Morgunblaðið - 22.03.2003, Page 32

Morgunblaðið - 22.03.2003, Page 32
32 LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Á RANGURSLAUSUM tilraunum til að af- vopna Saddam Hussein á friðsamlegan hátt lauk með hernaðaraðgerðum gegn honum. Að beitt sé vopnavaldi kemur engum á óvart, sem hefur fylgst með gangi mála. Staðfesta stjórnvalda í Bandaríkjunum og Bretlandi hefur verið þess eðlis, að þau hlutu að stíga þetta skref, úr því að ekki tókst að knýja Sadd- am með pólitískum úrræðum til að fara að sam- þykktum Sameinuðu þjóðanna. Að sjálfsögðu eru skiptar skoðanir um þessa vald- beitingu. Hún hefur leitt til ágreinings innan Atlants- hafsbandalagsins (NATO), Evrópusambandsins (ESB) og Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Innan einstakra ríkja er hart deilt um, hvort þessi leið eða einhver önnur sé best til að ná tökum á einræðisherranum. Rökin um, að aðeins þyrfti lengri tíma fyrir eftirlits- menn til að vilji öryggisráðs SÞ næði fram að ganga, voru orðin bitlaus. Tólf ár eru liðin síðan öryggisráðið setti Saddam vopnahlésskilmála, eftir að hann var hrakinn með innrásarher sinn út úr Kúveit. Í allan þennan tíma hefur verið undir Saddam Hussein komið að losa írösku þjóðina úr úlfakreppu. Hann getur vissulega enn sagt af sér og leitað hælis í þeim ríkjum, sem hafa boðist til að taka á móti honum og fjölskyldu hans. Tilgangur árásarinnar á Írak er skýr og ótvíræður. Ætlunin er að svipta Saddam völdum. Þetta skýra markmið mótar hernaðaraðgerðirnar. Fyrstu sprengjuárásinni að morgni átakanna var ætlað að „afhöfða“ stjórnkerfi Íraks. Átökin hófust með minni sóknarhörku innrásarliðsins en margir höfðu spáð. Greinilega skyldi láta á það reyna, hvort Saddam nyti almenns stuðnings eða ekki meðal Íraka, þegar þeir eygðu von um að losna undan harðstjórn hans. x x x Rökræður um, hvort innrásin í Írak er lögmæt eða ólögmæt, hafa farið fram hér á landi eins og annars staðar. Lögfræðinga greinir á um málið og stjórn- málamenn geta eins og aðrir valið álit eftir því afstöðu þeir taka. Hvað sem líður sjónarmiðum „umboð“ öryggisráðs SÞ skorti, standa ályktan að baki valdbeitingu gagnvart Saddam Hussei rásin á því rætur innan Sameinuðu þjóðanna o mála, sem þær hafa sett Saddam Hussein. Hvergi hafa stjórnmáladeilur orðið harðari á en í Bretlandi. Tony Blair, forsætisráðherra úr Verkamannaflokknum, gengur fram fyrir skjö mikilli einurð. Hann stendur ekki aðeins í stór við Saddam og Jacques Chirac, forseta Frakkl heldur einnig við eigin flokksmenn. Tvær meginumræður og atkvæðagreiðslur h verið um afstöðuna til Íraks í breska þinginu á anförnum vikum. Tony Blair hefur sigrað í þei um með stuðningi stjórnarandstöðunnar. Vinst armurinn innan Verkamannaflokksins hefur hi ar snúist gegn stefnu Blairs. Tony Benn, gama ystumaður vinstrisinna í Verkamannaflokknum sagði, að stæði Tony Blair fyrir árás á Írak jaf það úrsögn Blairs úr Verkamannaflokknum! Breski Verkamannaflokkurinn sameinar inn banda sinna skoðanabræður vinstri/grænna og fylkingarmanna hér á landi. Við atkvæðagreiðs klofnaði hann á þann veg, að vinstri/grænir vo vígir Blair en samfylkingarmenn greiddu atkv með honum. Hér á landi hafa bæði vinstri/grænir og sam ingarmenn tekið afstöðu gegn Bretum og Ban ríkjamönnum. Er óvenjulegt, að þessar fylking sameinist hér í afstöðu til mikilvægra utanríki öryggismála. Hin sameiginlega afstaða minnir á, hve fyrrverandi Alþýðubandalagsmenn hafa ítök innan Samfylkingarinnar. Þeir hafa aldrei staðfastir í utanríkismálum. Kannski svíður þe Ögmundur Jónasson saki þá um blindan Blair- x x x Andstaða við stríðið byggist á ólíkum viðhor Auðvelt er að færa rök fyrir því, að Frakkland forseti vilji skapa pólitískt mótvægi við Bandar VETTVANGUR Skynsamlegasta úrr Eftir Björn Bjarnason AÐ undanförnu hefur nokkuð verið rætt og ritað um lögleiðingu kannabisefna. Segja má að röksemdir þeirra sem fyrir þessu tala séu af þrennu tagi. Í fyrsta lagi halda menn því fram að umrædd efni séu nánast skaðlaus eða í versta falli minna skaðleg en ýmis önnur efni. Í öðru lagi að óskynsamlegt sé að eyða tíma og kröftum lögreglunnar í baráttuna gegn innflutningi og sölu þessara efna og í þriðja lagi að menn eigi að hafa frelsi um það hvað þeir geri í þessum efnum sem og öðrum og það komi hvorki öðrum einstaklingum né rík- isvaldinu við. Ég mun í þessari grein fjalla nánar um þessi atriði og afstöðu mína til málsins. Skaðsemi kannabisefna Í fyrsta lagi er það að mínu mati ákaf- lega vafasöm fullyrðing að halda því fram að kannabisefni séu skaðlaus eða í það minnsta ekki skaðlegri en ýmis önnur efni. Á vef SÁA, saa.is, er komist að kjarna málsins hvað þetta varðar. Þar segir í góðri grein um málið að það væru vissu- lega góðar fréttir, ef sannar reyndust, að kannabisefni væru þeirrar náttúru að áhættan við neyslu þeirra væru lítil sem engin. Því miður, segir í greininni, hefur slíkt skaðlaust vímuefni ekki litið dagsins ljós og um það gætu þau hundruð ein- staklinga vitnað, sem leitað hefðu sér að- stoðar á síðasta ári vegna þess að þau höfðu misst tökin á lífi sínu vegna hass- neyslu. Góður árangur lögreglu Í öðru lagi telja menn að lögreglan hafi margt þarfara að gera en að elta uppi inn- flytjendur og sölumenn kannabisefna. Meginhlutverk lögreglunnar í landinu er að gæta lag þessa lands tækum ráðu isstjórnin h í uppbyggin í kringum la til baka til s varnar- og e lögreglunna sérstaklega árangur sem vangi hjá lö hefur vakið höfuðborgar góðum áran öflugt starf Gefumst ekki upp í bará Eftir Sólveigu Pétursdóttur „Við skulum spyrja okkur hv ástandið væri ef fíkniefni he fengið að flæða yfir landið m stöðulaust og enginn áróðu rekinn gegn neyslunni.“ ÞAÐ var óendanlega dapurlegt, og nið- urlægjandi, að Íslendingar skyldu frétta af stuðningi ríkisstjórnarinnar við árás- arstríðið gegn Írak frá talsmanni banda- ríska utanríkisráðuneytisins. Það var sömuleiðis ömurlegt, að stjórnvöld skyldu ekki treysta sér til að hafa lögbundið sam- ráð við utanríkismálanefnd þingsins. Þó er það fortakslaust skylt, og sérstaklega tekið fram að það skuli einnig gert, þótt þingið sé í hléi, einsog nú. Stjórnvöld kusu fremur pukur og leynd. Mér fannst líka auðmýkjandi að fregna, að eini maðurinn sem vitað er til að rík- isstjórnin hafi haft samráð við hér á landi skuli vera sendiherra Bandaríkjanna. Heit- ir þetta að standa í lappirnar á máli stjórn- arliða? Að gefnu tilefni er rétt að rifja upp, að fyrir liðlega þremur vikum ræddi Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra stöðuna í Íraksmálinu í skýrslu til alþingis. Þá sagði Halldór að Ísland styddi friðsamlega lausn. Hann sagði líka orðrétt: „Vopnaeftirlitsmenn eiga að fá meiri tíma.“ Það er því beinlínis rangt, þegar Davíð Oddsson seg arinnar hafi þinginu og í ríkisráðherr ingar ættu a herafla, sem sanna er, að aðra skoðun Hann hefur Íslenska ríkisstjórnin o Eftir Össur Skarphéðinsson „Sem stjórnmálamanni og s lenskum borgara finnst mé óendanlega dapurlegt að Ís vera komið á lista yfir þjóði ugastar eru til að styðja str VALDIÐ OG VILJINN Ámeðan stríð stendur yfir í Íraker hætt við að ástandið fyrirbotni Miðjarðarhafs hverfi í skuggann. Samkomulag milli Ísraela og Palestínumanna er ein af forsend- um þess að koma á jafnvægi í Mið- Austurlöndum eftir að átökunum í Írak lýkur. Ýmislegt bendir til þess að einhver hreyfing kunni að vera komin á málefni Ísraela og Palestínu- manna. Fyrr í þessari viku þáði Mahmoud Abbas, sem hefur komið Yasser Arafat næstur að völdum um nokkurt skeið, boð um að setjast í nýtt embætti forsætisráðherra Palestínu og hefur hann nú þrjár vikur til að mynda stjórn. Með þessu er dregið úr völdum Arafats og er þetta mesta skerðing valda hans frá því að hann var gerður að leiðtoga palestínskra yfirvalda árið 1994. Að baki er ný kyn- slóð palestínskra stjórnmálamanna, sem segist vilja sjá lýðræði í verki, fremur en að láta sér nægja að tala um það. Um leið er verið að gefa eftir gagnvart Bandaríkjamönnum, sem hafa krafist þess að Arafat yrði ýtt til hliðar. Arafat telst þó áfram yfirmað- ur palestínskra öryggissveita og mun einnig eiga lokaorðið í friðarviðræð- um við Ísrael. George Bush Bandaríkjaforseti lýsti yfir því í upphafi vikunnar að hann myndi formlega leggja fram áætlun, sem miðaði að því að palest- ínskt ríki verði stofnað í síðasta lagi 2005, þegar palestínskur forsætisráð- herra með „raunverulegt vald“ hefur verið skipaður. Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvort Bandaríkjamenn og Ísraelar líti svo á að með skipan Abbasar hafi verið komið til móts við þessar kröfur. Þessi friðaráætlun, sem kölluð hef- ur verið „vegvísir“, er afrakstur sam- starfs fulltrúa frá Bandaríkjunum, Rússlandi, Evrópusambandinu og Sameinuðu þjóðunum. Þar er skorað á Ísraela og Palestínumenn að grípa til ákveðinna aðgerða, sem leiða eiga til nýrra friðarviðræðna. Palestínumenn eiga að binda enda á ofbeldi og gera alhliða lýðræðisumbætur, en Ísraelar að hætta að reisa svokallaðar land- nemabyggðir á Vesturbakkanum og í Gaza, sem þeir lögðu undir sig 1967. Ísraelar hafa þegar andmælt mörgu í áætluninni og vilja láta gera miklar breytingar á henni. Þeir vilja ekki láta staðar numið í landnema- byggðum og segja að allar þreifingar í átt að palestínsku ríki eigi að vera háðar því að ofbeldi linni með öllu. Samkvæmt ísraelskum dagblöðum í vikunni sjá ísraelsk stjórnvöld fyrir sér palestínskt ríki með ákveðnum þáttum fullveldis, en ekki fullt sjálf- stæði. Palestínumenn segja að hún sé tilbúin og engra breytinga sé þörf. Bæði í Ísrael og arabaheiminum var dregið í efa að mikil alvara væri að baki orðum Bush. Virðast margir líta svo á að þeim séu frekar ætlað að draga úr reiði í Austurlöndum og Evr- ópu vegna stríðsins í Írak, en binda enda á deilu Ísraela og Palestínu- manna. Um leið og Ísraelar segja að alger stöðvun ofbeldis af hálfu Paelstínu- manna sé skilyrði fyrir því að unnið verði að friði hafa þeir hert aðgerðir. Á mánudag voru 10 Palestínumenn felldir í aðgerðum Ísraela á Gaza- svæðinu. Þetta gerðist á sama tíma og palestínskir þingmenn greiddu at- kvæði um að hafna kröfum Arafats um að takmarka völd nýs forsætisráð- herra. Ísraelskir hermenn hafa drep- ið 50 manns á undanförnum mánuði, þar á meðal fjölda óbreyttra borgara. Ísraelar segja þessar aðgerðir í Gaza nauðsynlegar eigi þeim að takast að uppræta Hamas og Íslömsku jihad. Sjálfsmorðsárásir hafa ekki verið gerðar frá Gaza. Ísraelskar sveitir hafa einnig hand- tekið hátt á annað þúsund Palestínu- manna síðastliðinn mánuð, en alls hafa um 8.000 menn verið handteknir undanfarið ár. Á Palestínumönnum er að heyra að þeir eigi von á umfangs- miklum aðgerðum af hálfu Ísraela. Bandaríkjamanna bíður þungur róður. Þeim hefur verið legið á hálsi fyrir að draga ávallt taum Ísraela og Palestínumenn líta svo á að nú muni Ísraelar komast upp með að grafa undan hinni nýju áætlun með þrot- lausum kröfum og málalengingum. Bandaríkjamenn þurfa að sýna að þeim sé alvara þegar þeir tala um lýð- ræði og frelsun þjóða. Palestínumenn hafa lifað við óþolandi skilyrði á her- numdu svæðunum. Aðeins Banda- ríkjamenn hafa valdið til þess að segja Ísraelum fyrir verkum. Nú mun koma í ljós hvort þeir hafi einnig viljann og þegar byssurnar þagna í Írak velta framtíðarhorfur í þessum heimshluta ekki síst á því. HEIMSÓKNIR FORSETA ÍSLANDS Forseti Íslands, Ólafur RagnarGrímsson, hefur verið í opinber- um heimsóknum í Ungverjalandi og Slóveníu að undanförnu. Heimsóknir þessar hafa eins og við mátti búast fallið í skuggann af hernaðarátökun- um í Írak. Það er vissulega leitt vegna þess, að vissulega er það þess virði að efla samskipti okkar við þjóð- irnar tvær. Eldri kynslóðir Íslendinga gleyma ekki örlögum ungversku þjóðarinnar á þeim árum, þegar Sovétríkin kúg- uðu þjóðir Austur-Evrópu áratugum saman. Fáir atburðir í kalda stríðinu mörkuðu kynslóðir þeirra tíma með jafnafdráttarlausum hætti og upp- reisnin í Búdapest 1956 gerði og neyðarákall forystumanna Ungverja á þeim tíma til Vesturlandaþjóða um að koma þeim til bjargar var átak- anlegt. Því miður var það svo, að hér var til hópur manna í Sósíalistaflokki og Alþýðubandalagi, sem virtist ekki skilja eða vildi ekki horfast í augu við þá kúgun og manndráp, sem fóru fram í Búdapest þá daga. Íbúar Slóveníu hugsa enn hlýlega til Íslendinga, sem léku sérstakt hlut- verk, þegar ríkið var lýst sjálfstætt. Það er mikil spurning, hvort við hæfi er að þjóðhöfðingjar stundi slík- ar heimsóknir til annarra ríkja á tím- um sem þessum. Mörg rök eru fyrir því, að þessum heimsóknum hefði átt að fresta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.