Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                  !   !"# $  %  & '(  !)     $ ! '   % * +   "   * %            )  ''*  , -     . &/)   -  /   )  * )   ! *  / $ ! ' $      ! ' *            0$  )    !    $ 1( !$                             !" +(  2  3    %  !  HAGNAÐUR Norðurljósa sam- skiptafélags hf. nam 282,8 millj. kr. á árinu 2002 samanborið við 2.769,9 milljóna króna tap árið áður. Afkoma félagsins fyrir afskriftir og fjár- magnsliði (EBITDA) var 636 milljón- ir en var 402,2 milljónir króna árið áð- ur. Fjármunatekjur umfram fjármagnsgjöld námu 442,4 milljón- um og þar af nam reiknaður geng- ishagnaður 757,9 milljónum króna. Langtímaskuldir samsteypunnar lækkuðu um 1.140,8 milljónir og heildarskuldir um 2.113,3 milljónir króna. Raunverulegur hagnaður Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri félagsins, segist ánægður með hvern- ig til hafi tekist. Hann segir að árs- reikningur Norðurljósa í dag gefi af- skaplega glögga mynd af félaginu. „Við erum að skila félaginu með raunverulegum hagnaði og aukinni EBITDA-framlegð. Framlegðin er meiri en hún var á árinu 2001 og tekjuaukning er 11,3% eða 9% sé tillit tekið til verðbólgu á árinu. Þessa tekjuhækkun erum við mjög ánægðir með. Það er aukning hjá okkur bæði í áskriftartekjum og auglýsingatekjum sem og í tekjum af kvikmyndahús- um,“ sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að kostnaður félagsins hafi líka minnkað, t.d. hafi starfs- mönnum fækkað um 31 á síðasta ári. „Það sést ekki á útsendingartíma eða í neinu öðru í okkar rekstri að hér hafi fækkað um 31 mann í vinnu,“ sagði Sigurður. Hann segir áætlanir gera ráð fyrir svipaðri framlegð á árinu 2003, eða í kringum 650–700 milljónir króna. „En nú þurfum við að klára endur- fjármögnun félagsins. Þó að við höf- um lækkað langtíma- og skammtíma- skuldir um tæpa tvo milljarða erum við of skuldsettir og greiðslubyrðin er þung. Þetta er hlutur sem ég held að góður grundvöllur sé til að klára núna, sérstaklega þegar félagið er komið út úr öllum deilum og málaferl- um og öll lán þess eru í skilum.“ Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að félagið hafi átt í viðræðum við langtímalánardrottna sína en þeim viðræðum sé ekki lokið. Sigurður seg- ir að helstu langtímalánardrottnar séu ABN Amro, Kaupþing Banki og Landsbankinn auk íslenskra lífeyris- sjóða og fjármálastofnana. Smárabíó hefur mikil áhrif Í ársreikningnum er getið um óvissu vegna rannsóknar á skattskil- um stjórnarformanns félagsins, Jóns Ólafssonar, og félögum honum tengd- um. Aðspurður segir Sigurður að sú óvissa hafi engin áhrif á viðræður fé- lagsins við lánardrottna. Í fréttatilkynningu frá Norðurljós- um segir að í heildarveltuaukningu félagsins hafi mest munað um veltu- aukningu tengda Smárabíói sem lauk sínu fyrsta heila starfsári. Gestir á starfsárinu voru yfir 420.000, sem gerir Smárabíó að langvinsælasta bíóhúsi landsins, að því er segir í til- kynningunni. Fastafjármunir Norðurljósa sam- skiptafélags lækkuðu um 1.909,3 millj. kr. á árinu og munar þar mest um lækkun langtímakrafna um 1.219,3 millj. Þessi langtímakrafa var að fullu greidd við sölu NLC Holdings S.A. á hlutabréfum í fjarskiptafélag- inu Tali hf. Þá lækka dagskrárbirgðir um 156,7 millj. Veltufjármunir hækka um 110,7 millj. kr. milli ára, sem mest- megnis stafar af hækkun á öðrum skammtímakröfum. Eigið fé samstæðunnar styrkist milli ára sökum bókfærðs hagnaðar ársins. Það nemur nú 585,6 milljón- um. „Heildarskuldir samstæðunar lækka um 2.113,3 milljónir og eru tvær meginástæður fyrir því: NLC Holding greiddi Norðurljós- um samskiptafélagi ríflega 1.400 milljónir eftir sölu á hlutabréfum þess í Tali hf. Upphæðin var notuð að fullu til að greiða áfallna vexti og afborg- anir af sambankaláni félagsins. Styrking íslensku krónunnar gerir það að verkum að erlend langtímalán og skuldbindingar við erlenda birgja félagsins lækka. Þá keypti Kaupþing banki hlut þriggja erlendra banka í svokölluðu sambankaláni. Áhrifa kaupanna gæt- ir hins vegar ekki enn í efnahags- reikningi. Skammtímaskuldir samstæðunnar lækka um 899,2 millj. Þar af lækka viðskiptaskuldir og aðrar skamm- tímaskuldir um 543,1 millj.,“ segir í tilkynningu félagsins.                             !"                $  % $ %&          '         (%)                           !"#       Hagnaður Norðurljósa 283 milljónir króna 11,3% veltuaukn- ing. 420 þúsund gestir í Smárabíó. TAP Ríkisútvarpsins, RÚV, nam 188 milljónum króna á síðasta ári en árið 2001 nam tap RÚV 337 milljónum króna. Á síðasta ári nam tap Hljóð- varps 81 milljón króna en Sjónvarps 107 milljónum króna. Tap fyrir fjármunaliði nam 38 millj- ónum króna en árið á undan nam tap- ið 173 milljónum króna. Samkvæmt ársuppgjöri RÚV má breytinguna fyrst og fremst finna í tekjuhækkun vegna afnotagjalds og hertum aðhaldsaðgerðum næstu und- angenginna ára, en þó einkum árið 2001. Í fjárlögum ársins 2002 var gert ráð fyrir að rekstrarhalli Ríkisút- varpsins yrði 147 milljónir króna. Stærsti hluti tekna RÚV kemur af afnotagjöldum eða 2.166 milljónir króna, 71,6% af tekjum RÚV. Auglýs- ingatekjur voru á síðasta ári 730 millj- ónir króna og kostnunartekjur 42 milljónir króna. Hækkun á þjónustugjöldum kostaði RÚV 35 milljónir Til dagskrárgerðar var varið sam- tals 1.812 milljónum á árinu 2002 eða 60,9% af rekstargjöldum. Lögbundið framlag Ríkisútvarpins til Sinfóníu- hljómsveitar Íslands var 133,3 millj- ónir króna á árinu 2002. Þar með talið er hallauppgjör á rekstri sveitarinnar upp á um 25 milljónir. frá árunum 1999 til 2001, sem skiptist á rekstar- aðila. Samkvæmt fjárlögum hafði ver- ið gert ráð fyrir að framlag RÚV til sveitarinnar yrði 108 milljónir á árinu. „Annar óvæntur útgjaldaauki fólst í hækkun viðskiptabankanna á seðil- gjöldum, vegna innheimtu afnota- gjalda. Ríkisútvarpinu er meinað að láta notendur sem velja gírógreiðslur bera þennan innheimtukostnað, þótt einnig sé í boði annað og ódýrara greiðsluform fyrir þá. Af þessu leiddi 35 m.kr. viðbótarútgjöld á árinu fyrir RÚV,“ að því er segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Lífeyrisskuldbindingar hafa neikvæð áhrif Í henni kemur einnig fram að líf- eyrisskuldbindingar sem Ríkisút- varpinu hefur verið gert að taka á sig vegna slæmrar stöðu Lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna hafa sem fyrr mjög neikvæð áhrif á rekstrarniðurstöð- una. Þetta er afleiðing af þeirri ákvörðun ríkisins 1993 að Ríkisút- varpið, sem B-hluta-stofnun, skyldi standa sjálft undir lífeyrishækkun- um, sem fjármálaráðuneytið hafði áð- ur greitt beint. Rekstrarútgjöld árs- ins 2002 af þessum sökum námu um 183 milljónum króna. „Stjórnvöld hafa enn ekki, að 10 árum liðnum, tek- ið tillit til þessa umtalsverða útgjalda- auka við mat á tekjuþörf Ríkisútvarp- ins,“ samkvæmt ársskýrslu RÚV. Tap RÚV 188 milljónir króna                   #        !"     )  %& #         # $  % $ %&          '         (%)                     !"#       Hertar aðhalds- aðgerðir skila bættri afkomu. ALÞJÓÐLEGA matsfyrirtækið Fitch Ratings staðfesti í gær lánshæfiseinkunnir Íslands, AA- fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt, AAA fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum og F1+ fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt. Horfunum á mati langtímaskuldbindinga var breytt úr neikvæðum í stöðugar. Takist að halda ríkisútgjöldum í skefjum eru langtímahorfur í ríkisfjármálum góðar að mati Fitch enda hefur lífeyrisskuldbindingum ekki verið velt á komandi kynslóðir, að því er fram kemur í til- kynningu frá Seðlabanka Íslands. Aldurssamsetning þjóðarinnar er hagstæð og er mannfjölgunin hjá þessari tiltölulega ungu þjóð yf- ir 1% á ári og greiðsla hóflegra eftirlaunaskuld- bindinga hefst ekki fyrr en við 67 ára aldur. Kaup lífeyrissjóða á erlendum hlutabréfum hafa áhrif „Ekki er óeðlilegt að ríki þar sem aldurssam- setning er hagstæð og góður arður býðst af fjár- festingum búi við neikvæða hreina skuldastöðu við útlönd. Með hliðsjón af stærð hagkerfisins hefur Ísland þó gengið lengra í þessa átt en sambærileg hagkerfi eins og Ástralía og Nýja-Sjáland,“ sam- kvæmt tilkynningu. Íslenska þjóðarbúið hefur, ólíkt þessum tveimur ríkjum, aukið erlendar skuldir sínar til að fjár- magna hlutabréfakaup. Að mati Fitch er erlend skuldastaða helsta hindrunin fyrir bættu lánshæf- ismati. Hrein erlend skuldastaða þjóðarbúsins gæti lækkað hraðar og lánshæfismatið hækkað ef lífeyrissjóðir draga úr sókn sinni í erlend hlutabréf. Að sögn Birgis Ísleifs Gunnarssonar seðla- bankastjóra telja önnur matsfyrirtæki einnig að erlend skuldastaða þjóðarbúsins sé of há á sama tíma og þau láta í ljós ánægju með skuldaþróun ríkisins sem er að lækka sínar skuldir. Birgir Ís- leifur segist gera ráð fyrir að með breytingu á við- skiptajöfnuði, úr miklum halla í að vera jákvæður, megi gera ráð fyrir að erlendar skuldir muni lækka. Birgir Ísleifur segir að fyrstu tvo mánuði ársins hafi nettókaup á erlendum hlutabréfum numið 3,4 milljörðum króna sem er mun minna en á sama tímabili í fyrra. Fitch segir íslenska hagkerfið hafa gengið í gegnum nokkuð erfitt skeið en að það virðist standa styrkara eftir. „Eftir 6 ára skeið hraðs hag- vaxtar, sem ekki stóðst til lengdar, var horfið frá fastgengisstefnu á árinu 2001 og í kjölfarið hófst hröð aðlögun þjóðarbúsins í átt til jafnvægis. Út- lánaþenslan stöðvaðist snögglega, að hluta til vegna þess að innlendir lántakendur gerðu sér bet- ur grein fyrir gengisáhættu sem fylgir lántöku í er- lendri mynt. Innlend eftirspurn dróst saman en út- flutningur hélt áfram að vaxa jafnt og þétt. Viðskiptajöfnuðurinn breyttist úr 10% halla á árinu 2000 í lítilsháttar afgang á síðasta ári.“ Þrátt fyrir minni hagvöxt ríkir nánast jafnvægi í ríkisfjármálum. Vegna tekna af sölu ríkisbankanna ættu heildarskuldir ríkissjóðs að fara undir 40% af landsframleiðslu á þessu ári. Fyrri lækkun ríkis- útgjalda sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hefur snúist við og þarf hugsanlega að taka erfiðar ákvarðanir um opinber útgjöld í kjölfar alþingis- kosninga í maí, segir í frétt Fitch. Útlánaþenslan olli óhjákvæmilega nokkru út- lánatapi hjá bönkunum en við því hefur verið brugðist með viðeigandi afskriftum og er meðaleig- infjárhlutfall í bankakerfinu nú aftur komið yfir 12%. Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch staðfestir lánshæfiseinkunnir Íslands Erlend skuldastaða þjóðarbúsins hindrar hækkun lánshæfismats STÆRSTA flugfélag í heimi, Am- erican Airlines, rær nú lífróður til að forða sér frá gjaldþroti en félag- ið á í neyðarsamningum við verka- lýðsfélög og lánardrottna. Samkvæmt the Wall Street Journal mun félagið sækja um að verða tekið til gjaldþrotaskipta ef það nær ekki samningum við þrjú verkalýðsfélög um 21% niðurskurð á launagreiðslum til starfsmanna sinna. AMR móðurfélag American Air- lines hefur beðið alla starfsmenn félagsins, þar á meðal yfirmenn, um 1,8 milljarða dala varanlegan árlegan niðurskurð til að koma fyr- irtækinu til bjargar og hefur félag flugmanna þegar samþykkt 660 milljóna dollara tekjulækkun. American Airlines á einnig í við- ræðum við lánardrottna sína um skuldir félagsins en samningar verða einnig að nást á þeim víg- stöðvum eigi að takast að bjarga félaginu. Flugfélagið er talið tapa fimm milljónum Bandaríkjadala á degi hverjum, eða 770 milljónum króna, einkum vegna mikils samdráttar í flugbókunum vegna stríðsins í Írak. Í FT.com segir enn fremur að fé- lagið sé mjög viðkvæmt fyrir hækkunum á olíuverði þar sem ein- ungis þriðjungur af olíukaupum þeirra sé varinn fyrir verðsveiflum. Meginástæður slæms gengis fé- lagsins undanfarin misseri eru at- burðirnir 11. september 2001 og al- mennur efnahagssamdráttur í heiminum. American Airlines rær lífróður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.