Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 89. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is ÓTTAST er að mörg hundruð manns kunni að hafa farist er mikil aurskriða féll á af- skekktan námabæ í norðurhluta Bólivíu í gær. Um fjögur hundruð íbúðarhús eyði- lögðust í skriðunni, að því er haft var eftir yfirvöldum. Bærinn heitir Chima, með um átjánhundruð íbúa, og er um 250 km norður af höfuðborginni La Paz. Í gærkvöldi var staðfest að fjórir væru látnir, en yfirvöld segjast óttast að fórnarlömbin reynist margfalt fleiri þegar björgunarstarf verður hafið. Skriðan féll úr fjallinu Pucaloma um hálf- ellefu í gærmorgun að staðartíma, eða um hálfþrjú síðdegis að íslenskum tíma. Margir sem slösuðust voru fluttir á sjúkrahús í ná- grannabænum Tipuani, en haft var eftir for- svarsmanni námafélagsins á svæðinu að í raun væri ógerningur að segja til um hversu margir kynnu að hafa farist þar sem skrið- an hefði fært allt á kaf í bænum.          Óttast að hundruð hafi farist í Bólivíu Aurskriða færir af- skekktan námabæ á kaf La Paz. AP. LANDHERSVEITIR Bandaríkjamanna og liðs- afli Íraka háðu í gær harða orrustu í bænum Hin- diya á bakka Efrat-fljóts um 80 kílómetra suður af höfuðborginni Bagdad. Fregnir af bardögum svo nærri höfuðborginni hafa ekki borist fyrr frá því að stríðið hófst í Írak. Þungar loftárásir voru í gær gerðar á stöðvar Lýðveldisvarðarins í ná- grenni höfuðborgarinnar en þeim úrvalssveitum er ætlað að stöðva sókn bandamanna til hennar. Loftárásir voru og gerðar á Bagdad, m.a. á upplýsingaráðuneytið og hallir Saddams forseta og yngri sonar hans, Qusay. Sérfræðingar sögðu að svo virtist sem bardag- inn við Hindiya hefði brotist út er Bandaríkja- menn sendu könnunarsveitir af stað til að afla upplýsinga um viðbúnað og styrk Lýðveldisvarð- arins. Barist var á götum bæjarins. Barist var í Hilla, öðrum bæ í nágrenninu. Kváðust Bandaríkjamenn hafa fellt um 200 íraska hermenn og sögðust sjálfir hafa misst tvo Bandamenn leggja nú áherslu á að treysta ör- yggi á aðfangaleiðinni sem liggur frá suðurhluta landsins til norðurs. Hermdu fréttir í gær að von væri á um 5.000 bandarískum landgönguliðum til borgarinnar Nasiriya suður af Bagdad. Þar hafa sveitir Íraka veitt einna mesta mótstöðu. Liðs- aukanum er ætlað að tryggja yfirráð í Nasiriya. Skýrt var frá loftárásum á sveitir Íraka við borgina Mosul en þann liðsafla þurfa bandamenn að veikja áður en þeir geta náð til olíuborgarinnar Kirkuk. Sagði í fréttum CNN að þar hefðu „nokkur hundruð“ íraskir hermenn gefist upp fyrir sveitum Kúrda. Geoffrey Hoon, varnarmálaráðherra Bret- lands, ítrekaði í gær að bandamenn gerðu allt sem í valdi þeirra væri til að koma í veg fyrir mannfall í röðum óbreyttra borgara. Í máli hans kom fram að enn hefði enginn háttsettur Íraki, stjórnmálamaður eða herforingi, gerst liðhlaupi en um 8.000 hermenn hefðu verið teknir til fanga. menn. Ljóst var að hér ræddi um fyrstu bardaga landsveita bandamanna og Lýðveldisvarðarins. Sérfræðingar sögðu slíkar könnunarferðir nauð- synlegar til að leggja drög að sókn gegn sveitum Lýðveldisvarðarins sem einnig hafa sætt linnu- litlum árásum úr lofti síðustu sólarhringana. Þennan liðsafla þurfi bandamenn að veikja áður en sókninni verði haldið áfram til Bagdad. Sögðu bandamenn að loftárásir síðustu daga hefðu veikt liðsaflann við Bagdad „umtalsvert“, einkum Bagdad- og Medina-herfylkin nærri Karbala. Loftárásir á sveitir Íraka við Mosul Nánari fregnir af mannfalli bárust ekki en Írakar kváðust síðdegis í gær hafa fellt 43 her- menn bandamanna í bardögum undanliðinna 36 klukkustunda. Írakar kváðu 420 óbreytta borg- ara hafa fallið í stríðinu til þessa. Bandamenn segja 25 Breta hafa fallið og 39 bandaríska her- menn, hið minnsta, frá því stríðið hófst. Fyrstu átök landsveita og Lýðveldisvarðar Liðsauki fluttur til Nasiriya Bandamenn veikja varnir Íraka við Bagdad GEORGE W. Bush Banda- ríkjaforseti sagði í gær að „með hverjum degi“ færðust hersveitir bandamanna nær Bagdad, höfuðborg Íraks, og um leið fullum sigri í stríðinu sem nú er háð í landinu. Bush sagði í ávarpi til um eitt þús- und landhelgisgæsluliða í Fíla- delfíu í Pennsylvaníu að ekk- ert myndi koma í veg fyrir að Saddam yrði velt úr sessi og íbúar Íraks þannig frelsaðir undan ógnarstjórn hans. „Ellefu dagar eru nú liðnir síðan stríðið hófst fyrir alvöru á jörðu niðri. Á þessum stutta tíma hafa hersveitir okkar staðið sig frábærlega, sýnt hugrekki og hæfni,“ sagði Bush. Sagði forsetinn að búið væri að tryggja yfirráð banda- manna víðast hvar í Vestur- og Suður-Írak, búið væri að ná helstu brúm á svæðinu, bandamenn hefðu yfirburði í lofti og að hafist hefði verið handa við að afhenda íbúum Íraks mat og aðra nauðsynja- vöru. „Við komum nú af öllu afli til að binda enda á yfirráð kvalara ykkar,“ sagði Bush og talaði til írösku þjóðarinnar. „Við komum nú og færum ykkur mat og lyf og betra líf. Við komum nú og munum ekki láta staðar numið, við munum ekki hætta fyrr en land ykkar hefur verið frelsað.“ Bush segir að senn verði Írak- ar frjálsir Fíladelfíu. AFP. ÍRASKIR karlar slást um matarpakka sem breski herinn tók í gær að dreifa í bænum Safwan í suður- hluta Íraks. Þúsundir manna tóku flutningabílum með matvörunni fagnandi en fólkið hélt þó engu að síður áfram að hrópa slagorð þar sem Saddam Hussein Íraksforseti var hylltur. Reuters Slegist um matarpakkana BANDARÍSKIR hermenn skutu sjö óbreytta borgara til bana og særðu tvo til viðbótar er þeir hófu skothríð á bifreið við eftirlitsstöð í suðurhluta Íraks í gær. Tals- maður Bandaríkjahers greindi frá þessu í gærkvöldi. Atburðurinn átti sér stað við eftirlitsstöð sem bandaríski herinn hefur komið upp í bænum Najaf, um 150 km suður af Bagdad. Sagði talsmaður Bandaríkjahers, Charles Owens, að fórnarlömbin hefðu verið í bifreið sem ekki nam staðar við eftirlitsstöðina þrátt fyrir að Bandaríkjamennirnir veifuðu fyrst til bílstjórans og skytu síðan ítrekað viðvörunarskotum, m.a. í vélarhlíf bílsins. „Þeir gripu að lokum til þess örþrifaráðs að skjóta á farþegarými bílsins,“ sagði Owens við fréttamenn í Katar. „Þegar her- mennirnir opnuðu dyr bílsins fundu þeir þar þrettán manns; konur og börn. Sjö farþeg- anna voru látnir, tveir voru særðir en fjórir sluppu án skrámu.“ Lét Owens þess getið að rannsókn hefði verið fyrirskipuð á þessu atviki en það kem- ur í kjölfar sjálfsmorðsárásar um helgina nærri Najaf. Þar féllu fjórir bandarískir hermenn þegar bíl var ekið að þeim og hann síðan sprengdur í loft upp. Skutu sjö óbreytta borg- ara til bana As-Saliyah í Katar. AFP. ♦ ♦ ♦ Stríð í Írak: Andar köldu milli Bandaríkjanna og Sýrlands Hreinsanirnar miklu í Basra 16/19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.