Morgunblaðið - 19.02.2003, Síða 48

Morgunblaðið - 19.02.2003, Síða 48
KVIKMYNDIR/FÓLK 48 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ fim 20.2 kl. 21, UPPSELT föst 21.2 kl. 21, UPPSELT lau 22.2 kl. 21, UPPSELT fim 27.2 kl. 21, aukasýning,Örfá sæti, föst 28.2 kl. 21, UPPSELT lau 1.3 kl. 21, 100 SÝNING, Uppselt mið 5.3 kl. 21, Öskudagsauks., Örfá sæti, föst 7.3 kl. 21, UPPSELT lau 8.3 kl. 21, Nokkur sæti föst 14.3 kl. 21, Nokkur sæti lau 15.3 kl. 21, Nokkur sæti föst 21.3 kl. 21, Laus sæti "Björk er hin nýja Bridget Jones." morgunsjónvarpið Stóra svið LÁT HJARTAÐ RÁÐA FÖR ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN - Þrjú ný verk eftir Katrínu Hall, Itzik Galili og Ed Wubbe Frumsýning föstudaginn 21/2 hvít kort - UPPSELT 2. sýn sun 23/2 kl 20 gul kort 3. sýn fim 27/2 kl 20 rauð kort 4. sýn sun 2/3 kl 20 græn kort 5. sýn sun 16/3 kl 20 blá kort ATH: Aðeins 8 sýningar SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Lau 22/2 kl 20 UPPSELT Fö 28/2 kl 20, Lau 1/3 kl 20,UPPSELT, Fim 6/3 kl 20, Fö 14/3 kl 20, Lau 15/3 kl 20 SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Fi 20/2 kl 20 SÍÐASTA SÝNING HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Su 23/2 kl 14, Su 2/3 kl 14 Su 9/3 kl 14, Su 15/3 kl 14 FÁAR SÝNINGAR EFTIR Nýja svið Þriðja hæðin Litla svið Forsalur - Umræðukvöld Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Miðasala: 568 8000 RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Í kvöld kl 20, Lau 22/2 kl 16 UPPSELT, Su 23/2 kl 16, Mi 26/2 kl 20, UPPSELT Lau 1/3 kl 16, Lau 1/3 kl 20, Su 2/3 kl 20, Mið 5/3 kl. 20 UPPSELT MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne Fi 20/2 kl 20, Fö 28/2 kl 20 UPPSELT, Lau 1/3 kl. 20, Fim 6/3 kl 20 JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Lau 22/2 kl 20 AUKASÝNING SÍÐASTA SÝNING PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Fö 21/2 kl 20, Su 2/3 kl. 20 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN í samstarfi við SJÓNLEIKHÚSIÐ Leikrit með söngvum - og ís á eftir! Lau 22/2 kl 14, Lau 1/3 kl 14 KVETCH eftir Steven Berkoff í samstarfi við Á SENUNNI Fö 21/2 kl 20,UPPSELT Fi 27/2 kl 20,Lau 8/3 kl 20 MYRKIR MÚSIKDAGAR Lúðrasveit Reykjavíkur og Steindór Andersen Í kvöld kl 20 LÝSISTRATA eftir Aristofanes - LEIKLESTUR Leikhúsverkefni á heimsvísu gegn stríði! Má 3/3 kl 20 - Aðgangseyrir kr. 500 rennur í hjálparsjóð HERPINGUR eftir Auðir Haralds HINN FULLKOMNI MAÐUR e. Mikael Torfason Su 23/2 kl 20 AUKASÝNING Aðeins þessi eina sýning Takmarkaður sýningarfjöldi Leikhúsmál: Kvennaleikrit á konudaginn! Hlín Agnarsdóttir, Magnús Þór Þorbergsson og Þorgerður Einarsdóttir Su 23/2 kl 20 fim. 20, feb. kl. 2 fös. 21. feb. kl. 20 lau. 22. feb. kl. 20 Takmarkaður sýningarfjöldi Sýnt í Smiðjunni - s. 552 1971 eftir Sigurð Pálsson 23. feb. kl. 14 og 17 örfá sæti 2. mars kl. 14 og 17 laus sæti 9. mars kl. 14 laus sæti Ath. miðasala opin frá kl. 13-18 Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýningardaga. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700 Lau 22/2 kl 21 Nokkur sæti Lau 22/2 kl 23 Aukasýning Fös 28/2 kl 21 Lau 1/3 kl 21 Lau 8/3 kl 21 Sun 9/3 kl 21 Fös 14/3 kl 21 Einn þekktasti fiðlukonsert síðustu aldar Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Tónleikar í rauðu röðinni í Háskólabíói fimmtudaginn 20. febrúar kl. 19:30 Hljómsveitarstjóri: Gilbert Varga Einleikari: Sigrún Eðvaldsdóttir Camille Saint-Saëns: Le rouet d'Omphale Samuel Barber: Fiðlukonsert Maurice Ravel: La mère l'oye Maurice Ravel: La valse Gesturinn í samvinnu við Borgarleikhúsið Sýn. lau. 22. feb. kl. 19 Sýn. sun. 23. feb. kl. 20 Aðeins þessar sýningar Leyndarmál rósanna Sýn. fös. 28. feb. kl. 20 Uppistand um jafnréttismál Sýn. lau. 1. mars. kl. 20 Miðasölusími sími 462 1400 www.leikfelag.is Á Herranótt MMIII HUNDSHJARTA Gamanhrollvekja eftir Mikhail Bulgakov 3. sýning miðvikudaginn 19. febrúar 4. sýning laugardaginn 22. febrúar 5. sýning sunnudaginn 23. febrúar 6. sýning föstudaginn 28. febrúar Takmarkaður sýningarfjöldi Miðapantanir í síma 696 5729 Sýnt í Tjarnarbíói Sýningar hefjast kl. 20.00 GERT er ráð fyrir að út verði gef- inn seinna á árinu mynddiskur sem innihalda mun m.a. upptökur af eina skiptinu sem Bítlarnir Sir Paul McCartney, Ringo Starr og George Harrison heitinn léku saman eftir að Bítlarnir lögðu upp laupana. Upptakan var gerð á heimili Harri- sons í Oxfordskíri einhvern tíma árið 1994, þegar þremenningarnir unnu saman að útgáfu Anthology- safndiskanna. Taka þeir þar 5 lög, þó ekki Bítlalög, Harrison á ukulele-gítar, McCartney á gítar og Starr trommur. Lögin eru „Ain’t She Sweet“ (sem Bítlarnir hljóðrit- uðu á Hamborgar-árum sínum), „Blue Moon Kentucky“, „Raunchy“, „Thinking of Lincoln“ og „Baby What You Want Me To Do“. Svo gæti farið að diskurinn með upp- tökunum yrði gefinn út í mars og er Paul, George og Ringo spiluðu saman fastlega búist við að hann verði með söluhærri mynddiskum ársins. Eru upptökurnar hluti af heimild- armynd sem BBC gerði samhliða og um útgáfu Anthology safnsins. Það er annars af McCartney að frétta að hann tilkynnti á dögunum að hann hygðist fara í fyrstu tón- leikaferð sína um Bretlandseyjar í 10 ár nú í sumar, fyrstu tónleikarn- ir verða í apríl en að því loknu mun hann spila annars staðar í Evrópu. McCartney hefur nýlokið við tón- leikaferð um Ameríku og hann spil- aði í Japan á síðasta ári. Í kringum 20 Bítlalög hafa jafnan verið á efn- isskrá hans. HVAÐA krakki væri ekki til í að eiga fljúgandi vin sem byggi í litlu skrítnu húsi á þökum borgarinnar? Ég væri allavegana til í það, og þess vegna þykja mér bækurnar um Kalla á þakinu svo skemmtilegar. Svo eru þær líka svo fyndnar. Þessi mynd segir frá Bróa litla, einmana strák, sem vill mest af öllu eignast hund. Hann er því svo hepp- inn að dag einn kemur furðukarlinn Kalli fljúgandi ofan af þakinu hjá honum, og þeir verða auðvitað bestu vinir. En fleiri hafa séð Kalla og í dagblöðum er verðlaunum heitið fyr- ir þann sem finnur þennan fljúgandi furðuhlut. Og tveir glæpamenn vilja fá þessa peninga. Það var gaman að horfa á Kalla á þakinu. Teikningarnar reyna að stæla stíl Ilon Wiklands, helsta teiknara Astridar Lindgren. Þó að sjarminn náist ekki alveg, tekst al- veg ágætlega til og teikningarnar eru skemmtilega „heimagerðar“, lif- andi og gamaldags á góðan máta, þegar tekið er mið af oft heldur geld- um tölvuteiknimyndum dagsins í dag. Sagan virðist sömuleiðis eitthvað svo „saklaus“ miðað við nútíma frá- sagnir fyrir börn. Það sem mér fannst vanta var hins vegar að sagan og persónurnar væru jafnskemmti- legar og í bókunum, en yfirhöfuð hef- ur ekki tekist að koma húmornum úr bókinni yfir í myndina. Í myndinni er allt mun „grófara“ og ýktara. Borghildur er bara leið- inda brussa í teiknimyndinni, en í bókunum finnur maður fyrir sárum bakgrunninum og þykir bara vænt um kellu. En skítt með Borghildi miðað við Kalla. Hann er miklu grófari en í bókunum, og mér finnst alveg vanta í hann húmorinn svo maður fyrirgefi honum hversu ruddalegur hann er oft. Því hann er í rauninni einstakur og gerir allt sem Brói (og margir aðrir krakkar) þorir ekki að gera og hressir svo sannar- lega upp á hversdagsleikann. Mynd- in ætti samt að geta kætt allra minnstu bíófarana, þótt mömmu og pabba finnist kannski ekki jafngam- an. KVIKMYNDIR Laugarásbíó og Smárabíó Leikstjórn: Vibeke Idsøe. Handrit skrifað upp úr eftir samnefndum bókum Astrid Lindgren. Leikstjórn ísl. raddsetn.: Jakob Þór Einarsson. Raddir: Jóhann Páll Jó- hannsson, Atli Rafn Sigurðarson, Sig- urður Sigurjónsson, Jóhanna Jónas, Steinn Ármann Magnússon og fleiri. 77 mín. Svíþjóð. Svensk Filmindustri 2002. KARLSSON PÅ TAKET/ KALLI Á ÞAKINU Ævintýralegur vinur Hildur Loftsdóttir Júhúúúú! Bróa finnst gaman að fljúga með Kalla yfir þökunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.