Morgunblaðið - 19.02.2003, Side 52
52 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
leonardo dicaprio tom hanks
UPPISTAND FÖS, 21. FEB
AUKASÝNING LD, 22. FEB 2 d
aga
r
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
KVIKMYNDIR.IS
HK DV
2
Tilnefningar til Óskarsverðlauna
Aukahlutverk karla: Christopher Walken
Besta tónlistin: John Williams
Kvikmyndir.com
SV MBL
Radíó X
OHT Rás 2
HJ MBL Hann hafði draumastúlkuna
við hlið sér... ...en áttaði sig
á því þegar hún var farin
Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 10.
ÓHT Rás 2
Sýnd kl. 6. Síðustu sýningar.
Sýnd kl. 8 og 10. E. texti. Stranglega bönnuð innan 16.
H.K DV Kvikmyndir.is
H.L MBLDV
Sýnd kl. 6 og 8.
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10.
Náðu þeim í bíó í dag.
Í mynd eftir Steven Spielberg
Radíó X
SV MBL
HK DV
ÓHT Rás 2
Kvikmyndir.com
ÁLFABAKKI AKUREYRI
2Tilnefningar til ÓskarsverðlaunaAukahlutverk karla: Christopher WalkenBesta tónlistin: John Williams
Sýnd kl. 8 og 10. / Sýnd kl. 8.
ÞAÐ gekk upp markaðs-
bragðið að skella róm-
antísku gamanmyndinni
Tveggja vikna uppsagn-
arfrestur í bíó á Valent-
ínusardeginum ameríska.
Vitanlega voru margir í
rómantíska gírnum á
föstudag og um helgina,
sem fleytti myndinni auð-
veldlega í efsta sæti bíó-
tekjulistans. Yfir 4 þús-
und turtildúfur fylgdust
með þeim Hugh Grant og
Söndru Bullock stinga
saman nefjum en sagan
segir að svo vel hafi þau
náð saman í raun og
veru að ástin hafi kvikn-
að í alvöru á tökustað.
Róbert Wesley hjá
Sambíóunum segir menn
þar á bæ mjög sátta við
þessi góðu viðbrögð við myndinni
og að þau hafi ekki komið á
óvart, enda Grant og Bullock ver-
ið með ansi traust adráttarafl hér
á landi í gegnum árin. „Þar að
auki njóta rómantískar gam-
anmyndir jafnan talsverðra vin-
sælda, ekki hvað síst þegar þær
fá góða dóma og spyrjast vel út.
Það fleytir svona myndum ansi
langt,“ segir Róbert.
Beint í annað sætið stekkur síð-
an Allt um Schmidt, margrómuð
bandarísk satíra með Jack Nich-
olson í aðalhlutverki karluglu
sem hefur allt á hornum sér,
kvíðir því að þurfa að láta af
störfum fyrir aldurs sakir og
eyða meiri tíma með eiginkon-
unni sem hann fyrirlítur og á
býsna erfitt með að sætta sig við
tilvonandi tengdason sinn, sem
hann telur lúða hinn mesta. Þeg-
ar kona hans fellur sviplega frá
ákveður Schmidt að leggja upp í
reisu á húsbílnum sem þau
keyptu fyrir eftirlaunasjóðinn og
freista þess að ná sáttum við
dóttur sína og tengdafólk.
Nicholson þykir vinna enn einn
leiksigurinn í myndinni og er til-
nefndur til Óskarsverðlauna,
ásamt Kathy Bates, sem
leikur frjálslynda móður
tengdasonarins.
Gleðiefni er að sjá ís-
lensku barna- og fjöl-
skyldumyndina Diddu og
dauða köttinn sækja í sig
veðrið frá síðustu helgi
sem gerir það að verkum
að myndin hækkar sig úr
5. í 3. sæti.
Hasarmyndin Í skotlínu
(Ballistic) og sænska
teiknimyndin Kalli á þak-
inu koma síðan nýjar inn
í 9. og 10. sæti.
Af þeim myndum sem
nú eru í sýningum er
langvinsælust sem fyrr
Tveggja turna tal. Rétt
tæplega 90 þúsund manns
hafa séð myndina og er
hún nú klárlega komin í
hóp allra vinsælustu mynda ís-
lenskrar bíósögu og er enn ekki
hægt með vissu að sjá fyrir hvar
sigurgangan kemur til með að
enda.
Rúmlega 65.500 hafa séð Harry
Potter og leyniklefann og rétt
rúmlega 62 þúsund Bond-
myndina Deyðu annan dag.
Hafið er komin yfir 57.500,
rúmlega 27 þúsund hafa séð
Stellu í framboði og rúmlega 26
þúsund Disney-teiknimyndina
Líló og Stich.
Rómantíkin höfð í hávegum um Valentínusarhelgi
Blóm og bíóferð
Grant á nærhaldinu og Bullock í síðkjól, er hægt að
hafa það betra?
!
"
#
$
%&"
'#$(
%
)
$
" %#
$ *( #
!"
$ !
%
&''
''()
*'
''+,
-
,
$'.
/0 1
2 '
-*
'3
+
,
-
.
/
0
1
2
3
-/
-,
-1
-0
-4
-2
,-
#
5
5
,
,
/
,
/
1
5
5
1
,
1
.
/
,+
0
+
-/
2
!
"
#
67
8(9
'9
:$9
'(#69
;<767
<679
=9
67
67
:$9
'(#69
;<767
<679
<679
67
:$ 67
8(9
:$9
'(#69
;<767
<679
=9
<67
<679
<679
67
:$ <679
<679
679
) $>9
(>?
<67
<679
<679
67
67
8(9
'9
:$9
'(#69
;<7679
(>
67
'
;<7679
67
8(9
:$9
'(#69
@
9
@
= 67
8(9
;<767
67
8(9
'9
:$ <679
679
;<7679
:
67
8(9
'9
;<767
67
8(9
(>?
9
@
9
;A#6
skarpi@mbl.is
HAFNFIRSKA rokksveitin Botn-
leðja vakti verðskuldaða athygli í af-
staðinni forkeppni fyrir Evróvisjón-
keppnina í Riga.
Ekki er hægt að segja að framlag
Botnleðjunga geti fallið undir við-
teknar hugmyndir um snið Evró-
visjónlaga en þannig blésu nú vind-
arnir í ár, kannski vegna helst til
mikils Evróvisjónþurrks, en Ísland
tók ekki þátt í fyrra sem kunnugt er.
Þannig átti Heiða t.d. öðruvísi og
einkar fallegt lag, Eivör Pálsdóttir
flutti undurljúfa, lágstemmda
stemmu og læknirinn Páll Torfi
snaraði inn rómanskri stemmu.
Hrátt og kröftugt rokk Botnleðju
skilaði þeim hins vegar alla leið upp í
annað sætið.
Samband var haft við Harald
Gíslason, trymbil sveitarinnar, sem
keyrði sveitina áfram í lokakeppn-
inni af fádæma hörku og gleði.
„Tja ... ég veit nú ekki hvort ég var
einhver prímus mótor í þessu. Við
höfum allir okkar stíl,“ segir Har-
aldur rólega, aðspurður um hvort
hann hafi verið heilinn á bakvið
þetta.
– En frá dýpstu hjartarótum,
varstu fúll yfir því að vinna ekki?
„Að sjálfsögðu. Við fórum með því
hugarfari að vinna í keppninni.“
– Maður heyrði talað um baráttu
stefnanna í þessari keppni, pönk á
móti poppi...
„Já (hlær), þetta var kannski dálít-
ið þannig.“
– Ætlið þið að taka þátt á næsta
ári?
„Nei. Þetta gerum við bara einu
sinni.“
– Voruð þið litnir hornauga af öðr-
um keppendum?
„Nei, alls ekki. Við vorum bara í
keppni – vorum bara að skemmta
okkur. Okkur fannst líka spennandi
að sjá viðbrögðin við þessu.“
– En það var greinilegt að þið vor-
uð að gera þetta af heilindum.
„Algjörlega. Svona keppni á að
vera skemmtileg og við vorum á eng-
an hátt að gera lítið úr keppninni.
Við ætluðum að fara til Lettlands og
vinna þar líka. Það var alltaf mark-
miðið.“
– Myndirðu segja að þið hafið rutt
brautina fyrir svipuðum hlutum í
framtíðinni?
„Ég efast um það. Ég sé ekki fyrir
mér að hljómsveitir á svipuðum stað
og við, t.d. Ensími eða Maus, muni
taka þátt í Evróvisjón. Það er búið að
gera þetta. Engu að síður vona ég að
það gerist.“
Skrýtin og skemmtileg
Leðjan fer ekki til Lettlands en þá
er það bara næsta verkefni, sem er
ný plata. Hún á að koma út í mars, er
fimmta breiðskífa Botnleðju og mun
heita Iceland National Park. Áður
hafa komið út plöturnar Drullumall
(’95), Fólk er fífl (’96), Magnyl (’98)
og Douglas Dakota (’00).
– Hvernig er nýja platan í sam-
anburði við hinar?
„Hún er a.m.k. allt öðruvísi en síð-
asta plata. Meira hressandi, án þess
þó að vera eitthvað poppuð. Hrá,
skrýtin og skemmtileg. Fyrst og
fremst skemmtileg.“
– Hvernig var hún unnin?
„Við tókum hana upp með Pro-
Tools (upptökuforrit) í æfing-
arhúsnæðinu okkar. Hún var hljóð-
blönduð í Sýrlandi en hljómjöfnuð úti
í Sviss. Swell Mellah tók þetta upp
en hann tók t.d. upp plötu Fidel.“
– Og hvernig gekk að vinna með
honum?
„Vel. Hann er á sama stað og við
tónlistarlega og er hrifinn af sama
hljómi og við.“
– Hvar kemur platan út?
„Hún kemur víst út um allan heim.
Við eigum bara eftir að gera samning
úti í Bandaríkjunum. Norska fyr-
irtækið Trust Me Records sér um að
koma þessu í almenna dreifingu fyrir
okkur. Svo sjáum við bara til með
frekari kynningar á plötunni.“
– Lokaorð?
„Ég vil bara þakka öllum þeim
fjölda sem kaus okkur í Evróvisjón
og gerði keppnina skemmtilega.“
Ný plata á leiðinni
Morgunblaðið/Kristinn
Strákarnir skrýddust þjóðbúningnum á sviðinu í Háskólabíói.
arnart@mbl.is
Botnleðja hugsar sér til hreyfings