Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 45              FRIÐARSINNAR héldu fund í Ed- inborgarhúsinu á Ísafirði laug- ardaginn 29. mars sl. Tilgangur fundarins var að mótmæla árásum Bandaríkjamanna og Breta á Írak. Ræðumenn voru þeir Ólafur B. Halldórsson framkvæmdastjóri, Henrý Bæringsson og Þorsteinn Másson. Skúli Þórðarson flutti frumsamin lög og lék undir á gítar. Fundurinn ítrekaði ályktun sem samþykkt var á friðarfundi af sama tilefni á sama stað hinn 15. febrúar sl. Í þeirri ályktun voru íslensk stjórnvöld hvött til að hlusta á raddir almennings í landinu og skipa sér í hóp þeirra Evrópuríkja sem styðja ekki árásir Bandaríkja- manna og Breta á Írak. Fund- armenn vildu koma á framfæri þeim sjónarmiðum að stuðningur íslenskra stjórnvalda við stríðs- reksturinn í Írak væri ekki í þeirra nafni, segir í fréttatilkynningu. Friðarfundur á Ísafirði LÖGREGLAN á Akureyri lýsir eftir lítilli sendibifreið af gerðinni Subaru E-12, sem stolið var frá Glerárgötu aðfararnótt sunnudags. Bíllinn er blár að lit og með skráningarnúm- erið TN–240. Þeir sem kynnu að hafa orðið hans varir eru beðnir um að láta lögregluna á Akureyri vita. Sendibifreið stolið Nöfn vantaði Undir myndum með greininni Síð- ustu eldgos við Kárahnjúka sem birtist í Morgunblaðinu í gær vantaði nöfn höfunda greinarinnar. Myndin til vinstri er af Ágústi Guðmundssyni og myndin til hægri er af Jóhanni Helgasyni. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT UM helgina var til- kynnt um 44 umferð- aróhöpp þar sem eignatjón átti sér stað, þrír ökumenn voru grunaðir um ölvun við akstur og 31 fyrir of hraðan akstur. Nokkuð var um árekstra og þá sérstaklega á sunnudag þegar færðin versnaði vegna veðurs. Tilkynnt var um níu innbrot um helgina. Strax á föstudagsmorgni tilkynnti bifreiðaumboð að brotist hefði verið inn í vörubifreið og stolið m.a. geislaspilara. Í portinu þar sem bifreiðin stóð er eftirlits- myndavél og sást til þriggja manna við verknaðinn. Um tvö- leytið á föstudag kærði maður fölsun á nafni sínu á tveimur skuldabréfum. Málið er í rann- sókn. Um kaffileytið á föstudag var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir við verslunarmið- stöð. Var miðaldra maður svart- klæddur og rauðleitur að taka tösku upp úr ruslatunnu. Rétt fyrir kl. 18 á föstudag til- kynnti byggingaverktaki að þrem- ur bláum vinnugöllum hefði verið stolið en þeir eru vel merktir við- komandi fyrirtæki. Sést hafði til þjófanna á blárri bifreið með bilað annað afturljósið. Um svipað leyti hringdi maður og sagði að verið væri að brjótast inn í íbúð í stiga- ganginum sem hann býr í. Þrír voru handteknir og færðir á lög- reglustöð, við líkamsleit á þeim handteknu fannst tóbaksblandað hass. Tilkynnt var um þrjá bruna um helgina. Í Breiðholtinu kviknaði í sjónvarpi en íbúarnir náðu að slökkva. Um kl. 2.30 aðfaranótt laugardags var tilkynnt um hóp fólks með bensín í flösku sem sopið var á og spýtt út og eldur borinn að. Þarna reyndist um ölvaða konu og mann að ræða sem höfðu verið að spýta grillvökva og kveikja í. Þegar lögregla kom á vettvang voru hjúin búin með vökvann og var ekkert aðhafst frekar. Fékk bjórkrús í höfuðið Um sexleytið á laugardags- morgni kom maður á lögreglustöð- ina og tilkynnti um líkamsárás. Málið atvikaðist þannig að rysk- ingar urðu á dansgólfi og kvaðst maðurinn hafa fengið bjórkrús í höfuðið og síðan hafi verið sparkað í höfuð hans nokkrum sinnum. Til- greindi hann hverjir voru að verki. Manninum var ekið á slysadeild. Eftirlit var haft í miðborginni þar sem mótmælafundur var hald- inn í tilefni af stríðinu í Írak. Talið er að þarna hafi verið milli 250– 300 manns þegar mest var. Mót- mælin fóru vel og friðsamlega fram. Í Árbænum var tilkynnt um par í bifreið sem talið var að hugsan- lega væru að neyta fíkniefna. Kvaðst tilkynnandi hafa séð parið vera að reykja efni úr beyglaðri gosflösku. Síðan kvaðst tilkynn- andi hafa séð á eftir bifreiðinni út úr götunni og gaf upp bílnúmerið. Rétt fyrir miðnætti á laugardag var tilkynnt um unglingapartí. Einn hafði dottið og blæddi úr höfði. Þarna hafði strákur klifrað upp á þak, hann rann síðan til á þakinu og datt niður á stéttina. Var hann ölvaður og jafnfallinn snjór var yfir öllu þakinu. Fallið var um 3 metrar. Drengurinn var fluttur á slysadeild en ekki talinn alvarlega slasaður. Klukkan tvö um nóttina var til- kynnt um mikinn hávaða frá ung- lingapartíi. Lögreglumenn fóru á staðinn og vísuðu út nokkrum ung- lingum sem þarna voru. Húsráð- andi var ekki á staðnum. Tvær stúlkur voru fluttar á lögreglu- stöð, önnur þeirra undir 16 ára aldri. Móðir sótti stúlkurnar. Um fimmleytið hringdi kona og tilkynnti að ráðist hefði verið á hana og íbúðinni hennar rústað. Konan var með greinilega áverka og var talsvert blóð um alla íbúð auk þess sem allt var á öðrum end- anum. Aðspurð sagði hún mið- aldra konu og karlmann sem hún kvaðst ekki þekkja nein deili á, hafa ráðist á hana inni í íbúðinni. Þau hefðu svo farið út og horfið á braut. Konan var flutt á slysa- deild. Úr dagbók lögreglu 28.–31. mars Nokkuð um árekstra og innbrot Framhaldsstofnfundur Fem- ínistafélags Íslands verður hald- inn í dag, þriðjudaginn 1. apríl, kl. 20 í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3b. Kosið verður í átta aðila ráð, lög og stefnuskrá verða borin upp til sam- þykktar o.fl. Félagið er opið jafnt konum sem körlum. Í DAG Málstofa um félagafrelsi við lagadeild verður haldin miðviku- daginn 2. apríl kl. 12.15-13.30, í stofu L-101 í Lögbergi, undir yf- irskriftinni: Verndar stjórnarskráin verkfallsréttinn? Málshefjendur verða Elín Blöndal, skrifstofustjóri hjá umboðsmanni Alþingis, og Ást- ráður Haraldsson hrl. Fundarstjóri er Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild HÍ. Fjallað verður um vernd félagafrelsis í 74. gr. stjórn- arskrárinnar, einkum hvort og að hvaða marki ákvæðið verndar starfsemi stéttarfélaga. Að loknum erindum málshefjenda verða fyr- irspurnir og umræður. Félag stjórnmálafræðinga heldur fund um efnahagsstjórn á næsta kjörtímabili í ljósi væntanlegra framkvæmda. Fundurinn verður haldinn á morgun, miðvikudaginn 2. apríl kl. 17.10-19, í Lögbergi 101. Með framsögu fara; Sigðurður Jó- hannesson, hagfræðingur, og Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans. Að framsögum lokn- um munu fulltrúar stjórn- málaflokkanna sitja fyrir svörum; Birgir Ármannsson, Sjálfstæð- isflokki, Halldór Ásgrímsson, Framsóknarflokki, Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, Samfylkingunni, Sigurður Ingi Jónsson, Frjálynda flokknum, og Ögmundur Jónasson, Vinstrihreyfingunni - grænu fram- boði. Með fundarstjórn fer Lilja Hjartardóttir, stjórnmálafræð- ingur. Börn og umhverfi Reykjavík- urdeild Rauða kross Íslands gengst fyrir námskeiðunum Börn og um- hverfi fyrir nemendur fædda 1989, 1990, 1991. Næsta námskeið hefst á morgun, miðvikudaginn 2. apríl, kl. 18-21, í Fákafeni 11, 2. hæð og stendur yfir fjögur kvöld. Mark- miðið er að nemendur öðlist aukna þekkingu á börnum og umhverfi þeirra. Rætt er um árangursrík samskipti, hollar lífsvenjur, leiki, leikföng, slysavarnir o.fl. Einnig verður kennsla í skyndihjálp. Leið- beinendur eru leikskólakennari og hjúkrunarfræðingur. Þessi nám- skeið hétu áður Barnfóstr- unámskeið, en nú er kennt nýtt og endurbætt námsefni. Börn og alnæmi í Afríku nefnist opinn fræðslufundur á vegum Kópavogsdeildar Rauða krossins sem haldinn er á morgun, miðviku- daginn 2. apríl kl. 20, í Hamraborg 11, 2. hæð. Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og stjórn- armaður í Rauða krossi Íslands, segir frá ferð sinni til Zimbabwe í Afríku í máli og myndum. Á MORGUN MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun aðalfundar Fé- lags eldri borgara í Hafnarfirði um kjaramál eldri borgara. „Aðalfundur Félags eldri borgara í Hafnarfirði, haldinn 20. mars 2003, skorar á alla frambjóðendur sem ná kosningu til Alþingis, að sameinast um að rétta hlut eldri borgara og annarra sem fá greiðslur hjá Trygg- ingastofnun ríkisins. Hæstu greiðslur sem einstakling- ur, sem engar aðrar tekjur hefur, getur fengið hjá Tryggingastofnun eru kr. 78.000 að meðtalinni heim- ilisuppbót, en af þeirri upphæð þarf hann að greiða 3–4 þús. krónur í skatt. Takist þessum einstaklingi að afla sér viðbótartekna greiðir hann ekki aðeins fulla skatta af þeim heldur skerða þær einnig greiðslur frá Tryggingastofnun svo að segja má að viðbótartekjurnar séu að mestu gerðar upptækar af ríkinu. Við treystum því að frambjóðend- ur til Alþingis séu sammála um að slík mismunun milli launþegahópa sé ekki sæmandi. Til þess að fyr- irbyggja slíka ofsköttun á þurftar- launum leggur fundurinn til að skattleysismörk verði hækkuð veru- lega. Fundurinn vekur athygli á því að af þeim aurum sem fengust til hækkunar um sl. áramót hélt rík- issjóður eftir tæpum 40% í skatta.“ Hlutur eldri borg- ara verði réttur flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.