Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 48
KVIKMYNDIR 48 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓTT Andköf sé ólík þeim mynd- um sem Godard gerði seinna á ferl- inum, og þeim sem hann gerir í dag, setur hún tóninn að ýmsum hlutum sem fyrirfinnast alltaf í myndunum hans. Enn í dag er hann heillaður af utangarðsfólki í samfélaginu, pólí- tískum og vitsmunalegum samræð- um eða kannski frekar yfirlýsingum. Eftir nokkrar stuttmyndir ræðst Godard, ungur og ákafur menning- arviti heillaður af bandarískum glæpa- og B-myndum, í gerð mynd- arinnar Andköf, en vinur hans Francois Truffaut fékk hugmyndina frá lítilli frétt í blaði. Í þessari fyrstu bíómynd sinni les Godard í amerískar spennumyndir. Hún fjallar um ungan mann, Michel Poicard, rótlausan og einan, sem stelur bíl, drepur mann, kynnist ástinni, er hundeltur og deyr fíflskulega. Með þeirri óflóknu per- sónu sem Poicard er, grófri klipping- unni, ósamfelldri framvindunni, handheldri myndavél, frumlegum sjónarhornum, náttúrulegri lýsingu og alvöru tökustöðum markaði myndin tímamót. Hún kom mörgum í opna skjöldu, og frjálsræðið – og að sumra mati smá óvirðing fyrir stirð- busalegri og formfastri hefðinni – var stór hluti af upphafi nýbylgjunnar í franskri kvikmyndagerð, sem átti eftir að hafa ótrúleg áhrif og breiðast út um allan heim á einu ári. Í Frakklandi menningarlegrar hefðar, þar sem endalaus virðing var borin fyrir miklum og hæfileikarík- um leikurum, fékk Godard ungan boxara og bandaríska stelpu til að leika aðalhlutverkin. Andköf er fyrsta stóra kvikmyndahlutverk Jean-Paul Belmondo og gerði hann að stjörnu og goðsögn í franskri kvik- myndasögu. Jean Seberg var tákn viðkvæmni og frelsis, hún var heillandi og sæt. Hún skein skært eftir Andköf, en líf hennar og frami fóru niður á við eftir það og hún framdi sjálfsmorð. Andköf er vissulega ein af stóru myndum kvikmyndasögunnar, og skemmtilegast við hana er hversu augljós áhrif hennar á nútímakvik- myndagerð eru. Ekki síst mitt í þess- ari alls ráðandi nýbylgju II sem tölvutæknin og dogma-hreyfingin hafa hrundið af stað. Hún er fersk, skemmtileg, fyndin og ungæðisleg. Hún er skyldusýn fyrir alla tilvon- andi kvikmyndagerðarmenn. Ungæðis- leg tíma- mótamynd KVIKMYNDIR Háskólabíó – Alliance française Leikstjórn og handrit: Jean-Luc Godard. Kvikmyndataka: Raoul Coutard. Aðal- hlutverk: Jean Paul Belmondo, Jean Seberg, Daniel Boulanger og Jean-Pierre Melville. 87 mín. Frakkland 1959. A BOUT DE SOUFFLE/ANDKÖF Hildur Loftsdóttir Belmondo og Seberg í margfrægri bíóstellingu. FRÁ vöggu til grafar er ein af þess- um spennumyndum sem þjást af al- varlegum töffarakomplexum. Og vegna þess hversu illa hún er gerð verða þessir komplexar enn meira áberandi, reyndar svo mjög að vand- ræðalegt er á að horfa. Um er að ræða spennumynd sem framleidd er með svartan áhorfendamarkhóp í huga, en ólíkt hinum níutíu og fimm prósent- unum af spennumyndum úr Holly- wood er hetjan hér svartur karlmaður en ekki hvítur. Hetjan sú er eins og snýtt út úr rappímyndaiðnaðinum, svipbrigðalaust vöðvabúnt í hvítum hlýrabol með hálskeðjur í smekklegri kantinum. Enda er það rapparinn DMX sem leikur umrædda persónu, Tony Fait, að nafni. En Fait er ekki eini töffarinn á svæðinu, hinn dular- fulli bardagameistari Su (Jet Li) er kominn alla leið frá Taívan til að reka erindi á vegum ríkisstjórnar sinnar. Allt snýst þetta um ógnvænleg vopn sem samviskulaus glæpaklíka hyggst selja vopnasmyglurum og flækjast Tony og vinir hans inn í málið eftir að hafa rænt dularfullum svörtum dem- öntum úr lokaðri bankageymslu. Þeg- ar glæpaklíkan rænir dóttur Tony til þess að ná af honum demöntunum verður töffaranum ekki um sel. Asíska stórstjarnan Jet Li nýtur sín engan veginn í þessari stirðbusa- legu spennumynd, þar sem hrúgað er saman helstu klisjum og „spennu- myndatrendum“ dagsins í dag (s.s. bardagalistum, svörtum leðurklæðn- aði og rappívafi). Reyndar hefur rapparinn Eminem gerst svo djarfur að láta framleiðendum í té eitt laga sinna í myndina og gefur opnunarlag- ið því fyrirheit sem myndin stendur engan veginn undir. DMX sýnir tak- mörkuð tilþrif í sínu hlutverki og leik- konan Gabrielle Union, sem á að vera kynbomba myndarinnar, virkar eng- an veginn sem slík, né sem leikkona yfirleitt. Tilraunin til að koma að siðferðis- boðskap í myndinni (þ.e. að Fait þurfi að verða dóttur sinni betri fyrirmynd) fellur snarlega um sjálfa sig og gerir bara illt verra. Eitt áhættuatriði í myndinni nær þó skemmtilega fáránlegum hæðum, en þar er látið líta út fyrir að Jet Li láti sig smám saman falla niður há- hýsi með því að grípa í gluggasyllurn- ar á milli hæða. Frá vöggu til grafar verður seint talin til meistarverka hasarmyndasögunnar. Hörkutól í háska Heiða Jóhannsdóttir KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjórn: Andrzej Bartkowiak. Handrit: John O’Brien, Channing Gibson. Aðalhlutverk: Jet Li, DMX, Gabrielle Union, Anthony And- erson, Tom Arnold. Lengd: 101 mín. Bandaríkin. Warner Brothers, 2003. Cradle 2 the Grave /Frá vöggu til grafar  Jet Li og DMX eru löggan og krimminn. Stóra svið PUNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht PUNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht 4. sýn fi 3/4 kl 20 græn kort 5. sýn su 6/4 kl 20 blá kort Fi 10/4 kl 20, Su 13/4 kl 20, Lau 26/4 kl 20 LÁT HJARTAÐ RÁÐA FÖR ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN - Þrjú ný verk eftir Katrínu Hall, Láru Stefánsd. og Ed Wubbe Fö 4/4 kl 20 Ath. Síðasta sýning SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Lau 5/4 kl 20, Fö 11/4 kl 20, Lau 12/4 kl 20, Fö 25/4 kl 20 Nýja svið Þriðja hæðin Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is Miðasala 568 8000 MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne Fö 4/4 kl 20, Su 6/4 kl 20, Fö 11/4 kl 20, Fö 25/4 kl 20 15:15 TÓNLEIKAR CAPUT SÓLÓ Lau 5/4 kl 15:15 PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Lau 5/4 kl 20, Su 13/4 kl 21 ath breyttan sýn.tíma, Lau 3/5 kl. 20 Takmarkaður sýningarfjöldi Litla svið RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Mi 2/4 kl 20 UPPSELT Fö 4/4 kl 20, Mi 9/4 kl 20, Lau 12/4 kl 16, Lau 12/4 kl 20, Fö 25/4 kl 20 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN í samstarfi við SJÓNLEIKHÚSIÐ Leikrit með söngvum - og ís á eftir! Lau 5/4 kl 14, Lau 12/4 kl 14, Lau 26/4 kl 14SUMARÆVINTÝRI e. Shakespeare og leikhópinn Frumsýning fi 10/4 kl 20 UPPSELT Lau 26/4 kl 20, Su 27/4 kl 20 KVETCH eftir Steven Berkoff Fi 3/4 kl 20, Su 13/4 kl 20,Fi 24/4 kl 20 Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýningardaga. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700 beyglur@simnet.is Ómissandi leikhúsupplifun Fim 3/4 kl 21 Síðasta sýning Kvöldverður fyrir og eftir sýningar                                   !" #     $%&$ ' ( #  )                                    & *' #  # +, -"  #,  !  """   !"   . / "Salurinn lá í hlátri allan tímann enda textinn stórsnjall og drepfyndinn. " Kolbrún Bergþórsdóttir DV föst 4/4 kl. 21, UPPSELT lau 5/4 kl. 21, Örfá sæti föst 11/4 kl. 21, UPPSELT lau 12/4 kl. 21, Laus sæti fim 17/4, SJALLINN AKUREYR Iau 19/4, SJALLINN AKUREYRI föst 25/4, Nokkur sæti lau 26/4, Laus sæti mið 30/4, Sellófon 1. árs Forsala á miðum í Sjallann Akureyri fer fram í Pennanum Eymundsson Glerártorgi. Miðasala í síma 555 2222 eftir Ólaf Hauk Símonarson laugard. 29. mars frumsýning kl.14 uppselt sunnud. 30. mars 2. sýning kl.14 örfá sæti laugard. 5. apríl kl. 14 sunnud. 6. apríl kl.14 laugard. 5. apríl kl. 14 sunnud. 6. apríl kl. 14 laugard. 11. apríl kl. 14 s nnud. 12 apríl kl. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.