Morgunblaðið - 22.03.2003, Side 55
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 55
HINN svokallaði G14 hópur, sem
í eru átján af öflugustu fé-
lagsliðum Evrópu í knattspyrnu,
hittist á fundi um helgina. Meðal
helstu mála sem rædd verða á
fundinum er sú krafa félaganna
að í framtíðinni taki landslið
hverrar þjóðar að sér að greiða
landsliðsmönnum sínum laun á
meðan þeir eru í verkefnum á
vegum landsliða, ekki félögin
eins og nú. Forráðamenn félag-
anna innan G14 segja það ekki
sanngjarnt að félög greiði leik-
mönnum full laun á meðan þeir
eru um lengri eða skemmri tíma í
vinnu hjá öðrum en þeim sem
greiða þeim laun. Nái þessar
kröfur fram að ganga er ljóst að
fæst knattspyrnusambönd í Evr-
ópu geti staðið undir þeim kostn-
aði sem fylgdi því að halda úti
landsliðum.
Geir Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Knattspyrnu-
sambands Íslands, segir þessar
hugmyndir G14 hópsins ekki vera
nýjar af nálinni, en vissulega ger-
ist þessar raddir háværari með
hverju árinu og það komi honum
ekkert á óvart þótt þetta mál sé
enn einu sinni komið upp á borð-
ið. Þetta sé hins vegar mál sem
FIFA, alþjóða knattspyrnu-
sambandið, verði að taka á því
útilokað sé að samþykkja hug-
myndir í þessa veru. „Ég reikna
með að menn berjist með kjafti
og klóm gegn þessum hug-
myndum, hér eftir sem hingað til
og herði frekar róðurinn en hitt,“
segir Geir sem telur þetta mál
vera hluta af baráttu stærstu
knattspyrnufélaga Evrópu til
þess að ná auknum áhrifum innan
knattspyrnunnar á kostnað sér-
sambanda viðkomandi þjóða.
Vill að
landsliðin
greiði laun
leikmanna
LANDSLIÐ Íslands í íshokkí heldur
til Búlgaríu á morgun, þar sem liðið
tekur þátt í einum riðli í 2. deild
heimsmeistarakeppninnar í næstu
viku. Liðið er þannig skipað:
Markmenn: Gunnlaugur Björns-
son, SR og Birgir Örn Sveinsson,
SA. Varnarmenn: Björn Már Jak-
obsson og Birkir Árnason, SA.
Ágúst Ásgrímsson, Guðmundur
Rúnarsson, Guðmundur Björg-
vinsson og Ingvar Þór Jónsson, SR.
Sóknarmenn: Jón Gíslason, Sig-
urður Sigurðsson, Rúnar Rún-
arsson, Stefán Hrafnsson og Jón
Ingi Hallgrímsson, SA. Hallur
Árnason, Helgi Páll Þórisson og
James Devine, SR. Daði Örn Heim-
isson og Jónas Breki Magnússon,
Birninum. Árni Bergþórsson kem-
ur frá Kanada.
Keppa
í Búlgaríu
FÓLK
ARNAR Þór Viðarsson, lands-
liðsmaður í knattspyrnu, skrifaði í
gær undir þriggja ára samning við
Lokeren og staðfesti þar með
munnlegt samkomulag sem hann
hafði gert við forráðamenn félags-
ins í byrjun þessa mánaðar. Arnar
hefur verið í herbúðum Lokeren
síðan 1998 og verið fyrirliði liðsins
sl. tvö ár.
STEFAN Kretzschmar, horna-
maður þýska landsliðsins í hand-
knattleik og félagi Ólafs Stefáns-
sonar og Sigfúsar Sigurðssonar
hjá Magdeburg leikur sinn 200.
landsleik fyrir Þýskaland þegar
Þjóðverjar mæta Íslendingum í vin-
áttulandsleik í Max-Schmeling
íþróttahöllinni í Berlín í dag.
JOHN Gregory, knattspyrnu-
stjóri Derby, hefur verið settur í
tímabundið leyfi af stjórnendum fé-
lagsins á meðan mál innan félagsins
er rannasakað, en fyrrverandi
læknir liðsins hefur sakað Gregory
og sjúkraþjálfara liðsins fyrir að
gera mistök í meðhöndlun meiðsla
Craig Burley.
CHRISTIAN Vieri, framherji
Inter Mílanó, hefur verið sýknaður
af Knattspyrnusambandi Evrópu,
af ásökunum um kynþáttaform-
dóma í garð LuaLua, leikmanns
Newcastle, í kappleik í Meistara-
deild Evrópu á dögunum.
STILIAN Petrov hefur gert nýj-
an fjögurra ára samning við skoska
meistaraliðið Celtic. Hann hefur
verið í herbúðum Celtic í fjögur ár
frá því hann kom frá CSKA Sofia í
heimalandi sínu, Búlgaríu.
FRANZ Beckenbauer, forseti
Bayern München, hótaði í gær að
draga lið sitt úr úr þýsku deildar-
keppninni í knattspyrnu og láta það
keppa í ítölsku deildinni verði því
gert skylt að greiða félögum í
þýsku 1. deildinni jafnvirði 1,8
milljarða króna sem Bayern er sagt
hafa fengið greitt á bak við tjöldin
vegna sölu á sjónvarpssrétti frá
þýsku deildarkeppninni í knatt-
spyrnu. Þetta er orðið mikið hita-
mál í þýskri knattspyrnu eftir að
dagblað eitt greindi frá þessu á
dögunum.
ÍSLENSKA landsliðið í badmin-
ton vann Svisslendinga í gær á
heimsmeistaramótinu í badminton í
Hollandi, 4:1. Þar með tryggði ís-
lenska liðið sér 27. sætið á mótinu.
Tómas Viborg og Ragna Ingólfs-
dóttir sigruðu í einliðaleik og Helgi
Jóhannesson og Drífa Harðardótt-
ir í tvenndarleik.
KÍNVERJAR og Danir komust í
undanúrslit með því að vinna sinn
riðilinn hvorir. Ásamt þeim kljást
um gullverðlaunin í dag Suður-
Kóreumenn og Indónesar. Kínverj-
ar eru núverandi heimsmeistarar
og mæta Indónesum í undanúrslita-
viðureign en í hinni viðureigninni
leika Danir við Suður-Kóreumenn.
STJÓRNENDUR enska úrvals-
deildarliðsins Leeds United og knatt-
spyrnustjóri liðsins, Terry Venables,
komust í gær að samkomulagi um að
Venables léti af störfum nú þegar en
níu mánuðir eru liðnir síðann hann
var ráðinn í starfið í stað David
O’Learys, sem var látinn taka pok-
ann sinn. Í gærkvöldi var það til-
kynnt að Peter Reid, fyrrverandi
knattspyrnustjóri Sunderland, tæki
við af Venables og stjórnaði liðinu
a.m.k. út leiktíðina. Leeds gekk af-
leitlega undir stjórn Venables. Liðið
hefur tapað sex af síðustu átta leikj-
um í ensku úrvalsdeildinni og hefur
sogast niður í botnbaráttuna en
Leeds situr í 15. sæti, stjö stigum frá
fallsæti. Ósigurinn á móti Sheffield
United í bikarkeppninni á dögunum
varð mikið áfall fyrir Leedsara og
eftir þann ósigur fór af stað sá orð-
rómur að vera Venables hjá Leeds
yrði ekki mikið lengri. Venables og
stjórnarformaður félagsins, Peter
Ridsdale, lentu í miklu orðaskaki á
fimmtudaginn sem lauk með því að
þeir komust að samkomulagi um að
Venables léti af störfum.
Venables átti mjög erfitt um vik í
starfi sem var martröð líkari en
vegna bágrar fjárhagsstöðu félagsins
varð liðið að sjá á eftir sterkum leik-
mönnum á borð við Rio Ferdinand,
Jonathan Woodgate, Lee Bowyer,
Robbie Fowler og Oliver Dacourt.
Reid tekur við af Venables
Mótið fór rosalega vel af stað,segja má að þetta hafi verið
sannkölluð flugeldasýning hjá Kol-
brúnu og Erni,“ sagði Magnús
Tryggvason, sundþjálfari á Selfossi, í
samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi.
Sundmenn ÍRB unnu fimm gull-
verðlaun í dag, Skagamenn þrenn og
sundmenn Ægis og Fjölnis hlutu ein
gullverðlaun hvor.
Kolbrún byrjaði á því að bæta eigið
Íslandsmet í 50 m flugsundi þegar
hún synti á 27,54 sekúndum, en
gamla metið var 27,79. Innan við
einni klukkustund síðar bætti hún sex
ára gamalt Íslandsmet Elínar, í 50 m
skriðsundi, synti á 25,90 sekúndum,
fyrra met var 26,17. „Það var vitað að
Kolbrún myndi mæta sterk til leiks
en ég held að hún sé enn sterkari um
þessar mundir en menn héldu,“ segir
Magnús og bætir við að það hafi verið
sálfræðilega mjög gott hjá Kolbrúnu
að ná að synda undir 26 sekúndum,
sem hafi verið erfiður múr að brjóta.
Kolbrún synti einnig vel í 200 m
skriðsundi í 4x200 m boðsundi með
sveit sinni og lagði þar með grunninn
að sigri sveitarinnar í sundinu. Tími
Kolbrúnar í sundinu er sá næstbesti
sem náðst hefur hér á landi, aðeins Ís-
landsmethafinn, Lára Hrund Bjarg-
ardóttir, á betri tíma. Lára Hrund er
við nám og æfingar í Bandaríkjunum
og gat ekki tekið þátt í mótinu.
„Frammistaða Kolbrúnar í 200 metra
sundinu gefur góð fyrirheit. Hún hef-
ur greinilega gott úthald um þessar
mundir og það skilar sér vonandi í 100
metra flugsundinu,“ sagði Magnús.
Eva Hannesdóttir, KR, varð í öðru
sæti í 50 m skriðsundinu á eftir Kol-
brúnu, synti á 26,75 sek., sem er að
sögn Magnúsar fjórði besti árangur
sem íslenskur sundmaður hefur náð í
greininni. Aðeins Kolbrún, Elín og
Helga Sigurðardóttir, hafa náð betri
tíma.
Árangur Evu er afar athyglisverð-
ur, ekki síst þegar tekið er tillit til
þess að hún er aðeins 16 ára gömul.
Þá stórbætti Örn Arnarson eigið
met í 200 m fjórsundi, synti á 1.57,91
mínútu, fyrra met hans var 2.01,33,
en það setti hann fyrir rúmu ári á
heimsbikarmóti í Stokkhólmi. „Þessi
tími Arnar er einstaklega góður og
myndi nægja til verðlaunasætis á
flestum alþjóðlegum mótum. Nú bíð-
ur maður bara eftir að sjá hvað hann
gerir í 400 metra fjórsundinu.
En það er óhætt að segja að mótið
fari mjög vel af stað, keppendur eru
greinilega í mjög góðri æfingu og eru
staðráðnir í að gera sitt allra besta,“
sagði Magnús Tryggvason, sund-
þjálfari frá Selfossi, að lokinni keppni
í Vestmannaeyjum í gærkvöldi.
Morgunblaðið/Sigfús Gunnar
Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir með einn af þremur gullverðlauna-
peningum sem hún vann á fyrsta keppnisdegi.
Morgunblaðið/Sigfús Gunnar
Örn Arnarson náði einum allra besta tíma ársins í heiminum í
200 m fjórsundi í Vestmannaeyjum í gær.
Kolbrún Ýr og
Örn geysisterk
ÞRJÚ Íslandsmet féllu á fyrsta keppnisdegi af þremur á Innan-
hússmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem hófst í sund-
laug Vestamannaeyja í dag. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, ÍA, bætti
Íslandsmetin í 50 m flugsundi og 50 m skriðsundi. Fyrra metið
átti hún sjálf en hið síðara var í eigu Elínar Sigurðardóttur, SH,
og var orðið sex ára gamalt. Örn Arnarson, Íþróttabandalagi
Reykjanesbæjar (ÍRB), bætti Íslandsmetið í 200 m fjórsundi og
náði níunda besta árangri í heiminum á þessu ári.