Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 18
BRESKIR landgönguliðar voru í gær um tvo kíló- metra frá Basra, næststærstu borg Íraks. Gerð var hörð sókn að þorpinu Abu al-Qassib, þar sem írask- ar sveitir höfðu tekið sér vígstöðu. Mörg hundruð íraskir hermenn voru teknir til fanga og sögðu Bretar að þetta hefði verið mesta aðgerð breska hersins eftir að innrásin í Írak hófst. Segjast Bretar nú næstum hafa umkringt Basra. Þegar er komið í ljós að bandamenn gerðu sér vonir um að í Basra væri það mikil andstaða við Saddam Hussein og stjórn hans að borgin myndi falla næsta auðveldlega, en annað hefur komið á daginn og eru ástæðurnar margvíslegar. Nú segir breski herinn að markmiðið sé að ná valdi á svæð- unum suður og suðaustur af borginni og halda þeirri vígstöðu fremur en að ná borginni sjálfri. Ein af ástæðunum fyrir því að Írakar eru nú sagðir tregir til að rísa upp gegn Saddam Hussein er reynsla þeirra frá Persaflóastríðinu 1991. Þá hvatti stjórn George Bush, þáverandi forseta Bandaríkjanna og föður núverandi forseta, Íraka til uppreisnar, en aðhafðist síðan ekkert þegar Sadd- am Hussein kvaddi uppreisnina niður með valdi. Einnig hefur því verið haldið fram að hvað sem líði afstöðu Íraka til Saddams vilji þeir ekki að utanað- komandi öfl hlutist til um stjórnarfar og forustu við stjórn Íraks. Mannréttindafrömuðurinn Sahib el-Hakim, sem veitir forustu Írösku mannréttindasamtökunum í London, segir að í þessum umræðum virðist menn horfa fram hjá því að þegar uppreisnin 1991 var kæfð fóru fram víðtækar hreinsanir. El-Hakim tel- ur að mörg hundruð þúsund manns hafi horfið í þessum hreinsunum og nefnir töluna 250 þúsund, sem hann segir að samtök sín og önnur alþjóðleg mannréttindasamtök telji að sé nærri lagi. Fleiri eru taldir hafa horfið eftir uppreisnina. „Nánast allra þeirra er saknað til þessa dags,“ skrifar el-Hakim í grein, sem birtist á vef Stofnunar um fréttaritun af stríði og friði (IWPR). „Meðal þeirra eru margir, sem hefðu getað veitt forustu og leiðsögn bæði í þessu stríði og þegar – og ef – stjórn Saddams verður loks steypt.“ El-Hakim rekur að þegar Saddam Hussein náð- aði alla glæpamenn landsins 20. október á síðasta ári í því skyni að afla sér aukinna vinsælda hafi hann sleppt einum pólitískum fanga, Sayyed Mohammed el-Tabatabai, sjítaklerki frá hinni heilögu borg Karbala. El-Tabatabai er á áttræðisaldri og vakti lausn hans úr fangelsi nokkra athygli. El-Hakim bendir á að hins vegar hafi flestum sést yfir þá stað- reynd að aðrir pólitískir fangar voru látnir dúsa áfram bak við lás og slá. Náðu hreinsanirnar til 400 þúsund manns? Samtök el-Hakims hafa tekið saman tölur frá fjórtán af átján héruðum Íraks og komast næst því að allt að 400.000 manns hafi horfið í eða eftir upp- reisnina 1991. Flestir þeirra eru sjítar og Kúrdar. Ali Hassani, verkfræðingur frá Írak og formaður Basra-samtakanna í London, segir í grein á vefsíðu IWPR að íbúar Basra hafi verið fyrstir til að rísa gegn Saddam 1991, meðal annars vegna þess að þá gekk orðrómur um að Saddam hefði verið myrtur eða hlaupist á brott. „[Íbúar Basra] vita hvað getur kostað að gera mistök í þessum efnum og það er ekki aðeins vegna þess, sem gerðist 1991. Árið 1998 setti stjórnin á svið bílslys þar sem Sayyed Mohammed Sadr, helsta trúaryfirvald íraskra sjíta, átti að hafa látist. Í Basra var gerð uppreisn. Stjórn- völd mættu henni af hörku og í leiðinni voru mosk- urnar þrjár í borginni jafnaðar við jörðu.“ Treystir ekki lengur fólkinu Hassani segir að Saddam Hussein hafi lært af reynslunni frá 1991 þótt hann sé ef til vill ekki jafn- sterkur fyrir og þá. „Í þeim efnum er mikilvægast að hann treystir ekki lengur fólkinu,“ skrifar Hass- ani. „Árið 1991 þegar bandamenn fóru í stríð við hann eftir að hann réðst inn í Kúveit vopnaði Sadd- am sveitir í Basra. Nú hefur hann sent utanaðkom- andi sveitir inn í Basra og þeirra áætlun er að koma í veg fyrir hvers kyns uppreisn.“ Hann segir að liðsmenn Baath-flokksins, stjórn- arflokksins í Írak, hafi haldið sig í höfuðstöðvum sínum árið 1991 og því hafi verið hægt að ráðast á þá á einum og sama staðnum. Nú séu þeir á götum úti. Þegar ráðist hafi verið á höfuðstöðvar Baath- flokksins í Basra í átökunum núna hafi verið búið að tæma þær nokkru áður. Basra niðurlægð borg „Basra er nú niðurlægð borg,“ skrifar Hassani. „Samanlögð áhrif óstjórnar Baath-flokksins er skortur á vatni, rafmagni, skólum og heilbrigðis- þjónustu. Aðeins einn af þremur spítölum borgar- innar er starfandi og þar skortir alls kyns búnað. Fólki er sama þótt það hafi ekki þessa hluti, en til þess að það geri uppreisn þurfa Bretar og Banda- ríkjamenn að skapa sömu kringumstæður og 1991.“ Hassani og el-Hakim óttast báðir að Saddam muni reyna að sá fræjum tortryggni milli banda- manna og sjíta. Hassani skrifar að bandamenn verði að gera sér grein fyrir því að sjítar í Írak séu ekki öfgamenn eins og í Íran og Líbanon: „Öfga- fyllsti íraski sjítinn er hófsamur.“ Saddam muni láta liðsmenn sína ganga um með ennisbönd með áletr- unum á borð við „guð er mikill“ og láta þá fremja hryðjuverk, sem bandamenn muni síðan kenna sjít- um um. El-Hakim segir að það myndi ekki koma sér á óvart ef Saddam léti eyðileggja heilaga staði í borgunum Najaf og Karbala og láta líta út fyrir að bandamenn hefðu verið að verki. Fórnarlömb hreinsana tal- in vera hundruð þúsunda Reuters Breskur hermaður leitar á íröskum körlum áður en þeim er hleypt aftur inn borgina Basra í Suður-Írak. Bretar segjast næstum hafa umkringt Basra. Ástæðan fyrir því að ekki hefur verið gerð uppreisn í Basra er ekki aðeins tortryggni í garð bandamanna. Þegar uppreisnin var kæfð 1991 hurfu mörg hundr- uð þúsund manns, þar á meðal þeir, sem nú hefðu farið fyrir and- stæðingum Saddams Husseins. STRÍÐ Í ÍRAK 18 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍSKA sjónvarpsstöðin NBC hefur vikið sjónvarpsfrétta- manninum Peter Arnett, sem hlaut heimsfrægð fyrir fréttir um Víet- namstríðið og Persaflóastríðið árið 1991, úr starfi í kjölfar þess að Ar- nett veitti íraska ríkissjónvarpinu viðtal þar sem hann gaf til kynna að hernaðaráætlanir Bandaríkjamanna í Írak hefðu brugðist. Lesin var yfirlýsing í Today’s Show á NBC í gærmorgun þar sem fram kom að Arnett hefði verið leyst- ur frá störfum. „Arnett gerði mistök að veita rík- issjónvarpi Íraks viðtal, einkum nú þegar stríð geis- ar. Og hann átti ekkert með að viðra persónuleg- ar skoðanir sínar í þessu viðtali. Þess vegna mun Peter Arnett ekki lengur segja fréttir fyrir NBC og MSNBC,“ sagði í yfirlýsingunni. Arnett bað í morgunþættinum NBC og bandarísku þjóðina afsök- unar og sagðist skammast sín fyrir uppnámið sem viðtalið við hann hefði valdið. Sagðist hann hafa vanmetið ástandið. Þá sagðist hann ekki vera andvígur hernaði eða bandaríska hernum. Arnett er 68 ára gamall, fæddur á Nýja-Sjálandi en er með bandarískan ríkisborgararétt. Arnett er einn af fáum vestrænum fréttamönnum sem enn eru í Bag- dad. Hann varð heimskunnur þegar hann sagði fréttir frá Bagdad á sjón- varpsstöðinni CNN í Persaflóastríð- inu 1991. Árið 1998 tók hann hins vegar þátt í gerð frétta þar sem því var haldið fram að Bandaríkjamenn hefðu beitt eiturgasi í Víetnam til að drepa bandaríska liðhlaupa. Frétt- irnar voru síðar bornar til baka og tveir starfsmenn CNN voru reknir. Arnett var áminntur og hætti í kjöl- farið hjá CNN. Hann fór til Íraks fyrr á þessu ári á vegum sjónvarpsþáttarins Nation- al Geographic Explorer sem sýndur er á MSNBC. Þegar aðrir starfs- menn NBC fóru frá Bagdad í að- draganda stríðsins í Írak af öryggis- ástæðum fór NBC-sjónvarpsstöðin að birta fréttir Arnetts. NBC víkur Peter Arnett úr starfi Peter Arnett Washington. AFP. BANDARÍKIN og bandalags- ríki þeirra í stríðinu í Írak eru líklega búin að tapa áróðurs- stríðinu á alþjóðavettvangi. Er það álit eins virtasta varnar- málasérfræðings Ástralíu. Des Ball, prófessor við Australian National Univers- ity, ANU, í Canberra, segir, að í stað þess að hafa bundið enda á hryðjuverkastarfsemi, muni hernaðurinn í Írak hafa eflt al- Qaeda og önnur hryðjuverka- samtök um það bil er stríðinu ljúki. Ball, sem er sérfræðingur í leyniþjónustustarfsemi og varnarmálum, spáir því, að bandamönnum muni takast að handtaka eða drepa Saddam Hussein Íraksforseta og steypa stjórn hans en segir, að stríðið muni verða til að draga úr ör- yggi Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra. „Það er mjög líklegt, að bandamenn séu nú þegar búnir að tapa þessu stríði,“ segir Ball. „Saddam og stjórn hans munu hverfa en önnur markmið hern- aðarins eru rústir einar.“ Ball segist telja það ólíklegt, að bandamannaherinn muni finna eitthvað umtalsvert af gereyðingarvopnum í Írak. „Að minnsta kosti ekki þann- ig vopn, að umheimurinn telji þau hafa réttlætt stríðið. Jafn- vel þótt efnavopn verði notuð til að verja Bagdad er hætt við, að litið verði á það sem eðlileg, ör- væntingarfull viðbrögð fremur en sem sönnun fyrir meiri ger- eyðingarmætti þeirra en sprengnanna og stýriflaug- anna, sem bandamenn láta rigna yfir Bagdad.“ Vantrúaður á tengsl Íraka við al-Qaeda Ball segist einnig telja, að bandamönnum muni ekki tak- ast að sýna umheiminum fram á það með sannfærandi hætti, að einhver tengsl hafi verið á milli Íraksstjórnar og al-Qaeda. „Stríðið mun efla al-Qaeda og önnur hryðjuverkasamtök, í Írak og annars staðar um heim. Svokölluð frelsun írasks al- mennings virðist vera orðin tóm og bandamenn horfast í augu við ósigur í þeim skilningi, að hagsmunir þeirra um allan heim verða í meiri hættu en áð- ur og öryggi Bandaríkjanna og bandalagsríkja þeirra í stríðinu verður minna. Það þarf kok- hraustan mann til að halda því fram, að öryggi í heiminum muni aukast við stríðið,“ segir Ball. Efnavopnum eytt? Ástralinn Roger Hill, sem stýrði hópi 80 vopnaeftirlits- manna og 15 erlendra sendi- manna í Suður-Írak frá 1991 til 1998, sagði í gær, að hugsan- lega ættu Írakar eitthvað eftir af efnavopnum en ekki nóg til að réttlæta stríðið. Taldi hann, að búið hefði verið að eyða þeim að mestu áður en stríðið hófst. Þá sagði hann, að hann tryði því ekki, að stríðið nú snerist fyrst og fremst um gereyðingarvopn, heldur um yfirráð í Miðaustur- löndum auk þess sem áhrif hryðjuverkanna í Bandaríkjun- um 11. september 2001 væru hluti af skýringunni. Ástralskur varnar- málasérfræðingur Áróðurs- stríðið líklega tapað Sydney. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.