Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 21
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 21 Árvirkinn Austurv.9/Eyrarvegi 29, Selfossi Geisl i Flötum 29, Vestm. eyjum G.H.LJÓS Garðatorgi 7, Garðabæ Ljósgjafinn Glerárgötu 34, Akureyri Glitnir Brákarbraut 7, Borgarnesi Lónið Vesturbraut 4, Höfn Hljómsýn Stillholti 23 Akranes Rafbúð R.Ó. Hafnargötu 52, Keflavík Straumur Silfurtorgi 5, Ísafirði S.G. Raftækjaverslun Kaupvangi 12, Egilsstöðum PERUBÚÐIR Rafbúð Skúla Þórs Álfaskeiði , Hafnarfjörður Dulux EL longlife Endist í 15.000 klst 5 ára ábyrgð Lukt með sparperu og fjarstýringu Tilboð á 10 pakk frá OSRAM 40W og 60W Tilboð 490 kr. Tilboð 990 kr. Tilboð 4.290 kr. Byggt & Búið Kringlunni / Smáralind Pfaff Borgarl jós Grensásvegi 13, Reykjavík Ti lboð í OSRAM perubúðum YFIR 300 björgunarsveitarmenn alls staðar að af land- inu voru við æfingar í Eyjafirði um helgina á Lands- æfingu björgunarsveita Slysavarnafélagsins Lands- bjargar. Á æfingunni leystu félagar sveitanna alls 47 leitar- og björgunarverkefni þar sem um 140 manns tóku þátt sem „sjúklingar“ og stjórnendur. Æfingar fóru fram víða í Eyjafirði, á hálendinu upp af honum og á hafsvæðinu auk þess sem verkefni voru einnig leyst á Akureyri. Hver sveit fékk tækifæri til að kljást við nokkur verkefni, þannig að menn fengu færi á að æfa leit og björgun við mismunandi aðstæður. Æfingar sem þessar eru haldnar annað hvert ár og þykja þær mik- ilvægur vettvangur fyrir björgunarsveitir til æfinga og samhæfingar. Meginmarkmiðið fyrir sveitirnar er að þær finni styrk sinn við leit og björgun og hvort og þá hverju huga þurfi að eftir æfinguna. Börn sem voru að leik í Kjarnaskógi urðu nokkuð skelkuð þegar herþyrla sveimaði yfir skóginu meðan á æfingunni stóð, en þeim þótti grænmáluð þyrlan ógn- vekjandi og drunurnar miklar. Þá sást langt skaft stingast út úr henni sem minnti á vélbyssu. Héldu sum barnanna að skothríð myndi hefjast líkt og þau hafa séð í sjónvarpinu síðustu daga og töldu jafnvel að stríðið hefði borist til Akureyrar. Landsæfing björgunarsveita Slysavarnafélagsins Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson „Stórslösuðum“ manni á sjúkrabörum „bjargað“ í flot- kvínni við Slippstöðina. Hér er hann hífður upp um op. 47 leitar- og björgunar- verkefni leyst MIKILL fjöldi ungmenna alls staðar að af landinu var saman- kominn á Akureyri um helgina vegna söngkeppni framhaldsskól- anna sem fram fór á laugardags- kvöld. Lögregla var vegna þess með meiri viðbúnað en venja er til um helgar en allt skemmtanahald fór vel fram þó að nokkur erill hafi verið hjá lögreglu að því er fram kemur í dagbók. Ein minniháttar líkamsárás var bókuð en ekki vitað hvort hún leiðir til kæru. Sérstak- lega var reynt að hafa eftirlit með fíkniefnaneyslu og komu tvö slík mál upp um helgina og þá var til- kynnt um tvö innbrot. Alls voru 16 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur og þrír fyrir ölvunarakstur. Þrjú umferðar- óhöpp urðu um helgina en engin slys á fólki. Lögregla mældi hraða tvegga bifreiða sem ekið var eftir Gler- árgötu á 92 kílómetra hraða en þar er leyfilegt að aka á 50 kílómetra hraða. Ökumenn viðurkenndu að hafa verið í kappakstri. Dökkbláum Subaru sendibíl var stolið frá bifreiðastæði við veit- ingahúsið Greifann um miðjan dag á sunnudag. Líklegt er að gleymst hafi að taka lyklana úr kveikju- lásnum nóttina áður. Bifreiðin er merkt Hótelveitingum og Hótel KEA. Ekkert hafði spurst til bif- reiðarinnar í gær og eru þeir sem einhverjar upplýsingar hafa beðnir um að láta lögreglu vita. Erilsamt um helgina en óhappalaust ÞRÍR félagar úr Hjálparsveitinni Dalbjörgu í Eyjafjarðarsveit aðstoð- uðu fólk á tveimur jeppum sem sokknir voru ofan í krapa um fjóra kílómetra austur af Laugarfelli á laugardagskvöld. Beiðnin barst um kl. 18 og fóru björgunarsveitarmenn upp Kerhólsöxl í Sölvadal og voru komnir að fólkinu um kl. 22.45 um kvöldið. Pétur R. Tryggvason hjá Dal- björgu sagði að fólkið, fjórir fullorðnir og tvö börn, hefði ætlað að fara niður úr Eyjafirði, en vegurinn væri koló- fær. Hann sagði að ekki hefði væst um fólkið á meðan björgunar var beð- ið í nokkrar klukkustundir, en veður hefði verið ágætt. Hann sagði snjólétt á hálendinu nú, en þar væri mikill krapi og því varasamt að vera á ferð- inni á þessum slóðum nema þá fólk væri sérlega vel búið. Pétur sagði ferðafólkið hafa verið heppið að því leyti að símasamband hefði verið á þeim slóðum sem það festi bíla sína, en víða væri það gloppótt á hálendinu. Þegar búið var að losa bílana fylgdu Dalbjargarmenn fólkinu niður í Eyjafjörð um Kerhólsöxl og var það komið til síns heima um kl. 6 að morgni sunnudags. Pétur sagði mikið álag hafa verið á félögum Dalbjargar síðustu daga, en um 30 manns úr félaginu voru að störfum við undirbúning landsliðs- æfingar Slysavarnafélagsins Lands- bjargar sem haldin var í Eyjafirði um helgina. Dalbjörg í Eyjafjarðarsveit Fólki úr föstum jeppum bjargað AKSTURSLAG manns sem hjólaði niður Þingvallastræti og Gilið og þaðan norður Skipagötu í átt að mið- bænum um helgina vakti athygli lög- reglu sem þar var á ferð. Þótti mað- urinn hjóla heldur ógætilega og „kastaði þó fyrst tólfunum er hann girti niður um sig buxurnar á miðri Skipagötunni og „múnaði“ framan í vegfarendur,“ segir í dagbók lög- reglunnar á Akureyri. Stöðvaði hún fljótt þessa ósvinnu og kom þá í ljós að maðurinn hafði stolið reiðskjót- anum við KA-heimilið skömmu áður. Var manninum gert að haga sér sið- samlega á almannafæri framvegis og fékk hann síðan að halda áfram ferð sinni fullgirtur, á tveimur jafnfljót- um. Beraði afturendann í miðbænum NÝLEGA útskrifaðist hópur nem- enda úr námi í stjórnun frá sí- menntun Háskólans á Akureyri, en um nokkur tímamót er um að ræða því þetta er í fyrsta skipti sem nem- endur ljúkra lengra endurmenntun- arnámi frá símenntun HA. Um er að ræða þriggja missera nám, alls 300 kennslustundir sem svarar til 15 eininga náms á há- skólastigi. Námið var skipulagt miðað við að það væri stundað sam- hliða starfi. Námið er samstarfs- verkefni Eyþings, sambands sveit- arfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, og símenntunar RHA. Námið skiptist í fjóra efnisflokka: Fjármál, rekstur og áætlanagerð, upplýsingatækni, stjórnsýslu og stjórnun. Þó að námið hafi ákveðna skírskotun til sveitarstjórnarstigs- ins er það fyrst og fremst almennt stjórnunarnám. Í hópnum sem útskrifaðist er jafnt fólk sem sinnir stjórnunarstöfum hjá einkafyrir- tækjum, sveitarfélögum og ríki. Alls útskrifaðist 21 nemandi sem lokið hafði náminu í heild með tilskildum prófun og verkefnum. Einn nem- andi lauk námi í tveimur efnisflokk- um. Þá hafa nokkrir nemendur set- ið námskeið án þess að ljúka prófum. Í upphafi voru 32 nemend- ur skráðir í námið. Símenntun Háskólans á Akureyri Luku námi í stjórnun GYLFI Þórhallsson fyrrverandi for- maður Skákfélags Akureyrar var í miklu stuði um helgina, þegar Fisch- er-klukkumót félagsins var haldið. Hann hlaut 14 vinninga úr 15 skák- um. Í öðru sæti varð Guðmundur Gíslason með 12 vinninga og Sig- urður Eiríksson varð þriðji. Félagið heldur eitt af sínum vinsælu 10 mínútna mótum á fimmtudags- kvöld, 3. apríl, og eru allir velkomnir að venju. Í DAG ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.