Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 15
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 15 FJÁRMÁLAFYRIRTÆKI eru þau fyrirtæki sem hafa hækkað mest í verði frá áramótum. Af fimmtán veltumestu fyrirtækjunum sem mynda Úrvalsvísitölu Aðallista eru fjármálafyrirtæki í þremur fyrstu sætunum hvað varðar hækkun geng- is. Kaupþing banki hefur hækkað um 16,92% frá áramótum í 7,6 milljarða króna viðskiptum. Búnaðarbankinn hefur hækkað um 16,30% í 15,1 milljarðs króna við- skiptum en þessir bankar eiga nú í formlegum sameiningarviðræðum. Íslandsbanki ber höfuð og herðar yfir önnur félög hvað varðar veltu en alls voru 20,3 milljarða króna við- skipti með bréf félagsins á fyrstu þremur mánuðum ársins. Íslands- banki hækkaði um 6,54% frá áramót- um. Össur lækkaði mest allra fyrir- tækjanna sem mynda Úrvalsvísitöl- una eða um 12,04%. Landsbankinn hækkaði um 12,05% í 14,5 milljarða króna við- skiptum. Minnst velta var með Skelj- ung, eða 524 milljónir króna, og Tryggingamiðstöðina, 572 milljónir króna. Mest viðskipti með bréf Íslandsbanka Kaupþing og Búnaðarbanki hækka mest. %"! &   !&'(&"!) & ##" *&+& +,!- & !& ,!&# !#       !"  "  #    $ %"&  !"  " !"  "   ' "  !"  "  (   )%*  % +  +,-./ %  01   +  21%"0  3""  (&4                   #105 6 6  6 67 68 6 86 6   6 6 6  6 6  6 86      6  68 68 6 6  6 6 6  76 6 68 6 67 6  6   !&'(& . SAMTÖK verslunar og þjónustu, SVÞ, hafa óskað eftir því að Sam- keppnisstofnun skoði lögmæti upp- sagnar MasterCard-Kreditkorta hf. á samningi við fyrirtæki um debet- kortaþjónustu í þeim tilvikum er þau hafa ákveðið að senda kreditkorta- færslur annað. Ragnar Önundarson, fram- kvæmdastjóri Kreditkorta hf., segir uppsögn á verðákvæðum debetkorta- viðskipta þeirra söluaðila sem flutt hafa kreditkortaviðskipti sín annað fullkomlega lögmæta og eðlilega. Sýni fram á aukinn kostnað Í bréfi SVÞ til Samkeppnisstofn- unar, dagsett 26. mars síðastliðinn, segir að þegar samið var um upptöku debetkorta hér á landi árið 1994 hafi söluaðilum verið veittur afsláttur af kreditkortaþóknun ef þeir tækju inn debetkort líka. Segja SVÞ að þessum samningi við Samtök atvinnulífsins hafi aldrei verið sagt upp. Því hafi verið ákveðin þóknun á debetkort sem talin hafi verið viðunandi. Korta- þóknun kreditkorta, sem áður hafi verið samið um, hafi þá verið talin þola lækkun til að ná fram samning- um. SVÞ telja að uppsagnarbréf, sem Kreditkort hf. hafi sent aðildarfyrir- tækjum SVÞ, sé óskammfeilið í ljósi aðstæðna, samkeppnislaga og inn- leiðingar samkeppni á íslenskan greiðslumiðlunarmarkað. „Kortafyr- irtækið hlýtur jafnframt að þurfa að sýna fram á að kostnaður þess við de- betkortafærslusöfnun aukist við það að söluaðili hætti að senda jafnframt kreditkortafærslur til þess, en sendi þær til annars færsluhirðis,“ segir í bréfi SVÞ til Samkeppnisstofnunar. Þá segir að uppsagnarbréf Kredit- korta á samningi við aðildarfyrirtæki SVÞ verði ekki skilið öðruvísi en að Kreditkort bjóði debetkortaviðskipti á hærri þóknun en verið hefur ef það geti ekki snúið söluaðila til fyrri hátta, þ.e.a.s. áður en samkeppni hófst um færsluhirðingu kreditkortafærslna. Samkeppnin í kortaþjónustunni hér á landi, sem vísað er til í bréfi SVÞ til Samkeppnisstofnunar, er inn- koma fyrirtækisins Kortaþjónust- unnar hf. í samstarfi við danska greiðslumiðlunarfyrirtækið PBS, í lok síðasta árs. Ragnar Önundarson segir að deb- etkortasamningum hafi ekki verið sagt upp heldur hafi verðlagsákvæð- um þeirra verið sagt upp í þeim til- vikum er söluaðilar hafi flutt kredit- kortaviðskipti sín annað. Hann segir að Kortaþjónustan hf. hafi fengið samning sem tækniþjónustufyrirtæki og þannig getað sent debetkorta- færslur til Kreditkorta frá kaup- mönnum sem fyrirtækið tekur við kreditkortafærslum frá. „Þegar samkeppni er komin fram koma í ljós ýmsar skekkjur í verð- lagningu,“ segir Ragnar. „Sumt er verðlagt of lágt. Það eru debetkorta- viðskiptin. Þau eru í heild sinni nið- urgreidd af kreditkortaviðskiptunum á Íslandi. Þegar farið er með annan þáttinn í þjónustupakka í burtu er eðlilegt að endurskoða verð á hinum. Við álítum að þetta samrýmist sam- keppnislögunum.“ Ragnar segir að samningum um verðlagningu á debetkortaviðskiptum hafi verið sagt upp með eins mánaðar fyrirvara og gildistaka sé um þessi mánaðamót. Reyna muni því á þetta 1. maí næstkomandi. „Þetta er atriði sem við höfum kannað og teljum lögmætt og eðlilegt. Engan veginn er eðlilegt að leika tveimur skjöldum í þessum viðskipt- um,“ segir Ragnar. Samkeppni í greiðslukortaþjónustu fyrir söluaðila SVÞ óska eftir skoðun samkeppnisyfirvalda OPIN Kerfi Group hf. hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um að kaupa öll hlutabréf í sænska tæknifyrirtækinu Virtus AB. Hjá Virtus starfa í dag 154 starfsmenn á 8 stöðum í Svíþjóð. Í til- kynningu frá Opnum Kerfum segir að vonir standi til þess að gengið verði endanlega frá kaupunum í aprílmán- uði að lokinni áreiðanleikakönnun. Frosti Bergsson, stjórnarformaður Opinna Kerfa Group hf., segir ákveðna hagræðingu fólgna í því að sameina Virtus og dótturfyrirtæki Opinna Kerfa, sænska fyrirtækið Da- tapoint Svenska AB, sem Opin Kerfi keyptu fyrir um einu ári síðan. Hann segir að fyrirtækin passi mjög vel saman. Hið sameinaða fyrirtæki verði einn helsti samstarfsaðili Hewlett- Packard í Svíþjóð varðandi sölu á HP- búnaði og heildarlausnum til fyrir- tækja og stofnana. Starfsmenn verði um 280 talsins hjá hinu sameinaða fé- lagi og ársveltan vel yfir einn millj- arður sænskra króna. Þá segir hann að sameiningin muni styrkja Opin Kerfi Group í því að verða í hópi öfl- ugustu fyrirtækja á norræna upplýs- ingatæknimarkaðinum og að velta samstæðunnar muni aukast um u.þ.b. þriðjung við kaupin á Virtus. Opin Kerfi Group hf. veltu um 10,1 milljarð króna á árinu 2002. Frosti segir að Opin Kerfi Group sé skilgreint sem norrænt upplýsinga- tæknifyrirtæki. Kaupin á Datapoint hafi gengið ágætlega. Þegar HP hafi keypt Compaq á síðasta ári hafi þrjú félög selt Compaq-vörur inn á sama markað og Datapoint og hafi Virtus verið eitt þeirra. Með þessum kaup- um verði til mjög öflugur samstarfs- aðili með rætur bæði í HP og Compaq. Í tilkynningu frá Opnum kerfum Group segir að Virtus hafi verið stofn- að árið 1994 af Christer Hjelmstedt og Erik Samuelsson. Þeir hafi áður verið starfsmenn Digital Equipment AB, og séu aðaleigendur Virtus. Sam- starfsaðili Opinna Kerfa Group í við- ræðunum um kaup á hlutabréfum í Virtus er alþjóðasvið Íslandsbanka hf. Opin Kerfi Group kaupa tæknifyrirtæki í Svíþjóð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.