Morgunblaðið - 22.03.2003, Page 23

Morgunblaðið - 22.03.2003, Page 23
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 23 Teymi hf. er umboðs- og þjónustuaðili Oracle Corporation á Íslandi. Meðal öflugustu lausna Oracle er Oracle Balanced Scorecard, sem byggt er á Samhæfðu árangursmati og er vottað af höfundum aðferðafræðinnar, þeim Kaplan og Norton. Teymi // Borgartúni 30 // 105 Reykjavík // 550 2500 // www.teymi.is „Einstök reynsla og þekking Teymis á sviði gagnameðhöndlunar var lykillinn að skjótri og árangursríkri innleiðingu samhæfðs árangursmats hjá ÍSAGA með Oracle Balanced Scorecard.“ Geir Zoëga, framkvæmdastjóri ÍSAGA Árangur A B X 90 30 08 5 HIÐ árlega Stjörnutölt Hesta- mannafélagsins Léttis fer fram í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld kl. 20. Þar munu margir af bestu hest- um landsins og knapar þeirra mæta til leiks og etja kappi á ísnum og er keppt um glæsileg verðlaun. Einnig fer fram sýning á kynbótahrossum. Þetta er í fjórða sinn sem Léttir stendur fyrir þessari uppákomu, sem jafnframt er ein helsta fjáröflun félagsins. Hestaáhugafólk hefur sýnt Stjörnutöltinu mikinn áhuga en allt að 500–600 manns hafa mætt ár- lega í Skautahöllina. Alls tóku á milli 70 og 80 hross þátt í úrtöku fyrir Sjörnutöltið og af þeim voru 20 hross valin til þátttöku og til viðbótar mæta 10–15 önnur hross til leiks. Hæst dæmda kynbótahross síðasta árs, Hrauna frá Húsavík, verður sýnd í Skautahöllinni og einn- ig má nefna stóðhestana Hrim frá Hofi og Parker frá Sólheimum. Stjörnutölt Léttis í Skauta- höllinni ELFA Rún Kristinsdóttir og Krist- inn Örn Kristinsson leika saman á fiðlu og píanó í Sal Tónlistarskólans á Akureyri laugardaginn 22. mars kl. 18.00. Elfa Rún er fædd á Akur- eyri 1985. Hún steig sín fyrstu skref á fiðlunámsbrautinni við Suzuki- deild Tónlistarskólans á Akureyri hjá móður sinni, Lilju Hjaltadóttur. Síðustu ár hefur hún verið í námi við Tónlistarskólann í Reykjavík og tónlistardeild Listaháskólans. Hún lýkur diploma-prófi frá Listaháskól- anum í vor. Hluti lokaprófs var flutningur hennar á fiðlukonsert Tchaikovskys með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands í janúar. Á efnisskránni er Stef og Tilbrigði eftir Messiaen, Sónata í d-moll eftir Brahms, Són- ata fyrir fiðlu og sembal í E-dúr, einleikssónata eftir Ysafe og Rondo Cappriccioso eftir Saint-Saëns. Feðgin halda tónleika Í tímans rás og Verk á víðavangi er yfirskrift ljósmyndasýningar sem opnuð hefur verið í anddyri Verk- menntaskólans á Akureyri (nýja inn- gangi). Sýningin er liður í verkefni fyrir áfangann Listir og menning. Það eru nemendur við listnámsbraut VMA sem standa að henni undir leiðsögn kennara síns, Guðmundar Ármanns. Sýningin stendur til þriðjudagsins 25. mars og er opin á opnunartíma skólans frá kl. 8.00 og fram eftir degi og er hún öllum opin. Í DAG Sjálfstæðisflokkurinn í Norðaustur- kjördæmi efnir til fundar á Hótel KEA næstkomandi mánudagskvöld, 24. mars kl. 20. Á fundinum munu þeir Halldór Blöndal, forseti Al- þingis, og Styrmir Gunnarsson, rit- stjóri Morgunblaðsins, rökræða hugmyndir um styttingu leiðarinnar milli Akureyrar og Reykjavíkur, en Halldór mun kynna hugmyndir sín- ar um styttingu vegarins þannig að leiðin verði rúmir 300 kílómetrar. Norræna félagið efnir til fræðslu- kvölda um Grænland á mánudags- kvöld, 24. mars kl. 20 á Hólum, sal Menntaskólans á Akureyri. Björn Teitsson menntaskólakennari segir frá upphafi Inúíta, landnámi Íslend- inga og sögu þeirra á Grænlandi. Jónas Finnbogasona flugmaður seg- ir frá því hvernig Gænland kemur honum fyrir sjónir og Haraldur Ingi Haraldsson myndlistarmaður segir frá “konubáti“ Gænlendinga og fleiru úr menningu þeirra. Á miðvikudagskvöld, 26. mars mun Benedikte Þorsteinsson fyrrver- andi félagsmálaráðherra Græn- lands segja frá landinu og þeim tímamótum sem það nú er á auk þess að sýna myndir. Á NÆSTUNNI ♦ ♦ ♦ KNATTSPYRNUDEILD Þórs og Íslensk verðbréf, ÍV, hafa skrifað undir nýjan samstarfssamning til þriggja ára og verður ÍV því áfram helsti stuðningsaðili knattspyrnu- deildar, líkt og undanfarin ár. Keppnisbúningar allra flokka knattspyrnudeildar Þórs munu bera merki Íslenskra verðbréfa á samningstímanum. Árni Óðinsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, og Sævar Helgason, framkvæmda- stjóri ÍV, lýstu báðir yfir ánægju með samstarfið til þessa sem hafi reynst báðum aðilum vel og þeir horfa björtum augum til framhalds- ins. Myndin var tekin við undirritun samstarfssamnings Íslenskra verð- bréfa og knattspyrnudeildar Þórs. Árni Óðinsson, formaður knatt- spyrnudeildar, lengst til hægri, og Sævar Helgason, framkvæmda- stjóri ÍV, handsala samninginn. Lengst til vinstri á myndinni er Jónas Baldursson, þjálfari meist- araflokks Þórs. Fyrir aftan standa tveir leikmanna félagsins, Jóhann Þórhallsson og Orri Freyr Hjaltalín. Þór og ÍV endurnýja samstarfssamning

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.