Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 16
MJÖG er farið að hitna í kolunum milli Bandaríkjanna og Sýrlands og í gær var haft eftir sýrlenska utanríkisráðherranum, að hann óskaði þess, að bandamenn biðu ósigur í Írak. Bandaríkjastjórn varaði aftur Sýrlendinga við af- skiptum af Íraksstríðinu. Sýrlenskir fjölmiðlar sögðu í gær, að Faruq al-Shara, utanrík- isráðherra landsins, hefði lýst yfir því á þingi, að það væru hags- munir Sýrlendinga, að „innrásar- mennirnir“ yrðu sigraðir í Írak. Kallaði hann stríðið „hernám út- lendinga á arabísku landi“. „Mótspyrna Íraka er ákaflega mikilvæg. Hún er hetjuleg tilraun til að koma í veg fyrir hernám landsins,“ var haft eftir Shara. Sagði hann, að Bandaríkjamenn segðu stríðið vera „frelsun og varðveislu lýðræðis og mannrétt- inda“ en í raun væri það ekkert annað en eyðilegging og dauði. Sýrlendingar varaðir við afleiðingunum Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær á fundi með einum helsta þrýstihópi gyð- inga í Bandaríkjunum, að Sýr- landsstjórn yrði að velja á milli samstarfs og þess að styðja hryðjuverkahópa og stjórn Sadd- ams Husseins. Sagði hann, að hvort sem hún gerði, myndi hún bera ábyrgð á afleiðingunum. Powell varaði einnig Írani við og sagði, að þeir yrðu að hætta að styðja hryðjuverkaárásir á Ísrael og stöðva allar áætlanir um að komast yfir gereyðingarvopn. Bandamönnum yrði gert ókleift að stjórna Írak Bashar al-Assad, forseti Sýr- lands, sagði í viðtali við líbanskt dagblað sl. föstudag, að hann von- aði, að Írakar sigruðu í stríðinu. Spáði hann því, að ynnu banda- menn, yrði þeim gert ókleift að stjórna í Írak vegna andstöðu al- mennings. Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði fyr- ir helgi, að vitað væri, að hergögn og herbúnaður, meðal annars næt- ursjónaukar, hefðu verið send frá Sýrlandi til Íraks og Al-Jazzeera- sjónvarpsstöðin sagði í fyrradag, að til Mosul í Norður-Írak væri kominn fjöldi sýrlenskra sjálfboða- liða. Farið að hitna í kolunum milli Bandaríkjanna og Sýrlands Vonast eftir ósigri banda- manna í Írak Damaskus. AFP. Colin Powell varar ríkisstjórn Sýrlands við afskiptum af stríðinu 16 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ STRÍÐ Í ÍRAK „Hvar er Saddam Hussein?“ DONALD RUMSFELD VARNARMÁLARÁÐHERRA HÁTTSETTIR embættismenn í varnarmálaráðuneyti Bandaríkj- anna segjast enn vera efins um að Saddam Hussein og synir hans, Uday og Qusay, hafi lifað af loftárás- irnar 20. mars, á fyrsta degi stríðsins í Írak. Donald Rumsfeld varnarmálaráð- herra skoraði nánast á Saddam Hussein að koma fram opinberlega og sanna að hann væri á lífi eftir loft- árásir á neðanjarðarbyrgi í Bagdad þar sem talið var að íraski leiðtoginn og synir hans hefðu verið þegar stríðið hófst. „Við höfum ekki séð leiðtogana síðan þá,“ sagði Rumsfeld í sjón- varpsviðtali á sunnudag. „Hvar er Saddam Hussein? Hvar eru Qusay og Uday? Þeir láta ekki í sér heyra.“ Richard Myers hershöfðingi, for- maður bandaríska herráðsins, tók í sama streng en bandarískur emb- ættismaður, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sagði að engar nýjar upp- lýsingar hefðu komið fram um afdrif Saddams Husseins. Það er banda- ríska varnarmálaráðuneytinu í hag að kynda undir efasemdum um að Saddam og synir hans séu á lífi. Nokkrir embættismenn í Wash- ington bentu þó á að varnarmálaráð- herra Íraks hefði komið fram í sjón- varpi í vikunni sem leið með manni sem talinn er hafa verið lífvörður Saddams lengi. „Þetta er athyglis- vert,“ sagði einn embættismann- anna. „Þetta er maður sem hefur alltaf sést með Saddam Hussein. Þeir eru alltaf saman á myndbands- upptökunum.“ Embættismennirnir furða sig á því að lífvörðurinn skuli ekki hafa verið með Saddam Hussein þar sem líklegt er að íraski leiðtoginn hafi miklar áhyggjur af hugsanlegum valdaránstilraunum og öryggi sínu. Rumsfeld sagði það „áhugavert“ að lífvörður Saddams skuli hafa ver- ið með varnarmálaráðherranum. „Þetta kann að vera vísbending um að Saddam Hussein sé ekki mikið á ferðinni.“ Ættingjar Saddams flúnir? Sendiherra Íraks hjá Sameinuðu þjóðunum, Mohammed Aldouri, kvaðst telja að Saddam Hussein væri á lífi þar sem hann hefði nokkr- um sinnum komið fram í sjónvarpi til að ávarpa írösku þjóðina eftir fyrstu loftárásirnar. Bandarískir embættis- menn segja að ávörpin sanni ekki að Saddam sé á lífi því að þau hafi ef til vill verið tekin upp áður en stríðið hófst. Aldouri sagði að stjórn Íraks myndi halda velli þótt Saddam Huss- ein og synir hans féllu. „Þetta er ekki spurning um einn mann eða tvo menn,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali á sunnudag. Rumsfeld sagði ennfremur að nokkrir ættingjar Saddams Huss- eins og fleiri íraskra leiðtoga kynnu að hafa flúið til Sýrlands. Heimild- armaður Los Angeles Times sagði að „orðrómur“ væri á kreiki um slíkan flótta en hann byggðist ekki á nein- um „ótvíræðum vísbendingum“. Hann sagði að íraskir andstæðingar Saddams hefðu sagt að ættingjar ráðamannanna í Bagdad hefðu flúið land en bætti við að þeir vildu, eins og embættismenn bandaríska varn- armálaráðuneytisins, grafa undan stjórn Saddams með því að kynda undir grunsemdum meðal yfirmanna Írakshers um að þeir hefðu verið sviknir. Segjast enn efast um að Saddam sé á lífi Washington. Los Angeles Times. #1"0 00  0--" 9  "0 0  " : ! 9 5+ $ 1  $ ;"1 " (    : " (   2       ! < /; =< '/;> ?@<>/;!/  A> B C /</ ! / (DEB2 2 F < ( ' / ; > / >   G%% H" (*   ;+ $8 $  1%1 /0 1 .2/ 3 03 44 ( I/  % ' 0--" -    - 'J " % "  $ %I ' 0--" - : " ;    !  "0 && 5 ( 0 $ 1 $ SADDAM Hussein, forseti Íraks, fundaði í gær með helstu ráð- gjöfum sínum, ef marka má myndir sem sýndar voru í íraska sjónvarp- inu. Meðal þeirra sem sátu fundinn Reuters Saddam á fundi með helstu ráðgjöfum voru Uday, sonur Saddams, en þetta eru fyrstu myndir sem sýndar eru af honum frá því stríðið hófst í Írak fyrir 13 dögum. Qussay, yngri sonur Saddams, sat einnig fundinn og er hann lengst til hægri á mynd- inni, en Uday er í miðið. Sultan Hashim varnarmálaráðherra sat einnig fundinn í gær, sem og Hamid Shallah, yfirmaður herafla Íraka. Bandaríska alríkislög- reglan færir út kvíarnar Washington. AP. BANDARÍSKA alríkislögreglan FBI áformar að opna skrifstofur í Kabúl, Djakarta og átta öðrum erlendum höfuðborgum. Eru þessi útþensluáform um- svifa alríkislögreglunnar utan Bandaríkjanna að sögn embætt- ismanna í Washington liður í baráttunni gegn hættunni sem stafar af starfsemi al-Qaeda og annarra hryðjuverkasamtaka. Síðan flugráns-hryðjuverka- árásirnar voru gerðar á New York og Washington 11. sept- ember 2001 hafa um 500 alrík- islögreglumenn og um 200 manna stoðlið til viðbótar unnið að rannsóknum í nafni hryðju- verkavarna, utan Bandaríkj- anna, auk fastafulltrúa FBI í viðkomandi löndum. Þeir taka m.a. þátt í yfirheyrslum yfir mönnum sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkum. Fyrir voru fastafulltrúaskrif- stofur bandarísku alríkislög- reglunnar í Ottawa, Seoul, Lundúnum, Berlín og Moskvu. Nýlega voru opnaðar slíkar skrifstofur í Abu Dhabi í Sam- einuðu arabísku furstadæm- unum, Kuala Lumpur í Malasíu, Túnisborg, Sanaa í Jemen og Tíflis í Georgíu. Nú er áformað að opna nýjar í Kabúl í Afganistan, Djakarta í Indónesíu, Tashkent í Úsbek- istan, Sarajevo í Bosníu og Bel- grad í Serbíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.