Morgunblaðið - 30.03.2003, Síða 19

Morgunblaðið - 30.03.2003, Síða 19
brúsanum mínum og hélt á eftir Ngowi. Sigri hrósandi göngumenn á nið- urleið mættu okkur hver á fætur öðrum, en hinum má ekki gleyma sem gáfust upp. Þau ósköp gerðust að einn göngumaðurinn settist grát- andi niður á rassinn og neitaði að halda áfram. Leiðsögumenn hans tóku á málinu með skilningi og hjálpuðu honum niður. Nokkrir til viðbótar byrjuðu að kasta upp of- arlega í hlíðunum og voru studdir niður. Enn aðrir misstu sjónina af einhverjum ástæðum og voru gripn- ir staurblindir af leiðsögumönnum sínum. Þeir þurftu að bruna með allt þetta fólk niður í súrefnisríkara loft og það var fremur óhugnanlegt að sjá það teymt á ofsahraða niður rykugar skriðurnar. Hersingarnar hleyptu upp miklum rykmekki sem óðara fauk framan í okkur Ngowi. Loksins, eftir 40 mínútna göngu frá Stella Point, sá ég sjálfan tind- inn, Uhuru-tind. Mér fannst þetta nærri ótrúlegt. Aðeins nokkur hæg skref til viðbótar og ég var kominn á tind Kilimanjaro klukkan 9:25. Ég var reyndar tveimur tímum á eftir strákunum og einum 114 árum á eft- ir Hans Meyer, sem fyrstur fór á tindinn 1889, en það skipti engu máli, ég var í sjöunda himni. Þetta var lítið skref fyrir fjallgönguíþrótt- ina en stórt skref fyrir sálartetrið. Öll þreyta hvarf á andartaki og ekk- ert komst að nema ólýsanlegur létt- ir. Nú fannst mér beinlínis hlægi- legt að ég skyldi hafa hugsað um uppgjöf fyrr um morguninn. Uppi á fjallskollinum er jök- ulhetta sem bráðnar stöðugt og er spáð að verði horfin eftir fáeina ára- tugi. Það er ákveðið áhyggjuefni varðandi vatnsbúskap byggðanna fyrir neðan. En sigur viljans var orðinn að veruleika þennan kalda febrúarmorgun og stund á hæsta tindi Afríku gleymist aldrei. Óþreyj- an eftir því að komast á enn hærra fjall er strax orðin óbærileg. orsi@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 19 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 20 71 8 0 3/ 20 03 S†NING Nýbýlavegi 2 • 200 Kópavogi • S 570 5300 Opið frá kl. 13 til 16 sunnudag. S U M A R 2 0 0 3 2 9 . - 3 0 . m a r s Komdu á stærstu Yamaha mótorhjólasýningu sem haldin hefur verið frá upphafi. 30 ný mótorhjól, torfæruhjól, götuhjól, hippar og fjórhjól. YAM AHA BLA ÐIÐ KOM IÐ Ú T Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 19.550 Flugsæti til Prag, út 10. apríl, heim 13. apríl. Almennt verð með sköttum. Flug og skattar á mann miðað við að 2 ferðist saman, 2 fyrir 1. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Verð frá kr. 3.400 Glæsileg hótel í hjarta Prag frá aðeins 3.400. M.v. 2 í herbergi á Parkhotel. Tryggðu þér síðustu sætin til Prag í apríl á ótrúlegu verði. Nú getur þú kynnst þessari fegurstu borg Evrópu og tryggt þér farmiða frá aðeins kr. 19.550 og upplifað fallegasta tíma ársins í Prag. Hér upplifir þú mörg hundruð ára sögu á hverju horni og mannlíf og andrúmsloft sem á ekki sinn líka. Í boði eru spennandi kynnisferðir um kastalahverfið og gamla bæinn, eða til hins einstaklega fagra heilsubæjar Karlovy Vary, með íslenskum fararstjórum Heimsferða. Tryggðu þér síðustu sætin í vor 3. apríl - 11 sæti 7. apríl - laust 10. apríl - 19 sæti 13. apríl - 8 sæti 17. apríl - 7 sæti Vorið er komið í Prag. Í apríl er kominn 20 stiga hiti. Munið Mastercard ferðaávísunina Helgarferð til Prag 10. apríl frá kr. 19.550 DILBERT mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.