Morgunblaðið - 22.03.2003, Side 40
MINNINGAR
40 LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Sigurður Jóns-son fæddist í
Ystafelli 23. júlí
1924. Hann lést þar
13. mars síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Jón Sigurðs-
son bóndi og rithöf-
undur í Ystafelli og
kona hans Helga
Friðgeirsdóttir frá
Þóroddsstað. Systk-
ini hans eru: Krist-
björg húsfreyja
Ystafelli; Hólmfríð-
ur húsmóðir á Ak-
ureyri; Friðgeir
skógarbóndi í Ystafelli sem er
látinn; Jónas fyrrv. búnaðar-
málastjóri í Kópavogi og Hildur
húsmóðir á Geiteyjarströnd í
Mývatnssveit.
Sigurður kvæntist 7. júlí 1951
eftirlifandi konu sinni Kolbrúnu
Bjarnadóttur úr Reykjavík. Hún
er dóttir Regínu Þórðardóttur
leikkonu í Reykjavík og Bjarna
Bjarnasonar frá Geitabergi í
Svínadal, læknis í Reykjavík.
Börn Kolbrúnar og Sigurðar
eru: Jón frkvstj. Reykjavík, f.
1952, kvæntur Sigríði Svönu
Pétursdóttur sagnfræðingi, þau
1945 og íþróttakennaraprófi frá
Laugarvatni 1951. Hann starfaði
hjá Sundhöll Reykjavíkur 1945
til 1950. Hann var kennari við
barna- og unglingaskólann á
Patreksfirði 1951 til 1958 og í
hreppsnefnd Patrekshrepps
1954 til 1958. Hann fluttist heim
á föðurleifð sína að Ystafelli
1958 og tók þar við búi foreldra
sinna ásamt bróður sínum Frið-
geiri. Jafnframt búskap kenndi
Sigurður í Ljósavatnshreppi allt
til þess að hann lét af störfum
vegna aldurs 1994. Fyrst sem
skólastjóri við farskóla sem
starfaði víða í sveitinni og síðar
sem kennari við Stórutjarna-
skóla, er hann tók til starfa.
Sigurður var hreppstjóri
Ljósavatnshrepps til margra ára.
Einnig orgelleikari og söngstjóri
við Þóroddsstaðarkirkju um ára-
bil. Hann gegndi ýmsum trún-
aðarstörfum, var m.a. í stjórn
HSÞ um langan tíma.
Á yngri árum var Sigurður af-
reksmaður í sundi, varð m.a.
Norðurlandameistari 1949 og
keppti fyrir Íslands hönd á Ól-
ympíuleikum í Lundúnum 1948.
Hann keppti allan sinn feril und-
ir merkjum Héraðssambands
Suður-Þingeyinga og varð lands-
þekktur sem Sigurður Þingey-
ingur.
Útför Sigurðar verður gerð
frá Þóroddsstaðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
eiga Sigurð Bjarna,
Guðrúnu Erlu og
Pétur Má; Regína, f.
1953, fjármálastjóri
Heilbrigðisstofnunar
Þingeyinga, hún var
gift Þorkeli Björns-
syni heilbrigðisfull-
trúa á Húsavík, þau
eiga Leif og Kol-
brúnu; Helga, f.
1954, kennari á Ak-
ureyri, gift Benedikt
Sigurðarsyni sér-
fræðingi við Háskól-
ann á Akureyri, þau
eiga Þorgerði og
Sigrúnu; Bjarni, f. 1959, d. 1978;
Erla, f. 1964, fræðslufulltrúi á
Húsavík, gift Óskari Óla Jóns-
syni aðstoðarmanni byggingar-
fulltrúa á Húsavík, þau eiga
Hrund og Braga. Einnig dvaldi
lengi á heimili þeirra og hefur
reynst þeim sem sonur Pétur
Helgi Pétursson sjómaður á
Húsavík, f. 1960, kvæntur Gunn-
laugu Eiðsdóttur, þau eiga Eið,
Bjarna, Ínu og Snæfríði.
Sigurður nam við Héraðsskól-
ann á Laugum 1942 til 1944.
Hann lauk gagnfræðaprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík
„Ertu þarna litla mín?“ Svona
ávarpaði afi mig í hvert skipti sem
ég kom til hans. Á eftir fylgdi mjúkt
faðmlag og koss á kinnina. Það var
ótrúlega notalegt að týnast í fanginu
á honum.
Ég erfði ekki íþróttahæfileika
Þingeyingsins og er sennilega það
barnabarn hans sem hvað lélegast
er í íþróttum og kappleikjum. Ég
man samt eftir einum sætum sigri
sem afi átti stóran þátt í.
Við vorum saman komin í Ysta-
felli öll elstu barnabörnin þeirra afa
og ömmu. Sátum við eldhúsborðið
að fá okkur hádegismat. Afa vantaði
sárlega gleraugun sín og nennti ekki
að brölta eftir þeim sjálfur. Hann
sagði okkur að það okkar sem fyndi
gleraugun og kæmi með þau til hans
fengi 500 krónur í fundarlaun.
Frændsystkini mín hlupu öll af stað
með miklum látum en ég sat eftir,
vissi sennilega að þessu hlaupi
myndi ég tapa. Þegar þau voru kom-
in út úr eldhúsinu hvíslaði afi glott-
andi að mér að líklega væru gler-
augun nú á píanóinu inni í stofu.
Þangað hljóp ég og varð 500 krón-
um ríkari. Við sögðum engum frá
þessu leyndarmáli, ég vann einfald-
lega kapphlaupið. Mitt fyrsta og síð-
asta.
Stundum var afi mesti krakkinn
af okkur öllum. Tilraunir hans við
eldamennsku í örbylgjuofninum
þegar hann kom á heimilið sem end-
uðu oftar en ekki með ósköpum og
fikt hans við eldinn í grillinu allan
ársins hring ásamt ýmsum öðrum
uppátækjum sönnuðu að það var
alltaf stutt í strákinn í honum.
Það sem gerði hann samt ungan í
anda allt hans líf var hans fallega og
einlæga samband við ömmu. Manni
hlýnaði svo sannarlega við hjarta-
ræturnar að fylgjast með samskipt-
um þeirra og sjá hve vænt þeim
þótti um hvort annað.
Það er margs að sakna á þessum
tímamótum. Ég mun sakna þess að
þræta ekki við hann um kókdrykkju
unglinga, sakna þess að fá ekki að
dekra við hann og nudda á honum
fæturna, sakna þess að heyra hann
ekki raula lögin sín, sakna þess að
heyra hann ekki gagnrýna þá sem
landinu stjórna - og svei mér ef ég
mun ekki sakna umræðunnar um
stofnsjóði. Mér er samt efst í huga
þakklæti fyrir að hafa fengið að taka
þátt í lífinu með þessum merkilega
karli. Og þakklæti fyrir að hafa átt
hann sem afa því betri afa er vart
hægt að hugsa sér. Hún „litla þín“
kveður að sinni .
Stundin líður, tíminn tekur
toll af öllu hér.
Sviplegt brotthvarf söknuð vekur,
sorg í hjarta mér.
Þó veitir yl í veröld kaldri
vermir ætíð mig
að hafa þó á unga aldri
eignast vin sem þig.
Þú varst ljós á villuvegi
viti á minni leið
þú varst skin á dökkum degi
dagleið þín var greið.
Þú barst tryggð í traustri hendi,
tárin straukst af kinn.
Þér ég mínar þakkir sendi,
þú varst afi minn
(Hákon A.)
Kolbrún Þorkelsdóttir.
Forstofan í Ystafelli – við köllum
halló og djúpt og dálítið sungið halló
tekur á móti okkur. Píanóið – afi að
spila og við að syngja með. Fjósið –
afi á leið niður varpann með heitt
vatn í fötu. Skógurinn – afi á veg-
inum að litast um eftir fallegum
trjám. Sófinn heima – afi að leggja
sig meðan amma skrapp í bæinn.
Minningabrotin eru mörg og hlý.
Sundið – óteljandi sundferðir og
ekki undarlegt að við höfum grínast
með að bráðum fengi öll fjölskyldan
sundfit. Í sundlauginni á Stórutjörn-
um eyddum við ófáum stundum og
þar kenndi afi Þorgerði rétt sund-
tök. Meðan afi og amma kenndu við
skólann átti gamli það til að lauma
sér í kjallarann áður en hann fór of-
aní – og fikta aðeins við hitastillinn á
heita pottinum, stundum með þeim
afleiðingum að potturinn varð svo
heitur að enginn komst ofaní nema
afi!
Þrátt fyrir að við systurnar höf-
um báðar æft sund í mörg ár, þá
ræddum við sjaldan við afa um sund
og keppnir. Eftir stórmót átti hann
þó til að klappa á bakið á manni og
segja: „Þetta gekk bara vel. Innan-
hússmeistaramótið núna um helgina
verður engin undantekning – hún
Sigrún stendur sig.“
Þegar pabbi var á leið til Sydney
bauð hann afa og ömmu að koma til
Akureyrar og fylgjast með æfingum
hjá Ólympíu-hópunum. Afi sat lengi
á bakkanum og fylgdist með. Í
framhaldinu sagði hann okkur í
smáatriðum frá ferð sinni á ÓL
1948. Sú lýsing mun seint gleymast.
Takk, afi, fyrir sundið, sögurnar,
rökræðurnar, sönginn og hlýja ístr-
una þína í bekknum í byggendunni.
Sundstelpurnar þínar,
Þorgerður og Sigrún.
Það yljar mér að vita að afi fór
með mikilli reisn og á þann hátt sem
hann kaus sjálfur. Hann lést á sama
stað og hann fæddist, en það skipti
hann miklu máli. Það myndast alltaf
tómarúm við að missa ástvin en
minningarnar eru eilífar. Ég á
margar minningar um afa minn og
síðustu daga hef ég notað til að rifja
þær upp. Mér eru minnisstæðar
fjósaferðir, sundferðir, koma mjólk-
urbílsins, reykkofinn og margt ann-
að. Mér er einnig ofarlega í huga
ferð sem ég fór með afa og ömmu,
frá Reykjavík til Akureyrar. Ferðin
tók eina tólf tíma enda þurfti að
uppfræða unglinginn í aftursætinu
um náttúru og staðhætti á leiðinni;
svo þurfti líka að stoppa til að fara í
sund. Svo unnu þau landinu að mér
fannst sem að þau þekktu hvern
stein, hvern bæ og allar sögur sem
þessum kennileitum tengdust. Nú
er ég í námi sem kallar á þekkingu í
landafræði Íslands. Það gladdi afa
að vita að ferðafélagar hans, Vega-
handbókin og Íslandskort, fylgja
mér nú hvert á land sem ég fer.
Ég þakka fyrir samfylgd, leið-
sögn og minningar.
Guðrún Erla Jónsdóttir.
Enginn ræður því hvenær kallið
kemur. Afi fékk þó ráðið hvar og
hvernig. Heima hjá ömmu, í eigin
rúmi.
Ég minnist ljóða, kaupfélaga,
réttlætis og málfars. Ég lít upp til
karlmennsku, sannfæringar og
kímnigáfu. Ég þakka félagsskap,
fyrirmynd, gildismat og sundferðir.
Ég veit að greinin skal vera stutt,
hnitmiðuð, án málalenginga og laus
við óþarfa.
Takk fyrir allt, nafni.
Sigurður Bjarni Jónsson.
Það er vor í lofti, komin vorjafn-
dægur og allur gróður að byrja að
taka við sér.
Með trega og söknuði sest ég nið-
ur og skrifa nokkrar línur til að
minnast fóstra míns, Sigurðar Jóns-
sonar, Þingeyings, sem nú er látinn.
Það er ekki langt síðan hann tjáði
mér að hann reiknaði ekki með því
að það voraði hjá sér að þessu sinni.
Þessi árstími er mér svo kær
vegna þess að ég kynntist þessum
ljúfa manni að vori til fyrir margt
löngu. Hann var stór en ég var lítill
þar sem hann tók á móti mér á
hlaðinu í Ystafelli, ég var bara rétt
orðinn níu ára gutti. Hann var hlýr,
ég var feiminn, en feimnin hvarf
fljótt því ég var strax tekinn inn í
þann stóra hóp sem löngum dvaldi í
Ystafelli. Sigurður bar mikla virð-
ingu fyrir landinu sínu og kenndi
mér margt um allan þann gróður
sem vex og dafnar svo vel í landi
Ystafells, ekki síst í Fellsskógi. Þar
dvaldi ég löngum stundum með hon-
um og Friðgeiri bróður hans við
gróðursetningu, grisjun eða við að
höggva jólatré. Þessar skógarferðir
ylja mér enn um hjartarætur þegar
ég minnist þeirra. Ég dvaldi mörg
sumur í Ystafelli við gott atlæti og
væntumþykju þeirra hjóna, Sigurð-
ar og Kolbrúnar. Eftir að mín börn
uxu úr grasi dvöldu þau á sumrum í
Ystafelli hjá ömmu og afa, eins og
þau kölluðu ætíð Kolbrúnu og Sig-
urð. Þau kveðja líka með söknuði
afa í Ystafelli og þakka honum mikla
ástúð og væntumþykju í sinn garð.
Sigurður var einkar barngóður og
óspar á hrós og hvatningu.
Sigurður Þingeyingur hefur synt
sína síðustu ferð. Hann fór sáttur í
þá för, enda hafði hann ærna ástæðu
til. Fyrir rúmum fimmtíu árum
kynntist hann henni Kolbrúnu sinni,
Reykjavíkurstúlkunni, sem hann
flutti með sér norður í Kinn og
auðgaði þar með mannlífið í þeirri
sveit til muna. Ef hægt er að hugsa
sér fallegt hjónaband, þá er það
hjónaband þeirra Ystafellshjóna.
Væntumþykja þeirra og ástúð í garð
hvort annars leyndi sér aldrei. Þetta
sýndi Kolbrún svo fallega með ein-
stakri alúð og nærgætni síðustu
mánuðina. Hún gerði Sigurði kleift
að dvelja í Ystafelli til hinstu stund-
ar. Hann fæddist í Ystafelli og þar
fékk hann að deyja með þeirri sæmd
og virðingu sem hæfði Sigurði Þing-
eyingi fullkomlega.
Vertu sæll, kæri fóstri, og takk
fyrir mig.
Pétur Helgi Pétursson
og fjölskylda.
Leiðir okkar Sigurðar Jónssonar
eða Sigga í Ystafelli lágu fyrst sam-
an 1958, þegar hann flutti upp á loft
í Ystafell með Kollu sína og börnin,
Nonna, Regínu og Helgu. Ég var þá
níu ára patti en hann þessi stóri
frændi minn. Þessi fjölskylda hefur
verið mér miklu meira en frændfólk
æ síðan, vegna þess að ég var hluti
hennar öll sumur fram til fjórtán
ára aldurs. Síðan hefur mér einnig
fundist að ég væri, á vissan hátt, að
koma heim þegar ég hef komið í
Ystafell.
Ég man hvað ég var hrifinn af
hillunni með öllum verðlaununum
hans Sigga frænda. Þar voru margir
bikarar og verðlaunapeningar en
undarlegast þótti mér samt skot-
hylkið sem ég held að hann hafi
fengið í verðlaun í Helsinki.
Á þessum tíma var ég byrjaður að
æfa sund að fyrirmynd Sigga og ég
var ákveðinn í að afla eins margra
verðlauna og Siggi frændi. Gaman
var að fara með Sigga í sund og
hann kenndi mér að liggja þannig í
vatninu að hægt væri að synda á alla
hugsanlega vegu hvort heldur var á
grúfu eða baki, aftur á bak eða
áfram.
Ekki tókst mér að verða eins góð-
ur sundmaður og Siggi, en það er nú
önnur saga.
Í hugann kemur minning úr
brekkunni fyrir ofan eldhúsglugg-
ann í Ystafelli. Þar situr Siggi flöt-
um beinum og er að fella net á tein.
Hann hafði þá keypt sér hluta úr
síldarnót og var að búa til fyrir-
dráttarnet. Þetta hlaut að vera
stærra og merkilegra net en áður
hafði verið gert til fyrirdrátta í
Fljótinu. Ég var alla vega viss um
það þá.
Það var heldur ekki lítið ævintýri
fyrir ungan pjakk að fá að fara með
út í Eyrar að draga fyrir með þessu
mikla neti.
Fyrstu árin var þá báturinn Ull-
arfoss notaður við fyrirdráttinn. Ull-
arfoss höfðu þeir bræður og frænd-
ur í Ystafelli smíðað úr tré og járni.
Mér er minnisstætt að mér þótti
hann fara undarlega í vatni, þegar
hann var settur á fljótið því skut-
urinn stóð svo hátt upp, og hafði ég
orð á þessu. Þá var mér sagt að
þetta ætti að vera svona, því bát-
urinn væri hannaður fyrir blautt net
í skutnum. Þegar netið var komið á
sinn stað var líka allt í lagi.
Mest þótti mér þó um hreysti
Sigga við fyrirdráttinn eftir að Ull-
arfoss var orðinn ónýtur. Þá lét
hann sig ekki muna um að vaða með
netið út og væri of djúpt til að vaða,
tók hann bara tógið uppí sig og
synti lengra og dró þannig fyrir
syndandi þar til að hann gat botnað
aftur.
Við veiddum oft vel í þessum fyr-
irdráttar ferðum.
Siggi var mjög músíkalskur og
ekki var amalegt að sitja og hlusta á
hann spila á píanóið eða harmoniku
allskonar tónlist, eða þegar við
sungum saman við undirleik hans
heima í stofunni í Ystafelli.
Ég trúði því þá og leyfi mér að
trúa því enn, sem hann sagði mér
eitt sinn, að hann hefði orðið stór pí-
anisti ef hann hefði ekki orðið fyrir
því slysi í æsku að skemma á sér
einn fingurinn.
Siggi var borinn og barnfæddur
samvinnumaður enda minnisvarðinn
um stofnun SÍS reistur á grunni
æskuheimils hans. Fyrir mér er það
notaleg tilviljun að lokið var við að
endurreisa minnisvarðann síðastlið-
ið sumar.
Þegar samvinnuhreyfingin átti í
tilvistarkreppu hin seinni ár hugsaði
hann mikið um það í hverju vandi
hreyfingarinnar fólst og hver væri
ástæða þess að svo fór sem fór með
þá góðu hreyfingu.
Það var fróðlegt að ræða við hann
málefni samvinnuhreyfingarinnar
vegna þess hve vel hann þekkti
grundvallar hugmyndafræði hennar
og hversu hann hafði brotið vanda-
mál hennar til mergjar. Í slíkum
umræðum kom líka fram hin mikla
rökfesta þess manns sem virkilega
hefur ígrundað það sem hann vildi
ræða um.
Þannig var einnig farið um flest
þau mál sem til umræðu voru við
matarborðið inni í „byggendunni“
eða inni í stofu á síðkvöldum.
Eitt fannst mér alltaf einkenna
málflutning Sigga, en það var hin
sterka réttlætiskennd hans. Ég veit
líka að Siggi hafði stórt hjarta og
ríkar tilfinningar.
Siggi og Kolla voru miklir höfð-
ingjar heim að sækja og voru þau
þar hvort sem annað, enda fannst
mér aldrei bera skugga á samheldni
þeirra. Stundum var farið seint að
sofa þegar góð veisla var í Ystafelli
og þá gerðist það stundum að sung-
ið var með tilfinningu „We shall
overcome“ áður en menn sofnuðu
vært.
Ég held það hafi verið á sjötugs
afmælisárinu hans sem honum var
gefinn nokkur fjöldi skógarplantna
og þær gróðursettar uppi við Stein-
holt. Þessi plöntun fjölskyldunnar
varð svo að hefð og er nú búið að
planta í stóran hluta lands Ystafells
vestan í Kinnarfellinu. Ég skoðaði
þessa fyrstu plöntun í janúar í ár og
varð þá ljóst að þar er að spretta
upp verðugur minnisvarði um Sigga.
Stór maður er fallinn frá. Ekki
bara stór maður á velli heldur stór
hvar sem að honum var komið. Eftir
lifir mér minningin um góðan mann.
Ég og fjölskylda mín vottum
Kollu og fjölskyldu hennar samúð.
Blessuð sé minning Sigga.
Jón Árnason.
Nú er mikill öldungur að velli fall-
inn. Ég var ekki hár í loftinu þegar
ég byrjaði að venja komur mínar til
afa og ömmu og Sigga og Kollu í
Yztafell. Þar var alltaf glatt á hjalla,
enda barnahópurinn stór. Eftir frá-
fall afa og ömmu tóku Siggi, Kolla
og Geiri að fullu við búsforráðum og
ráku mikið rausnar- og kærleiks-
heimili. Þeirra hús stóðu okkur
frændfólkinu, og reyndar öllum,
alltaf opin. Oft var mannmargt í
Ystafelli, því að fólk, og þá einkum
við börnin, laðaðist að heimilinu.
Eftirá að hyggja hef ég oft undrast,
hvernig hægt var að veita öllum
beina af slíkri rausn, því að oft var
engan veginn vitað fyrirfram hve
margir yrðu í mat eða til gistingar,
en Kolla bar alltaf fram nægan og
ljúffengan mat og enginn fór svang-
ur frá borði í Yztafelli. Með tím-
anum varð Yztafell mitt annað
heimili. Börn Sigga og Kollu urðu
mér sem systkini, og ég hef oft stát-
að af ríkidæmi mínu að eiga tvenna
foreldra. Mér fannst heimilið í Yzta-
felli vera örugg höfn, þar sem brot-
skaflar lífsins mundu ekki ná til
mín.
Eftir nokkra umhugsun tel ég
mig standa í stærstri þakkarskuld
við Sigga sem uppalanda. Við vorum
ekki gömul krakkarnir, þegar hann
byrjaði að skerpa hugsun okkar og
rökræðu. Oft var margt við mat-
arborðið í Yztafelli og mikið rökrætt
SIGURÐUR
JÓNSSON