Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 26
LISTIR 26 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ STÆRSTI kammersalur stór- Reykjavíkur var nærri hálfsetinn á tónleikum Xuar Wen og Önnu Rúnar Atladóttur á laugardag og þar með töluvert fleirum áheyr- endum en sóttu síðustu tónleika þeirra á höfuðborgarsvæðinu í ná- vist undirritaðs fyrir fullu húsi Sigurjónssafns í ágústmánuði s.l. Dagskráin virtist öll ný (að frá- taldri aríu Liù úr Turandot) og hófst með fruntaerfiðu konsertarí- unni Mia speranza adorata er Moz- art samdi 1783 fyrir mágkonu sína Aloysiu Weber þar sem Xu sýndi eftirtektarverða hæðartækni. Síð- an var ljóðaflokkur Rodrigos að hluta í endurreisnarstíl, Quatro Madrigales Amatorios, sem eins og margir muna var einnig á pró- grammi heimsdívunnar June And- ersons í fyrravor; hreint frábær- lega fersk og falleg lög og nokkuð vel flutt þrátt fyrir frekar einsleita raddbeitingu. Með Ich trage meine Minne eftir Richard Strauss lauk fyrri helmingi við heldur bragðlitla túlkun, enda þótt þýzkuframburð- ur væri furðugóður. Seinni hálfleikur hófst með smá- perlum Páls Ísólfssonar, Í dag skein sól og Sáuð þið hana systur mína, með hið sjaldheyrðara Frá liðnum dögum í miðju. Píanóleikur var hér í slappara lagi og óná- kvæmur á köflum, en söngurinn var snotur þó að heyrðist lítill texti. Í næsta atriði, Þremur kín- verskum þjóðlögum í útsetningum Shens Wujun (Jasmínblóm), Dings Shande (Hvenær opnast blóm fuglatrésins) og Dongs Sheng (Út- saumaða skjóðan) opnaðist söng- túlkunin svo um munaði og mynd- aði, a.m.k. í huga undirritaðs, hápunkt kvöldsins með svífandi náttúrulýrískum hendingum er hljómuðu eins og stroknar á erl hu fiðlu í austrænum meistarahönd- um. Fylgdu textaþýðingar söng- konunnar á íslenzku, en uppruna- héraða laganna var því miður ekki getið. Í samanburði við téðan hápunkt vantaði, þrátt fyrir grípandi nið- urlag, sjáfstæðari mótun í aríu Liù næst á eftir, og manndrápsflúrið í Ombre légére, hinni óárennilegu aríu Dinoruh úr Le pardon de Ploërmel eftir Meyerbeer, var ekki alltaf nógu hreint, en vakti engu að síður mikla hrifningu tónleika- gesta. Svo fór einnig um lokaatriði dagsins, Glitter and be Gay, úr söngleik Bernsteins til höfuðs of- sóknum McCarthys, Candide (unn- um úr Birtingi Voltaires), jafnvel þótt enn sem oftar heyrðist fulllít- ill texti. Öllu verra var að „vals“- kafli síðasta hlutans lenti í handa- skolum þegar söngur og píanó náðu ekki nógu vel saman; trúlega að mestu á ábyrgð píanóleikarans er þarf að standa skil á viðsjár- verðum krosshrynjum. Það var synd, því söngurinn var að mörgu leyti hrífandi, enda var atriðinu tekið með kostum og kynjum. Úr austri og vestri TÓNLIST Salurinn Kínversk þjóðlög; sönglög og aríur eftir Mozart, Rodrigo, R. Strauss, Pál Ísólfs- son, Puccini, Meyerbeer og Bernstein. Xu Wen sópran, Anna Rún Atladóttir pí- anó. Laugardaginn 29. marz kl. 16:00. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson HILMIR Snær Guðnason fer með aðalhlutverkið í þýsku kvikmynd- inni Erbchen auf Halbsechs, sem tekin verður í Þýskalandi í vor, eins og greint var frá í Morgunblaðinu á sunnudag. Því er ljóst að Hilmir mun hverfa af fjölum Þjóðleikhúss- ins um stundar sakir, en þar fer hann með aðalhlutverk í tveimur stórum sýningum: Veislunni, sem sýnd hefur verið á Smíðaverkstæð- inu síðan í apríl á síðasta ári, og Rauða spjaldinu á Stóra sviðinu, sem frumsýnt var síðastliðinn fimmtudag. Að sögn Stefáns Baldurssonar þjóðleikhússtjóra mun Hilmir Snær fljótlega hætta að leika í umrædd- um sýningum og mun að líkindum ekki koma aftur inn í þær á þessu leikári. „Við erum að æfa nýja leik- ara í hlutverkin um þessar mundir, en Hilmir á eftir að leika eina sýn- ingu af Veislunni og tvær sýningar af Rauða spjaldinu áður en hann heldur utan,“ segir Stefán. „Auðvit- að hefur brotthvarf hans ákveðna röskun í för með sér fyrir okkur, en við höfum vitað með nokkrum fyr- irvara að þetta stóð til og höfum því getað gert nauðsynlegar ráðstaf- anir með eðlilegum hætti. En við samgleðjumst honum innilega með hlutverkið þarna úti, sem virðist vera stórt og flott.“ Leiksýningarnar tvær munu halda áfram göngu sinni út leikárið með nýjum leikurum í hlutverkum þeim sem Hilmir Snær hefur farið með. Kjartan Guðjónsson mun taka við hlutverki Halls í Rauða spjald- inu og Hilmar Jónsson mun taka við hlutverki sonarins Christians í Veislunni. Að sögn Stefáns er óvíst á þessu stigi hvort sýningum á þess- um leikritum verður haldið áfram á næsta leikári. Ekki leikið þar síðan árið 1996 Kjartan Guðjónsson er í hópi fastráðnu leikaranna við Þjóðleik- húsið og var ákvörðun um val á honum í hlutverk Halls tekin í sam- ráði við leikstjóra Rauða spjaldsins, Kjartan Ragnarsson. Þó nokkur ár eru hins vegar liðin síðan Hilmar Jónsson lék síðast í Þjóðleikhúsinu, en síðasta sýning hans var Trölla- kirkja árið 1996. Undanfarin ár hefur hann að mestu fengist við leikstjórn og starfað við Hafn- arfjarðarleikhúsið Hermóð og Háð- vöru, sem hann stofnaði ásamt fleirum árið 1995. „Við fáum hann í hlutverkið vegna þess að mér finnst hann góður leikari sem ég treysti mjög vel í hlutverkið,“ segir Stefán, sem jafnframt er leikstjóri Veisl- unnar. Hilmar mun jafnframt leikstýra Pabbastrák eftir Hávar Sig- urjónsson, sem verið er að æfa í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir. Ekki er enn ljóst hvort sýningin verði frumsýnd á þessu leikári eins og fyrirhugað var. „Leikritið er mjög langt komið í æfingu. Það á að koma inn á litla sviðið að loknum sýningum á Rakstri, en þær hafa gengið mjög vel og þar með ýtt þessari frumsýningu aðeins á und- an sér. Hugsanlegt er að Pabba- strákur verði forsýndur í vor, ef frumsýningin dregst fram á haust- ið,“ segir Stefán að síðustu. Þjóðleikhúsið sýnir Rauða spjaldið og Veisluna áfram Aðrir leikarar taka við hlutverkum Hilmis Snæs Hilmir Snær Guðnason Kjartan Guðjónsson Hilmar Jónsson KAMMERKÓR Hafnarfjarðar og barrokksveitin Aldavinir halda tón- leika í Hásölum, tónleikasal Tónlist- arskólans í Hafnarfirði, í kvöld kl. 20.00. Flutt verða verk eftir William Lawes, Dietrich Buxtehude og Jo- hann Sebastian Bach. Einsöngvarar verða Guðrún Edda Gunnarsdóttir, alt, Garðar Thór Cortes, tenór, og Benedikt Ingólfs- son, bassi. Aldavinir leika á barrokk- hljóðfæri en hópurinn er skipaður Rut Ingólfsdóttur fiðluleikara, Lilju Hjaltadóttur fiðluleikara, Hildigunni Halldórsdóttur, sem leikur á fiðlu og gömbu, Sigurði Halldórssyni á selló og gömbu, Gunnlaugi Torfa Stefáns- syni, sem leikur á víólóne, Peter Tompkins og Gunnari Þorgeirssyni, sem leika á barrokkóbó, og Kára Þormar á orgel. Stjórnandi Kamm- erkórs Hafnarfjarðar er Helgi Bragason. „Aldavinir sem spila með okkur leika á barrokkhljóðfæri, en forkólf- ar hópsins eru systkinin Sigurður Halldórsson og Hildigunnur Hall- dórsdóttir. Hópurinn spilar einnig mjög skemmtilegt verk eftir William Lawes, samið á fyrri hluta sautjándu aldar, og svo kanóna eftir Bach sem fundust 1974 eða 5, en þeir eru byggðir á stefinu sem Bach notaði í Goldberg-tilbrigðunum. Þetta er mögnuð músík. Ég veit ekki hvað Bach var að gera þarna, maður fer bara að hlæja, það er svo sniðugt að heyra hvað hann getur gert með þessa fáu tóna. Kórinn syngur svo tvær kantötur, aðra eftir Buxtehude, Alles was ihr tut, og er með þeim stærri sem hann samdi – með mikl- um kórsöng. Hin kantatan er Allein zu dir Herr Jesu Christ eftir Bach, mjög falleg.“ Helgi segir að það sé sérstaklega áhugavert að á tónleikunum leiki þau Hildigunnur og Sigurður á tenór- gömbur en þær heyrast nánast aldr- ei á tónleikum hér. „Við erum að reyna að setja svolitla fúkkalykt í tónlistina með því að nota hljóðfæri þess tíma sem hún var samin á. Þeg- ar ég var í námi í Vínarborg, heyrði ég í fyrsta sinn í hljómsveitinni Con- centus Musicus að spila Bach og þá féll ég alveg fyrir þessum gömlu hljóðfærum. Eftir það hefur mig allt- af langað til þess að flytja barrokk- músík þannig svona lítið og heimilis- legt, frekar en í stóru útsetningunum eins og tíðkaðist fyrr á síðustu öld. Mér finnst tækifærið komið núna, því það eru svo margir góðir hljóðfæraleikarar orðnir sér- fróðir í leik á þessi hljóðfæri. Svo eigum við líka orgel í lægri stillingu hér í Tónlistarskólanum og það hent- ar þessari tónlist vel. Ég er líka hrif- inn af Bach. Maður ætti að líta á það sem heilagt hlutverk að flytja minnst eina kantötu á ári. Þetta eru frábær verk, þótt þær séu ekki kassastykki eins og passíurnar og óratorían. Gæðin liggja í tónlistinni sjálfri og það er óstjórnlega skemmtilegt að fást við þessi verk.“ Helgi segist heppinn með söngfólk, það sé mikið af ungu fólki í Kammerkór Hafnar- fjarðar. „Maður rekst aldrei á vegg. Með þennan hóp er alltaf hægt að komast aðeins lengra í hvert sinn sem glímt er við stærri verk.“ Heilagt hlutverk að flytja Bach-kantötur Kammerkór Hafnarfjarðar og Helgi Bragason stjórnandi fyrir utan Hásali. LEIKLISTARNÁMSKEIÐ fyrir áhugafólk verður haldið í Kram- húsinu um páskana. Námskeiðið er á vegum Öld Akademin sem skipuleggur námskeið á Norður- löndum. Leiðbeinandi er Ásgeir Sigurvaldason, leikari og leik- stjóri sem starfar í Svíþjóð. Unnið verður með stutt eintöl, frumsam- inn texta eða ljóð að eigin vali. Há- marksfjöldi þátttakanda er 10. Skráning í Kramhúsinu. Leiklist fyrir áhugafólk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.