Morgunblaðið - 30.03.2003, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 30.03.2003, Qupperneq 19
brúsanum mínum og hélt á eftir Ngowi. Sigri hrósandi göngumenn á nið- urleið mættu okkur hver á fætur öðrum, en hinum má ekki gleyma sem gáfust upp. Þau ósköp gerðust að einn göngumaðurinn settist grát- andi niður á rassinn og neitaði að halda áfram. Leiðsögumenn hans tóku á málinu með skilningi og hjálpuðu honum niður. Nokkrir til viðbótar byrjuðu að kasta upp of- arlega í hlíðunum og voru studdir niður. Enn aðrir misstu sjónina af einhverjum ástæðum og voru gripn- ir staurblindir af leiðsögumönnum sínum. Þeir þurftu að bruna með allt þetta fólk niður í súrefnisríkara loft og það var fremur óhugnanlegt að sjá það teymt á ofsahraða niður rykugar skriðurnar. Hersingarnar hleyptu upp miklum rykmekki sem óðara fauk framan í okkur Ngowi. Loksins, eftir 40 mínútna göngu frá Stella Point, sá ég sjálfan tind- inn, Uhuru-tind. Mér fannst þetta nærri ótrúlegt. Aðeins nokkur hæg skref til viðbótar og ég var kominn á tind Kilimanjaro klukkan 9:25. Ég var reyndar tveimur tímum á eftir strákunum og einum 114 árum á eft- ir Hans Meyer, sem fyrstur fór á tindinn 1889, en það skipti engu máli, ég var í sjöunda himni. Þetta var lítið skref fyrir fjallgönguíþrótt- ina en stórt skref fyrir sálartetrið. Öll þreyta hvarf á andartaki og ekk- ert komst að nema ólýsanlegur létt- ir. Nú fannst mér beinlínis hlægi- legt að ég skyldi hafa hugsað um uppgjöf fyrr um morguninn. Uppi á fjallskollinum er jök- ulhetta sem bráðnar stöðugt og er spáð að verði horfin eftir fáeina ára- tugi. Það er ákveðið áhyggjuefni varðandi vatnsbúskap byggðanna fyrir neðan. En sigur viljans var orðinn að veruleika þennan kalda febrúarmorgun og stund á hæsta tindi Afríku gleymist aldrei. Óþreyj- an eftir því að komast á enn hærra fjall er strax orðin óbærileg. orsi@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 19 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 20 71 8 0 3/ 20 03 S†NING Nýbýlavegi 2 • 200 Kópavogi • S 570 5300 Opið frá kl. 13 til 16 sunnudag. S U M A R 2 0 0 3 2 9 . - 3 0 . m a r s Komdu á stærstu Yamaha mótorhjólasýningu sem haldin hefur verið frá upphafi. 30 ný mótorhjól, torfæruhjól, götuhjól, hippar og fjórhjól. YAM AHA BLA ÐIÐ KOM IÐ Ú T Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 19.550 Flugsæti til Prag, út 10. apríl, heim 13. apríl. Almennt verð með sköttum. Flug og skattar á mann miðað við að 2 ferðist saman, 2 fyrir 1. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Verð frá kr. 3.400 Glæsileg hótel í hjarta Prag frá aðeins 3.400. M.v. 2 í herbergi á Parkhotel. Tryggðu þér síðustu sætin til Prag í apríl á ótrúlegu verði. Nú getur þú kynnst þessari fegurstu borg Evrópu og tryggt þér farmiða frá aðeins kr. 19.550 og upplifað fallegasta tíma ársins í Prag. Hér upplifir þú mörg hundruð ára sögu á hverju horni og mannlíf og andrúmsloft sem á ekki sinn líka. Í boði eru spennandi kynnisferðir um kastalahverfið og gamla bæinn, eða til hins einstaklega fagra heilsubæjar Karlovy Vary, með íslenskum fararstjórum Heimsferða. Tryggðu þér síðustu sætin í vor 3. apríl - 11 sæti 7. apríl - laust 10. apríl - 19 sæti 13. apríl - 8 sæti 17. apríl - 7 sæti Vorið er komið í Prag. Í apríl er kominn 20 stiga hiti. Munið Mastercard ferðaávísunina Helgarferð til Prag 10. apríl frá kr. 19.550 DILBERT mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.