Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 44
HESTAR 44 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fermingargjafir í miklu úrvali GRUNDVÖLLURINN fyrir slíkriaukningu liggur í nýjum tækjabún-aði sem Sæðingastöðin í Gunnars-holti hefur fjárfest í sem mun allt að tífalda afköstin við sæðingar. Þessi nýja tækni gerir dýralækninum kleift að setja sæðið þeim megin í legið sem egglos á sér stað við op eggjaleiðara niður í leghorn. Með gamla laginu var sæðinu sleppt rétt inn fyrir legháls hryss- unnar og þurftu sæðisfrumurnar að koma sér þaðan af eigin rammleik að egginu. Með því að fara með sæðið þessa leið þarf mun minna af sáðfrumum og því nýtist hver sæðisskammtur sem tekinn er úr hesti margfalt. Tvö fyl í stað eins Í tillögunni er gert ráð fyrir að tvöfalda heimild eigenda hestsins þannig að í stað þess að hver hlutur leyfi eina hryssu til klársins verða þær tvær. Þeir tíu tollar sem félagið hef- ur selt á frjálsum markaði til rekstrar á hest- inum verða felldir niður og sagði Sigurður Sæ- mundsson, formaður félagsins, allar líkur á að þar með hætti félagið sjálft að selja aðgang að hestinum og verður þá undir eigendum hans komið hvort þeir vilja selja tolla eða nota þá sjálfir. Taldi Sigurður að sjóður félagsins væri það digur að hann gæti staðið undir rekstri hestsins það sem eftir væri jafnvel þótt hann yrði háaldraður. Einnig myndi sjóðurinn standa straum af kostnaði við sæðingar á 60 hryssum. Með þessum breytingum munu 120 hryssur fá aðgang að hestinum á árinu í stað 70 til 75 áður. Samkvæmt tillögunni verður fyrirkomulagið þannig að hverjum hlut fylgir einn öruggur tollur þar sem félagið greiðir allan kostnað við sæðingu og fleira og kappkostað verður að skila hryssunni með fyli. Innifalið í þessum tolli verður einnig aðgangur að að klárnum í girð- ingu eftir að sæðingum sleppir ef hryssan hef- ur ekki fyljast í sæðingu. Fyrir toll númer tvö þarf eigandinn að greiða kostnað við sæðingu sem ekki er vitað hver verður á þessari stundu. Þessum tolli fylgir engin ábyrgð um fyljun og ekki verður heimilt að fara með þær hryssur sem koma á þessum forsendum í girðingu til hestsins ef þær reynast fyllausar. Hagsmunir ræktunar ráði ferðinni Ef þessi viðamikla tillaga verður samþykkt á fundinum má segja að enn einu sinni hleypi Orrafélagið nýju lífi í stóðhestapólitíkina því þarna yrði um að ræða nýja stöðu og þá beinast augu manna væntanlega að peningahlið máls- ins. Sigurður formaður segir að þótt peninga- mál beri oft á góma þegar talið berst að Orra þá snúist málið fyrst og fremst um að hann skili eigendum sínum sem mest af góðum ræktunargripum til framræktunar. „Hagur minn af þessum breytingum yrði fyrst og fremst sá að ég fengi fleiri afkvæmi undan klárnum og þar með meiri möguleika á að fá úrvals ræktunarhryssur inn í mína ræktun. Mér þykir líklegt að þessi sjónarmið muni ráða ferðinni á aðalfundinum á fimmtudaginn en ekki einhver skammtíma gróðasjónarmið þar sem meira væri hugsað um fjárhagslegan hagnað heldur en ræktunarlegan,“ sagði Sig- urður fullur sannfæringar. Á vit markaðslögmálanna Með breytingum á þessa vegu má ætla að markaðslögmálin muni ráða enn meiru en áður hefur verið um verð á tollum undir Orra sem hefur verið langdýrasti stóðhestur landsins um áratugar skeið. Hefur hann verið rétt tæplega 300% dýrari en sá hestur er næst hefur komist og hlutirnir í Orra hafa verið seldir á eina millj- ón króna síðustu fjögur árin. Sú meginbreyting yrði að Orrafélagið sem hefur til þessa gefið tóninn um verð folatollanna með sölu á tíu til fimmtán tollum ár hvert til rekstrar hestinum mun ekki gefa út neitt verð þar sem engir slíkir tollar verða seldir. Hefur það um nokkurra ára skeið verið 350 þúsund krónur en ef tillagan verður samþykkt munu lögmál markaðarins taka völdin og að sjálfsögðu veit enginn á þess- ari stundu hvaða verð verður í gangi. Telja verður mjög líklegt að framboð á Orratollum muni aukast eitthvað og þá er að sjá hversu mikil eftirspurnin verður og þar með fer verð að myndast. Óvissa og spenna framundan Það sem flækir málið nokkuð er að í gangi verða tvenns konar tollar, tollur A, sá öruggi, væntanlega dýrari eða hvað? Ekki endilega því vissulega er hægt að stilla dæminu þannig upp að kaupandi greiði aðeins ef hryssan fyljast. Þær eru vissulega margar spurningarnar sem munu vakna nái þessi tillaga fram að ganga. Það tvennt að ekki verður gefið út verð á frjáls- um tollum og hitt að um verður að ræða nýtt umhverfi í þessum efnum skapar óvissu og spennu. Er nóg komið af Hraunum og Sömbum? Sigurður var spurður hvort þörfin fyrir Orra í íslenskri hrossarækt væri eins mikil nú þegar klárinn væri að verða sautján vetra og var fyrir nokkrum árum, þegar svo mikill fjöldi af góð- um hrossum undan honum og þá sérstaklega stóðhestum væri kominn á fullt í ræktuninni. „Auðvitað geta menn haft á því skiptar skoð- anir en ég held að menn verði að spyrja sig þeirrar spurningar hvort nóg sé komið af Hraunum og Sömbum í íslenska hrossarækt,“ svaraði Sigurður og var hér að höfða til tveggja gæðahryssna, Hraunu frá Húsavík og Sömbu frá Miðsitju, sem báðar eru undan Orra. „Ef menn telja að nóg sé komið af slíkum gripum í íslenska hrossarækt þá hafa slíkir menn aðra sýn á hrossarækt en ég og fleiri aðilar sem hafa ræktað undan Orra frá Þúfu og notið góðs af. Orri hefur verið að gefa afar verðmæta eig- inleika í mjög ríkum mæli – mun ríkari mæli en aðrir hestar – og tel ég það mikinn happafeng fyrir íslenska hrossarækt ef hægt verður að auka afköst hans þau ár sem klárinn á eftir að gagnast til ræktunar. Mér sýnist að niðjar hans séu að skila mjög góðu og nokkuð ljóst að fram undan er annar hluti Orraævintýrisins sem er framræktun út af klárnum og tel ég það mjög til bóta að sem flestir fái að njóta þátt- töku í þeim hluta ævintýrisins. Þær breytingar sem hér er verið að leggja til stuðla einnig mjög að því að fleiri komist með hryssur til hestsins en verið hefur og tel ég það mjög já- kvætt,“ sagði Sigurður að endingu. Markaðssetning án gæða vonlaus Miklar vangaveltur hafa jafnan átt sér stað meðal hestamanna um gæfu og gengi Orra frá Þúfu og reksturs hans. Allir virðast sammála um að ákaflega vel hafi tekist með markaðs- setningu hans og rekstur. Eigendur hans og aðdáendur undirstrika að engu máli skipti hversu vel er að þessum þáttum staðið; ef gæð- in séu ekki til staðar í ríkum mæli verði ekki neitt úr neinu. Vissulega sé hægt að klúðra markaðssetningu á góðum grip með fákunn- áttu og heimsku en útilokað sé að koma stóð- hesti í erfðafræðilega yfirburði með snilld- arkynningu og markaðssetningu. Mikil eining hefur ávallt ríkt innan Orra- félagsins og allar tillögur forystu félagsins hverju sinni verið samþykktar á fundum fé- lagsins. Það verður því að teljast nokkuð lík- legt að þessi tillaga hljóti brautargengi jafnvel þótt hún feli í sér líklega mestu breytingar frá markaðslegu sjónarhorni sem gerðar hafa ver- ið í sögu félagsins. Það verður spennandi að sjá hverju fram vindur á fundi Orrafélagsins á fimmtudag. Tillaga á aðalfundi Orrafélagsins Aðgengi að Orra frá Þúfu verði aukið um tæp 100% Aðalfundir Orrafélagsins hafa alltaf verið tíðindamiklir og ekki verður nein breyting þar á þegar fundur félags- ins verður haldinn á fimmtudag. Valdimar Kristinsson kynnti sér áhugaverða tillögu sem liggur fyrir fund- inum þar sem lagt er til að hryssufjöldinn hjá klárnum verði aukinn rétt um 100%. Morgunblaðið/Vakri Orri frá Þúfu hefur dregið vagn sæðinga á Íslandi og nú hillir undir að Sæðingastöðin muni tryggja verulega aukin afköst hjá þessum eftirsótta gæðahesti sem hér sést ásamt nokkrum vinum og velunnurum sínum fyrir utan stöðina. Prímusmótorar sæðinga á Íslandi standa til beggja enda, Lars Hansen vinstra megin og Páll Stefánsson heldur í Orra hægra megin. Hið árlega Barkamót var haldið í Glaðheimum á laugardagskvöldið þar sem góð þátttaka var . Hart var bar- ist og allnokkur sætaskipti í úrslitum. Þá hélt Fákur vetrarleika í góðu veðri á Víðivöllum. Töltmót Barka haldið í reiðhöll Gusts á laugardagskvöld 17 ára og eldri 1. Sveinbjörn Bragason, Mána, og Surtsey frá Feti 7v brún 6,70/7,40 2. Hinrik Bragason, Fáki, og Höfgi frá Ártúnum, 6v dökkjarpur 6,50/ 7,28 3. Berglind Ragnarsdóttir, Fáki, og Ögri frá Laugarvöllum 9v jarp- bles. 6,67/7,09 4. Jón Ó. Guðmundsson, Andvara, og Brúnka frá Varmadal 9v brún 6,47/6,99 5. Tómas Ö. Snorrason, Fáki, og Skörungur frá Bragholti 9v bleik- bles. 6,63/6,94 6. Eyjólfur Þorsteinsson, Sörla, og Súla frá Hafsteinsstöðum 7v grá 6,13/6,53/6,78 7. Sigurður Halldórsson, Gusti, og Birtingur frá Selá, 7v brúnstjörn. 6,10/6,43 8. Haraldur Haraldsson, Sörla, og Víkingur frá Gegnishólum 9v sót- rauður 6,13/6,23 9. Rakel Róbertsdóttir, Geysi, og Eldvör frá Hákoti, 7v dreyrrauð 6,13/6,17 10. Berglind R. Guðmundsdóttir, Gusti, og Þjótandi frá Svigna- skarði 7v jarptvístjörn. 6,40/lauk ekki keppni í úrsl. 16 ára og yngri 1. Viggó Sigurðsson, Sörla, og Fant- asía frá Miðfelli 6v jörp 6,20/6,23 2. Guðný B. Guðmundsd., Gusti, og Sjöstjarna frá Svignaskarði 11v brúnstjörn. 4,70/5,94 3. Bjarnleifur S. Bjarnleifss., Gusti, og Vængur frá Köldukinn 8v brúnskjóttur 5,57/5,87 4. Freyja Þorvaldardóttir, Gusti, og Fókus frá Feti 6v brúnskjóttur 4,73/5,50 5. Sunneva L. Ólafsdóttir, Sörla, og Fröken Sara frá Hvítárvöllum 7v rauðblesótt 5,0/5,31 Vetrarleikar Fáks haldnir á Víðivöllum laugardag Karlar 1 1. Hinrik Bragason, Höfgi f. Ártún- um, 6v. Dökkjarpur 2. Magnús Arngrímsson, Gauti f. Reykjavík, 7v. Rauðblesóttur 3. Snorri Dal, Vaka f. Hafnarfirði, 5v. Móálótt 4. Jón Vilhelm, Harpa f. Syðra- Fjalli, 10v. Brún 5. Árni B. Pálsson, Putti f. Vak- urstöðum, 6v. Brúnstjörnóttur Konur 1 1. Hulda Gústafsdóttir, Kólfur f. Stangarholti, 9v. Steingrár 2. Guðrún Edda Bragadóttir, Hring- ur f. Húsey, 10v. Rauðstjörnóttur 3. Edda R. Ragnarsdóttir, Hreggur f. Sauðafelli, 8v. Rauður 4. Rósa Valdimarsdóttir, Hrafnar f. Álfhólum, 12v. Svartur 5. Þórunn Eggertsdóttir, Spóla f. Bjargshóli, 7v. Brún Karlar 2 1. Jakob Jónsson, Komma f. Ak- ureyri, 9v. Rauðstjörnótt 2. Pétur Ö. Sveinsson, Tumi f. Túns- bergi, 8v. Brúnn 3. Andrés Pétur, Hrói, 9v. Brúnn 4. Magnús Norðdahl, Púma f. Efra- Langholti, 5v. Brún 5. Ólafur E. Ólafsson, Grettir f. Litla-Garði, 5v. Grár Konur 2 1. Trille Kjeldsen, Kolskeggur f. Garði, 11v. Dökkjarpur 2. Sigrún Haraldsdóttir, Frakki f. Enni, 5v. Brúnskjóttur 3. Ásta Björnsdóttir, Hvinur f. Syðra-Fjalli, 9v. Rauðblesóttur 4. Þorbjörg Sigurðardóttir, Erill f. Leifsstöðum, 10v. Moldóttur 5. Hallveig Fróðadóttir, Víghöfði f. Hamarshjáleigu, 6v. Brún- skjóttur Ungmenni 1. Birna M. Halldórsdóttir, Kristall f. Hornafirði, 9v. Grár 2. Sif Jónsdóttir, Vinur Kjarvals f. Skarði, 7v. Rauður 3. Harpa Kristinsdóttir, Draupnir f. Dalsmynni, 9v. Brúnn 4. Linda K. Gunnarsdóttir, Heimir f. Meðalfelli, 7v. Rauðblesóttur Unglingar 1. Valdimar Bergstað, Sólon f. Sauð- árkróki, 11v. Brúnblesóttur 2. Sigríður Þ. Þórarinsdóttir, Hrólf- ur f. Bakkakoti, 12v. Brún- stjörnóttur 3. Rán Flygering, Mökkur f. Lang- holtsparti, 6v. Brúnn 4. Unnur G. Ásgeirsdóttir, Gim- steinn f. Hólshúsum, 10v. Rauður 5. Anna Francesca, Igor f. Borg- arholti, 8v. Rauður Börn 1. Teitur Árnason, Erró f. Galtanesi, 8v. Rauðblesóttur 2. Valgerður D. Ólafsdóttir, Svört f. Sigríðarstöðum, 15v. Brún 3. Sara Sigurbjörnsdóttir, Oddur f. Blönduósi, 18v. Rauðtví- stjörnóttur, glófextur 4. Arna Ý. Guðnadóttir, Dagfari f. Hvammi II, 11v. Brúnn 5. Vigdís Matthíasdóttir, Gyðja f. Syðra-Fjalli, 10v. Rauð Pollar 1. Ragnar B. Sveinsson, Tralli f. Kjartansstöðum, 10v. Rauður 2. Konráð V. Sveinsson, Prestur f. Kirkjubæ, 24v. Rauðstjörnóttur 3. Sigurður Helgason, Faxi f. Sogni, 14v. Rauður, glófextur 4. Andrea Jónsdóttir, Krulli, 7v. Rauður 5. Nína M. Tómasdóttir, Númi f. Vatni, 10v., Brúnn 100 m fljúgandi skeið 1. Sveinn Ragnarsson, Skjóni f. Hofi, 10v. Rauður, 8,094 sek. 2. Hinrik Bragason, Skemill f. Sel- fossi, 8v. Bleikálóttur, 8,202 sek. 3. Árni B. Pálsson, Snjall f. Vak- urstöðum, 7v. Grár, 8,244 sek. 4. Hulda Gústafsdóttir, Nótt f. Ytri- Gegnishólum, 9v. Brún, 9,407 sek. 5. Pétur Ö. Sveinsson, Von f. Blönduósi, 12v. Brún, 10,100 sek. Surtsey frá Feti með farseðil á Ístöltið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.