Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ EINAR Benediktsson, fyrrverandi sendiherra, var útnefndur Evrópu- maður ársins 2003 á aðalfundi Evr- ópusamtakanna 29. mars sl. Er þetta í fyrsta skipti sem Evrópusamtökin veita þessa viðurkenningu en í fréttatilkynningu frá samtökunum segir að ákveðið hafi verið að veita Einari þessa viðurkenningu fyrir elju sína að kynna Evrópumálin fyrir Íslendingum. Á aðalfundinum var einnig kosin ný stjórn Evrópusam- takanna en hana skipa: Andrés Pét- ursson, verkefnastjóri, Ari Skúlason hagfræðingur, Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur, Geir Magnússon, fyrrv. forstjóri ESSO, Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, og Svanfríður Jónasdóttir alþingismaður. Aðalfundur Evrópusamtakanna Einar Benedikts- son valinn Evr- ópumaður ársins Andrés Pétursson (t.h.) afhendir Einari Benediktssyni viðurkenninguna. Ingleharts sem telur að þegar þjóð- ir verði ríkari og öryggi meira, auk- ist einstaklingshyggja, meiri gagn- rýni verði á ríki og regluveldi og í kjölfarið aukist frjálslyndi varðandi ýmsa þætti fjölskyldulífs og kyn- lífs,“ segir Ólafur. Þannig megi bæði skýra breytt gildismat á skömmum tíma og hinn mikla mun á milli landa. Gildismat almennings skiptir samkynhneigða máli Norðurlöndin og Holland hafa minnsta fordóma gagnvart samkyn- FORDÓMAR gagnvart samkyn- hneigðum hafa stórminnkað á Vest- urlöndum síðustu ár en eru jafn- framt mjög mismiklir eftir löndum, að sögn Ólafs Þ. Harðarsonar pró- fessors en hann hélt fyrir skömmu hádegisfyrirlestur í Háskóla Ís- lands um samkynhneigð og breyt- ingar á gildismati almennings á Vesturlöndum. Samtökin ’78, fé- lagsvísindadeild Háskólans, Mann- réttindaskrifstofa Íslands og FSS, Félag samkynhneigðra og tvíkyn- hneigðra stúdenta, stóðu að fyr- irlestrinum. Niðurstöðurnar eru byggðar á fjölþjóðlegum rannsóknum sem á Íslandi hafa verið gerðar þrisvar, árin 1984, 1990 og 1999. Ólafur bendir á að ef skoðuð séu svör al- mennings við staðhæfingunni sam- kynhneigð er aldrei réttlætanleg, þá hafi rétt um helmingur svarað játandi árið 1984, fjórðungur fólks sex árum síðar eða 1990 og einungis rétt yfir 10% 1999. „Hér er um að ræða afar skýra breytingu á grund- vallargildismati á einungis tveimur áratugum sem er mjög skammur tími.“ Hann tekur fram að hér sé fyrst og fremst um að ræða ríkar þjóðir á Vesturlöndum, miklu meiri fordómar séu í löndum sem komin eru styttra í efnahagslegri og fé- lagslegri þróun. „Niðurstöðurnar eru í takt við kenningar bandaríska stjórnmálafræðingsins Ronalds hneigðum og er Ísland þar ásamt Hollandi og Svíþjóð í hópi hinna þriggja efstu. „Ef við skoðum t.d. þjóðir Austur- Evrópu, Asíu og Suður-Ameríku, þar sem efnahagsástand er lakara, kemur í ljós að mun meiri fordómar eru þar,“ segir Ólafur Hann bendir á að löggjöf og stefnumótun stjórnvalda á Vest- urlöndum endurspegli að verulegu leyti almenningsálit og breytist með því, meðal annars þess vegna skipti gildismat almennings miklu máli fyrir samkynhneigða. Viðhorf til samkynhneigðra mismunandi eftir löndum Segir fordóma hafa stórminnkað síðustu ár Morgunblaðið/Golli Ísland er í hópi ríkja þar sem minnstir fordómar eru gagnvart samkyn- hneigðum, að sögn Ólafs Þ. Harðarsonar, prófessors við Háskóla Íslands. forsætisráðherra. Um 50% bera mikið traust til hans og um 71% telja hann málefnalegan. Um 52% telja að Steingrímur J. Sigfússon myndi standa sig vel sem forsætisráðherra, tæplega helming- ur ber mikið traust til hans og rúm- lega 78% telja hann málefnalegan. Þá telja tæplega 31% að Guðjón A. Kristjánsson myndi standa sig vel sem forsætisráðherra, um 32% bera mikið traust til hans og tveir af hverjum þremur telja hann málefna- legan. Baráttan snúist að mestu um menn Gallup spurði einnig um viðhorf fólks til kosningabaráttunnar fyrir komandi alþingiskosningar. Sam- kvæmt þeim niðurstöðum telur meirihluti þjóðarinnar að kosninga- baráttan snúist mest um menn eða tæplega 62%. Um 14% telja að hún snúist bæði um menn og málefni og tæplega 13% að hún snúist mest um málefni. Um 12% telja að hún snúist um annað, þá aðallega um þras, skít- kast og ómálefnalega baráttu. Könnun Gallups var símakönnun 12. til 26. mars. Úrtakið var 1.200 manns á aldrinum 18 til 75 ára. Svarhlutfallið var um 67%. Vikmörk könnunarinnar eru 1 til 3%. RÚMLEGA 73% kjósenda telja að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- sætisráðherraefni Samfylkingarinn- ar, myndi standa sig vel sem for- sætisráðherra ef marka má nýja könnun sem þjóðarpúls Gallup gerði á viðhorfi fólks til þeirra stjórnmála- manna sem fara fyrir flokkum sín- um sem forsætisráðherraefni. Sam- kvæmt könnuninni bera ríflega 56% mikið traust til Ingibjargar Sólrún- ar og um 78% telja hana málefna- lega. Í könnuninni var spurt um viðhorf til Davíðs Oddssonar, forsætisráð- herra og formanns Sjálfstæðis- flokksins, Guðjóns A. Kristjánsson- ar, formanns Frjálslynda flokksins, Halldórs Ásgrímssonar, utanríkis- ráðherra og formanns Framsóknar- flokksins, Steingríms J. Sigfússon- ar, formanns Vinstrihreyfingarinnar -græns framboðs og Ingibjargar Sólrúnar, eins og áður kom fram. 50% treysta Halldóri Næstflestir telja að Davíð Odds- son myndi standa sig vel sem for- sætisráðherra eða rúmlega 62%. Rúmlega 46% bera mikið traust til hans og um 63% telja hann málefna- legan. Um 57% telja að Halldór Ás- grímsson myndi standa sig vel sem Viðhorf til forsætisráðherraefna stjórnmálaflokkanna Flestir telja að Ingibjörg Sólrún myndi standa sig vel INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, tals- maður Samfylkingarinnar, segir að hugmyndir flokksins í skattamálum verði kynntar á vorfundi hans um næstu helgi. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær sagði Halldór Ásgrímsson, for- maður Framsóknarflokksins, á fundi um helgina að hann teldi orðið tíma- bært að Samfylkingin útskýri hvað hún vildi gera í skattamálum. Var það borið undir Ingibjörgu Sólrúnu sem hafði þetta um málið að segja: „Alveg eins og útfærslur á hugmyndum Sjálfstæðisflokksins voru kynntar á landsfundi munum við kynna okkar útfærslur á vorfundinum.“ Skattahug- myndir kynnt- ar á vorfundi EINAR Oddur Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, segir mikla áherslubreytingu hafa komið fram í ályktun landsfundar Sjálf- stæðisflokksins, sem samþykkt var um helgina, í sjávarútvegsmálum. Í henni felist í raun viðurkenning á því að þær að- ferðir sem notað- ar hafi verið við fiskveiðistjórnun til þessa hafi alls ekki dugað. Hann fagnar þessum breytingum. Einar Oddur segir þessa við- horfsbreytingu hafa komið fram hjá Árna M. Mat- hiesen sjávarútvegsráðherra á und- anförnum vikum. „Ég fagna mjög viðhorfum sjávarútvegsráðherra eins og þau hafa komið fram á und- anförnum dögum og vikum þ.e. varð- andi vilja hans til að koma á líffræði- legri fiskveiðistjórnun.“ Einar Oddur vísar þarna til þeirrar nefnd- ar sem sjávarútvegsráðherra hefur nýlega skipað en hlutverk nefndar- innar verður að huga sérstaklega að ýmsum þáttum sem snerta líffræði- lega fiskveiðistjórnun. Nefndin mun þar m.a. fjalla um breytilegt ástand einstakra fiskistofna frá einni árstíð til annarrar, áhrif veiðarfæra á gæði aflans og áhrif friðunar smáfisks á stofnstærð. Einar Oddur er einnig ánægður með hvaða fólk ráðherra hefur skip- aði í nefndina og nefnir sérstaklega í því sambandi dr. Tuma Tómasson. „Tumi hefur um árabil bent á þá höf- uðnauðsyn að horfa verði til vist- fræðinnar í heild ef við ætlum að ná árangri.“ Hugmyndir Jónasar Bjarnasonar samþykktar Einar Oddur er jafnframt ánægð- ur með að ákveðnar tillögur skuli hafa verið teknar inn í ályktun lands- fundarins um sjávarútvegsmál, en þær tillögur séu kjarninn í hug- myndum dr. Jónasar Bjarnasonar. Vísar Einar Oddur þarna til eftirfar- andi tillagna í ályktun fundarins: „Nauðsynlegt er að efla fiski- og haf- rannsóknir og hvatt er til þess að þekking útvegsmanna og sjómanna á fiskveiðum og ástandi fiskistofna verði nýtt. Fara þarf yfir ýmsa þætti fiskveiðistjórnunar, svo sem veiðar- færanotkun og svæðalokanir og gera tilraunir með vaxtarhraða og kyn- þroskaaldur. Kanna þarf áhrif slíkra þátta á lífríki sjávar sem heildar, svo og einstaka þætti þess. Allar niður- stöður mælinga og rannsókna sem fram fara á vegum opinberra aðila verði gerðar aðgengilegar sjálfstæð- um rannsóknaraðilum. Fagna ber skipun nefndar sjávarútvegsráð- herra um líffræðilega fiskveiði- stjórnun.“ Ennfremur segir í ályktuninni: „Það er skylda Íslendinga að skila auðlindum hafsins í því ástandi að komandi kynslóðir fái notið afrakst- urs þeirra. Horfa ber til vistkerfisins í heild sinni hvað nytjar þess snert- ir.“ Einar Oddur segist löngum hafa haldið því fram að ekki væri hægt að loka þessi vísindi inni í Hafrann- sóknastofnun, þannig að þeir einir sem þar eru hafi rétt til að rannsaka, þeir einir hafi rétt til að vinna úr rannsóknum og þeir einir hafi rétt til að meta rannsóknargögn. „Síðan eru þessir sömu aðilar ráðgjafinn,“ segir hann. „Það er nauðsynlegt að sjálf- stæðir rannsóknaraðilar komi að þessu máli.“ Hann segir að við get- um ekki sætt okkur við það að fiski- stofnarnir eða það sem við fáum að veiða úr fiskistofnunum sé alltaf minna og minna ár frá ári. „Við erum kannski að veiða núna í kringum 40 til 50% af þeim bolfiski sem við veiddum áður. Við það getur ekki setið. Sjávarþorpin líða fyrir þetta og við verðum að haga okkur öðru- vísi. Það er eitthvað mjög mikið galið að því sem við höfum verið að gera á undanförnum árum.“ Hann ítrekar að við getum ekki einblínt á það ímyndaða magn sem kemur upp úr sjónum heldur verðum við að líta til þess hvar við veiðum, hvernig við veiðum og hvenær við veiðum. „Þetta viðhorf kemur einmitt fram í landsfundarályktuninni.“ Vistvæn veiðarfæri hafi forgang Einar Oddur kveðst að lokum fagna því að landsfundurinn skyldi styðja tillögu Guðmunar Halldórs- sonar um að tekin verði upp sérstök ívilnun fyrir dagróðrabáta sem róa með línu. „Það hefur gríðarlega þýð- ingu fyrir sjávarplássin allt í kring- um landið að menn viðurkenni þá staðreynd að línuveiðarnar geta haft úrslitaáhrif. Stjórnvöldum ber að haga sér þannig að þau veiðarfæri sem við vitum að eru hvað vistvæn- ust hafi forgang umfram önnur. Ég tel þetta fyrsta skrefið í þá átt og ég tel sérstaka ástæðu til að fagna því.“ Viðurkenning á að aðferðir við fiskveiði- stjórnun hafi ekki dugað Einar Oddur Kristjánsson Einar Oddur Kristjánsson segir áherslubreytingu í ályktun landsfundar um sjávarútvegsmál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.