Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert agaður og sjálfstæður einstaklingur sem gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Tæknileg atriði liggja vel fyrir þér. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Samvinna er lykilorðið núna og þú verður að beygja þig undir það eins og aðrir. Það þýðir þó ekki að þú getir ekki haft þínar skoðanir í friði. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ættir að brjóta upp lífs- munstur þitt og reyna nýja hluti. Þú hefðir gott af til- breytingu svo árangurinn getur ekki orðið annað en já- kvæður. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú hefur ákaflega jákvæð áhrif á allt í kringum þig en þarft að læra betur að verja sjálfan þig með því að þekkja hafrana frá sauðunum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú þarft á miklum upplýs- ingum að halda áður en þú gengur frá ákveðnu máli. Þeim tíma sem þú eyðir í rannsóknir verður vel varið. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Oft er betri krókur en kelda. Vertu djarfur en láttu vera að berjast gegn öflum sem þú veist að eru þér yfirsterkari. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þér finnst einhver ógn steðja að þér og þínum. Áður en þú bregst til varnar skaltu reyna að gera þér glögga grein fyrir hættunni. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vertu viðbúinn því að þurfa að bregðast við með litlum fyrirvara. Það er ekki alltaf hægt að velja stað og stund og því gott að vera á varð- bergi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er ósiður að svara ekki skilaboðum. Taktu þig nú á og gerðu að reglu að svara símtölum og tölvubréfum, a.m.k. þeim sem skipta ein- hverju máli. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Sá sem alltaf er tilbúinn til átaka við aðra, verður að reikna með misjöfnu gengi. Þú vinnur sumt og tapar öðru. Reyndu að slípa á þér hornin. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Mundu að sönn vinátta er gulls ígildi. En hún getur aldrei verið bara á annan veg- inn; sá, sem þiggur, verður að vera tilbúinn að gefa af sér. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það gengur ekki í augun á öll- um að spreða fé á báða bóga. Sýndu frekar þinn innri mann og láttu tilfinningarnar tala. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það eru ekki öll ráð þægileg en það skiptir máli að geta líka tekið á erfiðum málum þótt það kosti bæði fórnir og fyrirhöfn. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. HLUTAVELTA Morgunblaðið/Ragnhildur Þessi duglegi drengur, Hilm- ar Ársæll Stein- þórsson, safnaði 10.515 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Með honum á myndinni er litla systir hans, Steinunn Helga Steinþórsdóttir. Neeei, þette eru nú ekki villtar gæsir en þú hefðir átt að sjá eigandann! VORVÍSA Tinda fjalla, áður alla undir snjá, sín til kallar sólin há, leysir hjalla, skín á skalla, skýi sem að brá og sér fleygði frá. Tekur buna breið að duna björgum á. Græn því una grundin má. Viður hruna vatna funa vakna lauf og strá. Seinna seggir slá. Snjórinn eyðist, gata greiðist. Gumar þá, ef þeim leiðist, leggja á, hleypa skeið og herða reið og hrinda vetri frá. – Hverfur dimmu dá. - - - Jónas Hallgrímsson LJÓÐABROT 1. d4 Rf6 2. c4 d6 3. Rc3 Bf5 4. Rf3 Rbd7 5. Bf4 e6 6. e3 h6 7. Bd3 Bg4 8. h3 Bxf3 9. Dxf3 Hb8 10. O-O Be7 11. Hab1 O-O 12. Re4 De8 13. Rxf6+ Rxf6 14. Be4 c6 15. Bd3 Hc8 16. g4 g5 Staðan kom upp á meist- aramóti Tafl- félagsins Hellis sem lauk fyrir skömmu. Svan- berg Már Páls- son hafði hvítt gegn Gylfa Dav- íðssyni. 17. Bxd6! Kg7 18. Be5 Dd8 19. Dg3 Hh8 20. h4 a6 21. f4 b5 22. fxg5 hxg5 23. hxg5 Kg8 24. gxf6 bxc4 25. fxe7 og svartur gafst upp. Lokastaða efstu manna varð þessi: 1.-3. Björn Þorfinnsson, Davíð Kjartansson og Björn Þor- steinsson 6 vinninga af 7 mögulegum. 4.-7. Jóhann Ingvarsson, Dagur Arn- grímsson, Jóhann H. Ragnarsson og Sigurður Ingason 5 v. 8.-10. Kjartan Maack, Guðmundur Kjart- ansson og Óskar Magga- son 4½ v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. ALLT getur týnst í þessum heimi: menn týna gleraugunum sínum, bíl- lykum og stundum jafnvel veskinu. Það er því ekkert sérstaklega merkilegt þótt 4–4 samlega í spaða týnist einstaka sinnum. Látum það ekki trufla verkefnið sem við blasir, sem er að tryggja ellefu slagi í fimm laufum: Norður ♠ 9832 ♥ ÁG7 ♦ 53 ♣6432 Suður ♠ ÁDG7 ♥ K4 ♦ Á6 ♣ÁKD109 AV hafa ekkert sagt og útspil vesturs er tíg- ulkóngur. Suður tekur slaginn, leggur niður laufás og báðir fylgja. Spilið er nú 100% öruggt ef rétt er á málum haldið. Bandaríski spilarinn Lou Bluhm (1940–90) var í sæti sagn- hafa og hann lagði upp í þessari stöðu og útskýrði spilamennsku sína í fáum orðum. Hvernig hugðist Lou spila? Eina hættan er sú að vestur haldi á K10xx í spaða. Og í reynd var allt spilið þannig: Norður ♠ 9832 ♥ ÁG7 ♦ 53 ♣6432 Vestur Austur ♠ K1065 ♠ 4 ♥ 1082 ♥ D9653 ♦ KD1097 ♦ G842 ♣7 ♣G85 Suður ♠ ÁDG7 ♥ K4 ♦ Á6 ♣ÁKD109 Lou sagðist myndu taka trompin, hreinsa upp hjart- að með trompun og spila svo spaðaás og drottningu. Við þessu á vörnin ekkert svar. Ef vestur drepur og tekur slag á tígul, þarf hann að spila frá spaðatíu eða rauðu spili út í tvöfalda eyðu. Og austur væri í sama vanda ef hann tæki tígulslaginn. Vestur gæti dúkkað spaðadrottninguna, en þá spilar sagnhafi tígli með sömu niðurstöðu. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson MEÐ MORGUNKAFFINU LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. BRÁÐAMÓTTAKA fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans opin kl. 8–17 v.d. S. 543 2000 eða 543 1000 um skiptiborð. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. SJÚKRAHÚS REYKJAVÍKUR: Slysa- og bráðamóttaka í Fossvogi er opin allan sólarhringinn fyrir bráðveika og slasaða s. 543 1000 um skiptiborð / 543 2000 beinn sími. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn- isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. APÓTEKIÐ: LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8– 24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. BORGARAPÓTEK: Opið alla daga til kl. 24, virka daga kl. 9–24 og um helgar kl. 10–24. Sími 585 7700. Læknasími 585 7710 og 568 1250. Fax: 568 7232. Milli kl. 02 og 8 er lyfjaþjónusta á vegum læknavaktar. NEYÐARÞJÓNUSTA NEYÐARMÓTTAKA vegna nauðgunar er opin allan sólar- hringinn, s. 525 1710 eða 525 1000. EITRUNARUPPLÝSINGASTÖÐ er opin allan sólarhring- inn. S. 525 1111 eða 525 1000. ÁFALLAHJÁLP. Tekið er á móti beiðnum allan sólar- hringinn. S. 525 1710 eða 525 1000 um skiptiborð. BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek- ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif- stofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús. ÞJÓNUSTA Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 FASTEIGNIR mbl.is SMÆLKI Nú er komið nóg!. Við kaupum okkur myndbands- upptökuvél og drepum þau úr leiðindum með mynd- unum okkar. Snyrtiklefi www.lyfja.is Garðatorgi, sími 565 1321. Estée Lauder andlitsmeðferðin miðar öll að því að veita þér slökun og dekra við þig - allt frá vandvirkri hreinsun húðarinnar að yndislega róandi nuddinu. Nútímaleg húðumhirða okkar vinnur gegn vandamálum sem stafa af þurri húð eða feitri, hrukkum, slælegri blóðrás, þreytulegri húð og öðru sem hrjáir húðina. Öll er meðferðin umvafin ljúfri munúð og slökun. Veittu þér andlitsmeðferð eins og þær gerast bestar og sjáðu hvað svolítið dekur gerir húðinni gott. Það kostar aðeins kr. 2.500. Hringdu og pantaðu tíma. Síminn er 565 1321. Aðeins það besta fyrir andlit þitt Kæru viðskiptavinir! Hef hafið störf að nýju og flutt mig í Mosfellsbæinn í Hárhús Önnu Silfu, Háholti 14, sími 566 8989 Guðrún Elva
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.