Morgunblaðið - 22.03.2003, Page 24
LANDIÐ
24 LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BRUNAVARNIR Suðurnesja
hafa sent bæjaryfirvöldum í
Reykjanesbæ bréf þar sem þeim
tilmælum er beint til bæjarins að
bætt verði úr aðkomu slökkvi-
liðsbíla að húsnæði Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja.
Slökkviliðið var með æfingu
við húsnæði FSS við Sunnubraut
á haustmánuðum og kom þá m.a.
í ljós að aðkoma slökkviliðsbíla
vestan megin hússins er engin.
Erindið var tekið fyrir á bæj-
arráðsfundi í síðustu viku og vís-
að til byggingarnefndar FS.
Brunavarnir Suðurnesja hafa á
undanförnum mánuðum unnið að
gerð brunavarna- og aðkomu-
áætlana fyrri stærri byggingar
og ýmis svæði í Reykjanesbæ. Í
kjölfarið hefur áætlunin verið
æfð við ýmsar byggingar og sér
slökkvilið um skipulag æfingar-
innar. Í því felst m.a. að slökkvi-
liðið sér til þess að fólk rými
bygginguna og stillir upp
slökkviliðsbílum og björgunar-
tækjum. Æfingin miðar að því að
líkja sem mest eftir raunveruleg-
um aðstæðum þegar eldur er
laus í byggingu. Slökkviliðsstjóri
Brunavarna Suðurnesja, sem rit-
ar undir bréfið til bæjaryfirvalda,
segir mjög brýnt að tryggja að-
komu- og björgunarsvæði fyrir
körfubíl við vesturhlið bygging-
arinnar, t.d. með aðkomu inn á
Holtið af Faxabraut.
Æfingar í skólum
og leikskólum
Að sögn Viðars Más Aðal-
steinssonar, framkvæmdastjóra
umhverfis og skipulagssviðs
Reykjanesbæjar, mun bærinn
bregðast við tilmælum slökkvi-
liðs. „Það er hugmyndin að fara í
skipulagsbreytingu á Holtinu,
jafnvel með bílastæðum og að-
komu á bak við. Þannig að það
verður farið að þeirra kröfu í
því,“ segir Viðar.
Hann segir algengt að svona
úttektir séu gerðar af hálfu
Brunavarna Suðurnesja. Slíkar
æfingar séu gerðar við alla skóla
og leikskóla og bærinn hafi unnið
mjög náið með þeim. „Ég myndi
segja að þetta væri orðið í fínu
lagi víðast hvar hjá okkur,“ segir
hann um ástand brunavarna í
bæjarfélaginu.
Brunavarnir Suðurnesja vinna að
gerð brunavarna- og aðkomuáætlana
Bætt verði úr að-
komuleiðum við FSS
Reykjanesbær
SUÐURNES
Í ÞRIGGJA ára áætlun Gerða-
hrepps sem lögð var fram á síðasta
fundi hreppsnefndar til fyrri um-
ræðu er gert er ráð fyrir að áfram
verði unnið að átaki í lagningu gang-
stétta, malbikun gatna og að varan-
legt slitlag verði lagt á afleggjara.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdum
ljúki 2006. Þá er m.a. stefnt að því að
ljúka að fullu við sal Gerðaskóla,
þannig að mötuneyti verði starfrækt
í byrjun skólaárs 2004 og hefja und-
irbúning að stækkun skólans.
Mötuneyti í
Gerðaskóla
haustið 2004
Gerðahreppur
LÍF og fjör er nú í geitahúsinu á
Rauðá í Þingeyjarsveit en nýlega
fæddust þar sex kiðlingar og von er
á fleirum á næstunni.
Áhugi 4.-bekkinga í Borgarhóls-
skóla á Húsavík leyndi sér heldur
ekki þegar þau heimsóttu ábúendur
á Rauðá í sveitaferð sinni nú í vik-
unni því allir vildu halda á ungvið-
inu og skoða þessi sjaldgæfu hús-
dýr sem ekki eru víða til nú orðið.
Það var Vilhjálmur Grímsson,
yngri bóndinn á Rauðá, sem sýndi
nemendunum geitastofninn, en þar
hafa verið geitur í áratugi og alltaf
er vorlegt í útihúsunum þegar kið-
lingarnir komast á legg. Fljótt fara
þeir að hoppa og leika sér um allt,
en þeir eru mjög mannelskir og þá
er auðvelt að temja. Á myndinni má
sjá Vilhjálm með nokkrum skóla-
börnum sem fannst mjög gaman að
fá að halda á þessum skemmtilegu
vorboðum.
Nýfæddir kiðlingar
vekja áhuga
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Laxamýri
LEIKFÉLAG Dalvíkur frumsýnir
nýtt íslenskt leikverk, „Gengið á
hælinu“ eftir Júlíus Júlíusson í
kvöld, laugardagskvöldið 22. mars
kl. 21 í Ungó á Dalvík.
Júlíus leikstýrir verkinu, en alls
taka 14 leikendur þátt í uppsetning-
unni og um 40 manns í allt.
Gengið á hælinu gerist á litlu
hæli þar sem búa sjö vistmenn, lit-
ríkir og skemmtilegir en lífið hefur
leikið þá á afar mismunandi hátt, að
því er fram kemur í frétt frá leik-
félaginu. Sambúðin gengur þó
nokkuð átakalaust þar til upp kem-
ur staða sem þau geta með engu
móti sætt sig við og óþefur er af.
Vistmennirnir reyna að hafa áhrif á
gang mála en spurningin er hvort
þeir standi saman þegar mest á
reynir. Í hópnum er m.a. gamall
bóndi sem ekki losnar úr sveitinni,
göturóni, ástfanginn læknir, ótta-
slegnar tvíburasystur, rafmagnsaf-
lesaramaður og ungur fíkill.
Leiknum er lýst sem broslegum
gamanleik með dramatískum inn-
skotum. Þetta er annað verkið í
fullri lengd sem Júlíus skrifar fyrir
Leikfélag Dalvíkur, en síðastliðið
haust sýndi félagið unglingaverkið
„Kverkatak“ sem vakti athygli.
Frumsýning er sem fyrr segir á
laugardagskvöld, en næstu sýning-
ar eru þriðjudag 25. mars kl. 21, þá
verður sýnt laugardaginn 5. apríl og
sunnudag 6. apríl kl. 17. Sýningum
verður svo fram haldið í aprílmán-
uði, 11., 12., 16., 19. og 21. en sýn-
ingar hefjast kl. 21.
Gengið á hælinu
Dalvík
Ljósmynd/Halldór Ingi Ásgeirsson
Leikfélagið frumsýnir nýtt leikverk, Gengið á hælinu, á laugardagskvöld.
Leikfélag Dalvíkur sýnir nýtt verk
Í VIKUNNI var haldinn á Hellu
formlegur stofnfundur félags áhuga-
fólks um sveitarstjórnarmál í Rang-
árþingi ytra. Um var að ræða sam-
einingu tveggja óháðra
framboðslista í eitt félag sem nefnt
hefur verið Oddaverjar.
Buðu þessir tveir listar, Ó- listi
óháðs framboðs og K-listi almennra
íbúa, fram í síðustu sveitarstjórnar-
kosningum og hlutu samtals þrjá
fulltrúa í sveitarstjórn af níu. Stefnu-
skrár listanna voru mjög líkar en þar
sem ekki náðist að sameina listana
fyrir kosningarnar í fyrra var hafist
handa við undirbúning sameiningar-
innar síðastliðið haust.
Á stofnfundinum nú voru lagðar
fram samþykktir til umfjöllunar og
stefnuskrá félagsins sem skv. 1.
grein samþykktar þess er félag
áhugafólks um málefni byggðar og
framfara í Rangárþingi ytra. Einnig
kemur fram í samþykktinni að félag-
ið sé þverpólitískt og óháð öllum
stjórnmálaflokkum og leggi það ekki
hömlur á að félagsmenn starfi innan
stjórnmálaflokka. Formaður Odda-
verja var kjörinn Þröstur Sigurðs-
son.
Tveir framboðslistar
sameinaðir
Hella
að selja fasteignir til Fasteignar hf.
fyrir 3.347 milljónir króna. Sam-
kvæmt leigusamningnum er for-
kaupsréttur Reykjanesbæjar á öll-
um eignum og verða þær leigðar til
áframhaldandi nota í þágu bæjar-
félagsins. Umsamið leiguverð er
0,73% af kaupverði eða 293 milljónir
á ári. Á móti lækkar fjármagns-
kostnaður og viðhaldskostnaður um
307 m. kr. á ári. Þátttaka Reykjanes-
bæjar í hinu nýja félagi sparar bæn-
um því 14 m. kr í útgjöld á ári.
Í bókun bæjarstjórnar segir að
kaupverð fasteignanna sé um 70% af
verði sambærilegra eigna á höfuð-
borgarsvæðinu og taki leigan mið af
því. Velji Reykjanesbær hins vegar
að nýta sé endurkauparétt sinn hald-
ist umrætt hlutfall þótt verðmunur á
milli íbúasvæða hafi jafnast. Selji
bærinn síðan eignirnar í framhaldi af
endurkaupum geti myndast verð-
munur bæjarfélaginu í hag.
„Reykjanesbær leggur áherslu á
að nýta söluandvirði til greiðslu
skulda og þegar liggur fyrir sam-
þykki Íslandsbanka á heimild upp-
greiðslu lána að andvirði 1,5 millj-
arður kr. Stefnt er að því að semja
við Fasteign hf. um yfirtöku fleiri
lána eða uppgreiðslu þeirra lána sem
hagstæðast er að greiða upp,“ segir
BÆJARSTJÓRN Reykjanesbæjar
samþykkti á fundi sínum í vikunni að
selja fasteignir bæjarins til fast-
eignafélagsins Fasteignar ehf. jafn-
framt því sem bærinn gerist eign-
araðili að félaginu.
Á bæjarstjórnarfundi 10. desem-
ber sl. stofnaði Reykjanesbær einka-
hlutafélag til eignar og reksturs fast-
eigna sinna með hlutafé að nafnvirði
525 milljónir króna í þeim tilgangi að
undirbúa stofnun Fasteignar hf.
Með ákvörðun bæjarstjórnar fyrr í
vikunni var formlega samþykkt að
selja fasteignafélag Reykjanesbæjar
til Fasteignar hf. fyrir 525 m. kr.
sem er sama framlag og bærinn
leggur til sem hlutafé í hið nýja fé-
lag. Með þessum hætti er haldið sér-
staklega utan um eignir Reykjanes-
bæjar í Fasteign hf. líkt og gert er
með eignir Landsbankans, Íslands-
banka, Seltjarnarness og annarra
sveitarfélaga sem hafa hug á að
ganga í félagið. Eignarhaldsfélagið
Fasteign hf. sem stofnað var í des-
ember síðastliðnum, mun sjá um
rekstur og viðhald fasteigna bank-
anna og verulegan hluta af eignum
sveitarfélaganna
Þá samþykkti bæjarstjórn einnig
m.a. í tillögunni sem Árni Sigfússon
bæjarstjóri lagði fram á fundinum.
Tillögu bæjarstjóra samþykktu 10
bæjarfulltrúar en einn sat hjá.
Hafist handa við stækkun Holts
Árni sagði í samtali við Morgun-
blaðið að á fundi Fasteignar í vik-
unni hefði verið samþykkt að hefja
framkvæmdir við íþróttahúsið í
Njarðvík sem lengi hefði verið beðið
eftir og stækkun leikskólans Holts í
Innri Njarðvík.
„Með þessari staðfestingu eru all-
ar forsendur til að hefja fram-
kvæmdir við endurbætur, bæði inn-
an og utan, og stórframkvæmdir við
Íþróttahúsið í Njarðvík, segir bæj-
arstjóri.
Hann segir að hafist verði handa
strax, fyrir liggi teikningar og allri
frágangsvinnu sé lokið.
„Nú verður hafist handa við að fá
verktaka í framkvæmdina sem ég
geri ráð fyrir að verði héðan af svæð-
inu,“ segir hann.
Að sögn Árna fara á bilinu 70-80
m. kr. í framkvæmdir við Íþrótta-
miðstöðina og svipuð upphæð í
stækkun Holts. Árni bendir á að
þetta séu verkefni sem séu utan fjár-
hagsáætlunar og sem Fasteign taki
að sér.
Bæjarstjórn samþykkir að selja eignir fyrir 3,3 milljarða
Söluandvirði nýtt til
að greiða niður skuldir
Reykjanesbær
ÞÓTT enn sé full þörf á hlýjum
göllum, húfu og trefli fer ekki á
milli mála að vorið er á næstu grös-
um. Blaðamaður rakst á þessa ungu
snót í einum af almenningsgörðum
Reykjanesbæjar, þar sem hún var
að fara höndum um nýsprottinn túl-
ípana og dást að græna bruminu á
trjánum. Kannski var hún að
hugsa: Vei! Bráðum get ég farið
að nota fallega sumarkjólinn minn!
Túlípanar
gægjast upp
úr moldinni