Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ              ÞAÐ er ekki einvörðungu á suð- ursvæðum Íslands sem furðulegir hlutir eru að gerast í náttúrunni miðað við árstíma. Hér við heim- skautsbaug gekk oddvitinn okkar, Óttar Jóhannsson, fram á smá- plöntur í Miðgarðamóum sem voru farnar að sýna maí og júní tilburði. Það skal tekið fram að gróður á almennt erfitt uppdráttar í Gríms- ey vegna seltu og legu eyjarinnar. Því vakti þessi sjón enn meiri furðu oddvitans. Gaman verður að fylgj- ast með spám eldri borgaranna á Dalbæ, hvað þeir koma til með að segja um síðasta hluta þessa óvenjulega vetrar. Ljósmynd/Brynjólfur Árnason Vormerki við nyrsta haf Grímsey. Morgunblaðið. VEIÐIBANN vegna friðunar hrygningarþorsks, hrygningarstoppið svokallaða, hefst í dag á veiðisvæð- inu vestan Dyrhólaeyjar og verða allar veiðar bann- aðar innan svæðisins til 21. apríl nk. Á svæðinu austan Dyrhólaeyjar hefst veiðibannið hinn 8. apríl nk. og stendur til 28. apríl. Á meðan friðun hrygningarþorsks stendur yfir eru allar veiðar bannaðar í 21 dag á svæði frá Stokksnesi vestur um að Skor. Fyrri hluta tímabils- ins eru veiðar bannaðar að meginefni til innan fjögurra sjómílna frá fjörumarki en eftir það eru veiðar bann- aðar á mun stærra svæði. Þá eru veiðar bannaðar inn- an þriggja sjómílna frá og með 15. apríl til loka apr- ílmánaðar á svæði frá Hornbjargsvita austur um að Stokksnesi, innan þriggja sjómílna við Grímsey og í öllu Ísafjarðardjúpi. Loks hafa allar veiðar með drag- nót, botnvörpu og kolanetum verið bannaðar allan apr- ílmánuð á þremur tilgreindum svæðum á Breiðafirði, Hafnarleir og Selvogsbanka. Er þetta ákveðið að til- lögu Hafrannsóknastofnunar til að hlífa skarkola með- an á hrygningu hans stendur. Morgunblaðið/Alfons Hrygningarstoppið hefst í dag EMBÆTTI yfirdýralæknis hefur sagt garnaveiki í sauðfé stríð á hend- ur og ætlar að útrýma veikinni á næstu tíu árum. Verður það fyrst og fremst gert með því að bólusetja öll ásetningslömb á svæðum þar sem veikin er landlæg. Í fyrra fundust 36 tilfelli af veikinni, sem getur gert töluverðan skaða á bæjum sé henni ekki haldið niðri. Halldór Runólfsson yfirdýralækn- ir segir að síðustu ár hafi verið tekin sýni úr sláturhúsum víðs vegar um landið til að fylgjast með útbreiðslu sjúkdómsins. Hefur veikin verið til staðar bæði í lágsveitum og upp- sveitum í Árnessýslu, í Kjós, í upp- sveitum Borgarfjarðar og á Mýrum, í Vestur- og Austur-Húnavatnssýslu, Suður-Þingeyjarsýslu og Austur- Skaftafellssýslu. Halldór segir að allir bæir sem vit- að er til að sjúkdómurinn hafi greinst á séu á ákveðinni skrá. „Út- rýming sjúkdómsins fer fyrst og fremst fram með því að hindra út- breiðslu og fækka tilfellum með skipulagðri notkun á garnaveikibólu- efni. Átakið felst í því að skipuleggja bólusetningu betur og tryggja að all- ar kindur sem eru á þessu svæði verði bólusettar á réttum tíma. Það er gert á haustin þegar búið er að velja ásetningslömb.“ Halldór segir að bæir hafi ekki verið settir í sóttkví til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins, en lömbum sé skipt upp í varnarhólf og bæir þar sem garnaveiki hefur kom- ið upp megi ekki selja frá sér ásetn- ingslömb. Sjúkdómurinn hefur ekki áhrif á gæði kjötsins, að sögn Hall- dórs. Til mikils að vinna Sjúkdómurinn leggst fyrst og fremst á sauðfé en getur einnig bor- ist í kýr. „Þetta er mjög hægfara sjúkdómur en getur gert töluverðan skaða á einstökum bæjum ef ekki er fylgst með og bólusett til að halda sjúkdómnum niðri. Einkennin eru þau að dýrin þrífast illa, einnig getur fylgt þessu skita. Dýrin horast og veslast upp ef ekkert er að gert á löngum tíma,“ segir Halldór. Ekki er hægt að lækna kindur sem einu sinni hafa fengið sjúkdóminn. Sjúkdómur- inn berst milli dýra við náinn sam- gang, sýkillinn lifir í saurnum og berst því gjarnan milli dýra sem eru hýst undir sama þaki. Halldór segir erfitt að átta sig á umfangi sjúkdómsins, en samkvæmt ársskýrslu yfirdýralæknisembættis- ins komu upp 36 tilfelli í fyrra frá 22 bæjum. „Það er til mikils að vinna fyrir landið og sauðfjárbændur að losna við þetta, það er umstang og kostnaður við að bólusetja þótt tjón sé yfirleitt ekki mikið af völdum sjúkdómsins,“ segir yfirdýralæknir. Hyggjast útrýma garnaveiki á næsta áratug LEIÐBEINENDUR eru óánægðir með fyrirhugaðar breytingar á skipulagi félagsstarfs hjá þjónustu- miðstöðvum Félagsþjónustunnar í Reykjavík og hafa fulltrúar þeirra óskað eftir fundi með félagsmála- stjóra til að fara yfir stöðu mála, að sögn Huldu Guðmundsdóttur, for- manns FAG, Félags leiðbeinenda. Hulda segir að þegar sé byrjað að segja upp fastráðnum leiðbeinend- um, lausráðnir vinni til 1. júní og óvíst sé hvort þeir verði endurráðnir eftir sumarið. „Í þjónustumiðstöð- inni sem ég vinn hjá hafa fjárveit- ingar fyrir vinnustundir leiðbein- enda t.d. verið skertar úr 75 á viku í 25.“ Hún segir óöryggi ríkja vegna þessa, bæði hjá leiðbeinendum og þeim hópi eldra fólks sem noti þjón- ustuna, en hún snýst einkum um að fólkið komi saman, vinni handavinnu og hafi félagsskap hvert af öðru. „Mikilvægt er að fólkið sem kemur hingað fái að halda við hreyfigetu sinni og stytta daginn.“ Hafa óskað eftir fundi Hulda segir enn fremur að upp- sagnir komi mjög illa við leiðbein- endur sem margir hverjir séu komn- ir yfir miðjan aldur. Hún segist hafa tvívegis óskað eftir fundi með for- stöðumönnum félagsþjónustunnar, fyrst fyrir tveimur vikum, en ekki hafa fengið nein svör enn sem komið er. Lára Björnsdóttir félagsmála- stjóri segir að af 14 félagsmiðstöðv- um borgarinnar muni breytingarnar ná til fimm. „Fjárveitingar í fé- lagsstarfið á þessum fimm stöðum eru nú 10 milljónir fyrir árið 2003 en voru áður 14 svo það er alveg aug- ljóst að einhver hagræðing verður að eiga sér stað.“ Hún segir að aldrei hafi staðið til að loka fimm stöðvum eins og fram kom í fjölmiðlum í vetur heldur hafi verið ætlunin að breyta um áherslur í starfinu, auka sjálf- bært starf og hlut sjálfboðaliða. Viðbrögð við fréttum um breytingar Mörgum hafi hins vegar brugðið við fréttir um breytingarnar og sterk viðbrögð hafi komið frá eldri borg- urum og starfsfólki. Þá hafi verið haldinn fundur þar sem hugmynd- irnar hafi verið kynntar og málin rædd. „Breytingarnar eiga alls ekki að rýra hlut gesta félagsstarfsins, þvert á móti. Starfið eins og það er núna byggist á 30 ára gömlu kerfi og því sjálfsagt að einhvers staðar þurfi að breyta um áherslur í takt við nú- tímann. Til dæmis er verið að auka sjálfstýrt starf sem þýðir að starfs- fólk og þátttakendurnir sjálfir hafa meira um skipulagið að segja,“ segir Lára. Hún bendir á að uppsagnir leiðbeinenda séu ekki miðstýrðar heldur taki forstöðumenn félagsmið- stöðvanna ákvörðun um þær, hver fyrir sig út frá þörfum á hverjum stað og fjárhagsramma. Hún segir að ef ekki hafi þegar verið ákveðinn fundur með þeim leiðbeinendum sem hafa óskað þess verði það gert á næstunni. „Það er alveg sjálfsagt að fá fram sjónarmið leiðbeinenda og því er slíkur fundur hið besta mál.“ Breytingar hjá þjónustumiðstöðvum Leiðbein- endur segjast óánægðir Félagsmálastjóri segir hagræðingu brýna vegna minni fjárveitinga TANNLÆKNIR á fimmtugs- aldri var dæmdur í fimm mán- aða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir tilraun til fjársvika og skjalafals. Falsaði hann reikn- inga og gerði með því tilraun til að hafa rúmlega 320 þúsund krónur út úr Tryggingastofnun ríkisins. Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til fjársvika og skjala- fals með því að hafa í blekking- arskyni gefið út sjö reikninga, tilhæfulausa að hluta og öllu leyti, með tilbúnum dagsetn- ingum aftur í tímann, samtals að upphæð rúmar 430 þúsund krónur. Fullnustu refsingar ákærða var frestað og fellur hún niður eftir tvö ár haldi hann skilorðið. Jónas Jóhannsson héraðs- dómari kvað upp dóminn. Örn Clausen hrl. var verjandi ákærða. Málið sótti Helgi M. Gunnarsson, fulltrúi frá efna- hagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra. Dæmdur fyrir skjalafals FRAMSÓKNARFLOKKURINN fékk 9,3% fylgi í könnun Frétta- blaðsins og hefur fylgi flokksins ekki mælst eins lágt áður. Samkvæmt niðurstöðum könnun- arinnar fengi Sjálfstæðisflokkurinn 35% fylgi, Samfylkingin fengi 38,5%, Vinstri grænir 9% og Frjálslyndi flokkurinn 8% fylgi. Í könnun blaðs- ins fyrir viku fékk Framsóknar- flokkurinn 11%, Sjálfstæðisflokkur- inn 33%, Samfylkingin 38,3%, Vinstri grænir 9,4% og Frjálslyndi flokkurinn 7,8%. Skoðanakönnun Fréttablaðsins Framsóknar- flokkurinn með 9,3% fylgi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.