Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 2003næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Svanur Arnarfell og Goðafoss koma í dag. Bremon fer í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun þriðjudaga kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, leirlist og jóga, kl. 10 og kl. 11 enska, kl. 11 dans, kl. 13 vinnustofa og postu- línsmálun, kl. 14 söng- stund. Árskógar 4. Kl. 9–12 opin handavinnustofa, kl. 9–12.30 bókband og öskjugerð, kl. 9.30 dans, kl. 10.30 leikfimi, kl. 13–16.30 opnaðar handavinnu- og smíða- stofur. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–12 tréskurður, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10– 11.30 sund, kl. 13–16 leirlist, kl. 14–15 dans. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarfið, Dal- braut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–16 vefnaður, kl. 10– 13 opin verslunin, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, tré- skurður, kl. 10–11 leik- fimi, kl. 12.40 versl- unarferð í Bónus, kl. 13.15–13.45 bókabíll- inn, kl. 9–14 hár- greiðsla. Korpúlfar, Graf- arvogi, samtök eldri borgara. Vatnsleikfimi er í Grafarvogslaug á þriðjudögum kl. 9.45. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 10 hár- greiðsla, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handa- vinna. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Brids og saumur og pútt kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Skák kl. 13 og alkort spilað kl. 13.30. Miðvikudagur: Göngu- Hrólfar ganga frá Ás- garði, Glæsibæ, kl. 10. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. perlusaumur, frá há- degi spilasalur opinn, kl. 13 boccia. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 og kl. 9.50 leik- fimi, kl. 9.30 silki- málun, handa- vinnustofan opin, kl. 14 boccia og ganga. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 ganga, kl. 13–16 opin handa- vinnustofan, kl. 19 gömlu dansarnir, kl. 17 línudans. Í kvöld er „Ljós í glugga“ í félags- heimilinu Gullsmára. Stofnfundur Bók- menntaklúbbs hefst kl. 20 og lýkur kl. 21.15. Gestir kvöldsins eru Hrafn A. Harðarson bókasafnstjóri og Matthías Johannessen skáld. Allir velkomnir. Hraunbær 105. Kl. 9 posutlínsmálun og glerskurður, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð, kl. 13 myndlist og hár- greiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 boccia, kl. 9.45 banka- þjónusta, kl. 13 handa- vinna, kl. 13.30 helgi- stund, kl. 14.30 spænska. Fótaaðgerð- ir, hárgreiðsla. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 10– 11 boccia, kl. 9–17 hár- greiðsla. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–16 bútasaumur og postu- línsmálun, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 10.15–11.45 enska. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morgunstund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerð, kl. 13 handmennt og postulínsmálning, kl. 13–14 félagsráðgjafi, kl. 14 félagsvist. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum kl. 11. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra, Hátúni 12. Kl. 20 bingó. Bústaðakirkja. Konu- kvöld í í kvöld kl. 20. Ásgeir Páll útvarps- maður heldur fyr- irlestur og Jóhann Friðgeir Valdimarsson syngur. Félag kennara á eft- irlaunum. Síðasti skák- fundur vetrarins verð- ur 2. apríl kl. 14. Síðasti fundur bókmennta- hópsins verður 3. apríl kl. 14. Í dag er þriðjudagur 1. apríl, 91. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Og ég veit að boðorð hans er eilíft líf. Það sem ég tala, það tala ég því eins og faðirinn hefur sagt mér. (Jóh. 12, 50.) Sama dag og DavíðOddsson, forsætis- ráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, til- kynnti kosningaloforð um einhverjar mestu skattalækkanir sem um getur, kynnti Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra hugmyndir um nýjan skatt. Þetta er að vísu bara pínulítill skatt- ur og á að leggjast á til- tölulega þröngan hóp, þ.e. eigendur reiðhesta. Nefnd á vegum ráð- herrans lagði til að eig- endur hrossa, fjögurra vetra eða eldri, greiði ákveðið gjald árlega sem fari til viðhalds og upp- byggingar reiðvega.     Samgönguráðherran-um kom þessi tillaga nefndarinnar reyndar nokkuð á óvart og á blaðamannafundi sl. fimmtudag sagði hann: „Það verður að ná sam- komulagi við Lands- samband hestamanna- félaga um það. Ef hestamenn eru tilbúnir að leggja fram fjármuni með þessum hætti teljum við það vera af hinu góða. Ríkisvaldið mun ekki leggja til sérstaka skatt- lagningu. Ef hestamenn vilja taka þá ákvörðun, er það af hinu góða.“     Þetta er merkileg til-laga. Mega alls konar hagsmunasamtök nú eiga von á því að vera spurð hvort þau vilji láta skatt- leggja fólk? Varla eru all- ir hestamenn í Lands- sambandi hestamanna- félaga. Á landssam- bandið að svara fyrir þá líka? Á bara að leggja skattinn á félaga í Lands- sambandi hestamanna- félaga? Eiga þeir kannski að ráða því hvort þeir borga hann? Þá er það ekki lengur skattur, eða hvað?     Kannski mætti samt út-færa hugmynd sam- gönguráðherra á fleiri sviðum. Það má færa rök fyrir því að hesta- mannaskatturinn væri nokkurs konar notk- unargjald, að því gefnu auðvitað að hestamenn almennt nýti sér reið- vegi. En hvað um aðra skatta? Samgöngu- ráðherrann hefur verið talsmaður þess að við- halda háum flugvall- arskatti á Keflavík- urflugvelli. Sá skattur er aðallega notaður til að fjármagna flugvelli fyrir innanlandsflug. Sam- gönguráðherrann sagði hér í blaðinu á dögunum að það væri „réttlæt- anlegt að farþegar um Keflavíkurflugvöll greiði fyrir uppbyggingu á inn- anlandsflugvöllum og fyrir bætt flugöryggi, enda noti þeir flugvellina talsvert á ferðum sínum um landið“. Ekki voru allir sammála því – en nú er komin lausn á málinu: Spyrja bara t.d. Neyt- endasamtökin hvort þau vilji að fólk, sem ferðast til útlanda, borgi skatt til að byggja upp flugvelli innanlands. Er nokkur í vafa um hvert svarið verður? STAKSTEINAR Viltu borga hesta- mannaskatt? En flugvallarskatt? Víkverji skrifar... ÞAÐ er merkileg bók, Íslend-ingabók. Ættfræði, þessu áhugamáli þjóðarinnar í gegnum aldir, haldið til haga á einum að- gengilegum stað. Auðvitað hefur bók þessi fyrst og fremst skemmti- og fróðleiksgildi fyrir almenning en hún getur einnig komið í góðar þarfir, eins og Víkverji kann frá að greina. Þannig er mál með vexti að kunn- ingi Víkverja hyggur á tímabundna dvöl í Vesturheimi og var á dög- unum að svipast um eftir leigu- húsnæði á netinu. Margt var í boði en kunninginn hjó sérstaklega eftir húsi í eigu manns með íslenskt eft- irnafn. Það yrði hann að kanna. Kannski fyrst og fremst fyrir for- vitni sakir. Hann ritaði því manninum bréf og sendi vestur um haf í tölvupósti. Bar upp erindið en spurði jafnframt út í ættir mannsins og tengsl hans við Ísland. Ekki stóð á svari. Maðurinn var vissulega af íslenskum ættum. Átti íslenskan afa sem hafði flutt ungur að árum vestur með ættingjum. Nefndi maðurinn afa sinn á nafn og gaf upp fæðingarár hans. Kunningi Víkverja sá sér nú leik á borði. Skráði sig inn á Íslend- ingabók í tölvunni sinni og rakti saman ættir sínar og væntanlegs leigusala. Viti menn, þeir reyndust skyldir í sjöunda lið. Eins og allir Íslendingar að meðaltali. Kunninginn beið ekki boðanna. Ritaði manninum annað tölvubréf og hóf það vitaskuld á orðunum „sæll frændi!“ Í bréfinu gat hann um skyldleika þeirra og upplýsti jafnframt að afi mannsins hafði í raun fæðst tveimur árum síðar en fjölskylda hans vestra taldi. Fróðlegt hefði verið að sjá upplit- ið á „frændanum“ vestra við þessi tíðindi. Eflaust hefur honum bæði þótt merkilegt hvað Íslendingar eru vel að sér í ættfræði og snöggir að viða að sér upplýsingum af þessu tagi. Hann var sem fyrr fljótur til svars og sagði að það væru greini- lega örlög kunningja Víkverja að fá húsið á leigu. Víkverja skilst að hann gangi nú um og tilkynni vinum og vandamönnum að frændi hans ofan af Íslandi sé væntanlegur til dvalar í húsinu. x x x VEÐUR var vont á höfuðborg-arsvæðinu á sunnudag, svo vont að einhver þáttarstjórnandi í út- varpi, sem Víkverji kann ekki að nefna, ráðlagði fólki að vera helst ekki á ferli. En ef menn nauðsyn- lega þyrftu að skjótast milli húsa bað hann þá endilega að fara frekar á bílnum sem væri á betri nagla- dekkjunum. Það væri svo mikil hálka. Hvurslags er þetta? Eiga allir Ís- lendingar, eða hafa þeir aðgang að tveimur bílum? Víkverji á aðeins einn bíl og hefur aldrei átt fleiri í einu. Hann hefur bersýnilega orðið illilega undir í lífs- gæðakapphlaupinu. Skammast sín eiginlega fyrir að segja frá þessu. Morgunblaðið/Kristinn Íslendingabók lokið upp. Hún er til margra hluta nytsamleg. Svar við tepruskap 131025–4329 skrifaði að hún væri hissa á sund- stöðum að leyfa ekki 6–7 ára drengjum að fylgja mæðrum sínum í kvenna- klefa og sturtu. Ég á dóttur sem er mjög spéhrædd. Hún mundi ekki vilja hitta skólabróður sinn í sturt- unni og bæði nakin. Hún mundi ekki vera sátt við það. Það yrði til þess að hún mundi ekki vilja fara aftur í sund. 6–7 ára börn byrja í leikfimi og sundi í skól- anum og verða því að geta farið í sturtu og geta klætt sig hjálparlaust. Ef foreldrar eru hræddir um að barnið hlaupi á undan þeim ósynt út í laugina þurfa þeir að brýna það fyrir börnum sínum að hitta sig á ákveðnum stöðum eftir sturtu. Helga Jóhannsdóttir. Einhvers konar flóttamannabústaðir ÞAÐ er mikið rætt um stórar upphæðir í sam- bandi við byggingu sendi- ráða, bæði í Japan og Þýskalandi. Hjá okkur eru þetta einhvers konar flóttamannabústaðir fyrir uppgjafa pólitíkusa. Fyr- irtæki eða samtök, bæði í sjávarútvegi og verslun, hafa verið að mótmæla þessum mikla íburði í Japan. Það hlýtur að vekja þá spurningu hvort íslenskir stjórnmálamenn, sem sjá fram á að þeim verði hafnað, hafi tök á að búa í haginn fyrir sig sem flóttamenn erlendis. Svo miklar upphæðir eru nefndar í þessu sambandi og aldrei hefur virst hörg- ull á peningum hjá utan- ríkisþjónustunni undan- farin ár. Einar Vilhjálmsson. Ósannindi á ferðaskrifstofu ÞAÐ hafði lengi verið draumur okkar hjóna að fara til Taílands. Loks kom að því að við létum drauminn rætast og við pöntuðum ferð hjá Heims- klúbbi Ingólfs í janúar sl. Var okkur sagt að senni- lega yrði millilent í Kaup- mannahöfn og að við þyrftum að bíða þar í u.þ.b. 2 klukkustundir, sem okkur fannst allt í lagi. Tveimur dögum fyrir brottför var haldinn fund- ur með hópnum sem var á leið í Taílandsferðina þar sem okkur var tjáð að ferðaáætlun hefði breyst. Þar var okkur sagt að millilent yrði á Heathrow í London og biðin þar yrði u.þ.b. 10 tímar, bæði á leiðinni út og heim. Við vorum mjög óhress með að fá þessa „breytingu“ aðeins tveimur dögum fyrir brottför. Á þessum sama fundi var okkur sagt að flug- vélin sem flytti okkur til Taílands væri mjög rúm- góð og hægt um vik að hreyfa sig. Annað kom á daginn. Flugvélin var mjög þröng og lítill mögu- leiki á að hreyfa sig. Svona ósannindi geta varla verið mjög góð aug- lýsing fyrir ferðaskrif- stofu og erfitt að sjá hvaða tilgangi hún þjónar. Að minnsta kosti hefð- um við hugsað okkur tvisvar um ef við hefðum fengið réttar upplýsingar í byrjun um biðtíma og flugvélakost. Hins vegar er rétt að taka fram að þegar til Taílands var komið stóðst öll ferðaáætlun mjög vel og fararstjórinn, Pétur Karlsson, var frábær. En leiðindin sitja eftir og það verður örugglega bið á því að við skiptum við þessa ferðaskrifstofu. 011039-4959. Þú um þig frá þér til yðar ÉG þúa Guð og góða menn en þéra yður og andskotann, sagði karlinn, en hvers vegna ætli sím- kerfi ýmissa fyrirtækja og stofnana séu jafntvöföld í roðinu og þúi mann í fyrstu kumpánlega: Þú ert kominn í samband við... en þéri mann svo eins og háttvirtan þing- mann: Vinsamlega bíðið? Nema fleiri gætu verið á línunni? Yðar einlægur, Guðmundur. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/SverrirFrímínútur í Hvassaleitisskóla. LÁRÉTT 1 kynstur, 4 fjöldi, 7 minnast á, 8 útgerð, 9 stormur, 11 sló, 13 þroska, 14 svarar, 15 droll, 17 skoðun, 20 keyra, 22 hvolfið, 23 er ólatur við, 24 nam, 25 lotningin. LÓÐRÉTT 1 óvættur, 2 margtyggja, 3 sefar, 4 snjóhreytingur, 5 glæðir, 6 skúta, 10 ástæða, 12 fálm, 13 ástríða, 15 messuklæði, 16 málmur, 18 belti, 19 fleinn, 20 sál, 21 ilma. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 brögðótta, 8 þekja, 9 eyðni, 10 far, 11 geiri, 13 teiga, 15 fleka, 18 grein, 21 Týr, 22 teiti, 23 urinn, 24 glaumgosi. Lóðrétt: 2 rekki, 3 grafi, 4 ógert, 5 tíðni, 6 óþæg, 7 vita, 12 ryk, 14 eir, 15 fóta, 16 ekill, 17 atinu, 18 grugg, 19 ef- ins, 20 nána. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 89. tölublað (01.04.2003)
https://timarit.is/issue/251327

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

89. tölublað (01.04.2003)

Aðgerðir: