Morgunblaðið - 30.03.2003, Qupperneq 44
MINNINGAR
44 SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARKÚSÍNA GUÐNADÓTTIR
hárgreiðslumeistari,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð föstu-
daginn 28. mars.
Helena Alma Ragnarsdóttir, Jón Ingvar Ragnarsson,
Sigurður Egill Ragnarsson, Bryndís S. Halldórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum þeim sem sýndu okkur vináttu og
samúð við fráfall
GUÐRÚNAR J. ÞORSTEINSDÓTTUR
píanóleikara,
og heiðruðu minningu hennar.
Elísabet Waage, Helgi Kristinsson,
Benedikta G. Waage, Hallur Árnason,
Jón Þorsteinn Gunnarsson, Margrét Birgisdóttir,
María S. Gunnarsdóttir, Gérard Lemarquis,
Guðmundur Óli Gunnarsson,
Hörður Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGURBJÖRG KRISTÍN ELÍASDÓTTIR,
Norðurbrún 1,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík
þriðjudaginn 1. apríl kl. 10.30.
Trausti Jóhannsson, Jastrid J. Andersen,
Þorlákur Jóhannsson, Sigríður Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir mín,
GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hringbraut 50,
Reykjavík,
lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 15. mars sl.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Helga Guðmundsdóttir.
Útför elskulegrar systur okkar,
HELGU HÖNNU MAGNÚSDÓTTUR,
Holtsgötu 19,
Reykjavík,
verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn
31. mars kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en
þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á
MS-félagið.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þórný Magnúsdóttir
og Hörður Jónsson.
✝ Katrín HuldaTómasdóttir
fæddist í Reykjavík
10. júlí 1917. Hún
andaðist á hjúkrun-
arheimilinu Skóg-
arbæ 19. mars síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Tómas
Guðmundsson sjó-
maður, f. 21. septem-
ber 1891, d. 20 mars
1942, og Ingibjörg
Sveinsdóttir, f. 9. maí
1892, d. 15. febrúar
1930. Systkini Katr-
ínar Huldu eru Ingi-
björg Ída, f. 12. febrúar 1920, Haf-
steinn Sverrir, f. 27. febrúar 1922,
d. 28. maí 1967, og Hilmar Harry,
f. 22. september 1923, d. 5. júní
1968.
Katrín Hulda giftist 1. janúar
1944 Gunnari Aðalsteinssyni, f. 5.
júní 1921, d. 17. janúar 1986. For-
eldrar hans voru Aðalsteinn Guð-
mundsson, f. 11. september 1884,
d. 25. ágúst 1953, og Hervör Frí-
mannsdóttir, f. 20. ágúst 1894, d.
6. desember 1981. Katrín Hulda
og Gunnar eignuðust fjögur börn:
1) Ingibjörg Sesselja, f. 22. desem-
ber 1945, maki Magnús K. Helga-
son, f. 13. júní 1944, d. 28. ágúst
1994, börn þeirra: a) Gunnar, f.
11. nóvember 1964, sambýliskona
Ásta Agnarsdóttir, f. 20. apríl
1951, b) María Málfríður, f. 12.
maí 1971, sambýlismaður Bergur
Stefánsson, f. 21. maí 1974, henn-
ar sonur Heiðar Örn Helgason, f.
21. júní 1994. 2) Guðmundur Að-
alsteinn, f. 6. október 1947, maki
Guðleif Bender, f. 16. febrúar
1953, börn þeirra eru Friðrik Örn,
f. 21. ágúst 1976, Eva Dögg, f. 1.
apríl 1981, og Brynj-
ar Freyr, f. 11. maí
1985; 3) Jóhanna, f.
28. maí 1952, hennar
börn eru Tómas
Hilmar Ragnarsson,
f. 18. september
1970, sonur hans er
Guðmundur Hilmar,
f. 7. ágúst 1990, og
Katrín María Birgis-
dóttir, f. 9. maí 1983.
4) Katrín Gunnvör, f.
24. september 1957,
maki Hákon Örn
Arnþórsson, f. 17.
maí 1956, börn
þeirra eru Arndís Huld, f. 5. nóv-
ember 1985, og Davíð Örn, f. 9.
nóvember 1988.
Katrín Hulda ólst upp í for-
eldrahúsum til ellefu ára aldurs
eða þar til móðir hennar veiktist
af berklum og fór á Vífilsstaði og
átti ekki afturkvæmt þaðan.
Systkinahópnum var þá komið í
fóstur. Katrínu Huldu var komið
fyrir á Sunnuhvoli, Ingibjörgu Ídu
á Háteigi, en Hafsteini og Hilmari
var komið í fóstur í Keflavík.
Katrín lauk prófi frá Kvennaskól-
anum í Reykjavík. Prófi frá
Hjúkrunarkvennaskóla Íslands
lauk hún 1940. Hún starfaði alla
tíð sem hjúkrunarkona, fyrst í
Vestmannaeyjum, síðan á Siglu-
firði og því næst var hún yfir-
hjúkrunarkona á Sjúkrahúsi
Húsavíkur. Frá árinu 1946 starf-
aði hún á Landspítalanum, fyrst á
VI. deildinni, en síðar á röntgen-
deild Landspítalans eða allt til
ársins 1985 er hún lét af störfum.
Bálför Katrínar Huldu fór fram
í kyrrþey fimmtudaginn 27. mars,
að ósk hinnar látnu.
Kveðja til móður.
Ó, heita og margreynda móðurást,
milda og sterka, sem aldrei brást,
og Drottins vors dýrasta gjöfin.
Hve lík er hún elsku lausnarans,
er leiðarstjarna hvers einasta manns,
er lýsir um hauður og höfin.
Hún hugsar ekki’ um sinn eigin hag,
en öllu fórnar og nótt og dag
ég veit, að hún vakir og biður.
Hún heyrir barnanna hjartaslátt
og hlustar og telur hvern andardrátt,
hún beygir sig bljúg að þeim niður.
Hún kyssir þau, vaggar þeim blítt í blund,
hún brosir og grætur á sömu stund,
að brjósti sér viðkvæm þau vefur
og veitir þeim af sínu lífi líf,
er ljós þeirra, vernd og bezta hlíf.
Hún er engill, sem Guð oss gefur.
Guð blessi þig, móðir, í gleði og þraut,
og geislar frá himins stjörnu braut
þér lýsi um ófarin árin.
Og sál þín gleðjist við hjarta hans,
vors hjartkæra, góða frelsarans,
er skilur bezt tregann og tárin.
(Sumarliði Halldórsson.)
Með þessu fallega ljóði viljum við
kveðja þig elsku móðir, sem veittir
okkur ómælda ást og umhyggju.
Hvíl í friði.
Þínar
dætur.
Ömmu er sárt saknað og minn-
ingarnar um hana streyma fram.
Þegar ég var lítil var ég mikið hjá
henni, þeim árum mun ég aldrei
gleyma. Hún var sem mamma mín
og stundum gerði ég ekki greinar-
mun á orðinu amma og mamma.
Hún var alltaf svo góð við mig og
sama hvað ég gerði af mér þá sagði
hún að það væri í lagi. Ég man þeg-
ar hún fór með mig á appelsínugulu
snjóþotunni minni í leikskólann sem
var rétt hjá heimili hennar og var þá
alveg sama hvernig viðraði. Hún var
þolinmóð og gaf sér alltaf tíma til
þess að spila við mig og leyfði mér
oftar en ekki að vinna af því að ég
var svo tapsár, en hvernig hún fór
að því veit ég ekki. Ég var í skól-
anum eftir hádegi og eldaði amma
alltaf eitthvað handa mér áður en ég
fór í skólann og man ég þó sér-
staklega eftir því þegar hún útbjó
spælt egg í brauði, hún vissi hvað
mér þótti það gott. Amma var mikil
húsmóðir í sér og allt sem hún gerði
gerði hún rosalega vel og hætti aldr-
ei við hálfklárað verk. Hún sagði
oftar en ekki – hálfnað er verk þá
hafið er.
Ömmu fannst sem ég og Tómas
bróðir minn værum eins og hennar
eigin börn og sagði hún alltaf ef ein-
hver spurði að við værum börnin
hennar ekki barnabörn. Við systk-
inin áttum mjög margar góðar
stundir með henni.
Amma var hjúkrunarkona og
vann á krabbameinsdeild Landspít-
alans. Eftir að hún hætti að vinna
fórum við þangað í heimsókn. Mér
er minnisstætt hvað allir tóku vel á
móti henni og voru ánægðir að sjá
hana og töluðu um hvað þau sökn-
uðu hennar og spurðu hvort hún
vildi ekki bara koma aftur að vinna.
Því eins og allir vita sem þekktu
hana var hún alveg einstök mann-
eskja, trú, góðhjörtuð og vildi gera
allt sem í hennar valdi stóð til að
fólki liði vel og eins og hún sagði
alltaf: „Ef þér líður vel þá líður mér
vel.“ Ég er stolt af að bera nafnið
hennar. Amma hugsaði alltaf fyrst
um aðra og síðan um sig. Hún var
svo nægjusöm og ánægð jafnvel þótt
að ég gerði aðeins einhvern lítinn
hlut fyrir hana tók hún utan um mig
og knúsaði mig – takk fyrir.
Það er sárt að kveðja, en mín
hamingja er að hafa átt hana sem
ömmu öll þessi ár og minningarnar
um hana mun ég alltaf geyma í
hjarta mínu. Það var gott að fá að
vera hjá henni síðustu dagana.
Amma mín, ég mun alltaf elska þig
og ég veit að þú verður hjá mér. Guð
geymi elsku ömmu mína.
Ó, Jesús bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ, breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
Mér gott barn gef að vera
og góðan ávöxt bera,
en forðast allt hið illa,
svo ei mér nái’ að spilla.
Það ætíð sé mín iðja
að elska þig og biðja,
þitt lífsins orð að læra
og lofgjörð þér að færa.
(Páll Jónsson.)
Þín
Katrín María.
Elsku amma, það er svo sárt til
þess að hugsa að þú sért farin, en ég
veit að þú ert komin á betri stað og
líður vel. Hvert sem þú fórst fylgdi
þér ró, friður og hlýja. Þú varst svo
góð og gerðir allt í þínu valdi til að
öllum í kringum þig liði vel. Þér
tókst það svo sannarlega. Það eru
svo margar fallegar minningar sem
ég á um þig og þær mun ég varð-
veita að eilífu. Ég er svo þakklát að
hafa fengið að vera hjá þér síðustu
dagana og vaka yfir þér. Jafn örláta,
góða, hlýja og yndislega manneskju
eins og þig er mjög erfitt að finna og
þín verður sárt saknað.
Elsku amma mín, ég elska þig og
með þessu ljóði langar mig til að
kveðja þig.
Jesús, af hjarta þakka’ eg þér,
þú, Jesús, varst í dag með mér,
gef þú mér, Jesús, glatt og rótt,
góða og sæla værðarnótt.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Góða nótt, elsku amma, og sofðu
rótt.
Þín
Arndís Huld.
Elsku amma, með þessum orðum
langar mig til að kveðja þig. Þú
varst mér alltaf góð og huggaðir
mig þegar ég var leiður. Þótt það
hafi verið erfitt að kveðja þig var
það huggun að vita að þú varst kom-
in á betri stað. Það sem þú skilur
eftir þig eru góðar minningar. Þú
hafðir frábæran persónuleika. Það
var ekkert illt til í þér og þú vildir
alltaf hjálpa öllum og vera góð við
alla. Ég er hér með ljóð handa þér,
Ömmuljóð eftir Jóhannes úr Kötl-
um.
Lítill drengur lófa strýkur
létt um vota móðurkinn,
– augun spyrja eins og myrkvuð
ótta og grun í fyrsta sinn:
Hvar er amma, hvar er amma,
hún sem gaf mér brosið sitt
yndislega og alltaf skildi
ófullkomna hjalið mitt?
Lítill sveinn á leyndardómum
lífs og dauða kann ei skil:
hann vill bara eins og áður
ömmu sinnar komast til,
hann vill fá að hjúfra sig að
hennar brjósti sætt og rótt.
Amma er dáin – amma finnur
augasteininn sinn í nótt.
Lítill drengur leggst á koddann
– lokar sinni þreyttu brá
uns í draumi er hann staddur
ömmu sinni góðu hjá.
Amma brosir – amma kyssir
undurblítt á kollinn hans,
breiðist ást af öðrum heimi
yfir beð hins litla manns.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Amma mín, ég veit að þér líður
vel þar sem þú ert núna. Hvíl í friði.
Ég elska þig.
Davíð.
KATRÍN HULDA
TÓMASDÓTTIR Móðir mín, tengdamóðir og amma,
BERGÞÓRA EGGERTSDÓTTIR
fyrrv. kennari,
lést á dvalarheimilinu Hlíð þann 18. mars sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Kærar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins
Hlíðar fyrir frábæra umönnun.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð.
Elín Berg, Þorsteinn Kjartansson,
Halldór Heimir Þorsteinsson, Valgerður Lilja Daníelsdóttir,
Sindri Snær Þorsteinsson,
barnabarnabörn
og aðrir aðstandendur
MINNINGARGREINUM þarf
að fylgja formáli með upplýsing-
um um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um er fæddur, hvar og
hvenær dáinn, um foreldra
hans, systkini, maka og börn og
loks hvaðan útförin verður gerð
og klukkan hvað. Ætlast er til að
þetta komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en
ekki í greinunum sjálfum.
Formáli
minningar-
greina