Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ÞAÐ er dæmalaust að heyra lof-
orðaflauminn fyrir landsfund Sjálf-
stæðisflokksins. Allt á að gera fyrir
alla, rétt eins og 1999. Varla hafa
menn gleymt að flokkurinn efndi fæst
af loforðunum á kjörtímabilinu. Til
dæmis átti að rétta hlut aldraðra um 7
milljarða. Það var svikið. Í staðinn eru
bótaþegar skattlagðir um milljarð á
ári! Öryrkjar, aldraðir og láglaunafólk
sem hefur undir 90 þúsundum á mán-
uði greiðir í dag sem svarar mán-
aðarlegum bótum í tekjuskatt. Ríkið
skattleggur þá verst settu um milljarð
á ári. Þetta fólk greiddi engan tekju-
skatt þegar núverandi ríkisstjórn tók
við völdum árið 1995.
Þjóðsagan um
skattalækkanir
Loforðaveislan heldur áfram hjá
Sjálfstæðisflokknum en veruleikinn er
annar. Tekjuskatturinn hefur nefni-
lega hækkað, en ekki lækkað. Nú er
það einfaldlega staðfest. Rannveig
Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylk-
ingarinnar, beindi snjallri fyrirspurn
til Geirs H. Haarde fjármálaráðherra
um skattbyrði. Í svarinu til Rann-
veigar kemur fram, svart á hvítu, að
það er þjóðsaga að ríkisstjórn Davíð
Oddssonar hafi lækkað tekjuskatta.
Staðreyndin er sú og kemur fram í áð-
urnefndu svari að 95% hjóna og 75%
einstaklinga greiða í dag hærra hlut-
fall af launum sínum í tekjuskatt en
1995. Þetta staðfestir sjálfur fjár-
málaráðherra í svarinu til Rannveigar.
Hlálegt er að þegar hann er kominn á
flótta undan eigin svari, kallar hann
spurningar lymskulegar.
Barnakortin svikin
Fyrir síðustu kosningar lofaði
Framsóknarflokkurinn því að taka
ætti upp ótekjutengdar barnabætur
fyrir öll börn upp að 18 ára aldri. Það
voru hin margfrægu barnakort. Þjóðin
var svikin um
með öllum b
þúsund krón
er nú einung
ára aldri. Þe
barnakort F
Nú siglir S
kjölfarið. Ha
orðasúpuna.
tala hinsvega
hafa verið sk
tíð núverand
láta viðmiðu
launaþróun.
Stöðvar 2, og
Þá gengur te
Barnabætur
58 þúsund kr
116 þúsund h
arnir hafa se
í hálfgerðar
skerðast áðu
armörkum! E
11,3% einstæ
barnabætur
bóta vegna t
fyrr á árum,
ardóttir var
vel þó ríkissj
minna að spi
hlutinn var v
Ábyrgðarlaus loforðav
Eftir Björgvin G.
Sigurðsson
„Það er þjóðsaga
að ríkisstjórn
Davíðs Odds-
sonar hafi lækk-
að tekjuskatta.“
SAMFYLKINGIN hefur þá skoðun að
landbúnaðarstefna Framsóknar og Sjálf-
stæðisflokks hafi fyrir löngu gengið sér til
húðar.
Það getur ekki gengið inn í framtíðina að
stuðningur frá ríkinu taki til eilífðar mið af
búskap í fortíðinni og mismuni þannig ný-
liðum og þeim sem vilja stækka sín bú og
taki ekki til annarrar starfsemi sem íbúar í
strjálbýli vilja stunda sér og sínum til
framfæris.
Koma verður á jafnræði þeirra sem vilja
stunda búskap eða annan atvinnurekstur í
strjálbýli til stuðnings frá hinu opinbera.
Stuðningur við atvinnulíf í sveitum
Flokkurinn telur að það eigi að þróa á
nokkrum árum stuðning ríkisins við land-
búnað yfir í stuðning við atvinnulíf í sveit-
um.
Þetta þýðir ekki að dregið verði úr
stuðningi heldur þvert á móti að stuðn-
ingur verði fyrir hendi við fjölbreytt at-
vinnulíf í strjálbýli.
Að bændur geti valið um að draga úr eða
hætta framleiðslu sem gefur lítið í aðra
hönd og tekið upp nýjar búgreinar eða
annan atvinnurekstur án þess að tapa þeim
stuðningi sem þeir hafa haft frá hinu op-
inbera.
Þetta er byggðastefna með það að mark-
miði að fjölbreytt atvinnulíf geti lifað og
dafnað um landið allt.
Stuðningur við skógrækt passar vel inn í
þessa hugsun en einnig öll ræktun og land-
nytjar. En við tökum skýrt fram að við telj-
um að aðrar atvinnugreinar í strjálbýli eigi
líka að eiga möguleika á stuðningi.
Það hlýtur einnig að koma til álita að
leita leiða til að bændur fái viðurkennd
tækifæri til að selja framleiðslu sína milli-
liðalaust einir sér eða í litlum samlögum,
slíkt er vel þekkt t.d. í Danmörku.
Þessar leiðir teljum við að muni styrkja
atvinnulíf í strjálbýli, bæði búskap og aðrar
greinar, og auka tekjur þeirra sem þar
starfa.
Tvískinnungsháttur
Forystumenn Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins dásama atvinnu-
frelsi, jafnræði og framtak einstakling-
anna. En þega
nýliðinn engan
nýtur ekki jaf
Þegar kemur
engan kvóta fr
heldur jafnræ
réttinn til að li
fyrir eru í gre
Í öllum öðru
menn frjálsir
hefja rekstur
keppni við þá
En sá sem v
hann fengi hel
þeir sem fyrir
vill skoða mög
gerð kemst flj
seint vegna þe
á síðustu öld e
kvótann. Þega
arútvegsmál k
það hafi allt í e
þeim stjórnmá
ferðinni. Þá gi
atvinnufrelsið
eru og jafnræ
valda.
Mismu
Í mjólkurfr
menn stjórna
því að stjórna
bónda með mi
Úrelt landbúnaðarste
Eftir Jóhann
Ársælsson
„Atvinnulíf í
íslenskum
sveitum get-
ur átt bjarta
framtíð.“
VEL heppnuðum landsfundi Sjálfstæð-
isflokksins er lokið. Þar mótuðum við
stefnu okkar og stilltum saman strengina í
fjölmörgum málum og málaflokkum. Með-
al annars í sjávarútvegsmálum. Tvennt
ber þar hæst í mínum huga. Tvö mikilvæg
áhersluatriði, sem ástæða er til þess að
vekja athygli á, enda skipta þau bæði
mjög miklu máli.
Ívilnun fyrir
dagróðrabáta á línu
Guðmundur Halldórsson, sjómaður og
trilluútgerðarmaður í Bolungarvík og for-
maður smábátafélagsins Eldingar á norð-
anverðum Vestfjörðum, flutti tillögu á
fundi sjávarútvegsnefndar landsfundarins
um að „tekin verði upp sérstök ívilnun fyr-
ir dagróðrabáta sem róa með línu“. Miklar
umræður fóru fram um þetta mál í sjáv-
arútvegsnefndinni á landsfundinum og
var hún felld þar. Guðmundur tók tillög-
una hins vegar upp á landsfundinum sjálf-
um og eftir umræður var hún samþykkt.
Málin liggja því skýrt fyrir. Það er stefna
Sjálfstæðisflokksins að „tekin verði upp
sérstök ívilnun fyrir dagróðrabáta sem
róa með línu“. Hér eftir þarf enginn að
velkjast í vafa um stefnu okkar í þessu
máli.
Þetta er auðvitað tímamótasamþykkt.
Ljóst er að áhrifamiklir menn beittu sér
gegn þessari tillögu. Það var hins vegar
sjónarmið meirihluta landsfundarmanna
að tillaga Guðmundar Halldórssonar væri
skynsamleg og því var hún samþykkt. Það
er rétt sem lögð var áhersla á af tals-
mönnum þessarar tillögu. Verði þessi
samþykkt leid
Sjálfstæðisflo
mun hún stuð
arútvegsbygg
inn betur við b
því í sessi. Me
þetta baráttu
af samtökum
huga fólks, víð
gríðarlegt hag
Það er því ást
þetta mál var
inum.
V
hæ
Hitt málið l
hlutdeild eins
inu svonefnda
lög sem hafa k
gætu haft yfir
tekinni aflahlu
fisktegundum
ýmsir stunið,
hafa nú gilt um
skipta máli og
Tímamótasamþykkti
í sjávarútvegsmálum
Eftir Einar K.
Guðfinnsson
„Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur
ályktað mjög af-
dráttarlaust í
þessum efnum.“
SKATTATILLÖGUR VG
Frétt Morgunblaðsins í dag, um aðVinstrihreyfingin – grænt fram-boð vilji lækka skatta, er ekki
aprílgabb. Skattamál eru orðin mál
málanna í kosningabaráttunni, sem var
fyllilega tímabært. Sterk staða ríkis-
sjóðs og þau miklu umsvif, sem fram-
undan eru í þjóðfélaginu, gefa færi á að
lækka skatta. Nú bregður svo við að
jafnvel sá flokkur, sem lengst gengur í
stuðningi við ríkisumsvif, lofar skatta-
lækkunum og verður það að teljast
nokkur nýlunda. Þá hafa allir hinir rót-
grónu stjórnmálaflokkar nema Sam-
fylkingin útfært stefnu sína í skatta-
málum og bíða menn nú væntanlega
með nokkurri óþreyju eftir skattatillög-
um flokksins, þannig að heildarmyndin
sé skýr.
Á blaðamannafundi í gær kynntu for-
ystumenn VG stefnu í skattamálum,
sem m.a. gengur út á að létta sköttum af
lægstu launum og lífeyri með hækkun
skattleysismarka og tekjutengdum
endurgreiðslum. Þá vill flokkurinn
draga úr skattlagningu meðaltekna og
lægri tekna með „stiglækkandi skatt-
byrði“ um leið og jaðaráhrif verði tak-
mörkuð. VG vill hækka skattleysismörk
eignaskatta. Þá vill flokksforystan að
fjármagnstekjur undir 100.000 krónum
verði skattfrjálsar en vill reyndar
hækka fjármagnstekjuskatta á tekjur
umfram það.
Það er full ástæða til að stefna að
lækkun skatta lág- og millitekjufólks.
Um þá stefnu virðast nú allir flokkar
meira og minna sammála. Sú spurning
vaknar hins vegar hvernig forysta VG
skilgreinir hátekjufólk, sem hún vill að
axli þyngri byrðar. Steingrímur J. Sig-
fússon, formaður flokksins, gagnrýndi
á blaðamannafundinum í gær þá „yfir-
gengilegu“ stefnu Sjálfstæðisflokksins
að ætla bæði að lækka almennan tekju-
skatt um fjögur prósentustig og að af-
nema svokallaðan hátekjuskatt. „Eru
menn sammála því að þessir gæðingar,
sem hafa verið að taka sér ofurlaun, fái
11 prósentustiga skattalækkun á örfá-
um misserum?“ spurði hann.
Staðreyndin er auðvitað sú að há-
tekjuskatturinn er löngu hættur að
standa undir nafni. Venjulegt fjöl-
skyldufólk í venjulegri vinnu, sem legg-
ur hart að sér t.d. til að koma þaki yfir
höfuðið eða framfleyta fjölskyldu, lend-
ir í „hátekjuskattinum“. Þessi málflutn-
ingur VG er ekki sannfærandi nema það
sé a.m.k. ljóst að flokkurinn vilji hækka
verulega viðmiðunarmörk hátekju-
skattsins.
Svo er það staðreynd, að það er erfitt
að samræma þau markmið, að draga úr
jaðaráhrifum í skattkerfinu og að láta
skattprósentuna fara hækkandi með
vaxandi tekjum. Hættan er sú, að slíkt
kerfi letji lágtekjufólk þess að reyna að
verða millitekjufólk og millitekjufólk
hafi lítinn hvata til að reyna að verða
hátekjufólk. Þótt skattprósentan sé ein
og sú sama leggur fólk sjálfkrafa meira
af mörkum til samfélagsins með hækk-
andi tekjum og það á að forðast kerfi,
sem draga úr hvata fólks til að bjarga
sér.
Hvað sem því líður eru vinstri-grænir
nú farnir að taka sér hugtakið skatta-
lækkun í munn og það er út af fyrir sig
fagnaðarefni.
FJÖLBREYTILEIKINN VIRKJAÐUR
Hingað til hafa sem betur fer ekkiorðið hatrömm átök hér á landi
vegna innflytjenda eða málefna þeirra.
Samskipti Íslendinga við útlendinga
sem hér hafa tekið sér búsetu hafa verið
farsæl þegar á heildina er litið og skipt-
ir vitaskuld miklu að svo verði um
ókomna framtíð. Af þeim sökum er
ákaflega mikilvægt að halda áfram að
þróa leiðir til þess að aðstoða fólk af er-
lendum uppruna til að aðlagast íslensku
samfélagi sem fyrst. Slíkt starf er bæði
fyrirbyggjandi og stuðlar auk þess án
efa að samheldnari og farsælli sam-
félagsgerð í framtíðinni.
Fjallað var um uppbyggingu nýbúa-
fræðslu í grunnskólum Reykjavíkur hér
í blaðinu sl. sunnudag og kom þar m.a.
fram að fjölgun nemenda af erlendum
uppruna á árunum 1999 til 2003 sam-
svarar því að einn til tveir grunnskólar
hafi bæst við grunnskólana í borginni.
Þetta er vissulega mikil fjölgun sem
kallar á breytt viðhorf í skólunum al-
mennt. Fram kemur í greininni að skól-
arnir vinna markvisst að sem mestri
blöndun barnanna enda sýnir reynslan
að jafningjastuðningur skiptir sköpum
fyrir hin erlendu börn og er þar að auki
ekki síður þroskandi fyrir íslenska
nemendur. Austurbæjarskóli er nú
móðurskóli í fjölmenningarlegri
kennslu og hefur skólinn leitað til belg-
ísks kennsluráðgjafa varðandi kynn-
ingu á samvinnunámi í slíkri kennslu.
Er þar að nokkru byggt á fjölgreind-
arkenningum Howards Gardners sem
hélt fyrirlestur um hugmyndir sínar
hér á landi á síðasta ári, en samkvæmt
þeim er reynt að nýta fjölbreytileika
nemenda í hverjum bekk til hins ýtrasta
og tryggja virkni allra, þeirra á meðal
erlendra nemenda. Til stendur að að
nýta hugmyndafræði samvinnunámsins
í sjálfri kennslunni og kynna aðferðina í
fleiri skólum í framhaldi af því.
Að sögn Friðbjargar Ingimarsdótt-
ur, kennsluráðgjafa í nýbúafræðslu í
grunnskólum Reykjavíkur, hefur þró-
unin orðið sú á þessu sviði að meiri
áhersla er lögð á einstaklinginn en þjóð-
ernið. Það samræmist vel þeim nýju
straumum í kennsluháttum sem getið
var um hér að ofan. Þau markmið sem
fylgja nýbúakennslunni eru því vel til
þess fallin að styrkja einstaklinginn –
hvort sem hann er upprunninn hér eða
annars staðar – og geta því hæglega
komið öllum nemendum skólanna til
góða þegar fram líða stundir.
Þá er einnig vert að hafa í huga að til
þess að fjölbreytileikinn verði virkjaður
með sem áhrifaríkustum hætti geta
fleiri lagt hönd á plóginn en starfsmenn
skólanna. Draumur Friðbjargar er „að
almenningur átti sig á því hversu mik-
ilvægur hann er í tengslum við aðlögun
barna og unglinga af erlendum upp-
runa. Börnin séu boðin velkomin inn á
íslensk heimili og fái heimsóknir“. Það
er full ástæða til að taka undir þessi orð
hennar. Foreldrar barna á skólaaldri
geta vissulega lagt sitt af mörkum svo
öllum börnum sem á Íslandi búa finnist
þau tilheyra samfélaginu. Sú tilfinning
er nauðsynleg forsenda þess að gagn-
kvæmur skilningur aukist og bilið verði
brúað á milli Íslands og menningar-
heima þeirra fjölmörgu erlendu ein-
staklinga sem hér búa.