Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 22
SUÐURNES
22 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Til hluthafa í Haraldi Böðvarssyni hf.
TILKYNNING UM INNLAUSN
HLUTABRÉFA Í HARALDI
BÖÐVARSSYNI HF.
Stjórn Hf. Eimskipafélags Íslands, sem hefur eignast meira en 9/10 hluta af hlutafé í Haraldi Böðvarssyni
hf., og stjórn Haraldar Böðvarssonar hf., hafa á grundvelli 24. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995 tekið
ákvörðun um innlausn hluta í Haraldi Böðvarssyni hf. Félögin hafa falið LOGOS lögmannsþjónustu að
annast innlausn hlutafjárins.
Samkvæmt hlutafélagalögum skal tilkynning um innlausn birt með sama hætti og aðalfundarboð. Kveða
samþykktir félagsins á um að það skuli gert með auglýsingu í dagblaði eða á annan sannanlegan hátt.
Tilkynning mun í dag einnig verða send hluthöfum bréflega á þau heimilisföng sem fram koma í hlutaskrá
félagsins.
Innlausnarverðið sem byggir á mati KPMG Endurskoðunar hf. miðast við kaupgengið 6,6.
Rétt er að vekja athygli á því, að niðurstaða mats KPMG Endurskoðunar hf. sýnir að innlausnarverðið er
hluthöfum hagstætt.
Hér með er skorað á hluthafa Haraldar Böðvarssonar hf. að snúa sér til LOGOS lögmannsþjónustu sem
mun annast greiðslu innlausnarverðsins gegn framsali hlutafjárins fyrir 30. apríl 2003. Verði hluthafar ekki
við áskorun um framsal er heimilt að greiða innlausnarverðið á geymslureikning á nafni hluthafa og telst
Hf. Eimskipafélag Íslands frá og með þeim tíma eigandi hlutafjárins.
Hlutafélagalög mæla svo fyrir um að vakin skuli athygli á því að vilji hluthafar, sem sæta þurfa innlausn,
ekki sætta sig við skilmála innlausnarinnar og matsgrundvöll innlausnarverðsins, megi hluthafar skjóta því
til ákvörðunar matsmanna sem dómkvaddir skulu á heimilisvarnarþingi Haraldar Böðvarssonar hf. Ef
ákvörðun matsmanna leiðir til hærra innlausnarverðs en boðið er, gildir það fyrir alla sem sæta verða
innlausninni. Kostnað við ákvörðun verðsins greiðir sá sem innlausnarinnar krefst nema dómstóll telji,
vegna sérstakra ástæðna, að viðkomandi minnihluti hluthafa skuli að nokkru eða öllu leyti greiða
kostnaðinn.
Hluthöfum er bent á að snúa sé til LOGOS lögmannsþjónustu í síma 5 400 300 vegna innlausnarinnar
eða með tölvupósti á netfangið sigridurk@logos.is
f.h. Hf. Eimskipafélags Íslands og Haraldar Böðvarssonar hf.
Pétur Guðmundarson hrl.
IPT, fyrirtækið sem hyggst reisa
stálröraverksmiðju í Helguvík, hefur
samið við verktaka um byggingu
verksmiðjunnar. Áætlað er að hún
hefji starfsemi snemma árs 2005.
Árni Sigfússon bæjarstjóri segir að
full ástæða sé til að ætla að verk-
smiðjan verði byggð í Helguvík en
segir þó að engar rjómatertur verði
skornar fyrr en það liggi endanlega
fyrir.
Reiknað er með að í verksmiðju
fyrirtækisins verði framleidd 175
þúsund tonn af hágæða stálrörum á
ári. Heildarkostnaður við að koma
starfseminni af stað er áætlaður 84
milljónir Bandaríkjadala eða sem
svarar til 6,5 milljarða króna á nú-
gildandi gengi. Fram hefur komið
áður að gert er ráð fyrir að við verk-
smiðjuna starfi 200 til 240 menn.
Íslenskir aðalverktakar
taka þátt í verkefninu
Á vegum Reykjaneshafnar eru
hafnar framkvæmdir við að koma lóð
fyrirtækisins í umsamið horf.
Sprengja þarf klettana og flytja
grjótið í burtu. Reykjaneshöfn samdi
við Íslenska aðalverktaka um að
annast þessa framkvæmd.
International Pipe and Tube á ís-
landi ehf. (IPT) sendi í gær frá sér
tilkynningu þar sem fram kemur að
búið er að semja við Daewoo Int-
ernational í Suður-Kóreu um að
byggja verksmiðjuhúsið og skrif-
stofu- og starfsmannaaðstöðu. Um
er að ræða 18 þúsund fermetra verk-
smiðju og er áformað að hefja fram-
kvæmdir á þessu ári og skila aðstöð-
unni fullbúinni til notkunar þannig
að verksmiðjan geti hafið starfsemi
snemma árs 2005. Fyrir liggur að
fyrirtækin Tae-in Engineering &
Construction í Kóreu og Íslenskir
aðalverktakar verða samstarfsaðilar
Daewoo International við byggingu
aðstöðunnar. Jafnframt kemur fram
í tilkynningu IPT að Daehyun Tech í
Kóreu og Kusakabe Electric &
Machinery í Japan muni skipuleggja
vinnsluferlið í verksmiðjunni og
leggja til framleiðslutækin. Notast
verður við nýjasta tæknibúnað á
þessu sviði.
„Þetta eru frábærar fréttir. Þær
sýna að allur undirbúningur hefur
gengið vel hjá IPT. Það verður hins
vegar engin rjómaterta skorin hér
fyrr en trygging fyrir lóðarfram-
kvæmdunum liggur fyrir,“ segir
Árni Sigfússon bæjarstjóri um til-
kynningu IPT. Samið var um að fyr-
irtækið legði fram bankatryggingu
áður en ráðist yrði í framkvæmdir á
lóðinni í Helguvík. Hefur fyrirtækið
frest fram í maí til að leggja trygg-
inguna fram. Eigi að síður ákvað
bæjarstjórn Reykjanesbæjar að
hefja framkvæmdir á lóðinni til að
geta nýtt hagstætt tilboð sem fékkst.
Árni segir að erlenda fyrirtækið
sé búið að semja um uppbyggingu
verksmiðjunnar og framkvæmdir
séu í raun hafnar með lóðarfram-
kvæmdunum. Málið sé því á undan
áætlun. Þó að full ástæða sé til að
ætla að verksmiðjan komi segist
Árni ekki vilja skapa of miklar vænt-
ingar vegna þessarar framkvæmdar.
Rjómatertan verði skorin þegar það
verði tímabært.
Undirbúningur að stofnun stálröraverksmiðju
IPT semur um bygg-
ingu verksmiðju
Helguvík
Á AÐALFUNDI Golfklúbbs
Grindavíkur sem haldinn var á
dögunum voru lögð fram frum-
drög að stækkun Húsatóftavallar
úr 13 í 18 holur og hugmyndir að
byggingu veitingasalar við golf-
skálann.
Samkvæmt þeim yrði inn-
angengt neðanjarðar milli veit-
ingasalarins og eldri hluta skálans.
Að sögn formanns Golfklúbbsins
er hér um framtíðarsýn að ræða
sem gæti orðið að veruleika ein-
hvern tímann á næstu árum. Frá-
farandi stjórn lagði fram hug-
myndirnar.
Ný stjórn var kosin á fundinum
og er formaður hennar Hjálmar
Hallgrímsson og varaformaður
Hafþór Skúlason. Að sögn Hjálm-
ars hefur gríðarleg vinna farið
fram við Húsatóftavöll á und-
anförnum misserum og í fyrrasum-
ar var völlurinn stækkaður úr 9 í
13 holur. Fyrir tveimur árum var
vatnskerfi vallarins tekið í notkun
en þá voru vatnsleiðslur lagðar um
allan völlinn til þess að auðvelda
vökvun.
„Þetta er búinn að vera það
mikill kostnaður þannig að við
þurfum aðeins að sleikja sárin,“
segir Hjálmar, spurður hvenær
hugsanlega verði af frekari fram-
kvæmdum.
Að sögn Gunnars Más Gunars-
sonar, gjaldkera golfklúbbsins,
verður að öllum líkindum ekki
ráðist í framkvæmdir við stækkun
vallarins á næstu tveimur árum.
102 félagsmenn voru skráðir í
klúbbinn á síðasta aðalfundi og
telur hann að félagsmenn þurfi að
vera í kringum 250–300 til að
hægt sé að reka 18 holu golfvöll
með viðunandi hætti.
"
%
&'
%
%
%
"%
%
"
()* +',*, -*,
.//
&'
*))0
%
"
%
"
%"
"
"
()* +',*, -*,
CD%<
4@229@
0
/
4
:
<
;
2
?
=
03
00
0/
04
0:
0<
0;
02
0?
E<>--7#<0
801#97! !+
@,!""
123 4
56%7
F%$ + 18 holu völlur á
Húsatóftum?
Grindavík
SKIPULAGSSTOFNUN telur að
lagning háspennulínu frá iðnaðar-
svæðinu á Reykjanesi að Svarts-
engi muni ekki hafa í för með sér
umtalsverð umhverfisáhrif og hef-
ur fallist á framkvæmdina.
Hitaveita Suðurnesja hyggst
leggja 220 kV háspennulínu frá
iðnaðarsvæðinu á Reykjanesi að
háspennulínunni sem liggur frá
orkuverinu í Svartsengi að spenni-
stöð á Fitjum. Er þetta um 14 kíló-
metra leið. Framkvæmdin er hluti
af áformum um gufuaflsvirkjun á
Reykjanesi í tengslum við stækkun
álvers Norðuráls á Grundartanga.
Auk lagningar línunnar og tilheyr-
andi mannvirkja þarf að leggja
vegarslóða á línuleiðinni.
Skýrsla um mat á umhverfis-
áhrifum var lögð fyrir Skipulags-
stofnun. Í úrskurði stofnunarinnar
kemur fram það álit að helstu um-
hverfisáhrif framkvæmdarinnar
verði sjónræns eðlis og áhrif á jarð-
myndanir af völdum rasks vegna
slóðagerðar. Að mati stofnunarinn-
ar mun fyrirhuguð háspennulína
breyta nokkuð lítt snortinni heild-
arásýnd fyrirhugaðs fram-
kvæmdasvæðis og hafa töluverð
áhrif á upplifun göngufólks í ná-
grenni háspennulínu svo og vegfar-
enda sunnan Sýrfells. Stofnunin
telur ljóst að við slóðagerð verði
óafturkræft rask á jarðmyndunum
sem njóta sérstakrar verndar en
draga megi úr áhrifum þess með
mótvægisaðgerðum.
Skipulagsstofnun fellst á fram-
kvæmdina og vísar til þeirra mót-
vægisaðgerða sem gerð er grein
fyrir í matsskýrslunni.
Unnt er að kæra úrskurðinn til
umhvefisráðherra og er kærufrest-
ur til 30. apríl næstkomandi, að því
er fram kemur í fréttatilkynningu
Skipulagsstofnunar.
Lagning háspennu-
línu heimiluð
Reykjanes