Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 87. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Stríð í Írak: Eftirlitsmenn segja stefnu Schröders hafa verið „brjálæðislega“  „Stjórnarfar óttans“ 10/11 KOMIÐ hefur verið í veg fyrir hryðjuverka- árásir að undirlagi Íraka í að minnsta kosti tveimur ríkjum í Mið- Austurlöndum en vís- bendingar eru um, að lagt hafi verið á ráðin um margar aðrar. Richard Boucher, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði, að vænt- anlegir hryðjuverkamenn hefðu verið handteknir í samstarfi við stjórnvöld í við- komandi ríkjum. Haft var eftir öðrum bandarískum embættismanni, að fundist hefðu vísbendingar um, að íraska leyni- þjónustan hefði skipulagt hryðjuverk í um 11 borgum, flestum í Mið-Austurlöndum, Asíu og hugsanlega í London. Sagði hann, að tilmæli Bandaríkjastjórnar til um 60 ríkja að vísa burt íröskum sendimönnum hefðu átt mikinn þátt í að upp um þetta komst. Bandaríkjastjórn hefur einnig varað við yfirvofandi hryðjuverkaárásum í Jemen og hefur hún hvatt þegna sína til að yf- irgefa landið. Hryðjuverk- um afstýrt Washington. AFP. Richard Boucher EKKERT lát er á sókn banda- manna til Bagdad og voru gerðar miklar loftárásir á skotmörk í borg- inni og á varnarlínuna umhverfis hana allan síðasta sólarhring. Enn er barist um borgir í Suður-Írak og hernaðurinn í norðurhluta landsins færist í aukana. Þar hafa Írakar hörfað síðustu daga og ætla aug- ljóslega að verjast í olíuborginni Kirkuk. Ákafar loftárásir voru gerðar á Bagdad í gær og á stöðvar Íraka fyrir sunnan borgina. Héldu Írakar uppi mikilli loftvarnaskothríð en ekkert lát varð á sprengjugnýnum langtímum saman. Áður höfðu bandamenn varpað sprengjum á íraska upplýsingaráðuneytið og virtust beina þeim helst gegn fjar- skiptaneti stjórnarinnar í borginni. Urðu árásirnar til að trufla blaða- mannafund þar sem fram kom, að 62 menn hefðu týnt lífi í árásunum á borgina frá því á föstudag. Fram kom í fjölmiðlum í gær, að bandamenn hygðust gera hlé á sókninni til Bagdad í því skyni að treysta aðflutningsleiðir herjanna en Al Lockwood, talsmaður breska herliðsins, vísaði þeim fréttum á bug og sagði, að sókninni yrði hald- ið áfram af fullum þunga. Bandamenn sitja enn um borg- irnar Basra og Nasiriya í suður- hlutanum en segjast munu haga sókninni inn í þær í samræmi við aðstæður. Í fyrrakvöld vörpuðu þeir stórri, leysistýrðri sprengju á tveggja hæða hús í Basra en talið var, að þar væru um 200 íraskir hermenn samankomnir. Síðustu daga hafa meginskotmörk banda- manna í Basra verið aðalstöðvar Baath-flokksins, flokks Saddams Husseins Íraksforseta, enda þykja þær táknrænar fyrir yfirráð hans. Í Nasiriya beinast aðgerðirnar einkum að því að tryggja yfirráð yf- ir þjóðveginum, sem liggur um borgina og til Bagdad. Mikil átök við Karbala Bandarískar Apache-þyrlur gerðu í gær harða hríð að Medina- herdeild Lýðveldisvarðarins í Karbala, sem er um 80 km fyrir sunnan Bagdad, en hún á að verjast framsókninni frá vestri til Bagdad. Í Norður-Írak eru bandarískar sveitir og liðssafnaður Kúrda að hefja nýja sókn og í gær hörfuðu Írakar frá einni víglínunni og héldu til olíuborgarinnar Kirkuk. Má bú- ast við hörðum bardögum þar. Fimm bandarískir hermenn týndu lífi í gær í sjálfsmorðsárás við borgina Najaf. Var leigubifreið stöðvuð við varðstöð og þegar her- mennirnir nálguðust var hún sprengd í loft upp. Harðir bardagar og ný víglína í norðri Fimm banda- rískir hermenn féllu í sjálfs- morðsárás SLÖKKVILIÐSMENN berjast við olíuelda í einni lind á Rumalya-olíuvinnslusvæðinu í Suður-Írak. Mjög erfitt getur reynst að slökkva eldana vegna þess hve mikill þrýstingur er á olíunni á þessum slóðum. Reuters Glímt við elda í olíulindum LÍFEYRIR frá lífeyrissjóðum op- inberra starfsmanna var að með- altali nærfellt þrefalt hærri á árinu 2001 en lífeyrir frá lífeyr- issjóðum á almennum markaði. Þá er hlutfall örorkulífeyris miklu mun hærra hjá lífeyrissjóðum á almennum markaði en hjá lífeyr- issjóðum opinberra starfsmanna, þar sem makalífeyrir er aftur á móti mun hærri en hjá lífeyris- sjóðum á almennum markaði. Á árinu 2001 fengu 41.260 líf- eyrisþegar í lífeyrissjóðum á al- mennum markaði greidda saman- lagt tæpa 12,6 milljarða króna í elli-, örorku- og makalífeyri eða rúmlega 305 þúsund kr. að með- altali hver og einn. Á sama tíma fengu 11.263 lífeyrisþegar í lífeyr- issjóðum opinberra starfsmanna greidda samanlagt rúma 9,8 millj- arða kr. í elli-, örorku- og makalíf- eyri eða rúmar 868 þúsund kr. að meðaltali hver og einn, sem eru 185% hærri bætur en að meðaltali voru greiddar í lífeyri úr lífeyr- issjóðum á almennum markaði. Þetta má lesa út úr skýrslu Fjármálaeftirlitsins um rekstur lífeyrissjóðanna á árinu 2001, en rétt er að benda á að lífeyriskerfi opinberra starfsmanna er mun eldra og því hefur lengur verið greitt til þess en til lífeyriskerf- isins á almennum markaði sem að stórum hluta til er frá árinu 1970. Þegar samsetning lífeyrisins er skoðuð kemur í ljós að rúmlega fjórðungur eða 25,3% af lífeyri úr lífeyrissjóðum á almennum mark- aði er örorkulífeyrir, 10,9% maka- lífeyrir, 2,2% barnalífeyrir og 60,4% ellilífeyrir. Önnur mynd blasir hins vegar við þegar samsetning lífeyris úr opinberu lífeyrissjóðunum er skoðuð. Þar er einungis tæpur tuttugasti hluti eða 4,9% örorku- lífeyrir, tæpur fjórðungur eða 23,1% er makalífeyrir, 0,2% er barnalífeyrir og 71,7% er ellilíf- eyrir. Mikill munur á greiðslum úr opinberum og almennum lífeyrissjóðum Nær þrefalt hærri líf- eyrir opinberu sjóðanna                                                    ! " Doha, Bagdad. AP, AFP. BANDARÍSKAR sveitir hafa gripið til aðgerða á laun í þéttbýliskjörnum í Írak og er þeim ætlað að taka af lífi fé- laga í innsta hring Saddams Husseins, forseta Íraks. Þar á meðal eru embætt- ismenn úr Baath-flokknum og yfir- menn Lýðveldisvarðarins, að því er haft er eftir embættismönnum, meðal annars frá Bandaríkjunum. Leynisveitirnar eru úr röðum banda- rísku leyniþjónustunnar, CIA, og sér- sveita hersins. Þar á meðal eru leyni- skyttur og sprengjusérfræðingar. Samkvæmt heimildum hafa þessar sveitir verið að störfum í að minnsta kosti viku og þegar hafa nokkrir ein- staklingar fallið fyrir hendi þeirra. Þrýst á að ráða Saddam bana Þykir þetta benda til þess að Banda- ríkjamenn leggi nú meiri áherslu á það að höggva skörð í raðir íraskra forystu- sveita en áður var talið. Hefðbundinn herafli bandamanna hefur mætt öflugri mótspyrnu en búist var við og því er sagt að aukist hafi þrýstingur á sér- sveitir hersins og CIA um að koma Saddam fyrir kattarnef, steypa stjórn hans og leiða þar með stríðið til lykta. Aðgerðir þessara sérsveita fengust ekki staðfestar. Bæði varnarmálaráðu- neytið og CIA hafa hins vegar lagt mikla áherslu á sálfræðihernað í því skyni að koma lykilmönnum í stjórn- kerfi Íraks úr jafnvægi og fá þá til að snúast gegn Hussein. Einn heimildarmaður sagði að ekki mætti rekja allar sprengingar, sem orð- ið hefðu í Bagdad, til flugskeyta og eld- flauga og gaf í skyn að einhverjum þeirra hefði verið komið fyrir af sér- sveitarmönnum. Leynisveit- ir til höfuðs leiðtogum Washington. The Washington Post.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.