Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 20 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Auglýsendur! Sérstakt blað um miðborgina fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 5. apríl. Pöntunarfrestur auglýsinga er til kl. 16 þriðjudaginn 1. apríl. Skilafrestur er til kl. 12 miðvikudaginn 2. apríl. Hafið samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða á augl@mbl.is Blaðið á að endurspegla sérstöðu miðborgar Reykjavíkur og hið fjölskrúðuga mannlíf sem í henni er alla daga. Verslun - kaffihús - heilsurækt - veitingar - listmunir - þjónusta VERSLUNNI Body Shop á Lauga- vegi 51 hefur verið lokað sökum þess að leigusamningur verslunar- innar við eigendur hússins er runn- inn út. „Við erum búin að missa hús- næðið. Það er annar aðili sem á hús- næðið og hann ætlar að gera eitt- hvað annað við það, hvort sem hann ætlar að selja það eða eitthvað slíkt. Við höfum verið þarna í 10 ár og verið ánægð. Ef við finnum annað hentugt pláss opnum við aftur,“ sagði Ragnar Blöndal, markaðs- stjóri Body Shop. „Það eru margir sem halda að þetta sé flótti hjá okkur en það er ekki. Búðin hefur borið sig vel svo það er ekki það,“ sagði Ragnar. Hann sagði miklu máli skipta hvar á Laugaveginum verslunin yrði yrði hún opnuð aftur. „Við höf- um ekki fundið húsnæði sem hent- ar.“ Ragnar sagði að starfsfólkinu hafi ekki verið sagt upp heldur flytjist það á milli staða en verslunin er með útibú bæði í Kringlu og Smára- lind ásamt því að ein er starfrækt á Akureyri. „Þetta kemur ekki niður á starfsfólkinu,“ sagði Ragnar. Morgunblaðið/Júlíus Body Shop-verslun lokað á Laugavegi Miðborg BÚIÐ er að tengja afrennsli Varmárþróar við nýja holræsa- lögn sem tengir afrennsli hennar við afrennsli Holtaþróar. Með tengingunni fer afrennsli Varmárþróar ekki lengur í Varmá. Að sögn Tryggva Jóns- sonar, bæjarverkfræðings í Mos- fellsbæ, er Varmáin nú að mestu laus við skolpmengun og mun hún á næstu vikum ná að hreinsa sig að fullu. Vinna við framkvæmdir við holræsalögnina hófst í júlí á síðasta ári en hér er um að ræða 2. áfanga af fjórum í fráveituáætlun Mosfellsbæjar. Verktakafyrir- tækið Heimir og Þorgeir ehf. sá um framkvæmdir en hönnun var í höndum verkfræðistofunnar Hönnunar. Kostnaður við 2. áfanga með hönnunar-, umsjónar- og eftirlitskostnaði nemur 40 milljónum króna. Af þeirri upp- hæð er gert ráð fyrir að sveitarfé- lagið fái endurgreitt um sjö millj- ónir frá fráveitusjóði. Lögnin er 1,4 km að lengd. Samkvæmt fjárhagsáætlun árs- ins 2003 er gert ráð fyrir því að framkvæmdir við þriðja áfanga hefjist í lok árs og er nú unnið að hönnun hans. Er þar um að ræða tengingu lagnakerfis Höfða- og Hlíðahverfis við fráveitukerfi Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir því að þeirri tengingu ljúki á árinu 2004 og við það mun minnka veru- lega það skolpmagn sem nú fer í Leirvog, að sögn Tryggva. Í fráveituáætluninni sem sam- þykkt var í lok árs 2000 er gert ráð fyrir að á árinu 2006 verði búið að tengja fráveitukerfi Mosfellsbæj- ar við fráveitukerfi Reykjavíkur. Afrennsli Varmárþró- ar fer ekki lengur í ána Mosfellsbær NEMAR nokkurra framhaldsskóla hafa ákveðið að setja upp hátíðina Uppskera 2003 sem er sýning ungra fata- og textílhönnuða. Hátíð- in, sem verður haldin 11. og 12. apríl, er samstarfsverkefni FB, FG, Iðnskólans, Borgarholtsskóla og MS. Hún er þáttur skólanna í að auka samstarf sín á milli. Hátíðinni er ætlað að vekja at- hygli almennings á því hvað ungir og upprennandi hönnuðir og fata- iðnnemar eru að gera um þessar mundir. Í nóvember sl. var skipuð nefnd til að skipuleggja og koma með drög að framkvæmd hátíðarinnar. Í janúar fékk nefndin síðan 4.000 fer- metra húsnæði í Borgartúni 19 að láni frá Byggingafélaginu Eykt, endurgjaldslaust. Á hátíðinni fær hver skóli ákveð- ið svæði til umráða til að kynna brautir sínar, áfanga og vinnufyr- irkomulag. Tískusýningar verða á staðnum með jöfnu millibili þar sem nemendur fá tækifæri til að sýna verk sín. Einnig verður lifandi tón- list á hátíðinni þar sem ungt og óþekkt tónlistarfólk fær tækifæri til að koma fram. Vonast nefndin til að hátíðin í ár verði kveikjan að því að halda slíka hátíð árlega. Í kjölfarið hefur Kringlan boðið Uppskeru 2003 að taka þátt í tísku- dögum dagana 3.-6. apríl með lif- andi vinnu. Þar ætla skólarnir fimm að sauma saman stóran regnbogak- jól og kynna hátíðina. Þema hátíð- arinnar er regnboginn og ætlar nefndin að selja boli og rennur allur ágóðinn til styrktarsjóðs Regnboga- barna. Sýna afrakstur ungra hönnuða Höfuðborgarsvæði LYF og heilsa hefur fest kaup á Nesapóteki á Eiðistorgi. Nes- apótek hóf starfsemi í desem- ber árið 1983. Undanfarin ár hefur Eysteinn Arason gegnt starfi lyfsala í apótekinu og mun hann gegna því starfi áfram auk þess sem annað starfsfólk apóteksins verður áfram að störfum. Lyf og heilsa í Nesapóteki Seltjarnarnes Í GÆR hófst niðurrif gamla fjóss- ins og fleiri útihúsa við Nesstofu á Seltjarnarnesi. Telur bæj- arstjóri að rúma viku taki að jafna húsin við jörðu. Bæjaryfir- völd telja að ástand útihúsanna sé bágborið og að nokkur sjón- mengun og slysahætta hafi hlotist af þeim. Telja þau jafnframt að með því að rífa niður húsin skap- ist nýjar forsendur til skipulags svæðisins og hugsanlegs sam- starfs við yfirvöld um rekstur læknaminjasafns í Nesstofu. „Ég held að þetta verði mjög til prýði vegna þess að húsið er orðið óhrjálegt. Aðstæður voru einnig orðnar þannig að ákveðin hætta skapaðist þarna fyrir börn sem voru í kringum þetta og jafn- vel uppi á þakinu,“ segir Jón- mundur Guðmarsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. „Þegar þetta hús hverfur verður þessi perla okkar, Nesstofa, miklu meira áberandi og það sést meira til hennar alls staðar að á Nesinu. Þannig að þetta er virkilega til bóta og einnig er þetta fyrsta skrefið í því að við Seltirningar hressum svolítið upp á umhverfi Nesstofu, tökum hana meira í gagnið sem útivistarperlu og part af bæjarlífi okkar,“ segir Jón- mundur. Hann segist einnig af- skaplega ánægður með samstarf bæjarins við húsafriðunarnefnd, Þjóðminjasafn og bæði mennta- og fjármálaráðuneyti. „Allir þess- ir aðilar eru sammála um að þetta hafi verið góð ráðstöfun. Fyrst og fremst viljum við koma þessu í virðulegt horf því það væri virkilega gaman ef þetta sómdi sér vel hjá okkur,“ segir Jónmundur. Morgunblaðið/Golli Niðurrif útihúsa við Nesstofu Seltjarnarnesbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.