Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 2003næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ fyrirtaeki.is Öll fyrirtækjaskráin okkar er nú á netinu í mjög aðgengilegu formi. Skoðið síðurnar okkar og hafið samband. Nýjung: Farið inn á síðuna Atvinnutækifæri. Það gæti borgað sig. fyrirtaeki.is Erum með úrval fyrirtækja á skrá hjá okkur á hverjum tíma. Nánari upplýsingar aðeins á skrifstofunni. Einar Örn Reynisson, lögg. fasteignasali. VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð (VG) leggur áherslu á endur- skoðun skattkerfisins í þeim tilgangi að létta skattbyrði af láglauna- og millitekjuhópum. Þetta kom fram á fundi sem forystumenn og frambjóð- endur VG boðuðu til í gær, þar sem kynntar voru málefnaáherslur flokks- ins í komandi alþingiskosningum. Forsvarsmenn VG sögðu að mark- mið flokksins í kosningunum væri að fella ríkisstjórnina og að stjórnarand- staðan myndaði velferðarstjórn að loknum kosningum. Gagnrýndu þeir harðlega það sem þeir nefndu „ábyrgðarlaus yfirboð stjórnarflokk- anna í skattamálum“. Forgangsverkefni VG í skattamál- um eru eftirfarandi: Að létta sköttum af lægstu launum og lífeyri í áföngum með hækkun skattleysismarka og tekjutengdum endurgreiðslum. Að draga úr skattlagningu meðal- tekna og lægri tekna með stiglækk- andi skattbyrði um leið og jaðaráhrif verði takmörkuð. Að hækka skattleysismörk eigna- skatta. Að fjármagnstekjur undir 100.000 kr. verði skattfrjálsar og tvö skatt- þrep, 12% og 18%, verði til á hækk- andi tekjur umfram þetta, sem skilað geti allt að 2.000 milljóna kr. viðbót- artekjum. Að lítil og meðalstór fyrirtæki njóti skattalegs hagræðis á fyrstu rekstr- arárum. Að tekjustofnar sveitarfélaga verði breikkaðir. „Við teljum mjög brýnt að gerðar verði umfangsmiklar skattkerfis- breytingar með það fyrir augum að létta byrðar á lágtekju- og meðal- tekjuhópum, færa skattbyrðina til þannig að þeir komi til með að axla meiri byrðar sem hafa til þess burði og eru aflögufærir en síður hinir sem hafa ekkert handa í milli,“ segir Ög- mundur Jónasson alþingismaður. Ögmundur og Steingrímur J. Sig- fússon, formaður VG, sögðust ekki vera talsmenn þess að draga úr skatt- tekjum ríkisins. Sökuðu þeir ríkis- stjórnarflokkana um ábyrgðarleysi fyrir að lofa nú tugmilljarða skatta- lækkunum og segjast um leið ætla að auka útgjöld m.a. til barnabóta eða líf- eyris. Steingrímur sagði grundvallarmun vera á skattastefnu VG og stefnu stjórnarflokkanna sem lofuðu stór- felldum almennum skattalækkunum. „Ég er ekki viss um að allir hafi áttað sig á hversu yfirgengileg loforð Sjálf- stæðisflokksins eru í þessum efnum,“ sagði Steingrímur og benti á að sú upphæð sem sjálfstæðismenn ætluðu að lækka skatta um, yfir 20 milljarðar króna, samsvaraði um það bil öllum útgjöldum félagsmálaráðuneytisins á heilu ári. Sjálfstæðisflokkurinn segð- ist nú ætla bæði að afnema hátekju- skattinn og lækka tekjuskattinn um 4 prósentustig. „Ef þetta gengi eftir myndi þetta þýða 11 prósentustiga skattalækkun hjá tekjuhæstu hópun- um, sem færu úr 45% niður í 34%,“ sagði Steingrímur. „Eru menn sam- mála því að þessi gæðingar, sem hafa verið að taka sér ofurlaun, fái 11 pró- sentustiga skattalækkun á örfáum misserum?“ bætti hann við. „Við ætlum ekki að skerða tekjur ríkissjóðs, sem standa straum af kostnaði við velferðarkerfið. Við ætl- um hins vegar að beita okkur fyrir til- færslum innan kerfisins,“ sagði Ög- mundur. Sagði hann að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn- arflokkurinn yrðu að svara því hvar afla ætti tekna í staðinn fyrir þann tekjusamdrátt sem óhjákvæmilega fylgdi tillögum þeirra um skattalækk- anir. „Eru þessir flokkar að boða skólagjöld, aukna sjúklingaskatta og beinar notendagreiðslur?“ sagði Ög- mundur. Spurður hvort VG litist betur á þær tillögur sem heyrst hafa frá talsmanni Samfylkingarinnar um að tekinn verði upp fjölþrepaskattur í tekju- skattskerfinu sagði Steingrímur: „Að því marki sem hugsunin er í átt við okkar, þ.e. að hlífa lægri launum við skattlagningu, þá er svarið já, en það er ekki endilega víst að fjölþrepakerf- ið sé einfaldasta leiðin til þess að ná fram þeim markmiðum.“ Auk skattamála leggur VG áherslu á aðgerðir í fjölmörgum málaflokkum s.s. jafnréttismálum, húsnæðismál- um, heilbrigðismálum og byggða- og umhverfismálum. Sett eru fram for- gangsverkefni í hverjum málaflokki í kosningastefnuskránni. Þar er m.a. lagt til að tekið verði upp samræmt húsnæðisframlag innan skattkerfis- ins í stað vaxtabóta og húsaleigubóta, ríkið tryggi allt að 1.800 millj. króna í sameiginlegt átaksverkefni með sveitarfélögum til að fella niður leik- skólagjöld í áföngum, atvinnuleysis- bætur hækki verulega, að öllum ung- mennum verði tryggð ókeypis lögmannsaðstoð í opinberum málum, veiðiheimildir verði fyrndar út úr kvótakerfinu á 20 árum, skólagjöld verði afnumin í opinberum skólum og að Ísland taki upp baráttu fyrir því á alþjóðavettvangi að skuldir fátækra ríkja verði afskrifaðar að fullu fyrir 2010. Vinstrihreyfingin – grænt framboð kynnir kosningaáherslur fyrir alþingiskosningarnar Skattbyrði létt af láglauna- og millitekjuhópum Morgunblaðið/Jim Smart Fulltrúar Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, Ögmundur Jónasson, Katrín Jakobsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Svanhildur Kaaber, kynna stefnu flokksins í alþingiskosningunum í vor. STRÍÐIÐ í Írak og stuðningur ís- lenskra stjórnvalda við hernaðar- aðgerðir Bandaríkjanna og Bret- lands hefur tvímælalaust áhrif á afstöðu kjósenda í kosningunum í vor, sérstaklega meðal ungra kjósenda, að mati Katrínar Jakobsdóttur, formanns Ungra Vinstri grænna. „Það eru gríð- arlegar áhyggjur á meðal ungs fólks. Við höfum fundið það mjög mikið þegar við höfum farið í framhaldsskóla að þetta er það mál sem brennur helst á því,“ sagði hún á fundi með frétta- mönnum í gær, þar sem m.a. var kynnt afstaða Vinstrihreyfing- arinnar-græns framboðs til stríðsátakanna í Írak. Þar segir m.a. að Ísland geti enn „bætt nokkuð fyrir þann álits- hnekki og smán sem ríkisstjórnin, með Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson í broddi fylkingar, hefur leitt yfir okkur öll með því að hverfa nú þegar frá stuðningi við þetta árásarstríð og láta taka Ísland af lista yfir þau lönd sem styðja framgöngu Bandaríkjanna og Bretlands í Mið-Aust- urlöndum. Því næst ber að taka upp baráttu fyrir því á alþjóða- vettvangi að bardögum verði hætt, innrásarherirnir dragi lið sitt til baka frá Írak, samið verði um vopnahlé, hjálparstarf hafið af fullum krafti og vopnaeftirlit tekið upp að nýju. Geri ríkisstjórnin ekkert í þessa veru er óhjákvæmilegt að líta svo á að hún sé, í trássi við yfirgnæfandi meirihluta lands- manna, að gangast í pólitíska og siðferðilega ábyrgð fyrir þeim stórfelldu og grófu mannréttinda- brotum sem áframhaldandi stríðsrekstur felur í sér,“ segir í yfirlýsingu VG. Ísland taki til baka stuðning við árásarstríðið JÓN Olgeirsson, fyrr- verandi ræðismaður Íslands í Grimsby á Englandi, varð bráð- kvaddur föstudaginn 28. mars sl. Jón Olgeirsson fæddist í Grimsby 8. janúar 1945 og var því 58 ára þegar hann lést. Foreldrar hans voru Þórarinn Olgeirsson og Guðrún Kristjana (Nanna) Zoëga. Um árabil var Jón umboðsmaður ís- lenskra fiskiskipa sem lönduðu í Grimsby. Hann átti meðal annars þátt í stofnun sölufyrir- tækisins Fylkis í Grimsby og annaðist umboðssölu fyrir ís- lenska fiskútflytjendur auk þess sem hann var íslenskum stjórnvöld- um innan handar í sam- skiptum við Breta vegna útfærslu íslensku landhelginnar í 200 míl- ur, en hann var m.a. sæmdur hinni íslensku fálkaorðu fyrir störf sín. Jón Olgeirsson eign- aðist tvær dætur með eiginkonu sinni, Rosmarie, og lifa mæðgurnar hann. Andlát JÓN OLGEIRSSON ÞAÐ vakti athygli á sunnudags- kvöld þegar Ítalinn Paolo Turchi gerði sér lítið fyrir og vann sér inn fimm milljónir króna í þætt- inum „Viltu vinna milljón?“ sem sýndur er á Stöð 2. Paolo svaraði öllum 15 spurningum stjórnand- ans, Þorsteins J. Vilhjálmssonar, hárrétt og varð þar með annar þátttakandinn í þættinum til að vinna sér inn fimm milljónir króna. Í gær var efnt til fagnaðarhófs á ítalska veitingastaðnum Galileo til að samgleðjast Paolo og fjölskyldu hans. Hér er það Heimir Jónasson, dagskrárstjóri Stöðvar 2, sem af- hendir Paolo vinninginn góða við sama tækifæri. Morgunblaðið/Jim Smart Fagnað með Paolo Turchi STJÓRN Íslensku menntasamtak- anna (ÍMS) býst við fleiri uppsögn- um frá starfsfólki leikskólans Tjarnaráss í Hafnarfirði enda óttast hún að í gangi sé „sams konar múg- sefjun og átti sér stað í Áslands- skóla“. Stjórnin segist ekki í vafa um að þetta sé hluti áætlunar bæjaryf- irvalda um að fá samtökin til að gef- ast upp til að komast hjá því að bjóða yfirtöku á rekstrinum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórninni sem barst Morgunblaðinu í gær. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu í síðustu viku hafa ÍMS lýst sig tilbúin til að fara í viðræður við bæjaryfirvöld um yfirtöku á rekstri skólans. Bæjaryfirvöld hafa á hinn bóginn sagt að þau hafi aldrei gefið í skyn að þau hygðust taka yfir reksturinn. Þessu mótmælir stjórn ÍMS og bendir á að fræðslustjóri Hafnarfjarðar hafi sagt í blaðaviðtali að bæjaryfirvöld væru reiðubúin til að taka yfir reksturinn ef viðræður við ÍMS þróuðust í þá veru. Raun- veruleg áætlun bæjaryfirvalda sé að fá fram uppgjöf en ekki bjóða yfir- töku því með því komist þau hjá greiðslum sem óhjákvæmilega fylgi yfirtöku. „Við erum ekki í vafa um að þetta sé hluti áætlunar bæjaryfirvalda um að fá okkur til að gefast upp og við búumst við sams konar múgsefjun og átti sér stað í Áslandsskóla, þegar starfsfólk lagði fram uppsagnir á eina fundi sínum með ÍMS eftir að bæjaryfirvöld og yfirmaður kenn- arasambandsins unnu saman að yf- irtöku Áslandsskóla. ÍMS eru að skipuleggja fund með starfsfólki.“ ÍMS óttast múgsefjun eins og í Áslandsskóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 89. tölublað (01.04.2003)
https://timarit.is/issue/251327

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

89. tölublað (01.04.2003)

Aðgerðir: