Morgunblaðið - 28.03.2003, Page 17

Morgunblaðið - 28.03.2003, Page 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 17 HAGVÖXTURINN hér á landi dróst saman um 0,5% að raungildi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hagstofu Íslands, þegar tekið hefur verið tillit til verðbreytinga. Segir í tilkynningunni að áætlanir Hagstofunnar bendi til þess að á árinu 2002 hafi landsframleiðslan orðið 774 milljarðar króna, sem er 4,5% hærri fjárhæð en árið áður. Að teknu tilliti til verðbreytinga sé hins vegar talið að landsframleiðslan hafi dregist saman um 0,5% að raungildi. Þetta er breyting frá því sem verið hefur undanfarin ár því á árinu 2001 óx landsframleiðslan um 2,9% og á árunum 1996 til 2000 var árlegur hagvöxtur 4–5%. Undanfarinn aldarfjórðung hefur hagvöxtur tvívegis áður orðið nei- kvæður svo nokkru nemi, árin 1983 og 1992. Þá var samdrátturinn 2–3%. Hagstofan segir að nokkur ár hafi hagvöxturinn hins vegar verið á sléttu. Samdráttur í fjárfestingum vegur þyngst Í þjóðhagsspá fjármálaráðuneyt- isins frá því í desember síðastliðnum var reiknað með um ¼% hagvexti á árinu 2002. Í vefriti fjármálaráðu- neytisins segir að frávikið milli áætl- unar Hagstofunnar og ráðuneytisins skýrist alfarið af minni útflutnings- tekjum gert gert hafi verið ráð fyrir í spá ráðuneytisins, einkum minni þjónustutekjum. Umtalsverður við- snúningur hafi orðið í þeim efnum á síðari hluta ársins, en það hafi ekki legið fyrir þegar spá ráðuneytisins var gerð. Önnur frávik séu óveruleg. Hagstofan segir að samdrátt í landsframleiðslu á liðnu ári megi öðru fremur rekja til 12% samdrátt- ar í fjárfestingum en auk þess hafi einkaneysla dregist saman um rösk- lega 1% frá fyrra ári. Fram kemur í tilkynningunni að samdráttinn í fjárfestingum í fyrra megi að veru- legu leyti rekja til atvinnuveganna en fjárfestingar þeirra hafi dregist saman um nærri 20%. Þá sé áætlað að fjárfestingar hjá hinu opinbera hafi dregist saman um 8%. Hins vegar sé talið að íbúðafjárfestingar hafi aukist um tæp 5%. Hlutur launþega hár „Landsframleiðslan er jafnan reiknuð á markaðsverði, það er að meðtöldum sköttum á framleiðslu en að frádregnum styrkjum,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar. „Að þessum liðum frátöldum fæst sú fjárhæð sem er til skiptanna milli launþega og þess sem fjármagn og einyrkjar bera úr býtum. Á liðnu ári er talið að í hlut launþega hafi komið tæpir 460 milljarðar króna, að með- töldum launatengdum gjöldum, en að hlutur fjármagns og einyrkja hafi numið tæpum 200 milljörðum. Launþegar báru því úr býtum tæp- lega 70% af því sem til skiptanna var en fjármagn og einyrkjar um 30%. Þessi hlutfallslega skipting er áþekk því sem verið hefur undanfarin þrjú ár en í sögulegu samhengi er hlutur launþega hár um þessar mundir.“ Hagvöxtur dróst saman um 0,5% í fyrra AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111 Opið virka daga kl. 14-18, lau. og sun. kl. 11-18 Verðdæmi: Color kids barnabuxur okkar verð 1.200 - fullt verð 3.500 Petepino barnabuxur okkar verð 1.000 - fullt verð 2.990 Osh kosh stuttermabolir frá 700 Osh kosh sumarkjólar okkar verð 1.200 - fullt verð 4.900 Adidas peysur okkar verð 2.450 - fullt verð 4.900 Confetti barnaskór okkar verð 1.200 - fullt verð 3.900-4.900 Regatta barnaúlpur okkar verð 3.500 - fullt verð 7.990 Útivistar- og göngufatnaður frá 66° Norður Opnunartími virka daga frá kl. 14-18, helgar frá kl. 11-18 Stendur til 6. apríl. Upplýsingasími 561 0580 í Perlunni Nýjar vörur á hverjum degi! La n d lis t/ E R A N Opnum klukkan tíu í dag og tíu á morgun Tveggja vikna TILBOÐ Coca Cola PÁSKAEGG! + ekkert brudl- Nú færðu BÓNUS PÁSKAEGG að andvirði 499kr. í KAUPBÆTI með Coca Cola kippunni þinni! Páskaegg -sem gleður! Gerðu það sem þú getur, með því sem þú hefur, þar sem þú ert. (Roosevelt) 170g

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.