Morgunblaðið - 28.03.2003, Side 57

Morgunblaðið - 28.03.2003, Side 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 57 G ut en be rg í FÓLKVANGI á Kjalarnesi Dúndrandi harmonikuball í Fólkvangi á Kjalarnesi föstudagskvöld 28. mars frá kl. 22:00. Fjölbreytt dansmúsik. Dansleikur fyrir alla. Hljómsveitir Harmonikufélags Reykjavíkur og söngvarar halda uppi fjörinu með dansfólkinu. HARMONIKUBALL P.S. Miðaverð er kr. 1.200. Ekki er unnt að taka við greiðslukortum. Harmonikufélag Reykjavíkur. HEIMILDARMYNDIN umdeilda Í keilu fyrir Columbine, sem á dögunum hlaut Ósk- arsverðlaun, verður opnunarmynd kvik- myndahátíðar sem haldin verður í Regnbog- anum dagana 10.–27. apríl. Fjöldi kvikmynda, leiknar myndir og heim- ildarmyndir frá ýmsum heimshornum, verður í boði á hátíðinni eða um það bil 13. Þótt mynd- irnar verði eins ólíkar og þær eru margar eiga þær það þó allar sammerkt að vera nýjar af nálinni og hafa notið vinsælda víða um heim, auk þess sem margar þeirra hafa hlotið verð- laun af ýmsu tagi. Myndirnar sem ákveðið hefur verið að sýna á hátíðinni eru auk opnunarmyndar Michaels Moore Í keilu fyrir Columbine (Bowling for Columbine), mexíkóska myndin Glæpir föður Amaros, (El crimen del Padre Amaro), dönsku myndirnar Ég elska þig að eilífu (Jeg elsker dig for evigt) eftir Susanne Bien og Gamlir karlar í nýjum bílum (Gamle mænd I nye bil- er) þar sem sögð er forsaga hinnar vinsælu Í Kína borða þeir hunda (I Kina spiser de hunde), ástralska verðlaunamyndin Kanínu- netið (Rabbit-Proof Fence) eftir Phillip Noyce, nýjasta mynd Robertos Benignis um Gosa og heimildamyndin Grínistinn (Comedian) um Jerry Seinfeld, David Cronenberg-myndin Könguló (Spider), hin margrómaða Góða stelpan (The Good Girl) með Jennifer Aniston, sænska myndin Endurfundir (Klassfesten), Himnaríki (Heaven) með Cate Blanchett gerð eftir handriti Krzysztof Kieslowski heitins, Naqoyqatsi, lokamyndin í „-qatsi“ þríleik God- freys Reggio sem frægastir eru fyrir magnaða tónlist Phillips Glass, og 28 dögum síðar (28 Days Later) nýjasta mynd Dannys Boyles sem gerði Trainspotting. 101-kvikmyndahátíð í Regnboganum dagana 10.–27. apríl Í keilu fyrir Columbine er orðin vinsælasta heimildarmynd sem sýnd hefur verið í bandarískum kvikmyndahúsum. Góða stelpan í leikstjórn Miguel Arteta með Jennifer Aniston í að- alhlutverki vakti mikla athygli á Sundance-hátíðinni síðustu. Í keilu fyrir Columbine opnunar- myndin SEX síður í nýjasta eintaki fag- tímarits ljósmyndara, Forum, eru tileinkaðar Kristni Ingvarssyni, ljósmyndara á Morgunblaðinu. „Það er mikill heiður að fá mynd- ir í þetta blað,“ segir Kristinn og bendir á að markhópurinn sé stór og blaðið fari víða. Myndavélaframleiðandinn Hass- elblad gefur tímaritið út fjórum sinnum á ári á fjórum tungu- málum, ensku, spænsku, þýsku og sænsku. Blaðið var fyrst gefið út árið 1965. Kristinn sendi myndir út í tengslum við Baldvin Einarsson í Beco, sem er umboðsmaður Hass- elblad á Íslandi. „Hann ýtti mér af stað útí þetta.“ Í blaðinu er ennfremur viðtal við Kristin þar sem hann segir frá sjálfum sér og ræðir eigin stíl. Hann hefur vakið athygli fyrir portrettmyndir sínar en hann ein- beitti sér að þeim er hann var við nám í Harrow College of Higher Education í London. Þrjú portrett úr lokaverkefni hans, en Kristinn útskrifaðist árið 1989, eru í eigu National Portrait Gallery í Lond- on. Í viðtalinu í Forum segist Krist- inn hafa mest gaman af því að taka portrettmyndir af fólki í dag- legu lífi og í dæmigerðu umhverfi. „Takmark mitt er að vera heið- arlegur í því sem ég geri, að sýna viðfangsefninu virðingu, óháð fé- lagslegri stöðu. Ég legg áherslu á að myndirnar mínar séu sannar augnablikinu,“ útskýrir Kristinn. Þrátt fyrir að vera ánægður með umfjöllunina segir Kristinn hana ekki breyta neinu fyrir sig í raun. „Þetta tengist engum frama- vonum eða neinu slíku en það hafa allir gaman af viðurkenningu fyrir það sem þeir eru að gera.“ Ljósmyndari Morgunblaðsins í þekktu fagtímariti Forum er gefið út á fjórum tungumálum, ensku, spænsku, þýsku og sænsku, og eru sex síður tileinkaðar Kristni Ingvarssyni, ljósmyndara Morgunblaðsins. Tímaritið, sem kom fyrst út 1965, kemur út fjórum sinnum á ári. Portrett í daglegu lífi TENGLAR ..................................................... www.hasselblad.com ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.