Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 53
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 53
FÓLK
STOKE gekk í gær frá lánssamn-
ingi við Ade Akinbiyi, framherja frá
Crystal Palace, og Paul Warhurst
varnarmann frá Bolton. Báðir verða
leikmennirnir hjá Stoke til loka leik-
tíðar í vor.
READING náði samningum við
Manchester United um að halda
Luke Chadwick til loka leiktíðarinn-
ar. Chadwick, sem hefur verið í láni
frá United undanfarnar vikur, hefur
leikið vel fyrir Reading sem er í bar-
áttu um að tryggja sér sæti í auka-
keppni 1. deildarinnar um laust sæti í
úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
ASTON Villa og Birmingham hafa
bæði fengið ákæru frá aganefnd
enska knattspyrnusambandsins en
grannaslagur liðanna á Villa Park á
dögunum þótti með afbrigðum rudda-
legur og var íþróttinni til skammar að
mati aganefndarinnar.
DION Dublin framherji Aston
Villa er með tvær ákærur á bakinu
frá aganefndinni en hann fékk að líta
rauða spjaldið í umræddum leik. Önn-
ur ákæran lítur að því þegar Dublin
skallaði í andlit Robbie Savage og hin
hvernig hann brást við þegar honum
var vikið af velli fyrir brotið. Dublin
gæti því fengið sex leikja bann í það
heila.
CHRISTOPH Dugarry leikmaður
Birmingham fékk sömuleiðis ákæru
og á yfir höfði sér þriggja leikja bann
fyrir að spýta á Jóhannes Karl Guð-
jónsson.
HOLLENDINGURINN Peter
Hoekstra vill gjarnan framlengja
samning sinn við Stoke City en samn-
ingur hans og fleiri leikmanna liðsins
rennur út í sumar. Hoekstra, sem er
29 ára gamall og skoraði bæði mörk
Stoke í sigri á Watford um síðustu
helgi, segist mjög ánægður með
veruna hjá Stoke og hann líkir ensku
1. deildinni við hollensku úrvalsdeild-
ina að styrkleika.
ZINEDINE Zidane mun bera fyr-
irliðabandið hjá Frökkum í leikjunum
á Möltu og í Ísrael í undankeppni EM
í stað Marcels Desailly sem ekki var
valinn í liðið. Zidane og Patrick
Vieira, fyrirliði Arsenal, kepptust um
að fá fyrirliðastöðuna og á endanum
ákvað landsliðsþjálfarinn Jacques
Santini að fela Zidane hlutverkið.
Zidane hefur leikið 80 landsleiki fyrir
Frakka en Vieira 61.
ALGIMANTAS Liubinkas nýr
landsliðsþjálfari Litháa í knattspyrnu
hefur neyðst til að gera talsverðar
breytingar á landsliðshópi sínum fyr-
ir leikinn á móti Þjóðverjum í und-
ankeppni EM á laugardaginn en þjóð-
irnar leika í sama riðli og Íslendingar.
FJÓRIR leikmenn Litháa eru
meiddir og einn tekur út bann og því
hefur þjálfarinn þurft að kalla inn
nýja og óreyndari leikmenn í lið sitt.
Litháar eru með þrjú stig í riðlinum
eftir sigur á Færeyingum en þeir töp-
uðu fyrir Þjóðverjum á heimavelli,
2:0, og 3:0 fyrir Íslendingum á Laug-
ardalsvelli.
KENNY Miller, leikmaður Wolves,
er talinn líklegur til að leika í
fremstu víglínu hjá Skotum gegn Ís-
lendingum á morgun, eða þá að
hann komi snemma inn á sem vara-
maður. Miller, sem hefur í nokkur ár
verið talinn efnilegasti sóknarmaður
Skota, á aðeins einn A-landsleik að
baki en hann spilaði í 10 mínútur í
vináttuleik gegn Pólverjum fyrir
þremur árum. Í vetur hefur hann
skorað um 20 mörk fyrir Wolves í
ensku 1. deildinni, megnið af þeim
eftir áramótin, og var þá á tímabili
kominn með 12 mörk í 9 leikjum.
Ívar Ingimarsson lék með Miller
framan af vetri, áður en Ívar var
lánaður frá Wolves til Brighton í
febrúar. „Miller er góður sókn-
armaður og við verðum að hafa sér-
stakar gætur á honum ef hann kem-
ur við sögu í leiknum. Hann er
flinkur og ákafur leikmaður, vill
gera hlutina hratt og af krafti, þann-
ig að varnarmenn mega ekki gefa
honum svigrúm. Hann minnir mig
að mörgu leyti á Ruud van Nistel-
rooy, nema hann er ekki eins fljótur.
Það kæmi mér ekki á óvart þó Miller
yrði með, hann er í feiknarlegu
formi um þessar mundir, með mikið
sjálfstraust, og þetta er í raun versti
tíminn til að mæta honum. En við
verðum þá að taka vel á honum, það
er ekki um annað að ræða,“ sagði Ív-
ar Ingimarsson.
Ívar líkir Kenny Miller
við Ruud van Nistelrooy
Heimamenn reyndu að opna vörnVals með hröðum leik en það
gekk ekki vel til að byrja með. Hin-
um megin spilaði
Fram 3-2-1 vörn en
hún gekk ekki upp
fram að miðjum
fyrri hálfleik. Þá
skellti Magnús Gunnar Erlendsson
marki Fram í lás, vörnin small sam-
an og slökkti á öllum sóknartilburð-
um Valsmanna, sem áttu ekkert
svar og horfðu uppá Fram skora 11
mörk á móti einu svo að staðan í
hálfleik var 17:8.
Stuðningsmenn Fram eigruðu
órólegir um gangana í leikhléi –
sögðu þetta of gott til að vera satt.
Leikmenn voru ekki á sama máli og
hófu síðari hálfleik af sama krafti en
þegar Magnús Gunnar varði úr
opnu færi á fyrstu mínútu og tvö
vítaskot fóru forgörðum var allur
vindur úr Val. Þeim tókst ekki að
rífa sig upp úr doðanum og Fram
bætti forskotið um eitt mark fyrir
leikslok.
„Mér hefur alltaf gengið vel með
Val,“ sagði Magnús Gunnar mark-
vörður Fram eftir leikinn en hann
lagði öðrum fremur grunninn að
sigrinum. „Við ætluðum alveg eins
og í fyrri leiknum að spila 3-2-1
vörn, vera grimmir og leyfa skyttum
þeirra ekki að komast inn fyrir níu
metrana því þar eru þeir öflugastir.
Það var jafnvel smáskrekkur í okk-
ur í byrjun því það var pressa á okk-
ur fyrir leikinn en hún var líka á
Völsurunum og þegar þeir fengu
mótlæti held ég að þeir hafi ekki
þolað það.“ Ásamt honum fór Valdi-
mar Þór Þórsson á kostum og Har-
aldur Þorvarðarson, Stefán Baldvin
Stefánsson og Hjálmar Vilhjálms-
son áttu góðan leik.
„Við misstum niður um okkur,“
sagði Pálmar Pétursson markvörð-
ur Vals eftir leikinn en hann tók
stöðu Roland Vals Eradze eftir hlé
og varði vel. „Það var góð stemmn-
ing í liðinu fyrir leikinn en hinir voru
ákveðnari og langaði meira í sigur.
Við reiknuðum frekar með vörn
þeirra aftarlega en eigum að eiga
svar við öllu, erum efsta liðið og eig-
um að geta eitthvað á móti liði í ní-
unda sæti, með fullri virðingu fyrir
Fram.“ Aðrir leikmenn lögðu lítið á
vogarskálarnar, helst Markús Máni
Mikaelsson og Ragnar Ægisson.
Morgunblaðið/Sverrir
Þorbjörn Gunnarsson, leikmaður Fram, er hér kominn framhjá Ragnari Ægissyni og skorar eitt af
þremur mörkum sínum – sendir knöttinn framhjá Roland Eradze, markverði Vals.
Fram í gang og
Valur brotlenti
HARKALEGASTA brotlending vetrarins átti sér stað í Safamýrinni í
gærkvöldi þegar Valur sótti Fram heim. Gestirnir höfðu nauma for-
ystu en síðan hrundi leikur þeirra um leið og Framarar fundu heldur
betur fjölina sína, stungu Valsmenn af og linntu ekki látum fyrr en
13 mörk skildu liðin að, 29:16. Sigurinn skilar Fram upp í 7. sæti og
þar með inn í úrslitakeppnina þegar ein umferð er eftir. Þó að
möguleikar á að halda sig inni í úrslitakeppninni séu frekar meiri en
minni vita þeir manna best að kálið er ekki sopið þótt í ausuna sé
komið.
Stefán
Stefánsson
skrifar
Fyrstu mínúturnar voru daufarog lítið var skorað framan af.
Varnir beggja liða voru sterkar og
var mikið af skotum
utan af velli – sem
flest fóru forgörð-
um. Mikið jafnræði
var með liðunum í
fyrri hálfleik en heimamenn, með
Einar Hólmgeirsson fremstan í
flokki, voru þó ívíð sterkari, en for-
skot þeirra varð þó aldrei meira en
tvö mörk. Þegar síga tók á seinni
hluta hálfleiksins var jafnt á öllum
tölum og bæði lið gengu til bún-
ingsklefa með ellefu mörk.
Leikur liðanna var gjörbreyttur
í síðari hálfleik, talsvert meiri
harka var og virtist sem leikmenn
áttuðu sig á að þeir væru komnir
til að sigra. Það tók ÍR-inga þó að-
eins lengri tíma því eftir tíu mín-
útna leik höfðu gestirnir skorað sjö
mörk á móti tveim heimamanna –
þar með voru þeir komnir fimm
mörkum framúr. Þá tóku heima-
menn leikhlé og við það hresstist
leikur þeirra til muna og var tekið
til við að grynnka á muninum. Arn-
ór Atlason var tekin úr umferð –
þá hafði hann gert fimm mörk – og
það tók ekki nema átta mínútur
fyrir ÍR að breyta stöðunni úr
13:18 í 19:20 og tólf mínútur til
leiksloka. Lokamínúturnar voru
spennandi og skemmtilegar.
Heimamenn fengu mýmörg tæki-
færi til að jafna leikinn, þar á með-
al fékk Sturla Ásgeirsson vítakast
sem hann misnotaði, en sterk vörn
norðanmanna gaf hvergi eftir,
þrátt fyrir að missa tvo menn útaf
með rautt spjald á stuttum tíma.
KA-menn réðu ferðinni síðustu
mínúturnar og þrátt fyrir að hafa
aðeins sigrað með einu marki,
23:24, var sigurinn ekki í neinni
hættu.
„Ég er sáttur með sigurinn en
við þurftum þrjú mörk til að kom-
ast upp fyrir ÍR innbyrðis, við
vissum það fyrir leikinn og um
tíma var það alveg möguleiki. Við
vorum klaufar, fengum of mikið af
brottvísunum á okkur og sóknir
fóru forgörðum. Það lá ljóst fyrir
að það yrði erfitt að sækja þá
heim, en við unnum vel fyrir sigr-
inum og tókum þá úr baráttunni
um efsta sætið,“ sagði fyrirliði KA,
Jónatan Magnússon, en hann gerði
fimm mörk og dreif sína menn
áfram í leiknum.
KA-menn
lögðu ÍR
ÁHORFENDUR í Austurbergi
fengu peninga sinna virði í gær-
kvöld þegar ÍR-ingar fengu
fríska KA-menn í heimsókn. Eft-
ir hnífjafnan fyrri hálfleik náðu
norðanmenn vænlegri stöðu
snemma í þeim síðari, hetjuleg
barátta heimamann til að
grynnka á muninum dugði ekki
til og fóru KA-menn með góðan
sigur á hólmi, 23:24.
Andri Karl
skrifar