Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 25 Alltaf á þriðjudögum Sérblað alla þriðjudaga TÓNLEIKAR þessir voru skipu- lagðir af Kammerkór Reykjavíkur og voru lokahnykkurinn á tónleika- haldi víða um land. Kammerkór Sel- tjarnarneskirkju undir stjórn Vieru Manásek söng tvö lög eftir Atla Heimi, Við svala lind og Sem dökkur logi, síðan sálminn Kær Jesú Kriste eftir Jón Leifs, útsetningu Jóns Ás- geirssonar á Sofðu unga ástin mín og Sorg og gleði eftir Jórunni Viðar. Kórinn hljómar fallega í veikum söng en sópranin söng sig oft í sund- ur þegar hann tók á. Kvennakór Reykjavíkur undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur flutti þrjá negra- sálma og loks Taste and See eftir K. W. Louis. Þóra Fríða Sæmundsdótt- ir lék með á flygil í Swing Low og Auður Perla Svansdóttir, Elfa Sif Jónsdóttir og Eva Hrönn Guðna- dóttir sungu einsöng með kórnum og skiluðu sínu vel. Kórhljómurinn er þéttur og gott jafnvægi milli radda. Stefán Helgi Steánsson tenór og Davíð Ólafsson bassi sungu fallega tvísöng við píanóleik Vilhelmínu Ólafsdóttur lögin Wien, Wien du al- leine eftir Rudolf Sieczynski og Máttur söngsins eftir Björgvin Þ. Valdimarsson. Kammerkór Suður- lands undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar söng Haustvísur til Maríu eftir Atla Heimi, Ó undur lífs eftir Jakob Hallgrímsson, The Lamb eftir J. Tavener og Ubi Caritas eftir M. Duruflé. Hljómur kórsins var góður og hreinn en kannski fullhóg- vær. Kvennakór Hafnafjarðar undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg söng lag Friðriks Bjarnasonar, Abba-labba-lá, einnig gospelsyrpu sem innihélt eitt lag frá Afríku og þrjá negrasálma. Söngur kórsins var fallega mótaður og hljómurinn þétt- ur og hreinn. Í syrpunni söng Signý Sæmundsdóttir einsöng og Agnar Már Magnússon lék með á flygilinn og ekki spillti frábær frammistaða þeirra fyrir. Kristín Sigtryggsdóttir mezzo- sópran söng Draumalandið eftir Sig- fús Einarsson og aríuna Che Faro Senza, Euridice eftir Glück. Jónas Sen lék á flygilinn. Kristín hefur mjög fallega, mikla og fyllta rödd og var söngur hennar hreint frábær. Kór Flesnborgarskólans í Hafnar- firði söng undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg lögin Fyrirlátið mér eftir Jón Ásgeirsson, Cucú, cucú eft- ir J. del Encina og þrjú ungversk þjóðlög en þar lék kórfélaginn Krist- ján Marteinsson með á flygilinn í tveimur fyrstu. Góður, bjartur og þéttur, óþvingaður hljómur með mjög góðu jafnvægi er einkenni þessa góða kórs. Kammerkór Reykjavíkur undir stjórn Sigurðar Bragasonar flutti fyrst þjóðlagið Ástarraunir í útsetningu Emils Thoroddsen, síðan fylgdu Norður- ljós eftir söngstjórann, einsöngvari Smári Vífilsson, sálmurinn Hátt ég kalla eftir Sigvalda Snæ Kaldalóns og Maríukvæði Björgvins Þ. Valdi- marssonar, einsöngvari þar var Ar- dís Ólöf Víkingsdóttir, Hugrún Sif Hallgrímsdóttir lék á þverflautu og Viera Manásek á flygil. Töluvert mikið ósamræmi er í styrkleika milli radda í kórnum sem eyðileggur heildarhljóminn. Einsöngvararnir komust vel frá sínu og flautulekur Hugrúnar var frábær svo og píanó- leikur Vieru. Karlakórinn Þrestir í Hafnarfirði undir stjórn Jóns Krist- ins Cortez söng Heyr himna smiður og Til þín Drottinn eftir Þorkel Sig- urbjörnsson og íslensku þjóðlögin Grafskrift og Ár vas alda. Hljómur kórsins er fallega fylltur og mjúkur, sérstaklega í Ár vas alda. Árnesinga- kórinn í Reykjavík, söngstjóri Gunn- ar Ben, og Söngfélag Skaftfellinga, söngstjóri Violetta S. Smid, sungu saman Smávinir fagrir eftir Jón Nordal og þjóðlagið Sofðu unga ástin mín undir stjórn Violettu. Ei Dumba, skemmtilegt regnskógalag frá Brasilíu, og Lokakórinn úr Þrymskviðu eftir Jón Ásgeirsson sem var glæsilegur undir stjórn Gunnars. Kórarnir sungu vel saman og jafnvægið var gott. Síðast á efnisskránni var verk Sig- urðar Bragasonar, Á páskum, við texta Valdimars Lárussonar. Flytj- endur voru allir kórarnir, Signý Sæ- mundsdóttir, Kristín Sigtryggsdótt- ir, Snorri Wium, Davíð Ólafsson og börnin Gunnar Þór Björnsson, Þór- ey Þorgilsdóttir, Þórhildur Vala Þor- gilsdóttir og Þórunn Lilja Vilbergs- dóttir félagar í Barna- og kammerkór Bústaðakirkju. Viera Manásek lék á orgelið og höfundur- inn stjórnaði. Hér var endurskoðuð og aukin útgáfa af verkinu flutt í fyrsta sinn. Fyrsti þáttur, Lofsöng- ur, hefst á söng barna. Annar þáttur, Á páskum, fjallar um píslargöngu, dauða og upprisu Krists og að lokum er upphafskaflinn endurtekinn. Í verkinu skiptast á einsöngsstrófur og kórkaflar. Kristur er sunginn af bassa (DÓ), Pílatus af tenór (SW) og engill við gröf Krists af alt (KS). Stóri kórinn (ca 500 manns) á kór- pöllunum í vesturenda syngur m.a. lofsöng í fyrsta þætti og æstan lýð- inn í öðrum þætti. Litli kórinn sem staðsettur er á norðurpallinum við hlið orgelsins (Kammerkór Suður- lands undir stjórn Hilmars) söng án undirleiks ásamt Signýju bæn til Maríu Guðsmóður. Í lok annars þátt- ar syngjast á stóri kórinn og kamm- erkórinn í kórtröppunum (Flens- borgarkórinn undir stjórn Hrafnhildar). Í verkinu eru margar fallegar laglínur og tónlistin fellur oft mjög vel að textanum t.d. þegar lýðurinn hrópar „Krossfestu, kross- festu“ með miklum og þykkum org- elhljóm svo og þegar jörðin skelfur og fortjaldið rifnar sem var vel túlk- að í orgelinu og hróp kórsins áhrifa- mikið og sannfærandi. Notkun org- elsins er óþarflega sparsöm, sérstaklega í lokahljómnum sem hefði þolað mun voldugri orgelhljóm. Fíkn er fjötur Jón Ólafur Sigurðsson TÓNLIST Hallgrímskirkja Styrktartónleikar fyrir forvarnarsjóð UMFÍ. Ýmsir kórar, einsöngvarar og hljóðfæraleikarar. Kynnir Margrét Frí- mannsdóttir alþingismaður og tónlistar- stjóri Sigurður Bragason. Laugardag- urinn 22. mars 2003 kl. 17. KÓRSÖNGUR FRÆÐSLUDEILD Þjóðleikhúss- ins og leiklistardeild Listaháskóla Íslands standa fyrir örleikritasam- keppni fyrir framhaldsskólanema og er frestur til að skila inn handritum til 14. apríl nk. Leikritið má ekki vera lengra en tíu mínútur og ekki styttra en fimm mínútur, leikarar verða að vera þrír eða færri, leikmyndin er einvörð- ungu tveir stólar og ekki má nota leikmuni. Verkin mega ekki hafa birst eða verið sýnd áður og skal handritum skilað á skrifstofu leik- listardeildar LHÍ fyrir kl. 16 mánu- daginn 14. apríl og þau merkt „Ör- leikritasamkeppni“. Handrit skulu send undir dulnefni og skal þeim fylgja lokað umslag merkt sama dul- nefni, þar sem í er nafn, heimilisfang og sími eða netfang höfundar. Senda má fleiri en eitt verk í samkeppnina. Sigurvegarinn hlýtur 30 þúsund krónur en önnur og þriðju verðlaun eru 10 þúsund krónur. Auk þess fá verðlaunahafar gjafakort í Þjóðleik- húsið. Verðlaunaafhending fer fram laugardaginn 3. maí í Þjóðleikhúsinu en þá verða verðlaunaverkin flutt af leiklistarnemum í LHÍ. Nánari upp- lýsingar veitir Vigdís Jakobsdóttir, deildarstjóri fræðsludeildar Þjóð- leikhússins. Styrktaraðili örleikrita- samkeppninnar er Íslandsbanki. Örleikritasamkeppni framhaldsskólanema
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.