Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurbjörg Krist-ín Elíasdóttir fæddist í Ytritröð í Eyrarsveit á Snæ- fellsnesi 13. apríl 1909. Hún lést á hjartadeild Landspít- alans 25. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Elías Elíasson, f. 6. maí 1860 í Efri-Hlíð á Snæf., d. 31. júlí 1944, og Steinunn Jóns- dóttir, f. 24. mars 1888 á Vindási á Snæf., d. 1. október 1969. Fósturfaðir Sigurbjargar Kristínar frá tveggja ára aldri var Kristján Hjörtur Skúlason, f. 16. mars 1884, d. 23. desember 1933. Systkini Sigurbjargar Kristínar sammæðra eru: Guðmundur Krist- jánsson, f. 1912, d.1969, Oddgeir Ágúst Kristjánsson, f. 1913, d. 1986, Una Kristjánsdóttir, f. 1915, d. 1972, Ásthildur Kristjánsdóttir, f. 1917, d. 1993, Cecilía Kristjánsdótt- ir, f. 1919, Helgi Kristjánsson, f. 1925, d. 1969, Skúli Kristjánsson, f. 1927, d. 1986. Systkini Sigurbjarg- hreppi í Strandasýslu, d. 1. desem- ber 1937. Synir Sigurbjargar Krist- ínar og Jóhanns eru: 1) Trausti, f. 2. júlí 1936, maki Jastrid J. Andersen, f. 4. apríl 1940, sonur þeirra er Jó- hann Aron f. 2. ágúst 1972, sonur hans er Róbert Emil, f. 7. septem- ber 1996. 2) Þorlákur, f. 16. desem- ber 1943, maki Sigríður Guð- mundsdóttir, f. 9. apríl 1947, börn þeirra eru: a) Sigurbjörg, f. 15. des- ember 1965, maki Guðmundur Hjálmarsson, f. 15. mars 1964, börn þeirra eru: aa) Hjálmar, f. 1. októ- ber 1987, ab) Þór, f. 21. apríl 1989, ac) Elías, f. 15. júní 1995, ad) Sigríð- ur Dís, f. 8. apríl 2002, b) Guðrún, f. 29. apríl 1969, maki Þórður Ing- þórsson, f. 27. maí 1966, börn þeirra eru: ba) Sunna Jónatansdótt- ir, f. 21. október 1986, bb) Dagur, f. 16. desember 1997, c) Herdís, f. 28. nóvember 1974, maki Sigurður Magnús Jónsson, f. 28. september 1971, börn þeirra eru: ca) Jakob Örn, f. 21 júní 1997, cb) Rafnar Örn, f. 2. janúar 2002, d) Jóhann, f. 1. febrúar 1977, maki Margrét Sturlu- dóttir, f. 17. október 1978. Sigurbjörg Kristín var húsmóðir ásamt ýmsum störfum en lauk starfsferli sínum þegar síðasta mjólkurbúð Reykjavíkur, á Ránar- götunni, var lögð niður á níunda tug síðustu aldar. Eftir það tók hún virkan þátt í ýmsu félagsstarfi og helgaði sig afkomendunum. Útför Sigurbjargar Kristínar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. ar Kristínar samfeðra eru: Ágúst Marteinn Elíasson, f. 1885, d. 1887, Ágúst Marteinn Elíasson, f. 1887, d. (ekki vitað), Hjörtur Svanlaugur Elíasson, f. 1890, d. 1967, Lárus Elíasson, f.1893, d.1971, Kristín Sús- anna Elíasdóttir, f. 1896, d. 1985, Guð- brandur Elíasson, f. 1900, d. 1900, Sölvi Elí- asson, f. 1904, d. 1988, Valgeir Elíasson, f. 1906, d. 1992, Jónína Laufey Elíasdóttir, f. 1916, d. 1916, Sigurvin Elíasson, f. 1918. Sigurvin og Cecilia eru einu systkinin á lífi. Hinn 1. júní 1935 giftist Sigur- björg Kristín Jóhanni Þorlákssyni vélsmíðameistara, f. 5. janúar 1898 í Laugarlandi í Reykhólasveit., d. 20 maí 1971. Jóhann starfaði lengi vel sem verkstjóri hjá Vélsmiðjunni Héðni. Foreldrar hans voru Þorlák- ur Guðmundsson, f. 3. júlí 1860 í Hólum Reykhólasókn A-Barð., d. 20 september 1898, og Guðlaug Dagsdóttir, f. 5. júní 1866 í Árnes- Ekki held ég að nokkur eigi eða hafi átt betri ömmu en ég. Ég á bágt með að trúa því að þú sérst farin frá okkur og að ekki sé hægt að skreppa til þín og heilsa upp á þig en samt finnst mér eins og þú hafir dáið fyrir viku en ekki tveim dögum, svo hægt hefur tíminn liðið. Amma var yndisleg manneskja í alla staði, hlý og góð og vildi engum heyra hallmælt, hún vildi allt fyrir alla gera og fannst hún aldrei gera nóg, sagðist t.d. skammast sín fyrir að bjóða okkur ekki í matarveislu þó að hún væri orðin 93 ára. Hún vildi gera allt sjálf og helst enga hjálp þiggja, þó þáði hún það að ég aðstoðaði hana við fjármálin og að ég reyndi stundum að versla fyrir hana ódýrara annars staðar en í hverfisbúðinni, helst vildi hún það samt ekki því þá þyrfti ég að halda á því inn til hennar, núna síð- ustu vikurnar þegar styttist alltaf á milli þess sem hún var lögð inn þá varð hún reið yfir því ef einhver ætl- aði að fara að skipta sér af lyfjunum hennar eða að reyna að létta meira til með henni, hún gat sko alveg gert þetta sjálf og ætlaði aldeilis ekki að verða eitthvert gamalmenni sem gæti ekki hugsað um sig sjálf, enda er ég fegin fyrir hennar hönd að hún þurfti ekki að liggja lengur fárveik á spítala, fimm sólarhringar voru í raun of mik- ið fyrir hana og til síðustu stundar var kollurinn í lagi, sjálfstæði hennar sýndi sig líka þegar hún ætlaði heim í helgarfrí daginn eftir að hún var lögð inn í síðasta skiptið, fannst það bara sjálfsagt, það væri alltaf öllum hent heim um helgar af spítölum, svo af hverju ekki henni! Allar minningarnar sem ég á frá henni eru ómetanlegar og geymdar í hjarta mér, oft og mörgum sinnum dvaldi ég hjá ömmu sem barn og alltaf sótti maður í að fara til hennar og í dag eru mörg ár síðan synir mínir fundu hvað var gott að vera hjá henni, sem betur fer höfum við búið það ná- lægt henni að tveir þeir eldri, Hjálm- ar og Þór, hafa farið mörgum sinnum í viku til hennar síðustu ár, stundum daglega og sá yngsti, Elías, var rétt byrjaður að fá að fara til hennar í heimsókn án þess að ég kæmi með. Nákvæmlega viku áður en hún dó var hann einmitt hjá henni á meðan ég fór með systur hans í sund og ekki kvart- aði hún yfir því að vera veik, samt veit ég nú að hún var orðin ofboðslega þreytt en frekar vildi hún fá lang- ömmubörnin í heimsókn en ekki, hversu veik sem hún var, hún sagði líka margoft að það hefðu verið lang- ömmubörnin sem héldu í henni lífinu en líklega hefur henni þótt komið nóg. Langömmubörnin urðu alltaf fleiri og fleiri og finnst mér sorglegt að dóttir mín litla fái aldrei að kynnast ömmu sem persónu, ég mun samt halda uppi minningu hennar og leyfa henni að þekkja hana í gegnum mig. Daginn áður en amma dó fór dóttir mín með mér til hennar upp á spítala og þegar amma sá hver var komin þá var eins og hún lifnaði öll við, hún ljómaði upp og hálflyftist í rúminu, hún tók í hönd- ina á Sigríði Dís og strauk á henni vangann þegar við kvöddum hana og meira segja vinkaði amma til okkar bless, mér fannst þetta ótrúlegt mið- að við hversu veik hún var, en hún gat líka gert margt bara með viljastyrkn- um! Elsku amma, ég á eftir að sakna þín óumræðilega mikið, þú hefur ver- ið hér allt mitt líf og ert nú farin, það er eitthvað sem er erfitt að sætta sig við en ég veit það líka að ég er mjög heppin að hafa haft þig svona lengi hjá mér, ég veit það líka að það er vel tekið á móti þér, þú varst búin að bíða þolinmóð í 32 ár eftir að hitta afa aft- ur, ég veit líka þú fylgist með okkur og brosir til okkar áfram, umhyggju þinni fyrir okkur er ekki lokið, hún kemur bara frá öðrum stað, við sjáumst seinna, elsku amma mín, það er ég sannfærð um. Guð geymi þig. Ástar- og saknaðarkveðja. Þín sonardóttir Sigurbjörg. Elskuleg amma mín, Stína amma, er látin. Það er sárt að þurfa að kveðja. Amma var alltaf til staðar og stór hluti af mínu lífi. Frá því ég man eftir mér hefur hún alltaf tekið á móti mér opnum örmum og elskað mig skilyrðislaust. Þær eru óteljandi minningarnar sem rifjast upp um samvistir mínar og barna minna með ömmu. Allt frá því hún bjó á Fram- nesveginum og þar til nú síðustu árin á Norðurbrún. Sem barn var yndis- legt að fá að heimsækja ömmu og sofa hjá henni, vakna á sunnudagsmorgn- um við sönginn í Ríkisútvarpinu. Baka vöfflur og kleinur, borða ís eins og maður gat í sig látið, spila ólsen ól- sen, rússa, veiðimann, fara í kirkju og fleira. Já, eða bara vera hjá henni og finna hlýjuna. Það var gaman að heyra ömmu segja frá sér sem barni og unglingi í Grundarfirðinum. Sögur af því þegar hún fór að heiman sem unglingur til Reykjavíkur að vinna eða þegar hún kynntist afa og hvernig hann var. Ein skemmtilegasta sagan af henni og afa var af því þegar þau keyrðu á mótorhjóli til Hveragerðis, hann með hana aftan á, þar sem hún varlega hélt um mittið á honum. Það lýsti af ömmu þegar hún talaði um afa, hún saknaði hans greinilega mik- ið og það hlýjar mér um hjartarætur að vita að nú eftir tæp 32 ár eru þau sameinuð aftur. Ég er þakklát því að börnin mín hafi fengið sama tækifæri og ég til að kynnast Stínu langömmu sinni. Sunna tók við af mér að fara til lang- ömmu sinnar og gista og eyða stund- um með henni en færri urðu því miður stundir Dags með ömmu þar sem við fluttum til Danmerkur fyrir 4½ ári. Þegar við fluttum fannst mér langerf- iðast að kveðja ömmu og ég veit henni þótti erfitt að kveðja okkur þar sem við vorum nánast daglegir gestir hjá henni. Alltaf þegar ég heimsótti Ís- land óttaðist ég að það yrði í síðasta skipti sem ég sæi ömmu á lífi þótt hún væri dugleg og færi allra sinna ferða nánast fram á síðasta dag. Hún meira að segja heimsótti okkur til Dan- merkur í tilefni níræðisafmælis síns. Alein kom hún með flugvélinni og var hjá okkur í ½ mánuð og það er ekki langt síðan hún talaði um að koma aft- ur í heimsókn til okkar. Já, amma var aðdáunarverð. Ég hlakkaði mikið til að koma heim í sumar ásamt Sunnu og Degi og hitta hana. Innst inni grunaði mig þó að hún ætti ekki svo langt eftir vegna veikindanna síðustu mánuði. Hún var þó alltaf svo hress á milli að ég von- aðist til að hún hresstist við í þetta skiptið eins og áður, þó útlitið væri ekki gott. Það var erfitt að vera svona langt í burtu, vitandi það að líklega sæi ég hana ekki aftur á lífi. En minn- ingin um yndislegu ömmu mína og langömmu barnanna minna lifir og ég veit að hún vakir yfir okkur. Ég er þakklát fyrir allt sem hún hefur gefið mér og börnum mínum, það er ómet- anlegt veganesti sem alltaf mun eiga stóran sess í hjarta mínu. Amma sagði alltaf „Guð geymi þig“ þegar hún kvaddi og kveð ég ömmu með sömu orðum: Guð geymi þig, elsku amma mín. Fyrir hönd mín og barna minna, Sunnu og Dags, Guðrún. Elsku amma. Það er ótrúlega sárt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur og að við munum ekki sjá þig aftur í bráð. Þú varst svo einstök og ótrúlega klár, að orð fá því ekki lýst. Þrátt fyrir að þú værir að verða 94 ára, varstu alltaf 100% með á nótun- um og það var hægt að ræða við þig um allt milli himins og jarðar. Hvort sem við ræddum um nýjustu tækni í læknavísindum, seinni heimsstyrjöld- ina eða frostaveturinn mikla, þá gast þú alltaf komið með innlegg í um- ræðuna sem sýndi ótrúlegan skilning þinn á umræðuefninu. Þú hafðir einn- ig frá ótrúlega miklu að segja frá langri ævi og varst alltaf til í að deila reynslu þinni og upplifun með okkur. Þegar ég var í menntaskóla kom ég oft til þín í hverri viku og borðaði með þér í hádeginu, síðan þegar ég hélt áfram í námi þá varð vegalengdin á milli lengri og smám saman slitnaði upp úr þessari hefð okkar sem varð til þess að heimsóknirnar urðu ekki eins tíðar og við hefðum viljað. Það er erf- itt að hugsa til þess að það eru ekki margar vikur síðan við ákváðum að endurvekja þessa hefð og náðum við ekki nema nokkrum skiptum áður en þú veiktist skyndilega. Ég á eftir að sakna þess mikið að geta ekki skotist til þín í hádeginu til að ræða við þig um alla mögulega og ómögulega hluti. En þó að sorgin sé þung, þá held ég að við ættum ekki að vera döpur á þessum tímapunkti heldur gleðjast yfir þinni löngu og farsælu ævi. Það eru ekki margir sem eru jafnheppnir og þú að geta séð algjörlega um sig sjálfir alveg fram á síðasta dag. Ég enda þetta á því síðasta sem þú sagðir við mig. Eigðu góðar stundir, elsku amma mín. Þinn Jóhann. Elsku amma mín. Þegar ég hugsa til baka þá man ég eftir mér og Jóa að baka vöfflur í eldhúsinu á Háaleitis- brautinni eða við borðstofuborðið að spila veiðimann. Ég man líka þegar við hlupum niður brekkuna, niður á Suðurlandsbraut til að ná strætó heim, eins seint og við máttum fara. Það voru góðar stundir. Í heimsókn- um síðari ár spilaðir þú við Jakob Örn son minn og þá reyndi hann aldrei að hagræða spilareglunum sér í hag eins og hann gerir við alla aðra. Honum datt ekki í hug að svindla á svona gamalli konu, langömmu sinni. Þegar ég sagði honum að þú værir dáin og farin til guðs þá spurði hann mig hvað þú hefðir verið lengi að fljúga þangað. Hann ætlar nefnilega að verða flug- stjóri. Rafnar Örn litli var alltaf jafn- glaður að koma til þín og lék við hvern sinn fingur hjá þér. Við vildum ekki segja þér í síðustu viku að hann væri veikur og ekki væri vitað hvað amaði að honum. Ég trúi því að þú hafir far- ið til að vaka yfir honum og vernda hann á þessari stundu. Þakka þér fyr- ir fallegu munina sem þú gafst mér og Sigga, sérstaklega myndirnar tvær sem þú málaðir og lampann sem þú gerðir úr mósaík, ég læt lampann loga til minningar um þig. Þakka þér fyrir allar góðu samverustundirnar. Saknaðarkveðja. Herdís. Mikið hef ég verið heppinn allt mitt líf að hafa kynnst jafnstórkostlegri manneskju eins og þér, langamma, enginn getur nokkurn tímann komið í stað þín. Þú vildir allt fyrir mann gera og baðst aldrei um neitt í staðinn. Þú getur ekki ímyndað þér hversu vel ég naut samveru þinnar og hversu mikið þú fræddir mig um gamla daga og líf þitt. Mér þykir mjög leitt að þú skulir vera farin, en ég veit að þú ert á betri stað núna en mikið vildi ég að þú vær- ir hérna enn því ég elska þig svo mikið og mun aldrei gleyma þér, ég á eftir að sakna þín sárt. Við vorum mjög ná- in þegar þú fórst, ég kom til þín oft í viku en nú get ég það ekki lengur og á eftir að sakna þess mikið. Þú varst alltaf svo hrifin af ljóðunum mínum svo ég ákvað að semja eitt til þín í kvöld til að kveðja þig. Takk fyrir allar þær góðu stundir sem þú hefur gefið mér. Ég elska þig meira en þú mundir nokkurn tímann geta ímyndað þér. Þó þú sofir, lifirðu enn, inni í hjarta mínu. Það verður tómlegt að lifa án þín. Og enginn getur komið í stað þín. Vertu bless, langamma, ég mun ávallt sakna þín. Ég elska þig út af líf- inu, sjáumst seinna vonandi. Kveðja. Þór. Elsku langamma, mér finnst það sárt að þú hafir þurft að fara svona fljótt, ég mun ávallt minnast þín sem bestu og indælustu manneskju sem ég hef kynnst. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér svona vel áður en þú fórst, þú hugsaðir alltaf vel um aðra og það gengu allir aðrir fyrir þér í þínum huga. Ég mun alltaf sakna þín mikið og finnast það skrítið að geta ekki skroppið til þín þegar mér dettur í hug. Ég elska þig og vonandi hitt- umst við aftur. Kveðja. Hjálmar. Elsku Stína amma, þú sagðir síðast við mig að þú vildir bara fá að fara um jólin, vegna þess að þá eru sálmarnir svo fallegir, en vegir guðs eru órann- sakanlegir og ég veit að núna líður þér vel og þú ert komin aftur í fangið á afa. Við stöndum samt hér eftir með söknuð en samt fullt af góðum og ynd- islegum minningum um allt sem við höfum gert okkur síðustu ár, allar þær góðu stundir sem við áttum á Háaleitisbrautinni og allar okkar ferðir og sögur sem þú hefur sagt mér og ég mun segja börnum mínum. Langömmu barnið þitt sagði við mig, að núna ætti hann enga langömmu nema í hjarta sínu, það er svo satt hjá honum og hann veit að þú lifir í hjarta hans og minningu og gætir hans og þú gerir hjá okkar öllum. Elsku Stína amma, megi guð geyma þig. Jóhann Aron Traustason, Róbert Emil Aronsson. SIGURBJÖRG KRISTÍN ELÍASDÓTTIR Elsku langamma, við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þér og vitum að þú vakir yfir okk- ur. Allar stundir stórar sem smáar í gegnum árin með þér verða geymdar í hjarta okkar. Pabbi vill líka þakka þér góð kynni í gegnum árin og hversu góð þú hefur verið við okkur lang- ömmubörnin og alltaf tekið okkur opnum örmum. Guð geymi þig. Elías og Sigríður Dís. HINSTA KVEÐJA Nýja Glæsibæ, sími 533 6129 • Smáratorgi, sími 544 4031 Hafnarfirði, sími 565 0480 • Reykjanesbæ, sími 421 1501 Heiðrum minningu látinna Blómalagerinn • beint frá bóndanum Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l. Þ ó rh . 1 2 7 0 .9 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.