðarhverfi í Ás-
landi í Hafnarfirði, þar sem sérbýl-
um hefur fjölgað.
Til að bregðast við þeirri miklu
hækkun sem varð á lóðarmati í
Hafnarfirði við endurmatið haustið
2001, var það fyrsta verk nýs meiri-
hluta bæjarstjórnar á sl. sumri að
lækka álagningarprósentu lóðar-
gjalda úr 0,5% í 0,35% auk þess sem
sorphirðugjöld voru lækkuð úr 8.500
kr. í 6.000 kr. á hverja íbúð. Heild-
arlækkun fasteignagjalda var uppá
rúmar 40 milljónir kr.
Það sem skiptir fasteignaeigendur
sveitarfélaganna mestu máli er
hvaða heildargjöld þeir greiða fyrir
sínar fasteignir og hvort þeir eru að
greiða hærri gjöld en þeir hefðu
greitt í nágrannasveitarfélögunum.
Ef tekið er mið af 100 fermetra 10
m.kr. fasteign í fjölbýlishúsi og horft
framhjá lóðarleigu, þá eru fasteigna-
gjöld af slíkri eign á árinu 2003 69
þ.kr. í Hafnarfirði, 63 þ.kr. í Reykja-
vík, 76 þ.kr. í Kópavogi, 60 þ.kr. í
Garðabæ og 56 þ.kr. á Seltjarnar-
nesi.“
Segir samanburð fasteigna-
gjalda vandmeðfarinn
Í TILEFNI af alþjóðadegi krabba-
meinssjúkra barna, laugardaginn
15. febrúar sl., og opnun nýs barna-
spítala, gaf Styrktarfélag krabba-
meinssjúkra barna Barnaspítala
Hringsins fullkominn fjar-
kennslubúnað til kennslu og sam-
skipta fyrir börn á spítalanum.
Geta börn sem dveljast á spít-
alanum tengst skólum sínum og
bekkjarfélögum meðan á dvöl
þeirra stendur. Börnin geta þannig
bæði notið kennslu á Barnaspítala
Hringsins auk þess sem þau tengj-
ast sínum eigin skólum og halda
þannig tengslum við kennara og
skólasystkini.
Alþjóðadagur krabbameins-
sjúkra barna var nú haldinn í annað
sinn. Aðilar að þessum degi eru 54
styrktar- og foreldrafélög krabba-
meinssjúkra barna í 46 löndum.
SKB er eitt þessara félaga.
Á Íslandi greinast að meðaltali
10–12 börn árlega með krabba-
mein. Ísland hefur tekið þátt í nor-
rænu samstarfi um meðferð og
rannsóknir á krabbameinsveikum
börnum. Árangur meðferðar á Ís-
landi er mjög góður og fyllilega
sambærilegur því sem þekkist í ná-
grannalöndum okkar, segir í frétta-
tilkynningu.
Morgunblaðið/RAX
Gáfu Barnaspítalanum
fjarkennslubúnað
MIÐVIKUDAGINN 5. febrúar á
milli klukkan 12.45 og 13.00 varð
árekstur á Vesturhólum við Erluhóla
þar sem hvítri fólksbifreið var ekið
aftan á bifreiðina SA-060. Ökumenn
bifreiðanna ræddust við en eftir við-
ræðurnar ók ökumaður hvítu fólks-
bifreiðarinnar á brott. Ökumanni
SA-060 láðist að skrá niður upplýs-
ingar á vettvangi. Ökumaður hvítu
fólksbifreiðarinnar er beðinn að hafa
samband við lögregluna í Reykjavík í
síma 569-9020 og einnig vitni ef ein-
hver hafa verið.
Lýst eftir öku-
manni hvítrar
bifreiðar
LIONSHREYFINGIN á Íslandi og
félagið Heyrnarhjálp hafa tekið
höndum saman um að safna notuð-
um heyrnartækjum. Eins var á
frumstigi þessa máls fundað með
framkvæmdastjóra Heyrnar- og tal-
meinastöðvar og skrifað formlegt
bréf til þeirra í kjölfar fundarins.
Þau tæki sem um ræðir eru svoköll-
uð „skúffutæki“, þ.e. tæki sem liggja
ónotuð í heimahúsum út um allt land.
Bæði getur það átt við tæki sem lögð
eru til hliðar vegna bilunar eða end-
urnýjunar tækja og eins við andlát
þess sem tækið notaði. Þessi tæki
geta nýst öðrum og hafa Lionsmenn
víða staðið fyrir slíkum söfnunum og
sent til vanþróaðra landa, segir í
fréttatilkynningu.
Safna not-
uðum heyrn-
artækjum
TÚRBÍNU-
ÞJÓNUSTA
Vagnhöfði 21 • 110 Reykjavík
Sími: 577 4500 • www.velaland
velaland@velaland.is
d
es
ig
n.
is
2
00
3
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali.
Heiðvangur - Hafnarfirði
Nýkomið í sölu gott 155 fm einbýl-
ishús á einni hæð auk 56 fm tvö-
falds bílskúrs. Eignin skiptist í
gesta wc, 3 stofur, stórt eldhús m.
góðum borðkrók, 3-4 svefnherb.,
baðherb. og þvottaherb. með bak-
útg. Glæsilegur verðlaunagarður.
Vel staðsett eign á skjólríkum stað.
Asparás - Garðabæ
Nýkomin í sölu glæsileg 105 fm
4ra herb. íbúð á efri hæð í þessu
nýlega fjölbýli auk geymslu á jarð-
hæð. Íbúðin skiptist í forstofu, eld-
hús m. borðaðstöðu, stofu, þrjú
svefnherbergi og flísalagt baðher-
bergi með þvottaaðstöðu og er
innréttuð á afar vandaðan og
smekklegan máta. Parket og nátt-
úrusteinn á gólfum. Tvennar svalir. Húsið liggur að opnu svæði með
stórkostlegu útsýni. Áhv. húsbr. 8,0 millj.
Málstofa í læknadeild verður á
morgun, fimmtudaginn 20. febrúar
kl. 16.15, í sal Krabbameinsfélags Ís-
lands, efstu hæð. Sigríður Valgeirs-
dóttir flytur erindið: Örflögutækni
(DNA arrrays) til genarannsókna.
Málstofa fer fram á hverjum fimmtu-
degi og eru kaffiveitingar frá kl. 16.
Reynsla Svía af aðild að Evrópu-
sambandinu Utanríkisráðherra Sví-
þjóðar, Anna Lindh, heldur opinn fyr-
irlestur í Háskóla Íslands, Odda,
stofu 101, á morgun, fimmtudaginn
20. febrúar kl. 12–13.00. Hún mun
fara yfir nokkrar lykilspurningar
varðandi reynslu Svía af verunni í
Evrópusambandinu, um framtíð sam-
bandsins og hugsanlegt hlutverk
Norðurlandanna innan þess.
Horfur á fjármálamörkuðum
Landsbankinn stendur fyrir morg-
unverðarfundi á Grand Hótel
Reykjavík, á morgun, fimmtudaginn
20. febrúar kl. 8–9, undir yfirskrift-
inni „Horfur á fjármálamörkuðum“.
Erindi halda: Katrín Ólafsdóttir, hag-
fræðingur greiningardeildar Lands-
bankans, Jónas G. Friðþjófsson, sér-
fræðingur greiningardeildar, og
Arnar Jónsson, sérfræðingur í gjald-
eyrisviðskiptum. Fundarstjóri verður
Brynjólfur Helgason, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og al-
þjóða- og fjármálasviðs Landsbank-
ans. Fundurinn er öllum opinn.
Tilkynna þarf þátttöku með tölvu-
pósti á rannsoknir@landsbanki.is eða
í síma fyrir kl. 16, í dag, miðvikudag-
inn 19. febrúar.
Ný dögun, samtök um sorg og
sorgarviðbrögð, standa fyrir
fræðslufundi í safnaðarheimili Há-
teigskirkju, 2. hæð, á morgun,
fimmtudaginn 20. febrúar kl. 20–22.
Rósa Kristjánsdóttir mun fjalla um
sorg og úrvinnslu við systkinamissi.
Að fyrirlestrinum loknum gefst kost-
ur á samtali um sorgina við systkina-
missi. Fræðslan er ætluð fólki á öllum
aldri og allir eru velkomnir.
Á MORGUN
Röng leikkona
Í grein um íslensku myndina Salt,
sem birtist á síðum „Fólksins“ í gær,
var farið rangt með nafn leikkonu í
myndinni. Um er að ræða Brynju
Þóru Guðnadóttur en ekki Melkorku
Huldudóttur. Leikur Brynju er lof-
aður mjög og segir: „Sérstaklega er
[Brynja] góð og þeir sem hafa séð
hana segja að hér sé ný stjarna
fædd. En ég hef heyrt hana segja að
hún ætli ekki að leika aftur.“
Salt sigraði í svonefndum „For-
um“-flokki á kvikmyndahátíðinni í
Berlín, flokki sem tekur yfir nýj-
unga- og tilraunakenndar myndir.
Rangur háskóli
Í Morgunblaðinu í gær birtist
grein eftir Heiðrúnu Lind Marteins-
dóttur, sem er laganemi í Háskóla
Reykjavíkur. Heiðrún Lind er for-
maður Lögréttu félags laganema við
HR, en ekki Háskóla Íslands eins og
ranglega var sagt í fréttinni. Beðizt
er velvirðingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT
♦ ♦ ♦