Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 23
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 23
NÝLOKIÐ er aðalfundum Ferða-
þjónustu bænda hf. og Félags ferða-
þjónustubænda. Þeir voru að þessu
sinni haldnir á Gistihúsinu á Egils-
stöðum og sóttu þá hartnær sextíu
manns hvaðanæva af landinu.
Sævar Skaptason er framkvæmda-
stjóri Ferðaþjónustu bænda. „Mark-
miðið með fundi Ferðaþjónustu
bænda að þessu sinni, utan venju-
legra aðalfundarstarfa, var að ræða
nýtt gæðaflokkunarkerfi í bændagist-
ingu. Það á að taka upp næsta vetur.
Menn eru ágætlega í stakk búnir til
að gangast undir slíkt vegna þess að
ferðaþjónusta bænda hefur í rúmlega
tíu ár verið með flokkun á sinni gist-
ingu. Það er fyrst og fremst verið að
aðlaga kerfið að nútímanum, þar sem
þjónustan er orðin fjölbreyttari og
þjónustustigið víða hærra en áður
var,“ segir Sævar.
Hann segir ferðaþjónustubændum
almennt vera að vaxa fiskur um
hrygg. „Gistirýmum innan samtak-
anna hefur fjölgað mikið á síðustu ár-
um. Nú eru um þrjú þúsund gistirými
innan þeirra. Markmið skrifstofu
Ferðaþjónustu bænda hf. er mark-
aðssetning á bændagistingunni fyrir
erlenda ferðamenn, auk kynningar
innanlands. Það hefur orðið mikil
aukning í starfseminni á síðustu árum
og við vorum árið 1998 að velta hér í
gegn í sölu bændagistingar til er-
lendra aðila á milli fimmtíu og sextíu
milljónum króna, en á síðasta ári voru
það tæplega þrjúhundruð milljónir.
Utan við þetta eru síðan beinar bók-
arnir á bæina, þannig að þetta segir
ekki alla söguna,“ segir Sævar.
Dagskrá fundanna stóð í tvo daga
og fóru gestir milli atriða í skoðunar-
ferð umhverfis Lagarfljót. Þeir skoð-
uðu m.a. Skriðuklaustur og tóku hús á
Hákoni Aðalsteinssyni skáldbónda í
Fljótsdal. Boðið var til kvöldskemmt-
unar í Svartaskógi í Jökulsárhlíð og
segir Sævar einstaklega vel hafa tek-
ist til með alla framkvæmd og skipu-
lagningu dagskrár ferðaþjónustu-
bænda að þessu sinni.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Frá aðalfundi Ferðaþjónustu bænda sem haldinn var á Gistihúsinu á Egils-
stöðum nýverið. F.v. Kolbrún Úlfsdóttir, Jóhannes Kristjánsson formaður,
Ásmundur Gíslason, Sigurlaug Gissurardóttir og Ágúst Sigurðsson.
Egilsstaðir
Ferðaþjónustu-
bændum vex
fiskur um hrygg
GRÁSLEPPUVERTÍÐIN er hafin
og 13 bátar gera út á grásleppu frá
Þórshöfn þetta vorið. Karlarnir
segja að það líti betur út með vertíð-
ina en í fyrra og heldur meiri fiskur
er á grunnslóð núna.
Tengdafeðgarnir á Leó II lögðu
strax 20. mars í ágætu veðri og hafa
nú fengið um 1.400 kg af hrognum á
móti 900 kg á sama tíma í fyrra.
Ólíkt betra var að eiga við netalögn-
ina í 5 stiga hita núna í stað 17 stiga
frosts eins og var 20. mars í fyrra,
sögðu þeir.
Flestir grásleppukarlarnir salta
hér á Þórshöfn en tveir á Bakka-
firði.
Smábátaútgerðin setur alltaf svip
á bæjarlífið á þessum árstíma og
mikil athafnasemi er við höfnina.
Nýr bátur bættist í smábátaflotann
þegar ungur Þórshafnarbúi, Jóhann
Halldórsson, festi kaup á þriggja
tonna Skagstrendingi. Hann er á
sóknardögum, um 21 dag, og verður
á handfærum en ekki grásleppu
þetta vorið, grásleppan er þó inni í
myndinni á næsta vori, sagði þessi
ungi sjómaður.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Jóhann Halldórsson á nýja Skagstrendingnum sínum í smábátahöfninni.
Grásleppu-
vertíð fer
vel af stað
Þórshöfn
FYRIR skemmstu var nýtt tæki tek-
ið í notkun á Heilbrigðisstofnun
Þingeyinga á Húsavík. Tækið sem
um ræðir er í daglegu tali kallað Hol-
ter, þar er um að ræða nokkurs konar
stöðugt hjartalínurit í 24 klst. Tækið
er þannig notað að það eru festir litlir
nemar á brjóstkassa einstaklingsins,
leiðslur úr þessum nemum liggja í lít-
ið tæki sem hægt er að bera á sér í
sólarhring. Tækið skráir þar allar
upplýsingar um hjartslátt, aukaslög
og annað sem hægt er að nema með
rafeðlisfræðilegum hætti frá hjart-
anu. Tækið nýtist einnig mjög vel til
hjartarannsókna.
Að sögn Ásgeirs Böðvarssonar, yf-
irlæknis á Heilbrigðisstofnun Þing-
eyinga, hefur stofnunin hingað til
notað eldri gerð af Holter. Það var
svokallað segulband sem raunar er
enn notað víðast hvar um landið og
hafa þá svipaðar upplýsingar verið
teknar á segulbandsspólur og sendar
til úrlestrar á Landsspítala – há-
skólasjúkrahús. Þessi nýja tækni er
hins vegar á stafrænu formi og er
hægt að senda hana símleiðs úr tölvu
héðan strax að rannsókn lokinni í
móðurtölvu á Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri. Úrlestur tækisins er
jafnframt hægt að senda sömuleiðis á
stafrænu formi til baka í tölvu hér.
„Hér er um að ræða sameiginlegt
verkefni sem heilbrigðisstofnanir á
Austurlandi, Norðurlandi og Vest-
fjörðum standa að,“ segir Ásgeir.
Möguleikar verða því til þessara
rannsókna á ýmsum stöðvum á þessu
svæði, en móðurstöðin með úrlestr-
armöguleika er á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri.
Breyting til batnaðar
Gunnar Þór Gunnarsson, hjarta-
læknir á FSA, átti frumkvæðið að því
að hafist var handa við þetta sameig-
inlega verkefni heilbrigðisstofnana á
landsbyggðinni. „Enginn vafi er á því
að hér er um að ræaða talsverða
breytingu til batnaðar bæði fyrir
starfsfólk og sjúklinga sem þurfa í
fyrrnefnda 24 klst. hjartalínurits-
skráningu því bæði er að tækið gefur
meiri möguleika til rannsókna heldur
en fyrri tæki og eins geta svör borist
mun fyrr en ella einfaldlega vegna
þess að ekki þarf lengur að senda
segulbandsspólur í pósti milli lands-
hluta,“ sagði Ásgeir að lokum.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga fylgist með er sölumaður út-
skýrir notkunarmöguleika hins nýja Holters fyrir þeim.
Stafræn tækni í
stað segulbanda
við hjartalínurit
Húsavík
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL
Garðabær kl. 20:30 – Safnaðarheimilið Kirkjulundur
Siv Friðleifsdóttir, Páll Magnússon, Egill Arnar Sigurþórsson.
Fundarstjóri: Una María Óskarsdóttir.
Vestmannaeyjar kl. 20:30
– Salur Sveinafélags járniðnaðarmanna, Heiðarvegi 7
Hjálmar Árnason, Eygló Þóra Harðardóttir,
Björn Ingi Hrafnsson.
Fundarstjóri: Svanhildur Guðlaugsdóttir.
Höfn kl. 20:30 – Hótel Höfn
Ísólfur Gylfi Pálmason,
Helga Sigrún Harðardóttir.
Fundarstjóri: Ólafur Sigurðsson.
Blönduós kl. 20:30 – Félagsheimilið
Guðni Ágústsson, Magnús Stefánsson, Kristinn H. Gunnarsson,
Herdís Á. Sæmundardóttir.
Fundarstjóri: Valgarður Hilmarsson.
Fáskrúðsfjörður kl. 20:30 – Hótel Bjarg
Valgerður Sverrisdóttir, Jón Kristjánsson, Dagný Jónsdóttir.
Fundarstjóri: Guðmundur Þorgrímsson.
vinna - vöxtur - velferð
Fundaferð Framsóknarflokksins 2003
til aukinnar velferðar
Leggjum áfram leiðina