Morgunblaðið - 22.03.2003, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 22.03.2003, Qupperneq 43
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 43 SUNNUDAGINN 23. mars verð- ur hefðbundið helgihald og fræðsla fyrir hádegi og kvöld- messa kl. 20.00. Á fræðslumorgni kl. 10.00 ár- degis mun Margrét Eggertsdóttir cand mag. flytja erindi um trúar- skáldið Matthías Johannessen. Á hverjum vetri eru tvær fyrirlestr- araðir á sunnudagsmorgnum. Fyrirlestrarnir eru um marg- vísleg efni er snerta sögu, trú og sið. Í messunni kl. 11.00 mun sr. Sigurður Pálsson prédika og þjóna fyrir altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Ferming- arbörn munu aðstoða í messunni m.a. með því að lesa ritningarorð og bænir. Hópur úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar kant- ors. Barnastarfinu, sem er á sama tíma, stýrir Magnea Sverrisdóttir æskulýðsfulltrúi. Eftir messu er ávallt boðið upp á molakaffi í safn- aðarsal kirkjunnar í góðu sam- félagi. Um kvöldið kl. 20.00 verður kvöldmessa í umsjá sr. Jóns D. Hróbjartssonar. Kvöldmessan verður helguð bæn um frið. Við kvöldmessur í Hallgrímskirkju er leitast við að skapa kvöldstemn- ingu með kertaljósum og góðri tónlist. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja nokkur verk undir stjórn Harðar Áskels- sonar, sem jafnframt leikur á org- el kirkjunnar. Söfnuðinum verður gefinn kostur á að ganga til alt- aris, tendra bænaljós, skrifa bæn- ir sínar og leggja í bænakörfu og krjúpa við altari kirkjunnar. Frið- ar-bænir eftir dr.theol Sigurbjörn Einarsson biskup og Franz frá Assisi verða lesnar. Kvöldmessa og friðar- stund í Hallgrímskirkju Hallgrímskirkja Kór Langholtskirkju 50 ára Í LANGHOLTSKIRKJU verður mikil hátíð sunnudaginn 23. mars í tilefni af 50 ára afmæli Kórs Lang- holtskirkju. Helgi Þorláksson, skólastjóri, var fyrsti söngstjóri kórsins en Jón Stefánsson hefur stjórnað kórnum frá árinu 1964. Hátíðarmessa verður í kirkjunni kl. 11. Sr. Sigurður Haukur Guð- jónsson, fyrrv. sóknarprestur, pre- dikar, og fyrir altari þjóna prestar sem tengst hafa starfi kórsins. Kl. 16 verða afmælistónleikar þar sem að sungin verða kirkjuleg og veraldleg verk sem kórinn hef- ur flutt síðustu áratugi. Hátt í 200 manna kór gamalla og nýrra fé- laga mun syngja við messuna og á tónleikunum. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Handboltamessa í Landakirkju HANDABOLTAFÓLK í kvenna- og karlaflokkum ÍBV fjölmennir til messu í Landakirkju næsta sunnu- dag og koma Íslandsmeistararnir okkar með bikarinn með sér til kirkju. Það eru bæði leikmenn og aðrir sem að handboltanum standa sem koma til kirkju. Tilgangurinn er að þakka allt það sem áunnist hefur og eiga saman góða stund í sóknarkirkjunni. Prestarnir hvetja því alla að koma fagnandi til kirkju og efla andann. Fyrsta altarisgangan Í ÞESSARI messu verður ferming- arbörnunum sérstaklega boðið að ganga til altaris í fyrsta sinn. Það er ákveðið sem hluti af undirbún- ingi þeirra fyrir ferminguna, en þau eru einmitt að fara yfir efnið í bókinni Líf með Jesú þessa dagana. Lögð er áhersla á að þau gangi til altaris með foreldrum sínum eða öðrum fullorðnum skyldmennum sínum. Prestar Landakirkju. Basar Kvenfélags Fríkirkjunnar í Hafnarfirði Á MORGUN, sunnudaginn 23. mars, verður að venju barna- samkoma í Fríkirkjunni í Hafn- arfirði kl. 11 og guðsþjónusta kl. 13. Að lokinni guðsþjónustu, um kl.14 hefst svo hinn árlega basar Kvenfélagsins og verður í safn- aðarheimili kirkjunnar. Eins og alltaf verður hægt að gera þar frá- bær kaup og styðja um leið málefni kirkjunnar en allur hagnaður fer að sjálfssögðu í það að byggja upp safnaðarstarfið. Þess má geta að Kvenfélag Fríkirkjunnar í Hafn- arfirði heldur á þessu ári upp á 80 ára afmæli sitt og er með elstu kvenfélögum landsins. Safn- aðarfólk og velunnarar Fríkirkj- unnar eru hvattir til að mæta til guðsþjónustu á sunnudaginn og líta síðan við hjá kvenfélagskonum að guðsþjónustu lokinni. Passíusálmar og Mar- íutónlist í Hjallakirkju TÓNLISTARSTUND verður sunnudaginn 23. mars kl. 17 í Hjallakirkju, þar sem lesið verður og sungið úr Passíusálmum Hall- gríms Péturssonar. Þessi dagur er einnig Boðunardagur Maríu og verður af því tilefni einnig flutt tónlist sem helguð er Maríu Guðs- móður. Flytjendur tónlistar eru kvintett úr Kór Hjallakirkju, Jón Ólafur Sigurðsson, organisti og sr. Íris Kristjánsdóttir, sem sér um tal- að mál. Allir eru hjartanlega velkomnir og aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis. Ástjarnarkirkja – yngsti söfnuður Þjóðkirkjunnar ÁSTJARNARKIRKJA hefur komið saman í samkomusal Hauka að Ás- völlum í Hafnarfirði frá því laust fyrir jól. Í janúar hófst reglubundið helgihald kl. 11 alla sunnudaga og hefur gengið með ágætum. Fastur hópur barna og fullorðinna hittist til helgihalds, söng- og leikja- stunda. Molasopi, djús og kex á eft- ir. Engin breyting verður á því og hlökkum við til þess að sjá söfn- uðinn blómstra hægt og bítandi. Á sunnudaginn 23. mars kemur kór Línuhönnunar í heimsókn og mun flytja fjölbreytta andlega tón- list í messu, sem spannar allt frá Händel og Bach til negrasálma og Jóns Ásgeirssonar! Stjórnandi kórsins er Guðbjörg Tryggvadóttir og undirleikari Árni Árnason. Að vanda verður söng- og leikjastund fyrir börn að messu lokinni og súpa fyrir alla sem hana vilja. Einnig verður ferðaaltari safnaðarins tek- ið í notkun, fyrstur helgigripa sem Sigurþór Aðalsteinsson hefur hannað fyrir söfnuðinn. Hann mun kynna verk sín eftir messuna. Tónlistarstjóri Ástjarnarkirkju er Aðalheiður Þorsteinsdóttir og sóknarprestur Carlos Ferrer. Biblíulestur í Landakoti SR. HALLDÓR Gröndal heldur áfram Biblíulestri sínum næsta mánudagskvöld kl. 20 í safn- aðarheimili kaþólskra á Hávalla- götu 16. Efnið á föstunni verður: Í fylgd með Jesú Kristi á písl- argöngu hans að krossinum á Gol- gata. Lesið Matteus 26, 36–27, 66. Allir sem áhuga hafa á því eru hjartanlega velkomnir. Sjálfstyrkingarnám- skeið fyrir konur í Seltjarnarneskirkju DAGANA 26.–27. mars nk. verður haldið námskeið sem ber yfirskrift- ina „Konur eru konum bestar“ í Seltjarnarneskirkju. Kennt verður tvö kvöld í röð frá kl. 19.30–22.30. Leiðbeinandi: Sr. Petrína Mjöll Jó- hannesdóttir. Nánari upplýsingar og skráning fást hjá Örnu í síma 561-1550 eða arna@Seltjarnarneskirkja.is At- hugið! Ekkert þátttökugjald. Opið hús Tónlistar- skóla og Hafnar- fjarðarkirkju Á MORGUN, sunnudag, 23. mars, verður haldið opið hús á vegum Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og Þjóðkirkjunnar í Hafnarfirði. Markmið opna hússins er að kynna starfsemi og húsakynni Tónlistar- skólans og kirkjunnar. Opna húsið hefst með guðsþjón- ustu kl. 11. Þar munu börn og kennarar Tónlistarskóla Hafn- arfjarðar leika á hljóðfæri en kór kirkjunnar leiðir söng undir stjórn Antoniu Hevesi, organista. Í guðs- þjónustunni predikar Stefán Ómar Jakobsson. Stefán Ómar er kennari við Tónlistarskólann. Eftir guðs- þjónustuna verður húsnæði safn- aðarheimilisins og Tónlistarskól- ans til sýnis. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti í safnaðarheim- ilinu, Antonia Hevesi leikur á orgel kirkjunnar frá 12.15–12.30 og frá 12.30–13 verður tónlist leikin á torgi Tónlistarskólans. Það er von allra sem að hinu opna húsi standa að Hafnfirðingar sem aðrir muni fjölmenna og nýta sér þetta tæki- færi til að skoða einstakt húsnæði og kynnast starfsemi þess. Sr. Þórhallur Heimisson, Hafnarfjarðarkirkju. Alfa-námskeið á vordögum BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg býður upp á Alfa-námskeið í apríl og maí. Hefst námskeiðið með kynningarkvöldi 25. mars í húsi KFUM og KFUK, Holtavegi 28, kl. 19 með léttri máltíð. Kynning- arkvöldið er öllum opið sem vilja kynna sér námskeiðið án skuld- bindingar. Þar verður saga, hug- myndafræði og innihald nám- skeiðsins kynnt og spurningum svarað. Síðan verður kennt öll þriðjudagskvöld í apríl og maí. Þetta er í 17. sinn sem Bibl- íuskólinn við Holtaveg býður upp á Alfa-námskeið. Námskeiðin eru sérstaklega hugsuð fyrir fólk sem ekki er kirkjuvant, en vill kynna sér betur innihald og eðli krist- innar trúar í hópi fólks sem ræðir saman og glímir við ýmsar spurn- ingar trúarinnar í sameiningu. Flestir sem sækja þessi námskeið hafa orð á því hve umræður og samfélag námskeiðsins hafi verið þeim mikils virði. Um mitt nám- skeið er farið úr bænum í sólar- hring og hluti námskeiðsins kennd- ur þar. Leiðbeinendur námskeiðsins verða Kjartan Jóns- son og Ragnar Gunnarsson kristni- boðar. Samtímis verður Alfa II kennt, en það er hugsað sem fram- haldsnámskeið fyrir þau sem óska þess að halda áfram. Nánari upp- lýsingar má fá í síma 588 8899 en námskeiðið og kynningarkvöldið er öllum opið. AUGU flestra beindust að skák þeirra Björns Þorsteinssonar (2.185) og Björns Þorfinnssonar (2.315) í fimmtu umferð Meistara- móts Taflfélagsins Hellis. Björn Þorsteinsson var efstur á mótinu fyrir umferðina, en nafni hans Þorfinnsson er skákmeistari Hellis og hefur ávallt átt góðu gengi að fagna á þessu móti. Þess- ir skákmenn brugðust ekki áhorf- endum frekar en fyrri daginn og tefldu hörkuskák, sem þó endaði kannski á viðeigandi hátt, þ.e. með bræðrabyltu. Björn Þor- steinsson hélt því forystunni áfram á mótinu. Þessi úrslit þýddu hins vegar, að sigurvegar- inn í skákinni Jóhann Ingvason (1.990) – Kjartan Maack (1.965) náði honum að vinningum. Það var Jóhann sem hafði betur og deilir því efsta sætinu með Birni þegar tvær umferðir eru eftir á mótinu. Helstu úrslit fimmtu um- ferðar: 1. Björn Þorsteinss. – Björn Þorfinnss. ½–½ 2. Jóhann Ingvason – Kjartan Maack 1–0 3. Patrick Svanss. – Davíð Kjartanss. fr. 4. Dagur Arngrímss. – Kristján Örn Elíass. 1–0 5. Sigurður Ingason – Jóhann H. Ragnarss. 0–1 6. Sverrir Ö. Björnss. – Guð- mundur Kjartanss. 0–1 Staða efstu manna: 1.–2. Björn Þorsteinsson, Jó- hann Ingvason 4½ v. 3.–5. Björn Þorfinnsson, Dagur Arngrímsson, Jóhann H. Ragn- arsson 4 v. 6.–8. Kjartan Maack, Guð- mundur Kjartansson, Kjartan Másson 3½ v. 9.–10. Davíð Kjartansson, Pat- rick Svansson 3 v. + fr. 11.–15. Sigurjón Birgisson, Kristján Örn Elíasson, Haraldur Magnússon, Sigurður Ingason, Hilmar Þorsteinsson 3 v. 16.–17. Andrés Kolbeinsson, Óskar Maggason 2½ + fr. 18.–21. Sverrir Örn Björnsson, Aron Ingi Óskarsson, Arnar Sig- urðsson, Kristján Þór Sverrisson 2½ v. o.s.frv. Alls eru 40 keppendur á mótinu. Frestaðar skákir verða tefldar á sunnudagskvöld. Sjötta umferð fer fram á mánudag og lokaum- ferðin verður svo tefld fimmtu- daginn 27. mars. Taflið hefst alltaf klukkan 19:30. Teflt er í Hellis- heimilinu, Álfabakka 14a, og eru áhorfendur velkomnir. Hægt er að nálgast skákir mótsins á www.hellir.is. Byrjun- arleikir allra skákanna eru „skýrðir“, þ.e. vakin er athygli á því þegar skákmennirnir bregða út af þekktum leiðum og eins er bent á endurbætur þegar óná- kvæmum leikjum er leikið í byrj- un skáka. Anand nær forystunni á Amber-mótinu Indverski stórmeistarinn Visw- anathan Anand (2.753) náði for- ystunni á Amber-mótinu í Móna- kó í fimmtu umferð með því að sigra Ljubomir Ljubojevic (2.570) 2–0. Úrslit blindskáka í fimmtu um- ferð: van Wely – Ivanchuk 1–0 Morozevich – Gelfand ½–½ Anand – Ljubojevic 1–0 Topalov – Leko ½–½ Shirov – Almasi 0–1 Kramnik – Bareev 1–0 Staða efstu manna í blindskák- inni: 1. Kramnik 4½ v. 2.–3. Gelfand og Leko 3½ v. Úrslit atskáka fimmtu umferð- ar: Ivanchuk – van Wely 1–0 Gelfand – Morozevich 0–1 Ljubojevic – Anand 0–1 Leko – Topalov ½–½ Almasi – Shirov 1–0 Bareev – Kramnik ½–½ Staða efstu manna í atskákinni: 1.–2. Anand og Morozevich 4 v. 3. Bareev 3½ v. Heildarstaðan eftir fimm um- ferðir: 1. Anand 7 v. 2.–4. Kramnik, Leko og Mo- rozevich 6½ v. 5. Gelfand 5½ v. 6.–8. Almasi, Ivanchuk og Topalov 5 v. 9.–10. Bareev og Van Wely 4½ v. 11. Shirov 2½ v. 12. Ljubojevic 1½ v. Björn Þorsteinsson og Jóhann Ingva- son í forystu á Meistaramóti Hellis SKÁK Hellisheimilið, Álfabakka 14a MEISTARAMÓT HELLIS 10.–27. mars Daði Örn Jónsson dadi@vks.is Síðasta umferð Greifatvímenn- ingsins var spiluð á þriðjudaginn var. Sigurvegarar urðu þeir Stefán Stefánsson og Björn Þorláksson, eft- ir mikinn endasprett. Staða efstu para var þessi: Stefán Stefánsson–Björn Þorláksson 100 Gissur Jónasson–Hjalti Bergmann 98 Árni Bjarnason–Ævar Ármannsson 82 Örlygur Örlygsson–Reynir Helgason 67 Páll Þórsson–Stefán Sveinbjörnsson 57 Næsta þriðjudagsmót verður Halldórsmótið - Sveitakeppni með Board-a-match útreikningi. Skrán- ing stendur yfir og eru lysthafendur beðnir um að hafa samband við Steinarr Guðmundsson keppnis- stjóra í síma 863 - 4516. Sunnudagsbrids var spilaður að venju á sunnudaginn var. Eins og alltaf var mikið fjör og skemmtileg spil. Spilamennskan byrjar alltaf stundvíslega kl. 19.30 og það er allt í lagi að mæta stakur, pör verða þá búin til á staðnum. Alltaf er spilaður eins kvölds tvímenningur, þannig að menn þurfa ekki að vera hræddir um að þurfa að binda sig í mörg kvöld. Staða efstu manna á sunnudaginn var: Stefán Sveinbjörnsson–Víðir Jónsson 104 Jón Sverrisson–Una Sveinsdóttir 94 Sveinbjörn Sigurðs–Steinarr Guðmunds. 86 Næst verður spilað í Hamri sunnudaginn 23. mars og vonumst við til að sjá sem flesta mæta. Bridsfélag Borgarfjarðar Mánudaginn 18. mars var spilað næstsíðasta kvöldið í Opna Borgar- fjarðarmótinu í sveitakeppni. Skaga- menn, sem leitt hafa mótið frá upp- hafi, hleyptu smá spennu inn í það á lokakaflanum með því að fá „aðeins“ 14 stig á Hárprúðu sveitina. Munur milli efstu sveita er því aðeins 5 stig og hefur ekki verið minni frá byrjun. Bjartasta vonin stóð sig best þetta kvöld og fékk 43 stig en Skagamenn 39. Staðan er nú þessi: Skagamenn 333 Bjartasta vonin 328 Sigursveitin 287 Hjálparsveitin 274 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Stefán Stefánsson og Björn Þorláksson unnu Greifa- tvímenning BA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.