Morgunblaðið - 22.03.2003, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 59
Tilnefningar til Óskarsverðlauna
þ. á. m. besta mynd og aðalhlutverk
kvenna Nicole Kidman
Nýr og betriHverfisgötu 551 9000
SV MBL
HK DV
ÓHT Rás 2
Kvikmyndir.com13
Tilnefningar
til Óskars-
verðlauna
þ. á. m.
besta mynd
kvikmyndir.com
Tilnefningar til
Óskarsverðlauna6 il ef i ar tils ars er la a
www.regnboginn.is
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i 16 .
9
Sýnd kl. 3 og 5.30. B.i. 12
Sýnd kl. 3, 5.40, 8 og 10.20. B.i 12
Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i 12
HJ MBLHK DV
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.20. B.i. 12.
„Ein besta mynd ársins“Fréttablaðið
Kvikmyndir.com
SG DV
HL MBL
Frábær spennutryllir sem hræðir
úr þér líftóruna.
Þegar röðin er komin að þér þá
flýrðu ekki dauðann!
www.laugarasbio.is
RADIO X
SV MBL
KVIKMYNDIR.COM
SG DV
ÓHT RÁS 2
Tilnefningar til Óskarsverðlauna:
Aðalhlutverk karla: Jack Nicholson.
Aukahlutverk kvenna: Kathy Bates.2
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30.
Sýnd kl. 2, 6, 8 og 10.10.
Sýnd kl. 4, 6, 8, 10 og Powersýning kl. 12 á miðnætti. B.i. 16.
Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. Tilboð 400 kr.
Þegar röðin er komin að þér
þá flýrðu ekki dauðann!
Frábær spennutryllir sem
hræðir úr þér líftóruna.
Skemmti-
legasta
rómantíska
gamanmyndin
síðan Pretty Woman!
Rómantík, grín og góð
tónlist í frábærri mynd!
POWERSÝNINGkl. 12.Á miðnættiÁ STÆRSTA THXtJALDI LANDSINS
G
ut
en
be
rg
JOHN „Gypie“ Mayo heitir hann,
gítarleikarinn sem nú fyllir í skó
þeirra Clapton, Beck og Page í
Yardbirds. Mayo var eitt sinn í
stuðrokkbandinu Dr. Feelgood, í
kringum 1980, en slóst í lið með
Yardbirds í kringum ’97.
„Já, loksins er platan komin
út,“ segir Gypie, aðspurður um
langan aðdraganda Birdland.
„Það mætti segja að við höfum
verið svolítið óþekkir og sögðum
nokkuð oft nei þegar það var ver-
ið að reyna að semja við okkur.
Við erum nú á þeim aldri að við
könnumst flestir við það að hafa
brennt okkur á samningsgerð á
yngri árum!“
Mayo er afar fjölhæfur gítar-
leikari og kemur blaðamanni
skemmtilega á óvart með því að
sleppa allri gervihógværð. „Já, ég
myndi telja mig vera fyrsta flokks
gítarleikara. Ég hef verið að spila
allan fjandann, reggí, rokk, blús,
þjóðlagatónlist og rennt mér út á
jaðarinn ef því er að skipta. Ég
hlusta líka á alls kyns tónlist og er
t.a.m. afar hrifinn af því sem Mike
Patton er að gera með Fantomas
(Patton var í þungarokksveitinni
Faith No More) og einnig kann ég
vel að meta bandarísku sveitina
U.S Maple (lítt þekkt neðanjarð-
arband frá Bandaríkjunum).
Captain Beefheart er þó minn
maður en aðallega hef ég verið að
hlusta á Richard Thompson að
undanförnu (sem var m.a. í þjóð-
lagasveitinni Fairport Convent-
ion).“
Mayo vísar því á bug að honum
finnist hann vera að stíga inn í
skugga þeirra risa sem fyrir voru
í sveitinni. „Nei, ég les það nú
ekki þannig. Þetta eru allir miklir
áhrifavaldar á minn gítarleik, sér
í lagi Jeff Beck.“
Mayo segir þó að vera sín í
Yardbirds kalli á mjög ákafa
spilamennsku því sveitin sé ein-
faldlega þannig. Og hann er stolt-
ur af árangri þeirra félaga að
undanförnu, enda allir komnir af
léttasta skeiði. „Yngri áhorfendur
hafa verið að klappa á öxlina á
okkur í enda tónleika og furða sig
á kraftinum. En einhvern veginn
er þetta bara það sem við ger-
um...“
Mayo segir að McCarty hafi
komið með nýju lögin til sín þegar
upptökur á Birdland hafi staðið
yfir og svo hafi hann „Yardbirds“-
gert þau með því að setja réttan
hljóm og áherslur á lagasmíð-
arnar.
„Ég sjálfur hef aldrei gert mik-
ið af því að semja. Og ég er full-
komlega sáttur við það. Þannig
kem ég að tónlistinni. Þegar mað-
ur pælir í því þá hafa menn eins
og Clapton og Page t.d. ekki sam-
ið efni sem hægt er að líkja við
snilld þeirra á sjálft hljóðfærið.
Thompson er kannski einn af
þeim fáu sem hafa samið frábær
lög um leið og hann leikur frá-
bærlega á gítar. Ég er ekkert að
gera lítið úr Clapton og félögum.
En svona er þetta bara...“
„Fyrsta flokks gítarleikari“
Mayo í sveiflu.
BANDARÍSKIR þjóðvarðliðar
munu sinna öryggisgæslu á Óskars-
verðlaunahátíðinni í Los Angeles á
sunnudag, að því er segir í frétt BBC.
Óttast er að andóf gegn Íraksstríðinu
geti farið úr böndunum og ógnað ör-
yggi hátíðargesta. Lögregla hefur
staðfest að um tvöþúsund friðar-
sinnum verði ætlað svæði við Kodak-
leikhúsið þar sem verðlaunaafhend-
ingin fer fram.
Hópur sem nefnir sig Ekki í okkar
nafni hefur hvatt alla, sem vettlingi
geta valdið, til að koma og mótmæla
við bygginguna.
Skipuleggjendur Óskarshátíðarinnar
hafa þegar greint frá áformum sínum
um að hafa hátíðina látlausari en
venja er til og sýna með því fórn-
arlömbum Íraksstríðsins virðingu …
FÓLK Ífréttum
Goo Goo Dolls) og hann náði að
dýrka fram það besta úr hverjum
og einum okkar.“
McCarty hlær við þegar hann er
spurður að því hvað það eigi að
þýða að hann sé trommuleikari en
sé samt sem áður alltaf semjandi
lög.
„Ég hef alltaf verið að semja, al-
veg frá upphafi. Melódíurnar koma
bara í hausinn á mér og einhvern
veginn verð ég að koma þeim út!
Ég kenndi sjálfum mér á píanó og
gítar og í gegnum árin hef ég
reynt að hlúa að þessum hæfileika.
Ég sem líka ljóð og texta.“
Hálfur sannleikur
McCarty játar því kinnroðalaust
að efalaust hafi hann og „hinir“
staðið í skugganum af þessum
ofsaflinku gítarleikurum sem
runnu í gegnum hljómsveitina.
„Fólk talar mikið um bandið sem
þannig sveit. Að hún hafi fyrst og
fremst fóstrað gítarhetjur. Sem er
nú ekki nema hálfur sannleikur.
Það lögðu allir til sinn skerf í sköp-
unarferlinu. Að mínu mati vorum
við bestir þegar Jeff Beck var með
okkur því þá var ævintýraþráin
hvað mest.“
McCarty klórar sér aðeins í
hausnum þegar það er lagt fyrir
hann að Yardbirds sé talin með
áhrifamestu sveitum popp- og
rokksögu þó að nafnið sé kannski
ekki á hvers manns vörum.
„Já ... þetta lýtur lögmálum hóp-
dýrkunar í dag virðist vera. Ég
veit ekki ... við vorum ekki með of-
ursjarmerandi framvörð eins Roll-
ing Stones voru með t.d. og það
spilaði kannski eitthvað inn í
„frægðarleysið“. Það gerðist mjög
mikið á þessum stutta tíma, þetta
voru ekki nema fimm ár. Þegar þú
nefnir þetta þá furðar maður sig
næstum því á þessu. Kannski vor-
um við jafnvel dálítið vanmetnir
þegar maður pælir í því.“
arnart@mbl.is
TENGLAR
.....................................................
www.theyardbirds.com
Tónleikar The Yardbirds verða
fimmtudaginn 27. mars á Broadway.
Forsala er hafin.