Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Skítt með að tapa Reykjavík, félagar, við erum að vinna Bagdad.
Ráðstefna um ESB og sveitarstjórnarstigið
Nýir stjórnun-
arhættir ESB
RÁÐSTEFNA verð-ur haldin nk.föstudag á Nord-
ica hótel og er efni hennar
nýir stjórnunarhættir hjá
ESB og áhrif þeirra á
sveitarstjórnarstigið hér á
landi. Það eru utanríkis-
ráðuneytið og Samband ís-
lenskra sveitarfélaga sem
standa saman að ráðstef-
unni. Anna G. Björnsdótt-
ir, sviðsstjóri þróunarsviðs
Sambands íslenskra sveit-
arfélaga, er í forsvari fyrir
ráðstefuna.
– Hver er yfirskrift ráð-
stefnunnar og hvert er til-
efni hennar og markmið?
„Yfirskrift ráðstefnunn-
ar er: „Nýir stjórnunar-
hættir hjá ESB og áhrif
þeirra á sveitarstjórnar-
stigið.“ Íslensk sveitarfélög hafa
mikilla hagsmuna að gæta gagn-
vart Evrópusambandinu. Sveitar-
félög eru einn helsti fram-
kvæmdaaðili ESB-löggjafar sem
skylt er að innleiða í íslenskan
rétt samkvæmt EES-samningn-
um. Það er mikilvægt að íslenskir
sveitarstjórnamenn séu vel upp-
lýstir um Evrópumál og fylgist
með þeirri þróun sem á sér stað
hjá Evrópusambandinu þar sem
túlkun og framkvæmd EES-
samningsins tekur mið af henni.
Hjá Evrópusambandinu á sér nú
stað athyglisverð þróun sem
varðar sveitarstjórnarstigið sem
ætlunin er að kynna á ráðstefn-
unni, auk þess sem staða sveit-
arstjórnarstigsins innan Evrópu-
sambandsins verður kynnt
almennt.
ESB hefur boðað áherslubreyt-
ingar í starfsemi sinni, í svokall-
aðri hvítbók, eða stefnumótun um
nýja stjórnunarhætti. Þar eru
boðaðar leiðir til að ESB geti bet-
ur náð til almennings. Ein leiðin
til þess er talin sú, að styrkja
stöðu staðbundinna stjórnvalda
gagnvart ESB þar sem þau
standa næst borgurunum. Í hvít-
bókinni er boðað aukið samráð við
sveitarstjórnarstigið og aukið
vægi þess innan ESB.
Önnur stefnumótun ESB, sem
hefur áhrif á sveitarfélög, er köll-
uð Lissabonáætlun. Á fundi í
Lissabon vorið 2000 komust
æðstu stjórnendur í ESB-löndum
að samkomulagi um að beita hinni
svokölluðu opnu samráðsaðferð
til þess að vinna að því markmiði
að ESB verði fyrir árið 2010 virk-
asta þekkingarefnahagssvæði
heims. Til þess að ná þessu mark-
miði verður lögð áhersla á svið,
sem falla ekki undir löggjafarvald
ESB, en sveitarfélög bera ábyrgð
á í flestum Evrópulöndum, þ. e.
menntamál, þróun atvinnulífs og
félagslegt öryggi. Gert er ráð fyr-
ir að koma á víðtæku samanburð-
arkerfi á þessum sviðum til að
mæla árangur aðildarríkja.“
Nú er unnið að nýjum sáttmála
fyrir Evrópusambandið eða eins
konar stjórnarskrá, „European
Convention“. Meðal annars er
ætlunin að fella Mann-
réttindasáttmála Evr-
ópu inn í hinn nýja
sáttmála. Afrakstur
þessarar vinnu mun
vafalaust skila nýjum
áherslum í starf sambandsins.
Fulltrúar sveitarstjórnarstigsins
hafa lagt mikla áherslu á að koma
sínum sjónarmiðum að í undir-
búningsvinnunni.
– Hverjir munu taka til máls á
ráðstefnunni og hvert verður um-
ræðuefni þeirra?
„Frá árinu 1994 hefur verið
starfandi landsvæðanefnd innan
ESB. Hún er skipuð kjörnum
sveitarstjórnamönnum í aðildar-
ríkjum sambandsins. Nefndin er
umsagnaraðili um tillögur ESB
að löggjöf sem snerta sveitar-
stjórnarstigið. Á ráðstefnunni
mun skrifstofustjóri í landsvæða-
nefndinni flytja erindi um stöðu
sveitarstjórnarstigsins innan
ESB og þá þróun sem þar er að
eiga sér stað og varðar sveitar-
stjórnarstigið.
Formaður dönsku sendinefnd-
arinnar innan landsvæðanefndar-
innar, sem er „amtborgmester“ á
Borgundarhólmi, mun fjalla um
það hvernig það er að vera sveit-
arstjórnarmaður á vettvangi
ESB, hvaða áhrif þeir geti haft
innan sambandsins og hvaða áhrif
þátttaka þeirra í Brussel hefur á
starfið heima fyrir.
Finnskur sveitarstjórnarmað-
ur, sem jafnframt er fram-
kvæmdastjóri á Evrópuskrifstofu
Lapplands og Oulo-svæðisins í
Brussel, mun segja frá því hvern-
ig Norður-Finnland hefur nýtt
þau sóknarfæri, sem felst í
byggðastefnu Evrópusambands-
ins fyrir norðlæg svæði og að-
komu sveitarfélaga í því sam-
bandi.
Árni Magnússon, varaformaður
sambandsins, mun fjalla um Evr-
ópumál út frá stöðu íslenskra
sveitarfélaga. Starfsmaður utan-
ríkisráðuneytisins mun kynna
Lissabon-áætlunina. Fyrrverandi
sérfræðingur hjá EFTA og nú-
verandi forstöðumaður Evrópu-
stofnunar Háskólans í Reykjavík
mun fjalla um það hvernig
EFTA-ríkin geta brugðist við
breytingum innan
ESB.
Utanríkisráðherra
mun setja ráðstefnuna
og flytja ávarp. Einnig
mun Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson, formaður sam-
bandsins, ávarpa ráðstefnuna.“
– Hverjum er ráðstefnan ætl-
uð?
„Ráðstefnan á erindi við sveit-
arstjórnamenn en einnig við aðra
sem hafa áhuga á Evrópumálum
og þróun þeirra en þessir nýju
stjórnunarhættir innan Evrópu-
sambandsins hafa lítt verið
kynntir hér á landi til þessa.“
Anna G. Björnsdóttir
Anna Guðrún Björnsdóttir er
fædd 1956. Lauk embættisprófi
frá lagadeild HÍ 1982. Starfaði
hjá Tryggingarstofnun ríkisins
og á lögmannsstofu 1982-85 og í
dóms- og kirkjumálaráðuneytinu
1986-93. Í félagsmálaráðu-
neytinu 1993-96 og gegndi starfi
bæjarritara og forstöðumanns
fjármála- og stjórnsýslusviðs
Mosfellsbæjar frá 1996 til 2001
er hún varð sviðsstjóri þróun-
arsviðs Sambands íslenskra
sveitarfélaga.
Á erindi við
sveitar-
stjórnarmennSkógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Verð kr. 19.550
Flugsæti til Prag, út 10. apríl,
heim 13. apríl. Almennt verð með
sköttum. Flug og skattar á mann miðað
við að 2 ferðist saman, 2 fyrir 1.
Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800.
Verð frá kr. 3.400
Glæsileg hótel í hjarta Prag frá aðeins
3.400. M.v. 2 í herbergi á Parkhotel.
Tryggðu þér síðustu sætin til Prag í apríl á ótrúlegu verði. Nú getur þú
kynnst þessari fegurstu borg Evrópu og tryggt þér farmiða frá aðeins kr.
19.550 og upplifað fallegasta tíma ársins í Prag. Hér upplifir þú mörg
hundruð ára sögu á hverju horni og mannlíf og andrúmsloft sem á ekki
sinn líka. Í boði eru spennandi kynnisferðir um kastalahverfið og
gamla bæinn, eða til hins einstaklega fagra
heilsubæjar Karlovy Vary, með íslenskum
fararstjórum Heimsferða.
Tryggðu þér
síðustu sætin í vor
3. apríl - 11 sæti
7. apríl - laust
10. apríl - 19 sæti
13. apríl - 8 sæti
17. apríl - 7 sæti
Vorið er komið í Prag. Í apríl er kominn 20 stiga hiti.
Munið
Mastercard
ferðaávísunina
Helgarferð til
Prag
10. apríl
frá kr. 19.550
Perlunni. Opið alla daga kl. 10 -18
NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK
Íslands hafa kært til umhverfisráð-
herra ákvörðun Umhverfisstofnunar
um útgáfu á starfsleyfi fyrir álver
Reyðaráls. Náttúruverndarsamtök-
in benda á að dreifingarspá fyrir
loftmengun hafi ekki legið fyrir þeg-
ar tillögur að starfsleyfi voru aug-
lýstar:
„Auglýsing án fullnægjandi gagna
brýtur í bága við 11. gr. reglugerðar
um starfsleyfi. Þegar dreifingarspá
lá svo fyrir nokkrum dögum fyrir út-
gáfu leyfisins kom í ljós að Reyðarál
gat ekki uppfyllt þau skilyrði fyrir
útgáfu starfsleyfisins sem auglýst
voru. Í stað þess að krefjast bættra
mengunarvarna þannig að skilyrðin
yrðu uppfyllt greip Umhverfisstofn-
un til þess ráðs að slaka á áður sett-
um umhverfismörkum. Þar með er
ljóst að skilyrðin fyrir starfsleyfinu
eru ekki í samræmi við niðurstöður
mats á umhverfisáhrifum. Það brýt-
ur gegn 16. gr. laga um mat á um-
hverfisáhrifum sem kveður á um að
leyfisveitendur skuli taka tillit til úr-
skurðar um mat á umhverfisáhrif-
um. Jafnframt er brotið gegn
ákvæði 23. gr. reglugerðar um
starfsleyfi þar sem skýrt er kveðið á
um að í starfsleyfi skuli tekið „fullt
tillit til niðurstöðu mats á umhverf-
isáhrifum“. Þá benda samtökin á að
ekki sé gerð krafa um bestu fáan-
legu tækni og því verði losun brenni-
steinsdíoxíðs hátt í fimm sinnum
meiri en gert var ráð fyrir í mati á
umhverfisáhrifum eða tæplega 3.900
tonn í stað 828 tonna.
Í aðalkröfu samtakanna er farið
fram á að í starfsleyfi verði gerð
krafa um vothreinsibúnað, í vara-
kröfu að Umhverfisstofnun verði
gert að leggja mat á hvaða tækni sé
best til þess fallin að vernda alla
þætti umhverfisins og í þrautakröfu
að henni verði gert að vinna starfs-
leyfið að nýju.
Kæra
útgáfu á
starfsleyfi
fyrir
Reyðarál