Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 11 JÓN Þorvaldur Ingjaldsson varði doktorsritgerð á sviði klínískrar sál- fræði (Clinical Psychology) við há- skólann í Bergen í Noregi 14. febr- úar sl. Nefnist rit- gerðin „Uncons- cious processess and vagal activity in alcohol depend- ency; Ómeðvituð upplýsingavinnsla og taugafræðileg „vagus“-stjórnun hjá áfengissjúklingum“. Ritgerðin samanstendur af röð tilrauna þar sem áfengissjúklingum eru birt áreiti tengd áfengisneyslu á þann hátt að meðvituð skynjun á áreitunum er takmörkuð. Áfengissjúklingar sem upplifðu sterka sókn (fíkn) í áfengi sýndu merki um ómeðvitaða skynjun á áfengistengdum áreitum. Engin slík viðbrögð komu fram hjá öðrum þátttakendum í tilrauninni sem ekki áttu við áfengisvandamál að stríða. Áfengissjúklingarnir höfðu einnig minni sveigjanleika í sinni lífeðlislegu starfsemi sem var mæld sem lítill breytileiki í hjartslætti. Lítill sveigj- anleiki í lífeðlislegri starfsemi var tengdur erfiðleikum til að stjórna áfengisneyslu og almennum vanda- málum við hugræna og tilfinn- ingalega aðlögun. Ritgerðin getur varpað ljósi á hvers vegna áfeng- issjúklingar eiga erfitt með að standa við meðferðarmarkmið sín. Ósjálfráð og ómeðvituð ferli draga áfeng- issjúklinginn að áreitum tengdum neyslunni þrátt fyrir meðvitaðan ásetning um bindindi. Að sama skapi eru möguleikar áfengissjúklings til þess að vinna á móti slíkum ósjálfráð- um áfengistengdum hugrænum ferl- um takmarkaðir sökum lítils sveigj- anleika í sállífeðlislegri starfsemi. Leiðbeinandi var prófessor Jon Christian Laberg við Háskólann í Bergen í samstarfi við prófessor Juli- an Friedman Thayer í National Insti- tute of Health (Bandar.). Andmæl- endur við vörnina voru prófessor Miles W. Cox, Háskólanum í Wales, og Kjell Mortein Stormark, aðstoð- arprófessor við svæðisbundna mið- stöð fyrir barna- og unglingageð- lækningar. Jafnframt hefur Jón sinnt klínískri vinnu í meðferð vímuefnamisnotenda. Hann hefur haldið fjölda erinda á al- þjóðlegum ráðstefnum og skrifað greinar í vísindarit í tengslum við miðlun á rannsóknum sínum. Jón Ingjaldsson er fæddur 1967 í Reykjavík en ólst upp á Akranesi. Hann tók stúdentstpróf frá Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi árið 1987 og lauk BA-námi í sálfræði og þjóðfræði við Háskóla Íslands 1992. Jón starfaði í tvö ár við sér- kennslu nemenda með námserf- iðleika við Fjölbrautaskóla Vest- urlands og lauk embættisprófi í sálfræði frá Háskólanum í Bergen 1997. Vorið 1998 fékk hann fjögurra ára styrk frá Háskólanum í Bergen til doktorsnáms við klíníska deild sál- fræðistofnunar háskólans. Jón er sonur Ingjaldar Bogasonar tann- læknis og Ingibjargar Jónu Jóns- dóttur sérkennara. Jón er kvæntur Guðríði Björnsdóttur hjúkr- unarfræðingi og eiga þau tvo syni. Jón starfar nú við rannsóknir á stjórnendaeiginleikum hjá stjórn- unardeild norska hersins. Doktor í sálfræði TALSVERT skortir á að 12. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna sé uppfyllt í íslenskri stjórn- sýslu en greinin lýtur að því að börn fái tæki- færi til að tjá skoðanir sínar á málum er þau varða og hafa áhrif á ákvarð- anir þar um. Umboðsmaður barna telur að ástæður þess megi m.a. rekja til þess að fullorðnir óttist að börnum sé ekki treystandi til að hafa slík áhrif. Fjallað var um umrædda grein Barnasáttmálans á málþingi um börn, unglinga og lýðræði, sem fram fór á Þingvöllum á laugar- dag. Þingið var haldið að frum- kvæði umboðsmanns barna í sam- starfi við laganema úr mannréttindahópi ELSA (Europ- ean Law Students’ Association). Að sögn Þórhildar Líndal, um- boðsmanns barna, hefur greinin oft verið nefnd lýðræðisgreinin en samkvæmt henni eiga aðildaríkin að „tryggja barni, sem myndað getur eigin skoðanir, rétt til þess að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varðar og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur barns og þroska“. Þórhildur segist hafa reynt að ýta við framkvæmd þessa ákvæð- is allt frá árinu 1995. „Ég skoraði þá á sveitarstjórnir landsins að leita leiða svo börn gætu haft áhrif á málefni innan sveitarfé- lagsins eins og þeim stendur rétt- ur til, skv. þessari grein en það liggur alveg ljóst fyrir að hún er langt frá því komin til fram- kvæmda.“ Gerir börnin ábyrgari Hún segir að kominn sé góður vísir að slíku starfi í Reykjavík þar sem svokölluð ungmennaráð og Reykjavíkurráð ungmenna séu annars vegar. Þá hitti nemendur grunnskóla Mosfellsbæjar bæjar- stjórn a.m.k. einu sinni á ári þar sem málefni þeirra eru rædd. „Þessi samræða er rétt að byrja milli barna og stjórnmálamann- anna en það er enn mjög langt bil á milli þeirra.“ Þannig skortir á í íslenskri stjórnsýslu að hlusta á hvað börnin hafa fram að færa og taka svo tillit til þess. Að mati Þórhildar er mikilvægt að þetta þátttökulýðræði barnanna sé virt enda stuðli það að því að þau alist upp sem upp- lýstir og ábyrgir borgarar sem aftur leiði til betra samfélags. „Það að fá að vera með í ákvörð- unarferli gerir okkur ábyrgari. En það þurfa allir að fá tækifæri til að vera með og ræða málin. Því þarf líka að huga að kennslu í tjáningu, framsögn, rökræðum og að taka við upplýsingum og öðru slíku og þarna vantar einnig tals- vert mikið upp á.“ Hún segir þó mikilvægt að und- irstrika að börnunum beri ekki skylda til að hafa skoðanir á öllu. „Það er talað um að þau eigi rétt á að láta skoðanir sínar „frjáls- lega“ í ljós og þetta hefur verið túlkað „af fúsum og frjálsum vilja“. Ef þau vilja eiga þau að hafa þennan rétt til að hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi og þegar betur er að gáð hafa þau skoðanir á skipulags- og byggingamálum, tómstundum, æskulýðsmálum, skólamálum og svo mætti lengi telja. En skyldan hvílir á stjórn- völdum.“ Efla þurfi nemendaráð Tólfta grein Barnasáttmálans þykir að sögn Þórhildar afar rót- tæk. „Þarna fá börnin rödd og það á ekki bara að hlusta á þau heldur einnig taka visst mark á því sem þau segja, þó miðað við aldur og þroska. Við fullorðna fólkið erum mjög sammála um að öll börn eigi rétt á umönnun og vernd eins og kemur fram í sáttmálanum en þriðji punkturinn er að börn eigi að vera virkir þátttakendur í sam- félaginu. Þetta er mörgum full- orðnum þyrnir í augum. Þeir eru hræddir við þetta og það vantar traust á að það sé óhætt að láta börnunum þessi áhrif í té en þau þurfa auðvitað handleiðslu full- orðinna til að vinna með þau.“ Því segir hún að vinna þurfi að viðhorfsbreytingu hjá fullorðnum í garð barna og unglinga varðandi þetta. Þá hafi komið sterkt fram á málþinginu að efla þurfi nem- endaráð innan grunnskólanna. „Þau hafa svo til eingöngu sinnt félagslegu hliðinni í skólunum en samkvæmt 17. grein grunnskóla- laganna eiga nemendaráðin einn- ig að sinna hagsmuna- og velferð- armálum nemenda. Það er reyndar bara heimildarákvæði en ekki skylda og því miður er ekki alls staðar að finna nemendaráð. Auk þess virðast skólayfirvöld ekki hafa vitað í öllum tilfellum að nemendaráðin hafi svona víðtækt hlutverk.“ Þá hafi líka verið bent á að nemendaráðin starfi nær einungis á unglingastigi grunnskólans. „Það kom hins vegar fram í máli Guðrúnar Snorradóttur, sem tal- aði um börn og lýðræði, að hún er að vinna með þátttökulýðræði með sex til átta ára börnum og Norðmenn eru komnir með þetta niður í leikskóla. Hins vegar þurfa menn ávallt að aðlaga sig að aldri og þroska barnsins.“ Rætt um barnasáttmála SÞ á málþingi um börn, unglinga og lýðræði Íslensk börn ekki talin fá tækifæri til að hafa áhrif Þórhildur Líndal ÍRIS Óttarsdóttir, gestamóttöku- stjóri Nordica-hótels við Suður- landsbraut, segir að fyrsta starfs- helgi hótelsins hafi gengið vel. Um 385 manns snæddu kvöldverð á hótelinu á laugardagskvöld og af þeim gistu um 240 á hótelinu fyrstu nóttina. Framkvæmdir við hótelið, sem áður hét Hótel Esja, hófust sumarið 2001, en það verð- ur formlega tekið í notkun 25. apr- íl næstkomandi. Íris segir að framundan sé nóg að gera; mikið af bókunum hafi borist. Í kringum 160 manns starfa á hótelinu og stillti hluti þeirra starfsmanna sér upp fyrir ljós- myndara Morgunblaðsins á laug- ardagskvöld. Morgunblaðið/Jón Svavarsson „Fyrsta helgin gekk vel“ FRAMKVÆMDASTJÓRI Plastic Surgery Iceland í Garði, sem býður upp á ferðir til Íslands vegna lýtaað- gerða og vísar á Guðmund M. Stef- ánsson lýtalækni í því sambandi, seg- ist efast um að siðareglur lækna eða læknalög eigi við um starfsemi sína. Landlæknir telur ljóst að hafi lækna- lög verið brotin og málið hafi verið tekið upp við lýtalækninn sem í hlut á en landlæknir hafi aftur á móti ekki boðvald yfir starfsemi Plastic Surg- ery Iceland. „Ég er ekki að auglýsa Guðmund heldur vil ég koma því á framfæri að ég sé með alvörulækni en ekki ein- hvern skottulækni en slíkt er þekkt erlendis. Þess vegna nefndi ég nafnið hans,“ segir Elmar Þór Magnússon, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. „Þannig getur fólk á Bretlandi eða annars staðar kannað bakgrunn hans en Guðmundur lærði í Englandi. Við ákváðum hins vegar að fella nafn Guðmundar burt af heimasíðunni á meðan rannsókn stendur yfir og vafi leikur um hvort þetta standist lög eða reglur. Ég vil ekki vera að ögra ein- um né neinum.“ Betri og öruggari aðgerðir hér Elmar Þór segir verð á lýtaaðgerð- um hér og á Bretlandi, þar sem mark- hópur hans er, áþekkt. „Þær eru ör- lítið ódýrari hér en aftur á móti vildi ég koma á framfæri að heilbrigðis- þjónusta á Íslandi er þekkt fyrir að vera mjög góð. Ég hef séð mjög slæm verk, ef orða má það svo, eftir enska lækna og þess vegna reyndi ég að koma því á framfæri á heimasíðunni að íslenskir læknar væru á meðal þeirra bestu og vönduðustu í heimi.“ Elmar Þór segir að í heildina hafi hann kannski vísað um 15 stúlkum til Guðmundar. En síðan ég stofnaði þetta fyrirtæki og fór að bjóða upp á pakkaferðir hingað hefur ein stelpa komið. Hinar voru stelpur sem hafa unnið í Club Casino í Keflavík og komu ekki hingað sérstaklega til að fara í lýtaaðgerð en ákváðu að gera það í leiðinni. Þær spurðu mig bara álits og ég benti á Guðmund.“ Sigurður Guðmundsson landlækn- ir segir það vera alveg skýrt að þarna sé verið að brjóta læknalög sem banni að aðrir en læknar auglýsi starfsemi þeirra. „Þetta höfum við að sjálfsögðu rætt við lækninn sem þarna á í hlut en yfir honum höfum við boðvald. Hann mun koma því á framfæri við eiganda fyrirtækisins að þessu verði breytt hið snarasta. Við höfum hins vegar ekki boðvald yfir auglýsandanum eða eigendum þessa fyrirtækis.“ Sigurður tekur fram að nektar- dansmeyjar, rétt eins og blaðamenn, lögfræðingar eða aðrir eigi rétt á að fá umrædda þjónustu ef hún er í boði á annað borð. Starfsgrein sjúkling- anna komi þessu máli ekki við. Spurð- ur segir Sigurður að umræddur lýta- læknir hafi borið að nafn hans hafi verið sett á heimasíðu fyrirtækisins án vitundar hans og menn hafi ekki ástæðu til annars en taka þann fram- burð læknisins trúanlega. „Hann sagði að eigandi fyrirtækisins hafi haft samband við hann og spurt hvort hann mætti vísa til hans sjúklingum. Hann hafi kveðið já við því en sagt að það yrði þá að vera eins og með aðra sjúklinga, þ.e. það yrði að vera milli- liðalaust og læknir sæi um það sjálf- ur.“ Vill ákveðnar forsendur Landlæknir segir að það verði að koma í ljós hvort það sé nóg að fjar- lægja nafn læknisins af heimasíðu fyrirtækisins. „Það er ansi djúpt tek- ið í árinni um íslenska lækna á heima- síðunni en við eigum eftir að fara nán- ar yfir það. En við viljum auðvitað að það sé fjallað um fag okkar og störf af ákveðinni virðingu. Við höfum mikinn áhuga á því að útvíkka íslenska heil- brigðisþjónustu og að við getum sinnt fleirum en okkar eigin fólki en það verður að gera það á ákveðnum for- sendum.“ Íslenskt fyrirtæki býður Íslandsferð og brjóstastækkun í einum pakka Landlæknir segir læknalög brotin TIL stendur að gera varðskipið Óðin haffært svo það verði til taks í verk- efni hjá Landhelgisgæslunni ef á þarf að halda. Um 11 milljónir kostar að gera skipið haffært. Ekki er þó reiknað með útgerð Óðins í rekstr- aráætlunum Landhelgisgæslunnar fyrir árið 2003. Dagmar Sigurðardóttir, upplýs- ingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, sagði að Óðinn færi í slipp 5. maí nk. og reiknað væri með því að skipið yrðið orðið haffært 15. maí. Óðinn gerður haffær ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.