Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÉG LAS grein Rögnu Sigurðar- dóttur um landslagsmálverkið með athygli og vildi bæta við nokkrum hugsunum. Hún skrifar að landslagið hafi sérstök tök í okkur. Ég las ein- hvers staðar að við hefðum sérstakar heilastöðvar til að þekkja dýr og lesa úr hreyfingum þeirra hvað þau hefðu í huga, arfur okkar sem veiðimenn á sléttum Afríku í árþúsundir. Einnig er ég á því, að það séu fráteknir staðir til að þekkja landslag og staðsetja við- komandi í því, Þaðan komi ánægjan að skoða landslagsmyndir.Ástæðan fyrir því að ég fékk löngun til að svara grein Rögnu, er að mér finnst nokkur atriði þurfa skýringar. Ragna skrifaði, að það hefði verið gaman að sjá ókláruð verk eftir Lo- uisu. Ég spurði Temmu hvort hún myndi eftir einhverjum skissum eða öðru sem gæti talist hálfunnið. Temma gat ekki fundið neitt í huga sér, nema kannski örfá léreft frá sein- ustu árum Louisu sem hún hafði byrj- að á með koli en ekki komist lengra (við erum að tala um færri en fimm striga). Það virðist vera að Louisa hafi byrjað á sinni mynd og klárað eins og hvert annað verk sem ekki ekki átti að leggja frá sér. Temma vildi ekki full- yrða neitt, en þetta voru hennar fyrstu viðbrögð. Ég er á því að þetta hafi verið eitt af einkennum Louisu. Temma heldur að móðir hennar hafi byrjað að mála af alvöru sem unglingur og hún hætti ekki fyrr en kraftarnir gáfu sig. Pétrún Péturs- dóttir, forstöðukona Hafnarborgar, sagði Temmu frá manni sem hafði verið 12 ára hestasveinn í laxveiðiferð með föður Louisu. Hann man að Louisa gerði ekkert nema að lita myndir. Louisa var þá 14 ára. Louisa lést 83 ára gömul og hafði þá líklega ekki málað í tvö ár. Þetta er 70 ára vinna án þess að missa þráðinn. Það er annað atriði sem Ragna minnist á, að allar þessar myndir séu settar fram sem fullkláraðar og þann- ig til sölu. Þetta er auðvitað vandamál sem vafðist fyrir okkur í fjölskyldunni þegar við vorum að velja þessar myndir með Pétrúnu. Það er eitt, þegar listamaður fer í gegnum sín eigin verk og ákveður hvort hann vilji sýna þau þá stundina eða ekki, annað seinna, þegar allt er búið og gert og engu hægt að breyta. Ég held að það sem hafi stýrt okkur var að reyna að dæma ekki hennar verk eða að láta eitthvað „tema“ ráða ferðinni. Í rauninni þróaðist þessi sýning upp úr loforði sem við gáfum Pétrúnu þegar minningarsýningin var sett upp. Að það yrði önnur sýn- ing með myndum frá því tímabili sem virtist vinsælast á Íslandi (Louisa málaði í áratugi og ekki alltaf lands- lag). Hafnarborg lagði gífurlega á sig með fyrri sýninguna og sat kannski eftir með sárt ennið. Við reyndum að velja myndir sem hrifu okkur og Pétr- únu, en um leið gerðum við okkur grein fyrir að það er ekki okkar að dæma. Verðið á þessum myndum er svo eitthvað sem við ráðum lítið yfir, en rembdumst samt við með hjálp annarra að hafa þær á verði sem hæfði íslenskum markaði. Okkur fannst að Íslendingar ættu að hafa tækifæri til að eignast myndir eftir Louisu. Þar hjálpaði einnig hversu há krónan var. Það er eitt atriði í endann sem ég vil minnast á. Ragna skrifar um við- brögð Louisu þegar Ísland var her- numið af Bretum. Þessa fjölskyldu- sögu, sem lýsir persónu Louisu vel, ætti ekki að setja í einhvern dýpri skilning, sértaklega þegar við erum öll í uppnámi vegna atburða dagsins. Hernámið var mörgum ekkert undr- unarefni þótt ótrúlega margir hafi orðið fyrir vonbrigðum með að Bretar unnu það kapphlaup. Louisa hrærðist í kunningjahóp sem var nokkuð rót- tækur. Þá var í gildi friðarsamningur milli Stalíns og Hitlers og margir rót- tæklingar á báðum áttum hvor væri verri, Hitler eða Churchill. Til dæmis lenti frændi Louisu, Einar Olgeirs- son, í breskum gáfumannafangabúð- um á eyjunni Mön, ef ég man rétt. Einustu pólitísku athafnir Louisu mér vitandi var að hún barði einu sinni bandarískan hermann sem var að elta hana snemma á stríðsárunum áður en hún fór vestur um haf, skemmtisaga í fjölskyldunni, vegna þess að Lee elti hana seinna, alla leið til San Fransisco. Lee var þá sjóliði í „The merchant marine“ og komst í pláss á skip til Hawaii, aðeins svo að hann gæti hitt Louisu. Louisa og Nína Tryggvadóttir unnu þá á KFUM- kaffiteríu þar. Lee var alltaf sár yfir að hún gaf honum ekki extra skammt, annað sem sýnir hvernig Louisa var, allt þurfti að vera rétt.Hin var bréf sem hún skrifaði til yfirvalda hérna til að hjálpa Nínu sem hafði lent í vand- ræðum vegna stjórnmálaskoðana sinna. Ég hef alltaf litið á, að það hafi sýnt kjark Louisu þegar til kom. Mín skoðun er að sumir Íslending- ar hafi kannski ekki gert sér grein fyrir hversu sérstakt fyrirbrigði Louisa Matthíasdóttir er og hversu dýrmæt hún er okkur Íslendingum. Í henni fóru saman hæfileikar, gáfur og óendanleg vinna í áratugi, sjaldgæf- ara en marga grunar. Ég ráðlegg fólki að fara á þessa sýningu og horfa þangað til að það kviknar í sálinni og njóta síðan ylsins. Í endann vil ég þakka Pétrúnu fyrir að hafa staðið að þessari sýningu og einnig Hafnarfirði, höfuðborg álf- anna. Louisa lýsti mörgum sinnum yf- ir seinustu árin að hún tryði á álfa, barnabörnum sínum til mikillar undr- unar. Landslags- málverk og Louisa Eftir Ingimund Kjarval Höfundur býr í Delhi í New York. „Sumir Ís- lendingar hafi kannski ekki gert sér grein fyrir hversu sérstakt fyrir- brigði Louisa Matthías- dóttir er og hversu dýrmæt hún er okkur Íslendingum.“ MIG langar í eins stuttu máli og mögulegt er að velta fyrir mér eðli stríðsins sem nú er háð í Írak (áð- ur í Afganistan og ef til vill í Norð- ur-Kóreu á morgun). Þetta er stríð gegn hryðjuverka- mönnum en ekki gegn þjóð, segir George W. Bush Bandaríkjafor- seti. Með öðrum orðum, stríðs- reksturinn í Írak á sér ekki hlið- stæðu og því ógjörningur að réttlæta þátttöku okkar Íslendinga í honum með tilvísunum í söguna. Í öðru lagi er óvinurinn alstaðar og hvergi. Það er því óhugsandi að sigur vinnist í þessu stríði nema þjóðir heims standi saman. Rétti vettvangurinn fyrir þennan stríðs- rekstur hlýtur því að vera innan veggja Sameinuðu þjóðanna. Árás á þjóðríki er afar vanda- söm aðferð til að uppræta hryðju- verkamenn sem eiga ekkert þjóð- ríki. Það má þó ekki útiloka slíka aðgerð (líkt og Frakkar gerðu). Títtnefndur Saddam Hussein hef- ur til dæmis ekki uppfyllt skilmála um afvopnun sem honum voru settir fyrir tólf árum. Hættan er hins vegar sú að upp af hernaðarátökum spretti slíkur hefndarhugur að Bin Laden eign- ist í framtíðinni þúsundir tvífara sem börn okkar og barnabörn neyðast til að glíma við. Hernaður í yfirstandandi hryðjuverkastríði verður því að vera háður samþykki samfélags þjóðanna en ekki eins eða tveggja þjóðríkja. Íslenska ríkisstjórnin hefur sagt Írökum stríð á hendur með þeim eina hætti sem er fær vopnlausri þjóð. Þetta er alvarleg ákvörðun sem grefur undan lýðræði í landinu og dregur úr slagkrafti okkar í hryðjuverkastríðinu þar sem sam- staða er höfuðatriði. Á sama hátt og Bandaríkin verða að hlíta vilja Sameinuðu þjóðanna, ef þau vilja sigur í hryðjuverkastríðinu, verða Íslendingar (ráðherrar líka) að lúta vilja Alþingis um stríðsyfirlýs- ingar á hendur einstökum þjóðum. Þetta hefur íslenska ríkisstjórnin látið undir höfuð leggjast og á því að segja af sér. Að lokum má velta því fyrir sér hvort vígbúnaðarkapphlaup (þar sem Bandaríkin eru reyndar eini keppandinn um þessar mundir) og stríð á hendur þjóðríkjum (eða þjóðhöfðingjum ef menn vilja endi- lega orða það þannig) séu áhrifa- ríkustu vopnin í hryðjuverkastríði samtímans? Ísland í stríði – og á villigötum Eftir Jón Hjaltason „Íslenska ríkisstjórnin hefur sagt Írökum stríð á hendur með þeim eina hætti sem er fær vopnlausri þjóð.“ Höfundur er sagnfræðingur. ÞAÐ VAR stórkostlegur áfangi þegar tilkynnt var á vordögum árið 2000 að bygging Suðurstrandar- vegar væri hluti af átaksverkefni sem ríkisstjórnin ákvað þá í vega- málum á næstu þremur árum. Langþráður draumur varð þá raun- verulegur möguleiki. Ég átti þá sem formaður samgöngunefndar og 1. þingmaður Suðurlands mögu- leika á því að beita mér mjög ákveð- ið fyrir því að bygging Suður- strandarvegar yrði að veruleika með þessu átaki og satt best að segja var Suðurstrandarvegur ekki inni í myndinni fyrr en á lokaspretti ákvarðana. Á blaðamannafundi sem Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra boðaði þá til ásamt formanni samgöngunefndar Alþingis og Vegagerðarmönnum var m.a. til- kynnt að 400 milljónir króna myndu fara í þetta verkefni á næstu þrem- ur árum, en einnig höfðu þingmenn Suðurlands markað liðlega 100 milljónir króna í verkefnið af vegafé Suðurlands. Undirbúningi að lagn- ingu Suðurstrandarvegar var nán- ast lokið vorið 2001 því fast var fylgt eftir fyrir hönd þingmanna Suðurlands, aðeins lokahnykkur umhverfismats var eftir. En þannig æxluðust mál að þessum peningum var úthlutað annað þegar á reyndi, eða nánar tiltekið í tvöföldun Reykjanesbrautar. Það ferli þekki ég ekki og sé ekki ástæðu til að elta ólar við það. Aðalatriðið er að rík- isstjórn Davíðs Oddssonar stendur við það sem hafði verið lofað eins og vænta mátti og það er því mikið fagnaðarefni að nú skuli innan tíðar ráðist í að leggja Suðurstrandarveg sem tengir þá saman í eina heild nýtt Suðurkjördæmi, skapar mikla möguleika í ferðaþjónustu í kjör- dæminu, skiptir miklu máli at- vinnulega og síðast en ekki síst af öryggisástæðum vegna virkni jarðhræringa víða í kjördæminu. Suðurstrandarvegur mun opna nýj- ar dyr inn í Suðurkjördæmi og inn- an þess. Því miður hafði Vegagerðin ekki gengið í að ljúka umhverfismati Suðurstrandarvegar sumarið 2001, þannig að málið hefur verið í bið- stöðu síðan eða þar til ríkisstjórnin tók aftur af skarið fyrir skömmu. Nú er unnið af fullum krafti í Vega- gerðinni við að ljúka verkhönnun og koma verkefninu í umhverfismat þannig að væntanlega lýkur því fyr- ir haustið og þá er ekkert því til fyr- irstöðu að bjóða lagningu Suður- strandarvegar út í haust. Spennandi verkefni fyrir verktaka Vegagerðin hefur verið með áætlaðar kostnaðartölur upp á um 1 milljarð króna í Suðurstrandarveg, en ef útboðið lendir á hagstæðum útboðstíma er mjög líklegt að tilboð verði mun lægri, hugsanlega undir 700 milljónum króna, því það er mjög fýsilegt og spennandi fyrir verktaka að leggja Suðurstrandar- veg af ýmsum ástæðum. Vegurinn liggur á mjög aðgengilegu svæði, stutt er í alla efnistöku, hægt er að vinna allt árið vegna hagstæðs veð- urfars, nálægð við höfuðborgina skiptir máli og þannig mætti telja fleiri þætti sem munu væntanlega laða að hagstæð tilboð. Reiknað er með að verkið verði boðið þannig út að byrjað verði á báðum endum, Þorlákshöfn og Grindavík, en gert er ráð fyrir að í fyrstu lotu verði heldur lengri kafli lagður frá Þorlákshöfn vegna þess að skipting verkkafla liggur þannig. Þó er líklegra að því tilskildu að hagstæð tilboð komi að unnt verði að leggja allan veginn nánast í einni lotu. Allavega er það ljóst að menn geta ekki látið framkvæmd upp á hundruð milljóna liggja hálfnotaða með því að miðkaflinn verði lengi útundan. Veglínan opnar nýjar víddir fyrir ferðalanga Það er aðallega miðhluti Suður- strandarvegar sem þarf á umhverf- ismati að halda, en það er ekkert sem á að tefja framkvæmdina meira en orðið er. Veglínan mun opna nýjar víddir á fallegri aksturs- leið þar sem ferðalangar munu víða nota tækifæri til að staldra við. Upp kom misskilningur hjá hellaáhuga- mönnum fyrir skömmu sem töldu að veglínan fyrir nýjan Suður- strandarveg myndi eyðileggja hell- asvæði í hrauni á leiðinni. Þetta var á misskilningi byggt, því hellasvæð- ið var í gamalli veglínu sem sett var á blað á sínum tíma ásamt fleiri hugmyndum, en strikuð út og er ekkert inni í myndinni. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur staðið við allar yfirlýsingar sínar um stór framfaramál og gott betur og það er ástæða til að gleðj- ast og þakka þegar slíkur árangur næst, því oft orkar margt tvímælis fyrr en í hendi er haldið. Eftir Árna Johnsen „Suður- strand- arvegur opnar nýjar dyr inn í Suðurkjördæmi og inn- an þess, skapar mikla möguleika í ferðaþjón- ustu, atvinnulega, byggðarlega og af öryggisástæðum.“ Höfundur er stjórnmálamaður, blaðamaður og tónlistarmaður. Veglína nýja Suðurstrandarvegarins milli Þorlákshafnar og Grindavíkur. Suðurstrandarvegurinn mun opna nýja sýn á sunnanverðu Reykjanesi því vegarstæðið liggur um ægifagurt svæði og Suðurnesin, Grindavík og Þorláks- höfn verða ekki lengur eins konar endastöðvar í vegakerfinu heldur hluti af nýrri hringleið sem ég tel að eigi eftir að vera mikið ekin bæði til gagns og gamans. E B+ ' "&+# !                                 !          #$#%&'(&) *# "#     $     Suðurstrandarvegur boðinn út í haust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.