Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. SKÝRSLA um mat á umhverfis- áhrifum nýs vegarkafla á þjóðvegi 1 um Norðurárdal í Skagafirði við Öxnadalsheiði liggur nú fyrir hjá Vegagerðinni. Um er að ræða 14,3 km langan kafla í Akrahreppi í Skagafirði sem áform eru um að hefja framkvæmdir við á næsta ári. Samkvæmt samgönguáætlun Alþingis er reiknað með 440 millj- ónum króna í veginn árin 2003– 2006 og 280 milljónum á tímabilinu 2007–2010, eða alls 720 milljónum króna á núgildandi verðlagi. Á þessum kafla hafa umferðaróhöpp verið tíð í gegnum árin, enda eru þarna miklar slysagildrur með fjórum einbreiðum brúm, mjóum vegi, blindhæðum og blindbeygj- um. Stytting hringvegarins með þessum framkvæmdum nemur um 400 metrum. Meðalumferðin 732 bílar á sólarhring Í matsskýrslunni, sem birt hefur verið á vef Vegagerðarinnar, kem- ur m.a. fram að árið 2001 fóru um veginn að meðaltali 732 bílar á sól- arhring, þar af 10–15% stærri öku- tæki. Vegagerðin hefur einkum skoð- að tvær veglínur, nefndar C og M í matsskýrslunni, sem báðar eru um 14,3 km langar. Hefur Vegagerðin gert línu M að tillögu sinni en úti- lokar ekki leið C. Línurnar eru að stórum hluta á lítið hreyfðu landi og 13,6 km af veginum liggja utan núverandi vegsvæðis. Kaflinn er frá núverandi vegi skammt vestan við Kjálkaveg að núverandi vegi í Heiðarsporði. Byggja þarf nýja brú á einum stað yfir Norðurá en samkvæmt línu M þarf ekki að fylla út í árfarveginn þar sem enda- stöplar brúarinnar verða byggðir á landi. Framkvæmdin hefur nokkur áhrif á umhverfið. Um jákvæðu áhrifin segir í matsskýrslunni með- al annars: „Bættar samgöngur á hringvegi með uppbyggðum, öruggum vegi, tvíbreiðum ræsum og brú. Vegur- inn verður án blindbeygja, blind- hæða og brattra brekkna og lang- halli vegar verður minni en á núverandi vegi. Reiknað er með að snjósöfnun á veginum verði lítil. Rykmengun verður í lágmarki. Hringvegurinn styttist örlítið eða um 400 metra.“ Skriðuhætta á veginum mun sömuleiðis minnka þar sem hann færist fjær fjallshlíðinni og liggur á áreyrum frá Kjálkavegi að Gvend- arnesi. Liggur vegurinn neðar í hlíðinni á kaflanum frá Kotá að Fremri-Kotum og fer ekki yfir skriðukeilu Valagilsár. Neikvæð áhrif á farveg og eyrar Norðurár Neikvæð áhrif vegarins eru nokkur, að því er fram kemur í matsskýrslunni. Helst eru það breytingar á farvegi og áreyrum Norðurár. Síðan segir í skýrslunni: „Breytingarnar hafa töluverð neikvæð áhrif á lífríki árinnar. Samkvæmt skýrslu Veiðimála- stofnunar er þó aðallega gert ráð fyrir skammtímaáhrifum. Með réttum mótvægisaðgerðum má koma að mestu í veg fyrir lang- tímaáhrif framkvæmdarinnar á líf- ríki Norðurár.“ Nýr vegur um Norðurárdal við Öxnadalsheiði Slysagildrum eytt fyrir 720 milljónir  C% ( C'  & B +  LD<9%   0 + ! + * + <   ! +         12  + 8 0    K""#%+"3  REKSTUR Norðuráls skilaði 970 milljóna króna hagnaði eða sem nemur 10,6 millj- ónum dollara á síðasta ári. Árið 2001 nam hagnaður félagsins 10,3 milljónum dollara. Rekstrartekjurnar námu 97 milljónum dollara í samanburði við 86 milljóna dollara veltu á árinu 2001. Framleiðsla á áli var 90 þúsund tonn en var rúmlega 74 þúsund tonn á árinu 2001. Framleiðslugeta álversins er 90 þúsund tonn og var árið 2002 fyrsta heila rekstr- arárið þar sem framleitt er með fullum af- köstum núverandi stærðar verksmiðjunnar, samkvæmt upplýsingum frá Norðuráli. Ragnar Guðmundsson, framkvæmda- stjóri fjármála- og stjórnunarsviðs, segir að afkoman sé ágæt miðað við það að álverð hafi verið að lækka tvö ár í röð. Stækkun verksmiðjunnar hafi skilað sér í aukinni hagræðingu í rekstri og frekari stækkun ætti því að leiða til enn meiri hagræðingar. Lágir vextir hafi hjálpað og launakostnaður í krónum hafi verið lægri en ella vegna þess að krónan hafi verið mjög veik á sl. ári. Fjárfestingar vegna brunavarna Eignfærðar fjárfestingar námu 210 millj- ónum króna. Fjárfestingarverkefnin á árinu 2002 beindust aðallega að bættu starfsumhverfi og öryggisþáttum svo sem loftræstingu og brunavörnum. Bókhald Norðuráls er fært í Bandaríkjadölum. Á árinu 2002 styrktist íslenska krónan um 20% gagnvart dollara og 8% gagnvart evru. Þetta leiddi til verulegrar aukningar á launakostnaði, en laun eru greidd í íslensk- um krónum. Veikari dollari á móti evru hafði í för með sér hækkun innkaupsverðs á rafskautum, sem er umtalsverður kostnað- arliður að því er segir í fréttatilkynningu. „Meðalverð ársins 2002 var 1.350 dollarar á tonn en var 1.450 dollarar á tonn árið á und- an. Meðalverð ársins 2000 var hins vegar 1.550 dollarar á tonn. Það sem af er þessu ári er meðalverðið um 1.400 dollarar á tonn- ið,“ segir einnig í frétt fyrirtækisins. Hagnaður Norðuráls 970 milljónir KAUPÞING banki hækkaði mest þeirra fimmtán fyrirtækja sem mynda úrvalsvísitölu aðallista á fyrsta ársfjórðungi, eða um 16,92%. Næst kemur Búnaðar- bankinn með 16,30% hækkun. Öss- ur lækkaði mest eða um 12,04% en Samherji lækkaði um 8,5%. Úr- valsvísitala aðallista hækkaði um 4,98% á fyrstu þremur mánuðum ársins. Bankar með mestar hækkanir  Gengisbreytingar/15 DECODE, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, tapaði 130 milljón- um dala á árinu 2002 eða sem nem- ur 9.966 milljónum íslenskra króna. Þetta jafngildir því að 2,65 dalir hafi tapast á hvern hlut í félaginu 2002. Tekjur deCODE jukust um tæp 57% á milli ára, fóru úr 26 milljónum dala 2001 í 41 milljón dala, 3,1 millj- arð króna, árið 2002. Á sama tíma ríflega tvöfaldaðist rekstrarkostnaður félagsins, fór úr rúmum 83 milljónum dala árið 2001 í 173 milljónir dala, eða 13,3 millj- arða króna á síðasta ári. Í tilkynn- ingu frá deCODE segir að kostn- aður vegna uppsagna og rýrnun nemi samtals um 65 milljónum dala eða um 38% af heildarrekstrar- kostnaði á síðasta ári. Það jafngildir um 1,32 dölum í kostnað vegna þessa á hvern hlut. Í árslok 2002 átti deCODE 93,2 milljónir dala eða 7,1 milljarð króna í handbæru fé. Tíu milljarða króna tap hjá deCODE GRÍÐARLEG umferðarteppa myndaðist í Ártúnsbrekku síðdegis í gær í kjölfar árekstrar í brekkunni. Tveir voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsl. Tók um hálfa klukkustund að greiða úr flækjunni. Á meðan lögreglan var að störfum á vettvangi kom hrina árekstra í austurborginni og voru skráðir tólf árekstrar á aðeins níutíu mínútum. Að auki urðu fimm árekstrar fyrr um daginn og urðu því sautján árekstrar í gær, en það er langt yfir meðaltali í Reykjavík, sem er ellefu árekstrar. Að sögn lögreglunnar tafðist umferð í Ártúnsbrekkunni að hluta til vegna forvitni ökumanna sem vildu sjá hvað gerst hafði og voru sumir ekki með hugann við aksturinn á meðan. Þannig munaði minnstu að lögregluþjónn á bifhjóli væri ekinn niður. Ljósmynd/Ingvar Guðmundsson Árekstrahrina í Reykjavík ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð (VG) leggur áherslu á endurskoðun skatt- kerfisins í þeim tilgangi að létta skattbyrði af láglauna- og millitekjuhópum. Þetta kom fram á fundi sem forystumenn og frambjóðendur VG boðuðu til í gær, þar sem kynntar voru málefnaáherslur flokks- ins í komandi alþingiskosningum. Forgangsverkefni VG í skattamálum eru meðal annars að létta sköttum af lægstu launum og lífeyri í áföngum með hækkun skattleysismarka og tekjutengdum endur- greiðslum. VG vill jafnframt draga úr skatt- lagningu meðaltekna og lægri tekna með stiglækkandi skattbyrði um leið og jaðar- áhrif verði takmörkuð. Ennfremur hækka skattleysismörk eignaskatta og að fjár- magnstekjur undir 100.000 kr. verði skatt- frjálsar og tvö skattþrep, 12% og 18%, verði til á hækkandi tekjur umfram þetta, sem skilað geti allt að 2.000 milljóna kr. viðbót- artekjum. Vinstrihreyfingin – grænt framboð Vill létta sköttum af lægstu launum  Skattbyrði/6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.