Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. REYKJAVÍKURBORG hyggst flýta fram- kvæmdum á vegum borgarinnar og fyrirtækja í hennar eigu fyrir um þrjá milljarða króna. Í gær voru kynntar framkvæmdir fyrir 1.200–1.700 milljónir sem Orkuveitan ætlar að flýta þannig að þær fari fram á þessu ári og því næsta, í stað ár- anna 2005–2006. Er framkvæmdunum flýtt vegna þeirra miklu framkvæmda sem fyrirhugaðar eru við byggingu Kárahnjúkavirkjunar og einnig til að efla atvinnulífið með fjölgun starfa. Þessar framkvæmdir koma til viðbótar 6,3 millj- arða framkvæmdum sem ríkisstjórnin ákvað í síð- ustu viku að fara út í. Samtals er því verið að flýta framkvæmdum fyrir meira en 9 milljarða. Framkvæmdir á Nesjavöllum eru meðal þeirra sem Orkuveitan hyggst flýta. Vegna stækkunar varmaversins á Nesjavöllum og aukningar raf- orkuvinnslunnar úr 90 MW í 120 MW, sem fáist með því að bæta fjórðu vélasamstæðunni við, megi flýta framkvæmdum í gufuveitu og byggingafram- kvæmdum fyrir tæpar 300 milljónir króna. Þá sé hægt að flýta borframkvæmdum á Nesjavöllum á þessu ári fyrir um 220 til 250 milljónir króna. Einnig megi flýta verkefnum í dreifikerfi fyrir 200–400 milljónir, flýta verkum við vatnsból, lág- hitaborholur, tanka og fleira fyrir 400–600 millj- ónir og flýta útbreiðslu ljósleiðaranets Orkuveit- unnar til Akraness, sem kosti um 50 milljónir. Loks er stefnt að því að ráða tvöfalt fleiri ung- linga í sumarstarf við gróðursetningu og annan frágang, eða alls 200 talsins, sem kosti 60–80 millj- ónir. Einnig er ætlunin að ráða 10–20 háskólastúd- enta í sumarstörf við rannsókna- og hönnunar- verkefni sem kosti 10–20 milljónir króna. Fleiri flýtiframkvæmdir kynntar Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orku- veitunnar, sagði á blaðamannafundi í gær að borg- arráð hefði óskað eftir því við Orkuveituna að kannað yrði hvaða framkvæmdum fyrirtækisins væri hægt að flýta. Hann segist gera ráð fyrir því að stjórn Orkuveitunnar samþykki á fundi eftir helgi að flýta umræddum framkvæmdum. Í næstu viku verði síðan kynnt hvaða fram- kvæmdum á vegum borgarverkfræðings verði hægt að flýta. „Þar má búast við að menn sjái til- lögur um flýtiframkvæmdir við skólabyggingar, íþróttamannvirki, gatnaframkvæmdir, þjónustu- íbúðir fyrir aldraða, í húsnæðismálum og ýmislegt fleira,“ sagði Alfreð. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveit- unnar, segir að verði samþykkt að flýta fram- kvæmdunum verði þær boðnar út á næstu mán- uðum. Verkefnin eigi eftir að koma sér vel því slæmt ástand sé hjá mörgum iðnaðarmönnum. Orkuveita Reykjavíkur og borgin bregðast við auknu atvinnuleysi Flýta framkvæmdum fyrir þrjá milljarða  OR flýtir/6 BÖRNIN á leikskólanum Ægisborg voru í gær í vettvangsferð í fjörunni á Ægisíðu til að leita sér efnis í listaverk. Börnin, sem eru á þriðja ári, taka með sér þang, þara og steina úr fjörunni, fara með það á leikskólann og ákveða sjálf hvernig listaverk þau búa til úr efninu. Börnin fara einnig í fjöruna til að hlusta á tónlistina í umhverfinu og finna hinn ferska sjávarilm. Vettvangsferð sem þessi er fastur liður í dagskrá leikskólans enda börnin afar áhuga- söm. Morgunblaðið/Kristinn Leita efnis í listaverk KEPPENDUR í Global Extr- emes-leiknum, sem sýndur er í Bandaríkjunum á Outdoor Life Network, eru komnir til lands- ins en næstsíðasta þraut leiks- ins fer fram hér á landi. Leikn- um svipar til Survivor sem sýndur er við miklar vinsældir í sjónvarpi. Í gær var hópurinn staddur á Ísafirði og þrautir dagsins fólust m.a. í skíða- göngu í Seljalandsdal og einnig var fyrirhugað að klífa fjöll og róa kajak. Frumlegasta þrautin verður þó líklega sú að kepp- endur koma til með að stinga tað út úr fjárhúsinu á Laugar- bóli. Úr hópnum verða valdir áfram fimm keppendur til leiks í síðustu þrautinni, sem felst í því að klífa sjálfan Everest- tind. Stinga út úr fjár- húsinu á Laugarbóli  Keppa í/B7 FYRIRTÆKIÐ Saga Film, og leik- stjórar þess, hafa vakið talsverða athygli á erlendri grundu undan- farin misseri. Auglýsing Lárusar Jónssonar fyrir slóvenska dekkja- framleiðandann Sava Tires hlaut allnokkur verðlaun á nýafstöðnum hátíðum auglýsingaframleiðenda og þá var Árni Þór Jónsson valinn einn af efnilegustu leikstjórum samtímans af Boards magazine, einu helsta fagtímariti auglýs- ingageirans. Atriði úr Sava-auglýsingunni. Saga Film gerir það gott  Slóvensk/53 EKIÐ var á hreindýr á Upphéraðs- vegi rétt við Ormarsstaði í Fella- hreppi í gær, um 10 km frá Egils- stöðum. Talsverðar skemmdir urðu á bifreiðinni en ökumaður slapp ómeiddur. Hreindýrið drapst. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöð- um hefur talsvert sést til hreindýra við byggð að undanförnu. Lögreglan telur vissara að ökumenn fari var- lega þar um því hreindýrin eigi það til að hlaupa fyrirvaralaust yfir vegi. Dýrin eru mjög lík umhverfinu að lit og sjást oft illa í ljósaskiptum. Ekið var á hreindýr ELDUR kviknaði í íbúðarhúsi á bænum Svínhaga á Rangárvöllum í gær. Tilkynning um brunann barst lögreglunni á Hvolsvelli laust eftir hádegi. Þegar hana bar að hafði eld- urinn slokknað. Húsið var mann- laust. Að sögn lögreglu var mikill hiti í húsinu og skemmdir talsverðar. Eldsupptök eru ókunn. Eldur í tómu húsi SLÆM lausafjárstaða Landspítala – háskólasjúkrahúss á síðari hluta síð- asta árs varð til þess að spítalinn þurfti að greiða 145 milljónir króna í vexti í fyrra. Landspítalinn fór 496 milljónir króna fram úr fjárheimild- um á nýliðnu ári, samkvæmt bráða- birgðauppgjöri ársins. Þetta er 1,9% frávik frá fjárheimildum. Í greinargerð framkvæmdastjóra fjárreiðna og upplýsinga kemur fram að heildargjöld námu 26.158 milljónum og þar af hafi rekstrar- gjöld verið 24.659 milljónir en við- halds- og stofnkostnaður 1.499 millj- ónir. Launaútgjöld námu rúmum 67% af rekstrargjöldum að meðtöld- um S-merktum lyfjum. Lyfjakostn- aður var um 2.250 milljónir króna. Í fjáraukalögum var tekið á fjár- hagserfiðleikum spítalans en lausa- fjárstaða hans var erfið síðari hluta ársins og leiddi til 145 milljóna vaxtagreiðslna. Starfsemin jókst umtalsvert frá fyrra ári og fjölgaði skurðaðgerðum um tæp 9% frá 2001. Brjóstholsskurðlækningar stóðu nánast í stað en aðgerðum í öðrum sérgreinum fjölgaði um 1.150. „Auk þess að koma sjúklingum vel hefur þessi fjölgun skurðaðgerða verið mjög hagkvæm þar sem fastur kostnaður á skurðstofunum er um- talsverður og viðbótarkostnaður við fjölgun aðgerða er talsvert lægri en meðalkostnaður,“ segir í greinar- gerðinni. Hins vegar kemur einnig fram að útskriftarvandinn hefur aukist stöðugt en í janúar 2003 hafi 160 sjúklingar, sem hafi lokið með- ferð á spítalanum, beðið eftir var- anlegri vistun annars staðar. Slíkur vandi valdi auknum kostnaði á spít- alanum þar sem þörf sé á að hafa fleiri rúm í rekstri en þurfi vegna bráðasjúkdóma, auk þess sem spít- alinn geti ekki sinnt hlutverki sínu sem skyldi. Fresta hafi þurft inn- köllun sjúklinga af biðlistum vegna þess að ekki hafi verið laus rúm á legudeildum. Landspítalinn fór 496 milljónir fram úr fjárheimildum Greiddi 145 milljón- ir í vexti í fyrra BOEING þota Flugleiða, sem skemmdist á væng er hún fauk á landgang á Keflavíkurvelli í miklu óveðri 11. febrúar komst í gagnið tveim dögum eftir óhapp- ið. Tjónið er metið á 200 þúsund dollara, eða sem nemur tæpum 16 milljónum kr. Varahlutir voru keyptir frá Amsterdam og var gert við vélina daginn eftir óhappið. Var hún tekin í notkun 13. febrúar. Vélin, sem heitir Snorri Þorfinnsson, er af gerð- inni Boeing 757-300 og er nýjasta og stærsta vél Flugleiða. Er hún í ferðum til Kaupmannahafnar og Lundúna. Tjónið á Flugleiða- vélinni um 16 milljónir ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Í TÓLF ár hefur Tónskáldafélag Ís- lands undirbúið stofnun sjóðs sem stuðlaði að nýsköpun á sviði tónlistar á sem flestum sviðum. Nú hefur menningarmálanefnd Reykjavíkur- borgar samþykkt að stuðla að stofnun sjóðsins með tveggja milljóna króna stofnframlagi. Með stofnun sjóðsins verður mögulegt að styrkja fleiri svið tónsköpunar en áður og koma þannig til móts við framþróun og aukna menntun sem orðið hefur á sviði tón- listar á undanförnum áratugum. Nýsköpun- arsjóður tónlistar stofnaður  Þetta er/12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.