Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 29 m þau. Í stað barnakorts örnum sem fól í sér 30 na greiðslu á hvert barn, gis greitt með börnum að 7 etta eru efndirnar um ramsóknar. Sjálfstæðisflokkurinn í ann kemur með sömu lof- Verk ríkisstjórnarinnar ar sínu máli. Barnabætur kertar um 11,5 milljarða í di ríkisstjórnar, með því að narfjárhæðir ekki fylgja Þetta kom fram í frétt g hefur ekki verið hrakið. ekjutenging úr öllu hófi. nar byrja að skerðast við rónur hjá einstaklingi en hjá hjónum. Stjórnarflokk- emsagt breytt barnabótum fátæktarbætur. Þær ur en tekjurnar ná fátækt- Enda er það svo að aðeins æðra foreldra fá óskertar og 3% hjóna. Skerðing tekna var til muna minni þegar Jóhanna Sigurð- félagsmálaráðherra, jafn- jóður hefði úr miklu ila en nú. Ótekjutengdi verulega hærri og barna- bætur voru þá greiddar öllum börnum til 16 ára aldurs. Tillögur Samfylkingar felldar Í þessum efnum stöndum við öðrum þjóðum langt að baki og kaldhæðnis- legt að heyra loforðin núna korteri fyrir kosningar. Í aðildarríkjum OECD þekkist tekjutenging barnabóta aðeins í Ástralíu, Grikklandi, Ítalíu, Kanada, Portúgal og á Spáni auk Ís- lands. Barnabætur eru ýmist greiddar til 16 eða 18 ára aldurs, og er skipting nokkuð jöfn. Samfylking hefur tvívegis á nýliðnu þingi reynt að fá stjórn- arflokkana til að hækka barnabætur. Meðal annars með því að greiða ótekjutengdar barnabætur með öllum börnum. Stjórnarflokkarnir hafa ávallt fellt slíkar breytingartillögur. Nú síð- ast gerðist það í desember. Þá lögðum við til að ótekjutengdi hluti barnabót- anna yrði greiddur með öllum börnum á þessu ári að 16 ára aldri. Nú, þegar kosningar eru eftir rúm- an mánuð, eru sömu margsviknu lof- orðin endurtekin á landsfundum stjórnarflokkanna. En staðreyndirnar tala sínu máli. Sjálfstæðisflokkurinn sveik loforðin sem hann gaf á lands- fundinum fyrir síðustu kosningar. Er einhver ástæða til að trúa honum núna? veisla Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. ar kemur að landbúnaði fær n stuðning frá ríkinu. Hann fnræðis við þá sem fyrir eru. að sjávarútvegi fær nýliðinn frá ríkinu. Hann nýtur ekki æðis. Báðir eiga þeir að kaupa ifa sjálfstæðir af þeim sem eininni. um atvinnugreinum eru að því að stofna fyrirtæki og á jafnræðisgrundvelli í sam- sem fyrir eru. vill verða bóndi í dag sér að lmingi lægri heildartekjur en r eru í greininni. Og sá sem guleikana á því að hefja út- jótlega að því að það er of ess að þeir sem voru í útgerð eiga Íslandsmið. Þeir fá allan ar landbúnaðar- eða sjáv- koma til umræðu er eins og einu verið skipt um forrit í álamönnum sem hafa ráðið ilda önnur lögmál. Þá verður ð að séreign þeirra sem fyrir æðið til heimanota fyrir út- unun hins opinbera ramleiðslu og fjárbúskap vilja heildarframleiðslunni með framleiðslu hvers einasta ismunun í stuðningi frá hinu opinbera. Það felst í þeirri staðreynd að nýliðarnir og þeir sem vilja auka fram- leiðsluna fá engan stuðning. Þetta á að koma í veg fyrir fram- leiðsluaukningu. Ríkisstyrkurinn er not- aður til mismununar og miðstýringar. Í sjávarútveginum virkar kvótaúthlutunin með nákvæmlega sama hætti og rík- isstyrkur. Mismunar og kemur í veg fyrir nýliðun. Það væri tæknilega alveg jafn hægt að nota þessar aðferðir í mörgum öðrum greinum. En þegar menn ræða um aðrar greinar en landbúnað og sjávarútveg verður atvinnufrelsið, jafnræðið og sam- keppnin þrátt fyrir fórnarkostnaðinn sem fylgir henni, aftur lifandi sem betur fer. Ný atvinnutækifæri njóti jafnræðis Það ástand mismununar og miðstýr- ingar sem ríkir í íslenskum landbúnaði er niðurstaða af forystu Framsóknarflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins kynslóð fram af kynslóð og hafa bændur trúað þeim fyrir sér og sínum. Og bændaforystan hefur ráðið miklu um stefnuna. Sú stefna er fyrir löngu sér til húðar gengin. Ég vona og trúi að atvinnulíf í íslenskum sveitum geti átt bjarta framtíð. En sú framtíð rennur ekki upp fyrr en stjórnvöld og forysta bænda sætta sig við að sömu grundvallarreglur eigi að gilda í landbún- aði og í öðrum atvinnugreinum. Þar þarf atvinnufrelsi og jafnræði að koma í stað miðstýringar og mismununar. Þar þurfa ný atvinnutækifæri að njóta jafnræðis við þau gömlu til stuðnings frá hinu opinbera. efna Höfundur er alþingismaður. GRÍÐARLEGAR breytingar hafa orðið á atvinnuháttum landsmanna og á við- skiptaumhverfinu. Með auknu frelsi í viðskiptum hefur samkeppnishæfni ís- lensks atvinnulífs batnað verulega. Það er mikilvægt að hafa í huga að okkar at- vinnulíf á í síharðnandi samkeppni við fyrirtæki á alþjóðamarkaði. Rekstrar- umhverfið hér þarf því að jafnast á við það besta í löndunum í kringum okkur. Framsóknarflokkurinn hefur farið með málefni atvinnulífsins síðastliðin átta ár. Óhætt er að segja að þar hafi tekist vel til. Þegar Framsóknarflokk- urinn tók sæti í ríkisstjórn árið 1995 ríkti algjör stöðnun í íslensku atvinnu- lífi. Hjólin tóku hins vegar að snúast á nýjan leik þegar samningar tókust um fjárfestingar í stóriðju eftir langa bar- áttu stjórnvalda og allra flokka til þess að laða hingað til lands erlent fjármagn. Byggt var nýtt og fullkomið álver í Hvalfirði og álverið í Straumsvík stækkað. Þessi fyrirtæki hafa reynst mikill happafengur fyrir íslenska þjóð. Rekstur þeirra hefur gengið afar vel, þau skapa mörg og vel launuð störf og skapa þjóðarbúinu mikilvægar útflutn- ingstekjur. Miklu fleira hefur gerst síðan 1995. Hér hafa orðið til þúsundir starfa í nýjum atvinnugreinum svo sem á sviði hátækni, lyfjaiðnaðar, líftækni og hugbúnaðar. Háskólar hafa stóreflst með aukinni samkeppni og samfara auknu frelsi á fjármagnsmörkuðum hafa orðið til ótal mörg ný störf. Þessi störf eru unnin af háskólamenntuðu ungu fólki og eru vel launuð. Ríkið hef- ur dregið sig út úr rekstri á þessum samkeppnismarkaði og lagt þess í stað áherslu á að styrkja eftirlitsstofnanir og herða löggjöf á því sviði. Hvað há- skólana varðar er rétt að benda á að með tilkomu nýrra háskóla á síðustu ár- um hafa skapast við þá mörg góð störf og það sem mikilvægara er; þar bjóðast nú fleiri tækifæri fyrir fólk að mennta sig, meiri fjölbreytni og aukin endur- menntun. Aukin menntun er lykilfor- senda þess að Ísland standi sig í sam- keppni þjóðanna. Vel búið að íslenskum fyrirtækjum Á síðasta ári var gerður alþjóðlegur samanburður á rekstrarkostnaði fyr- irtækja. Ísland var þar borið saman við stærstu lönd Evrópusambandsins, Bandaríkin, Kanada og Japan. Þessi rannsókn, sem unnin var af KPMG í Kanada, sýndi svo ekki verður um villst að hér er vel búið að fyrirtækjum. Best kom Ísland út í greinum á sviði hugbún- aðar, rannsókna og þróunar, lyfja- og stoðtækjaframleiðslu. Þær breytingar sem gerðar hafa verið á skattalegum að- stæðum fyrirtækja hér á landi hafa haft jákvæð áhrif á rekstur þeirra, sem skil- ar sér í hærri launum til starfsmanna og auknum verðmætum í þjóðarbúið. Áhugi erlendra fjárfesta á Íslandi staðfestir góðar rekstraraðstæður hér á landi. Ákvörðun alþjóðlega álfyrirtæk- isins Alcoa um að velja Ísland til að byggja sitt fyrsta álver í 20 ár, sýnir styrk okkar. Sú framkvæmd mun án nokkurs vafa bæta þjóðarhag, auka út- flutningsverðmæti okkar, skapa hér hagvöxt og aukna landsframleiðslu. Þessi framkvæmd tryggir lands- mönnum hærri laun – sama hvar á land- inu sem þeir búa. Framsóknarflokkurinn getur svo sannarlega verið stoltur af sínu starfi í ráðuneytum atvinnumála undanfarin 8 ár. Það býr kraftur í íslensku atvinnulífi og þeim krafti á ekki að halda niðri heldur skapa honum farveg svo hann leysist úr læðingi. Við munum áfram leggja áherslu á atvinnumálin fáum við tækifæri til í ríkisstjórn á næsta kjör- tímabili. Það er enda undirstaða alls að hér sé blómlegur rekstur fyrirtækja, að við búum við hagvöxt í efnahagslífinu og fjölgum áfram störfum. Ef við höfum ekki vöxt í atvinnulífinu verður ekkert svigrúm hjá ríkinu að auka þjónustu sína og styrkja velferðarkerfið. Blómlegur kvikmyndaiðnaður Framsóknarflokkurinn mun áfram leggja áherslu á nýsköpun í íslensku at- vinnulífi. Við höfum stutt við atvinnu- greinar, sem áður voru að mestu af- skiptar, en í dag standa miklu sterkari. Kvikmyndaiðnaðurinn er ágætt dæmi um það. Árið 1996 voru ársverk í kvik- myndaiðnaði 120 hér á landi en eru nú margfalt fleiri. Þegar 5 mínútna atriði í nýjustu James Bond-kvikmyndinni var tekið upp hér á landi á 10 vikum var rúmum 300 milljónum króna velt inn í landið. Og það sem meira er að á Höfn í Hornafirði velti verkefnið rúmum 200 milljónum króna gegnum samfélagið þar, og það utan hefðbundins ferða- mannatíma. Þessari atvinnugrein hafa verið sköpuð skilyrði til vaxtar m.a. með sérstökum aðgerðum stjórnvalda til að laða að erlenda kvikmyndagerð. Þannig byggist atvinnustefna Fram- sóknarflokksins á fjölbreytni. Það er því algerlega út í hött að halda því fram að við hugsum eingöngu um stóriðju. Við styðjum hana ásamt öðru. Við höfnum ekki stóriðjunni. Þar liggur munurinn á okkur og vinstri flokkum. Þar kjósa menn alhæfingar og upphrópanir; allt eða ekkert. Framsóknarflokkurinn vel- ur hvort tveggja; brot af því besta. Öflug atvinnustefna lykill til velferðar Eftir Björn Inga Hrafnsson „Ef við höfum ekki vöxt í atvinnulífinu verður ekkert svigrúm hjá ríkinu að auka þjónustu sína og styrkja velferðarkerfið.“ Höfundur er skrifstofustjóri og skipar 2. sætið á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. UPP á síðkastið hefur verið mikið fjallað um kjör aldraðra og öryrkja. Á fundi, sem velferðarnefnd ASÍ hélt mið- vikudaginn 19. mars sl., komu fram óhugnanlegar staðreyndir um lífskjör þessa hóps hér á landi. Jafnframt hefur það margítrekað verið staðfest að fá- tækt er miklu meiri hér á landi en hæstráðendur vilja gera sér grein fyrir. Það væri að æra óstöðugan að ætla sér að birta tölulegar staðreyndir. Það væri líka að æra óstöðugan að mótmæla full- yrðingum fylgjenda ríkisstjórnarinnar um að skattar hafi lækkað á und- anförnum árum. Hafi þeir lækkað, þá hafa ýmis gjöld, sem bitna illilega á ör- yrkjum og öldruðum, hækkað svo að skattalækkanir eru uppétnar um leið. Það væri líka að æra óstöðugan að telja upp alla þá milljarða, sem soðn- ingaríhaldið og fylgifiskar þess hafa flutt úr landi með framsali veiðiheimilda og braski með þær. Einhver hefur talað um allt að 40 milljarða, sem fluttir hafa verið úr landi og litlir eða engir skattar greiddir af þeim. Verstöðvarnar í kringum landið eiga undir högg að sækja. Í Vestmanna- eyjum fer bátum fækkandi og með sömu þróun verður þess ekki langt að bíða að gert verði út á ferðamanna- markaðinn og auðar bryggjur, gamlir og úreltir bátar verða til sýnis um forna frægð fyrrum sjósóknara lands, sem kvótakerfið lagði að velli. Hvílíku grett- istaki hefði verið hægt að lyfta, hefðu þessir fjármunir skilað sér að hluta til til þjóðfélagsins. En því miður blasir við eftirfarandi staðreynd: Það var líklega í byrjun síðasta ára- tugar liðinnar aldar að yfirvöld þessa lands tóku upp þá ógæfulegu stefnu að tekjutengja alla skapaða hluti. Tekju- tenging örorkulífeyris varð staðreynd. Þannig var fötluðu fólki refsað fyrir að hafa einhverjar tekjur. Þannig var sú reisn, sem margir fatlaðir vilja sýna með því að stunda atvinnu sér til fram- færis, brotin niður. Þannig var margt af þessu fólki hvatt til þess að stunda vinnu, sem kallast svört. Þannig eru margir fatlaðir því miður neyddir til þess að styðja við það neðanjarð- arhagkerfi, sem hefur velt um 35 millj- örðum á undanförnum árum, eftir því, sem ég las á síðum Morgunblaðsins. Frjálslyndi flokkurinn vill koma til móts við þennan þjóðfélagshóp meðal annars með jöfnun skatta og hækkun persónuafsláttar. Það væri nauðsynlegt að hækka skattleysismörk til samræmis við launaþróun undanfarinna ára, eins og marg hefur verið lofað. Það væri þarft að hækka örorkulífeyri þannig að fólk geti haldið reisn sinni. Aldursteng- ing örorkulífeyris er mikið fagnaðar- efni. Þetta getur þýtt tvöföldun lífeyris hjá þeim, sem verða öryrkjar innan 18 ára aldurs. En Frjálslyndi flokkurinn hefur hamrað á því stöðugt að tvöfalda þurfi allan lífeyri hjá öryrkjum þessa lands, að minnsta kosti. Frjálslyndi flokkurinn er á móti því að fólki sé refs- að fyrir það hvernig það er af guði gert. Það vill enginn lenda í því að teljast með fötlun eða örorku. En slys, sjúkdómar og meðfædd fötlun veldur því að að- stæður fólks eru eins misjafnar og fjöld- inn er breytilegur. Íslendingar hafa löngum verið þekkt- ir fyrir að vilja greiða götu þeirra, sem eiga á einhvern hátt undir högg að sækja. Fyrrverandi formaður Sjálf- stæðisflokksins, Ólafur Thors, hélt því fram í lok fjórða áratugar liðinnar aldar að Íslendingar hefðu alla burði til þess að búa við besta velferðarkerfi í heimi og ættu að sjá sóma sinn í að viðhalda slíku kerfi. En lýðskrum áhangenda þeirra sem ráða nú byggist á því að ala fólk upp í aumingjagæðum og það eigi að þakka fyrir allt, sem að því er rétt. Megi komandi kosningar verða til þess að augu núverandi ráðamanna opnist fyrir mistökum sínum, þegar þeir verða felldir af stalli. Frjálslyndi flokkurinn og fólkið sem byggir þetta land Eftir Gísla Helgason „Það væri þarft að hækka örorkulíf- eyri þannig að fólk geti haldið reisn sinni.“ Höfundur skipar 2. sæti á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavík suður. ddi í lög – og það er stefna okksins að svo verði gert – ðla að því að rétta hlut sjáv- gðanna. Hún festir veiðirétt- byggðirnar og treystir þær enn skulu ekki gleyma því að mál hefur verið sett á oddinn smábátasjómanna og er í ða í hinum dreifðu byggðum, gsmuna- og framfaramál. tæða til þess að fagna því að leitt til lykta á landsfund- Við viljum ekki ækka kvótaþakið lýtur að hámarksafla- stakra fyrirtækja, kvótaþak- a. Eins og menn vita hafa gilt komið í veg fyrir að fyrirtæki rráðarétt yfir meiru en til- utdeild (kvóta) í einstökum m. Undan þessu ákvæði hafa eins og menn vita. Þessi lög m árabil og haft áhrif. Þau g eru sett til þess að koma í veg fyrir frekari samþjöppun aflaheim- ilda. Hafa þau sannarlega náð tilgangi sínu; ella væru þeir ekki kvarta undan til- vist þessara laga, sem telja eðlilegt að frekari samþjöppun eigi sér stað. Sá sem hér stýrir penna lagði fram til- lögu í sjávarútvegsnefnd landsfundarins sem var svo hljóðandi: „Lög sem kveða á um hámarksaflahlutdeild einstakra fyr- irtækja hafa gefist vel og kemur ekki til greina að breyta þeim til rýmkunar.“ Þessi tillaga var samþykkt í nefndinni og staðfest síðan af landsfundinum. Þetta er með öðrum orðum stefna Sjálf- stæðisflokksins. Nú liggur það semsé fyr- ir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ályktað mjög afdráttarlaust í þessum efnum. Við viljum ekki, sjálfstæðismenn, breyta þess- um lögum í átt til rýmkunar, en tillagan útilokar ekki að gengið sé í hina áttina, þ.e að kvótaþakið sé lækkað. Áhersluatriði sem skipta máli Þessi tvö áhersluatriði skipta máli. Til- lögurnar eiga það sameiginlegt að vera fluttar af okkur, almennum landsfund- arfulltrúum. Þær fengu eðlilega, lýðræð- islega umræðu. Landsfundarfulltrúar tóku beina afstöðu til þeirra og sam- þykktu. Stefnumörkun okkar í þessum efnum er því skýr og afdráttarlaus. ir m Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.