Morgunblaðið - 30.03.2003, Síða 17

Morgunblaðið - 30.03.2003, Síða 17
var spilað og sungið. Á pitsu Vittorios Emanuele var skrifað: „Lengi lifi Vittorio“ og „Velkomin aftur Savoia“. Vittorio Emanuele borðaði tvær pits- ur. Svo var honum gefin pitsa úr gulli og stytta úr silfri af grínleikaranum Totó. Vittorio Emanuele minnist þess að faðir hans dó fyrir tuttugu árum. Hann hafði vonast til að geta dáið á Ítalíu. Hann var mjög veikur þegar Pertini, þáverandi forseti Ítalíu, hringdi í Umberto og sagði að hann myndi fljótlega getað komið til Ítalíu. Umberto var á sjúkrahúsi í London þegar hann fékk þessa upphringingu og flutti Vittorio Emanuele hann þá á heimili sitt í Genf í Sviss. Umberto sagði: „Vittorio, farðu strax til Casc- ais (sem er í Portúgal, en þar var Um- berto konungur í útlegð). Þú finnur inn í skáp grá jakkaföt. Taktu þau og láttu mig fá þau: Þetta eru fötin sem að ég var í þegar ég fór frá Ítalíu 13. júní 1946 og ég vil snúa til Ítalíu í þeim fötum“. Sá draumur átti þó ekki eftir að verða að veruleika. Emanuele Filiberto fór á fótbolta- leik Napolí og Verona. Napolí er í hættu að falla í 3. deild á næsta leik- tímabili. Sem betur fer endaði leik- urinn með jafntefli. Ef Napolí hefði tapað hefðu þeir getað sagt að Em- anuele Filiberto væri óheillakráka en Napolíbúar eru mjög hjátrúarfullir. Heimsókn Savoia-fjölskyldunnar lauk með heimsókn í konungshöllina. Þau fullvissuðu Napolíbúa um að þau mundu koma aftur en þá muni þau ekki segja neinum frá því. Höfundur er fréttaritari Morgunblaðs- ins á Ítalíu. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 17 Fæst í öllum betri bókabúðum PARKER Frontier í glæsilegr i gjafaösk ju: 1795kr. T IL B O Ð hreinsiklútar fjarlægja andlits- og augnfarða á augabragði Í hreinsiklútunum er andlitsvatn og kamilla, sem hefur róandi og nærandi áhrif á húðina og viðheldur réttu rakastigi hennar. Fást í apótekum og stórmörkuðum. Dr. Fisher hreinsiklútarnir eru ofnæmisprófaðir og henta öllum húðgerðum. N O N N I O G M A N N I I Y D D A / si a .i s / N M 0 8 9 7 2 Frá og með 1. apríl 2003 mun Ölgerðin Egill Skallagrímsson hætta að nota margnota glerflöskur fyrir framleiðsluvörur sínar. Tekin verður upp notkun einnota umbúða í því skyni að auka gæði framleiðslunnar, efla hreinlæti og draga úr hættu á gæðavandamálum. Notkun einnota umbúða hefur í för með sér að álagt skilagjald á öllum flöskum frá Ölgerðinni verður 9 kr. frá og með 1. apríl nk. í stað 15 kr. Gildir þetta einnig um þær margnota flöskur Ölgerðarinnar sem verða áfram í umferð fyrst um sinn. Ölgerðin Egill Skallagrímsson í Reykjavík og útibú Ölgerðarinnar á landsbyggðinni halda áfram að taka á móti margnota glerumbúðum og greiða 15 kr. skilagjald til 1. september 2003. Að þeim tíma liðnum verður einungis hægt að skila margnota gleri til Endurvinnslunnar. Nýjar umbúðir sama góða bragðið ...að sjálfsögðu Umbúðum vegna margnota glers, þ.e. plastkössum, verður áfram unnt að skila til Ölgerðarinnar í Reykjavík og útibúa Ölgerðarinnar á landsbyggðinni. am Hussein eða verja vinnubrögð hans, „en mér sýnist að segja megi að þeir Bush séu að nokkru leyti sams konar menn.“ Hann telur að þrátt fyrir slæmt ástand í Írak eigi samfélag þjóðanna ekki að skipta sér af innanríkismálum þar. Og alls ekki að láta sprengjum rigna yfir landið. „Þá á ekki að beita nokkurs konar valdi vegna þess að fólk í Írak hefur ekki farið fram á það. Heimsbyggðin gerir sér grein fyrir því að vanda- málið í Írak er vegna olíu og efna- hagslegra hagsmuna Bandaríkja- manna í þessum heimshluta þótt þeir útskýri aðgerðir sínar með öðr- um hætti.“ Blaðamaður spyr Prússak hvort það sé skoðun rússneskra stjórn- valda að Bandaríkjamenn hafi farið inn í Írak vegna olíuhagsmuna en ekki til þess að hjálpa almenningi í Írak, eins og gefið hefur verið í skyn. Hann svarar: „Ég get aðeins sagt mína persónulega skoðun, ég hef ekki vald til þess að lýsa skoðun rússneskra stjórnvalda. Allt það sem ég hef sagt er aðeins mín skoðun. En ég er sammála Pútín forseta þegar hann segir Bush forseta hafa gert mistök. Innrásin er mistök.“ Hann telur a.m.k. 95% rússnesku þjóðar- innar sammála Pútín. Prússak segist þess fullviss að ýmiskonar vandamál eigi eftir að steðja að Írökum á næstunni. „Þjóð- irnar sem taka þátt í innrásinni, sem hafa skapað það ástand sem nú ríkir, gera það í eiginhagsmunaskyni og Írakar munu ekki fá neitt frá þeim; hvorki fjárhagsaðstoð né mannúðar- hjálp.“ Prússak ítrekar að Írakar þyrftu að leysa sín mál sjálfir, utanaðkom- andi ættu ekki að skipta sér af. En telur hann það raunhæfan mögu- leika? „Ég veit það ekki hvort það er mögulegt. Mér finnst bara að ríki heims eigi ekki að skipta sér af og leysa málið á þennan hátt. Ég er viss um að Íslendingar yrðu ekki hrifnir ef einhverjir utanaðkomandi færu að skipta sér af stjórnmálaástandinu hér á landi. Það sama má segja um Rússa. Enginn vill að annað ríki skipti sér af innanríkismálum, póli- tík og efnahagsmálum. Ekki heldur Írakar. Heldur þú að sprengjuregn í Írak sé einhvers konar aðstoð við al- menning í landinu?“ skapti@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.