Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ HANN grunaði ekki að honummyndi nokkurn tímann hlotnastsá heiður að fá Nóbelsverðlaun.„Fólk spyr mig alls kyns spurn- inga og ætlast til að ég hafi svör við öllu eftir að ég vann til verðlaunanna,“ segir Smith. Á opnum fyrirlestri sem hann hélt í hátíð- arsal Háskóla Íslands á laugardag vildu fundarmenn fá að heyra álit Smiths á mál- efnum Íslands, hvort það væri íslensku hag- kerfi til bóta að ganga í Evrópusambandið og hvort rétt væri að taka upp evruna hér á landi. Vernon L. Smith tjáði blaðamanni í spjalli eftir fyrirlesturinn að sér væri illa við að tala um hluti sem hann hefði ekki kynnt sér nægilega vel. „Ég get þó sagt að sú stað- reynd að Ísland er lítið ríki með fáar atvinnu- greinar er ekki ástæða til að ganga í Evrópu- sambandið. Það eru fjölmörg dæmi um smáríki sem pluma sig vel upp á eigin spýtur. Þið Íslendingar gætuð líklega stuðlað að meiri nýbreytni í hagkerfinu upp á eigin spýtur. En hvað óstöðugleika gjaldmiðilsins varðar er ég ekki búinn að kynna mér það nægilega mikið til að gera tekið afstöðu. Ég vil ekki reyna að tjá mig um hluti sem ég veit ekkert um, þótt fólk ætlist oft til þess.“ Hagfræðiþekking er ekki forsenda viðskipta Smith hefur ritað á þriðja hundrað fræði- greina og gert fjölda tilrauna í hagfræði. Hann segist muna vel þegar hann setti fyrst upp tilraunamarkað í kennslustofu og bað nemendur að eiga viðskipti sín á milli. „Mér fannst ég ekki geta gefið nemendum mínum nógu góð svör við spurningum þeirra. Hvernig vitum við að framboð og eftirspurn virka eins og stendur í bókunum? Hvernig getum við vitað að hagfræðikenningarnar eru réttar? Frekar en að reyna að sannfæra nemendur um að þetta væri satt vildi ég prófa það og geta sýnt fram á það. „Fyrsta tilraunin mín var um framboð og eftirspurn. Ég setti upp markað í kennslu- stofu áður en ég ræddi við nemendurna um framboð og eftirspurn. Þátttakendurnir höfðu því ekkert lært um virkni markaða. Útkoman var engu að síður sú að viðskiptin sem nemendurnir áttu sín á milli leiddu til jafnvægis á markaðinum. Það kom í ljós í þessari tilraun, og síðar í hundruðum annarra, að þátttakendur þurftu ekki að vita neitt um hagfræði eða þekkja nein hugtök um markaði til að útkoman yrði jafnvægi. Að taka þátt í viðskiptum og vera hluti af markaði er allt annað en að geta greint markaði eða skilja nákvæmlega hvað gerist þegar viðskipti eiga sér stað. Virkni markaða er í raun ekki hluti af reynsluheimi neins sem tekur þátt í viðkomandi markaði.“ Markaðir eru skilvirkir þótt enginn skilji af hverju Merkilegustu uppgötvun sína telur Smith einmitt vera þá að hafa séð með eigin augum að markaðir geta náð hámarkshagkvæmni þótt þátttakendur viti ekkert hvað viðskiptin ganga út á. „Skilvirkni markaða byggist ekki á því að þátttakendur skilji hvernig markaðurinn virkar. Adam Smith talaði um ósýnilegu höndina, um eitthvað sem gerist á mörkuðum án þess að neinn átti sig á af hverju. Ég skildi aldrei almennilega hvað hann átti við, en nú skil ég það nákvæmlega því ég hef séð það gerast ótal sinnum. Í mínum tilraunamörk- uðum verður útkoman jafnan svipuð og á raunverulegum mörkuðum og það gerist allt- af eitthvað sem er ómeðvitað. Fólk skilur ekki endilega af hverju útkom- an er eins og hún er, þetta er ómeðvitað. Þetta finnst mér merkilegast og kom mér mest á óvart í mínum tilraunum.“ Ekki hægt að stýra hagkerfi Við upphaf háskólanáms síns lærði Vernon Smith rafmagnsverkfræði, útskrifaðist með BS-gráðu í þeim fræðum árið 1949. Meistara- gráðu í hagfræði tók hann árið 1952 og dokt- orsgráðu 1955. Hann segist hafa tekið ákvörðun um að skipta yfir í hagfræði eftir að hafa tekið námskeið í hagfræði á lokaári sínu í verkfræði. „Hagfræðiáhuga minn má raunar rekja til áhuga míns á sósíalisma. Upphaflega ákvað ég að læra hagfræði af því að ég hafði áhuga á að vita hvernig hagkerfi virkuðu. Nú veit ég að útkoman verður betri ef markaðir eru frjálsir en þegar þeir eru innan skipu- lagðs áætlunarkerfis.“ Móðir Smiths var virkur sósíalisti og hann segist hafa haft mikla trú á áætlunarbúskap þegar hann hóf nám í hagfræði. „Breyting á viðhorfum mínum átti sér stað um leið og ég fór að læra hagfræði. Þegar ég fór svo að stunda tilraunir áttaði ég mig betur á því hversu skilvirkir markaðir eru í raun. Ég sannfærðist um að margar af grundvallar- kenningum hagfræðinnar um frjálsa markaði standast, ólíkt því sem ég taldi áður. Síðan ég fór að stunda hagfræði hafa leið- andi áætlunarkerfi í heiminum fallið af því að þeir sem stýrðu þeim áttuðu sig á því að svona gátu þeir ekki stýrt hagkerfi. Það veit enginn hvernig á að stýra hagkerfi svo við ættum bara alls ekkert að reyna það heldur leyfa mörkuðum að vera í friði því þannig virka þeir best.“ Netbólan var lærdómsrík þótt margir hafi tapað Að mati Vernon Smith er engin ástæða til að hætta að hafa trú á frjálsum mörkuðum þó svo að einhverjir þeirra séu óstöðugir. „Reyndar virka kenningar hagfræðinnar ekki eins vel á verðbréfamörkuðum, t.d. hluta- bréfamörkuðum. Það þarf þó ekki að benda til þess að þessir markaðir standi sig ekki og eigi ekki að vera frjálsir. Þó svo að þessir markaðir séu óstöðugir og þeim hætti til að hrynja held ég að það sé mikilvægur hluti þess að innleiða nýja tækni, nýjar vörur. Tökum netbóluna sem dæmi. Mörg netfyr- irtæki urðu gjaldþrota á sínum tíma og margir töpuðu miklu fé. En sum fyrirtækin lifðu af og gengur vel. Þessi reynsla á eftir að hafa áhrif á viðskiptahætti okkar til fram- búðar því nú getum við verslað í gegnum Netið. Það er mjög erfitt að sjá hvað virkar og hvað virkar ekki nema látið sé á það reyna. Í tilraunastofunni getum við prófað ýmsar kenningar, líkön og lögmál. En það er ekki alltaf hægt að sjá hvað það er sem skiptir mestu máli og hverjir það verða sem standa uppi sem sigurvegarar fyrr en á það reynir í raunveruleikanum.“ Ópólitískur frjálshyggjumaður Eftir umræður um mikilvægi frjálsra markaða innir blaðamaður nóbelsverðlauna- hafann eftir því hvort hann sé pólitískur. „Ég er ekki pólitískur. Ég les ekki blöðin, horfi ekki á sjónvarpið og kýs ekki einu sinni. Ég gagnrýni bæði demókrata og repúblikana op- inberlega. En rannsóknir mínar hafa sýnt mér fram á mikilvægi frjálsra markaða og frjálsra stofnana.“ Að eigin sögn er hann fyrst og fremst frjálshyggjumaður, þótt hann sé ekki alltaf sammála þeim sem tilheyra þeim hópi. „Ég er frjálshyggjumaður en var mjög sósíalískur á mínum yngri árum. Viðhorf mín fóru að breytast eftir að ég hóf nám í hagfræði, þá fór ég strax að draga áætlunarbúskap í efa. Það var svo þegar ég fór að gera þessar til- raunir mínar að ég áttaði mig á því hversu skilvirkir markaðir eru í raun og veru. Það er mjög erfitt að átta sig á þessum hlutum án þess að prófa þá sjálfur.“ Smith segist ekki vera hrifinn af því þegar hagfræðingar skipa sér í flokka og haga kenningum sínum eftir stjórnmálastefnum. „Ég þekki dæmi um frjálshyggjuhagfræð- inga sem í tíð Clintons studdu t.d. lög um lágmarkslaun í Bandaríkjunum þótt þeir hefðu sjálfir skrifað bækur um galla slíkra laga.“ Dýrt stríð en óumflýjanlegt Stríðið í Írak er á allra vörum og Smith segist vel skilja þá sem mótmæla stríðinu. Sjálfur segist hann þó ekki sjá að Banda- ríkjamenn hafi átt aðra kosti en að ráðast inn í Írak. „Ég held að flestir frjálshyggjumenn séu á móti þessu stríði en ég tel að við eigum engra annarra kosta völ. Hussein er Hitler, þetta er ógnarstjórn. Ég myndi vilja sjá Evrópuríki taka meiri ábyrgð í þessu stríði. Ég styð þetta stríð eingöngu vegna þess að mér finnst það ekki ljóst að við höfum átt annarra kosta völ. Það er betra að fara gegn Hussein núna en eftir 10 ár þegar hann verður ef til vill orðinn mun sterkari og með kjarn- orkuvopn. Ef reynt hefði verið að stöðva Hit- ler fyrr hefði kannski verið hægt að koma í veg fyrir hörmungar seinni heimsstyrjald- arinnar. Við stöndum auðvitað í þessu stríði núna vegna þess að George Bush eldri vildi ekki fara inn í Bagdad á sínum tíma í Persaflóa- stríðinu. Það hefði verið ódýrara að gera það þá en núna. Í grunninn er ég þó friðarsinni og mér er illa við stríð.“ „Láttu mig um pólitíkina“ Í boði fyrir bandaríska nóbelsverðlauna- hafa í Hvíta húsinu í fyrra segist Smith hafa fengið að hitta bæði núverandi forseta, George W. Bush, og Jimmy Carter, fyrrver- andi forseta og nóbelsverðlaunahafa. „Ég ræddi við Bush um efnahagsstefnu hans og við vorum ekki alveg sammála. Hann sagði við mig: „Þú skalt sjá um hagfræðina, láttu mig um pólitíkina.“ Mér fannst þetta nokkuð gott svar hjá honum.“ Nóbelsverðlaunaafhending er afar hátíð- legur viðburður og Smith segist hafa ákveðið að vera ekki í svörtum kúrekastígvélum, sem hann hefur mikið dálæti á, við sjálfa verð- launaafhendingua. „Konan mín fór í fata- verslun í Stokkhólmi til að finna sér föt fyrir afhendinguna. Þegar afgreiðslukonan komst að því að hún var eiginkona Vernon L. Smith vildi hún ólm fá að vita hvort ég ætlaði að vera í stígvél- unum við afhendinguna. Sænsku blöðin höfðu þá greinilega verið að velta sér upp úr þessu. Ég var reyndar í spariskóm við afhendinguna en skipti áður en dansleikurinn hófst. Eftir að við komum heim fengum við sent sænskt dagblað sem hafði gert úttekt á útliti verðlaunahafa og fyrirmenna sem voru á dansleiknum. Það voru gefin stig frá 1 upp í 5 og aðeins tveir fengu 5 í einkunn, konung- urinn og ég,“ segir Smith og hlær. „Mér fannst þetta bara nokkuð gott, sérstaklega þar sem Svíar eru nú ekki annálaðir fyrir kímnigáfu. Ég reyni alltaf að vera ég sjálfur og ætli fólk kunni ekki bara vel að meta það,“ segir Vernon L. Smith. Konungur- inn og ég Morgunblaðið/Sverrir Vernon L. Smith segir að þrátt fyrir að hafa hlotið Nóbelsverðlaun hafi hann ekki svör við öll- um hagfræðilegum spurningum. Hann telur þó að lítil ríki eins og Ísland þurfi ekki að ganga í Evrópusambandið eingöngu vegna smæðar sinnar. Hann ákvað að vera ekki í kúrekastígvélunum þegar hann tók við Nóbelsverðlaunum í hagfræði í fyrra, en skipti spariskónum út fyrir stígvélin áður en dansleik- urinn hófst. Vernon L. Smith er 76 ára gamall töffari og segir Eyrúnu Magnúsdóttur frá því hvernig viðhorf hans breyttust eftir að hann kynntist hagfræði. ’ Það veit enginn hvernigá að stýra hagkerfi svo við ættum bara alls ekkert að reyna það heldur leyfa mörkuðum að vera í friði því þannig virka þeir best. ‘ eyrun@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.