Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 47
Mileta á Skagann? SVO getur farið að júgóslavneski knattspyrnumaðurinn Momir Mileta leiki með ÍA í úrvalsdeildinni í sum- ar. Að sögn Gunnars Sigurðssonar, formanns rekstrarfélags meistara- flokks karla, hafa Skagamenn í hyggju að styrkja lið sitt og hefur nafn Mileta komið upp á borðið en Zoran Miljkovic, sem lék með ÍA í fimm ár og varð meistari í öll skiptin, hefur verið Akurnesingum innan handar og rætt við Mileta fyrir hönd ÍA. Mileta, sem er 32 ára miðjumaður, er ekki alveg ókunnugur íslensku knattspyrnunni því hann lék með ÍBV sumarið 2000 en leikur nú í Júgóslavíu. ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 47  RÓBERT Gunnarsson skoraði 4 mörk fyrir Århus GF og Þorvarður Tjörvi Ólafsson 1 þegar liðið tapaði fyrir Kolding á heimavelli, 34:28, í dönsku úrvalsdeildinni í handknatt- leik í gær. Århus er í fimmta sæti deildarinnar með 25 stig en Kolding er í toppsætinu með 34 stig.  HANS Lindberg, sem á dögunum lék sína fyrstu landsleiki fyrir Dani, skoraði 11 mörk fyrir Team Helsinge og Sigursteinn Arndal 2 í sigurleik liðsins á Tvis Holstebro, 37:25.  HANS Lindberg er fæddur á Ís- landi og bjó í Hafnarfirði á ungaaldri en er orðinn danskur ríkisborgari og binda Danir miklar vonir við hann með landsliði sínu í framtíðinni.  HALLDÓRI Sigfússyni tókst ekki að skora fyrir Frisenheim þegar liðið tapaði, 19:18, á heimavelli fyrir Düss- eldorf í suðurhluta þýsku 2. deildar- innar í handknattleik á sunnudag. Tapið gerði út um vonir Atla Hilm- arssonar þjálfara og lærisveina hans í Frisenheim að ná öðru sæti deildar- innar og eiga þar með möguleika á að leika um sæti í 1. deild á næstu leiktíð.  KRISTÍN Guðmundsdóttir, fyrr- verandi handknattleikskona hjá Vík- ingi, hefur gert eins árs samning við danska liðið Tvis Holstebro sem Hrafnhildur Skúladóttir leikur með, en liðið féll úr dönsku úrvalsdeildinni á dögunum. Kristín, sem er 24 ára gömul, leikur nú með 1. deildar liðinu Sindal og hefur staðið sig vel, m.a. skorað 105 mörk í 19 leikjum. Þar áð- ur lék Kristín með Virum-Sorgenfri.  HRANHILDUR Skúladóttir hefur framlengt samning sinn við Tvis Holstebro. „Ég vil komast upp í úr- valsdeildina á nýjan leik,“ segir Hrafnhildur á heimasíðu félagsins en hún er markahæsti leikmaður liðsins á leiktíðinni, hefur skorað 115 mörk, og er í fimmti markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar.  KRISTJÁN Uni Óskarsson stóð sig best af íslenskum skíðamönnum sem tóku þátt í alþjóðlegum mótum í stór- svigi karla í Ål í Noregi um helgina. Kristján Uni varð í 20. sæti af 77 keppendum á laugardag og í 25. sæti af 90 keppendum á sunnudag. Á seinna mótinu varð Sindri M. Pálsson í 32. sæti, Kristinn Ingi Valsson í 46. sæti og Ari Berg í 78. sæti.  ÍGOR Bjarni Kostic, markvörður úr Víkingi, gekk til liðs við ÍBV fyrir helgina. Hann lék með liðinu gegn Haukum í deildabikarnum á sunnu- daginn og leysti af hólmi Birki Krist- insson sem var á flugi heim frá lands- leiknum í Skotlandi á meðan leikurinn stóð yfir.  BERT Hanson fór holu í höggi í fimmta sinn á ævinni á dögunum þeg- ar hann lék Sugar Mill völlinn í Flór- ída í Bandaríkjunum. Tveir Íslend- ingar hafa náð draumahögginu oftar en Bert, Kjartan L. Pálsson og Þor- björn Kjærbo sem hafa hvor um sig farið holu í höggi sex sinnum. FÓLK DAVIS Love III lék frábært golf á síðasta degi Meistaramóts leik- manna sem haldið var á Sawgrass vellinum á Flórída. Hann lék síð- asta hringinn á 8 höggum undir pari og sigraði á 17 undir, sex höggum á undan Padraig Harr- ington og Jay Haas. Spilamennska Love er mets- jöfnun á síðasta degi þessa móts en félagi hans og vinur, Fred Couples, sem lék einmitt með honum síðasta hringinn, lék á 64 höggum á síðasta degi mótsins árið 1996. „Ég hef aldrei séð nokkurn mann spila svona vel. Alveg frá fyrsta höggi til þess síðasta gekk þetta allt full- komlega hjá honum,“ sagði Coupl- es. Kappinn sagði eftir mótið að hann hefði verið rosalega tauga- trekktur eftir að hann náði forystu á níundu holunni. „Ef þessi tilfinn- ing er eitthvað svipuð þeirri sem er að hafa forystu á síðasta hring á stórmóti, þá var þetta ágætis æf- ing,“ sagði hann. Tiger Woods, sem hafði sigrað á þremur af fjórum mótum ársins, byrjaði ágætlega á sunnudaginn, fékk örn á annarri holunni en eftir það lá leiðin niður á við og hann sló þrjá bolta út í vatn og varð að sætta sig við 11. sætið ásamt nokkrum öðrum kylfingum. Davis Love sjóðheitur á 17 undir pari Róbert áfram hjá Wetzlar RÓBERT Sighvatsson, línu- maður íslenska landsliðsins í handknattleik, hefur fram- lengt samning sinn við þýsku 1. deildarliðið D/M Wetzlar til vorsins 2005. Róbert, sem er þrítugur, gekk til liðs við Wetzlar í upphafi þessarar leiktíðar, en hefur áður leikið með Schutterwald, Bayer Dormagen og Düsseldorf á þeim sex árum sem hann hefur leikið handknattleik í Þýska- landi. Róbert hefur skorað 71 mark með Wetzlar á leiktíð- inni en liðið er nú í 14. sæti af 18 liðum. Mikið hefur verið um meiðsli í herbúðum Wetzlar í vetur og hefur það staðið lið- inu fyrir þrifum en nú róa menn öllum árum til þess að það haldi sæti sínu í efstu deild og tefla fram sterku liði á næsta vetri. Julian Róbert Duranona og Sigurður Bjarnason eru einnig á samn- ingi hjá félaginu. Framtíð Duranona er óviss en Sig- urður flytur heim í sumar. Leikmenn KR gáfu allt í leikinnog náðu að halda í við gestina fram í byrjun annars leikhluta. Þá kom slakur kafli, sem Keflvíkingar nýttu sér til hins ýtrasta, sem skilaði forystu. Eftir það þurftu KR-ingar aftur að leggja allt í sölurnar til að ná þeim og það gekk í upphafi þriðja leikhluta en þeim tókst ekki að fylgja því eftir. „Þetta var betra en síðast en samt ekki nógu gott,“ sagði Hildur Sigurðardóttir, sem átti góðan leik fyrir KR. „Við vorum eins og aum- ingjar í Keflavík en létum þó finna fyrir okkur núna. Við höfðum góða trú á að við gætum unnið en ég veit ekki hvað gerðist. Þær hittu mjög vel í fyrri hálfleik og fóru illa með okkur en við náðum að jafna í þriðja leikhluta en tókst ekki að halda það út.“ Hildur átti 10 stoð- sendingar og tók 10 fráköst en Jessica Stomsky tók 17. Anna María Sveinsdóttir, þjálf- ari og leikmaður Keflavíkur, var ánægð með sigurinn. „Við bjugg- umst alveg við að þessi leikur yrði erfiðari en sá síðasti. Við vorum reyndar með lélega vítanýtingu og hefðum annars unnið stærra. Jes- sica er lykillinn að sóknarleik KR, gríðarlega sterk inni í teignum og hinar leita mikið til hennar svo að við leggjum áherslu á að stöðva hana en þurfum líka að spila vörn sem lið og það höfum við gert í tveimur síðustu leikjum,“ sagði Anna María. Hittnin var ekki góð en bætt upp með baráttu þegar allir lögðu sig fram. Morgunblaðið/Jim Smart KR-ingurinn Helga Þorvaldsdóttir sækir hér að körfunni. Til varnar er Sonia Ortega en þær Anna María Sveinsdóttir og Birna Valgarðsdóttir fylgjast spenntar með. Fátt stöðvar Keflavíkurliðið FÁTT virðist geta stöðvað sigurgöngu Keflavíkurstúlkna og eftir 82:70-sigur á KR í öðrum úrslitaleiknum í Vesturbænum í gærkvöldi fá þær tækifæri til að taka á móti þriðja bikar sínum í vetur þegar þriðji leikurinn fer fram á morgun. Vesturbæingar höfðu reyndar bætt sig frá síðasta leik þótt það dygði ekki til en þeir hafa þó sýnt í vetur að þeir geta bitið frá sér. Stefán Stefánsson skrifar STJÓRN Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að hætta við þátttöku í úrslitakeppni Evr- ópumóts drengjalandsliða sem fram á að fara í Tyrklandi dagana 17.-21. apríl. Ástæðan er sú að ástandið í þessum heimshluta þykir of óöruggt vegna stríðsátakanna í Írak. Í fréttatilkynningu frá KKÍ í gær segir að ákvörðunin hafi verið tek- in í samráði við foreldra drengj- anna og ekki hafi þótt forsvar- anlegt að senda þá á þessar slóðir. Þetta er aðeins í þriðja skiptið sem íslenskt drengjalandslið kemst svona langt í þessari keppni. KKÍ óskaði eftir því að mótið yrði flutt frá Tyrklandi vegna nálægðarinnar við Írak. Það var fært frá Adana í suðausturhluta landsins til Izmir í vesturhlutanum en stjórn KKÍ taldi þá niðurstöðu ekki fullnægjandi og dró því liðið úr keppni. Hætt við Tyrklandsför vegna Íraksstríðsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.