Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6 og 8. Þeir líta bara út eins og löggur! Grínið er farið í gang með tveimur geggjuð- um - Steve Zahn og Martin Lawrence! i lí i l ! í i f i í i j i ! Sýnd 10. Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 5.50 og 10.10. B.i 12. Sýnd kl. 3.45 og 5.50.Sýnd kl. 3.40, 8 og 10.20. B.i. 16 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 12. Sýnd kl. 5,30, 8 og 10.20. kl. 8. Eingöngu í LÚXUSSAL kl. 5.30 og 10.30. B.i.12 Skemmtilegasta rómantíska gamanmyndin síðan Pretty Woman! Rómantík, grín og góð tónlist í frábærri mynd!  Radíó X  Kvikmyndir.com X-IÐ Þeir líta bara út eins og löggur! Grínið er farið í gang með tveimur geggjuðum - Ste- ve Zahn og Martin Lawrence! i lí i l ! í i i í i j i ! HK DV HL MBL GEORGE CLOONEY HLJÓMSVEITINDáðadrengir kom, sáog sigraði á úr-slitakvöldi Músíktil- rauna síðasta föstudagskvöld. Sveitina skipa Karl Ingi Karlsson, Helgi Pétur Hannesson, Atli Er- lendsson, Björgvin Karlsson og Sindri Eldon Þórsson. Þeir voru bestir að mati dómnefndar og áheyrenda og Karl Ingi að auki besti forritari tilraunanna. Dáðadrengir eru ánægðir með sigurinn. „Þetta kom okkur mikið á óvart. Vegna þess að við erum að gera svolítið öðruvísi tónlist þá bjuggumst við ekkert endilega við að fólk myndi kaupa þetta strax. Við vorum skíthræddir um að komast ekki einu sinni í úrslit. Auðvitað vonuðum við það besta og vonuðum að dómnefndin myndi gefa okkur prik fyrir að vera frumlegir en bjuggumst ekki við að salurinn myndi kjósa okkur líka,“ segir Karl Ingi. Pönkið ekki langt undan Hljómsveitin hefur vakið at- hygli fyrir að vera lífleg á sviði. „Tónlistin sem við erum að gera virðist oft grípa okkur og við týn- um okkur algjörlega í flutn- ingnum. Stundum erum við alveg kolfallnir fyrir þessu öllu saman, eins og á föstudaginn. Það var eitt af okkar betri kvöldum.“ Hljómsveitin Dáðadrengir var stofnuð fyrir jólin 2001 en hefur ekki verið til í núverandi mynd nema síðan í desember en þá gekk bassaleikarinn Sindri til liðs við sveitina. „Þetta byrjaði sem hipp hopp- band fyrir rúmu ári síðan en þá var allt önnur liðsskipan,“ segir Karl Ingi en hann og Björgvin bróðir hans stofnuðu sveitina. Stefnubreyting varð eftir jólin og Atli, en Karl Ingi og hann eru gamlir vinir, kom inn í hljómsveit- ina en þeir þrír eru allir rapparar. Að lokum bættust við Helgi trommuleikari og Sindri bassa- leikari en þeir koma úr rokkaðari átt í tónlistinni. Það hentar tón- listinni vel því þrátt fyrir að vera flokkuð sem hipp hopp-sveit þá eru Dáðadrengir margt annað líka. „Þegar við erum að spila þá ímyndum við okkur að við séum í pönkhljómsveit,“ segir hann um viðhorfið til tónlistarinnar. Meirihlutinn í Borgarholtsskóla Hljómsveitin, sem er á aldr- inum 17 til 22 ára, er víða að á höf- uðborgarsvæðinu en meirihlutinn stundar nám við Borgarholts- skóla. „Ég er í bekk með Helga trommara. Við erum í Borg- arholtsskóla og Björgvin bróðir minn er hér líka. Við erum fjórir í skólanum því Sindri var að byrja en Atli er í Háskólanum,“ segir Karl Ingi en hann, Helgi og bróðir hans stunda nám í margmiðlun og Sindri stefnir á að skipta yfir á brautina á næsta ári. Karl Ingi og Sindri kynntust einmitt í gegnum listina í skólanum en Sindri lék í stuttmynd sem hann gerði. Karl Ingi segir að þeir noti að- allega hljóðgervla frekar en að smala hljóðum. „Við höfum ekki samplað neinar laglínur nýverið. Þetta er allt sem við semjum og búum til sjálfir. Það er kannski óhefðbundið í venjulegu hipp hoppi en þetta er samið frekar en samplað,“ segir hann og bætir við að þeir séu að reyna að gera eitt- hvað frumlegt. Mikilvægt að gera eitthvað nýtt „Okkur finnst ekkert vanta eða neinu ofaukið. Við erum að reyna að gera eitthvað frumlegra núna heldur en við vorum að gera. Við erum ótrúlega sáttir við það. Okk- ur finnst mikilvægt að vera ekki að herma eftir neinu öðru heldur gera eitthvað nýtt.“ Sigurvegara Músíktilrauna stendur til boða að fá útgáfusamn- ing við Eddu en Dáðadrengir eru ekki búnir að ákveða hvort þeir ætli að taka tilboðinu. „Við ætlum að hugsa okkur vel um og fá ráð- leggingar áður en við tökum ákvörðun. Þetta er gott boð hjá Eddu en við þurfum ekki að flýta okkur.“ Stúdíótímana eiga þeir hins vegar eftir að notfæra sér og býst Karl Ingi við því að tónlistin sem þeir taki upp verði á svipuðum nótum og á Músíktilraunum. „Það er mjög líklegt en aldrei að vita hvað gerist.“ Karl Ingi hefur samið þau lög sem sveitin hefur spilað hingað til en býst við að aðrir Dáðadrengir eigi einnig eftir að hasla sér völl á þeim vettvangi. „Ég hef gert þau lög sem við höfum tekið upp í spil- un hingað til. Hinir strákarnir eru líka að semja og ef við gefum út plötu þá verðum við væntanlega með eitthvað frá þeim. Helgi og Sindri semja síðan nákvæmlega það sem þeir gera. Það er í raun enginn sem ræður.“ Dáðadrengir hafa spilað á nokkrum tónleikum og hafa þá spilað sjö lög. Karl Ingi segir að samtals séu þeir komnir með níu til tíu lög, sem eru nálægt því að vera tilbúin. „Það þarf að vinna talsvert í þeim til að gera þau tilbúin fyrir útgáfu. Stefnan er að gera eitthvað í páskafríinu frá skólanum.“ Textarnir meira fyrir eyrað Textar Dáðadrengja hafa vakið athygli. „Ég, Björgvin og Atli, sem erum rappararnir, hittumst og hlustum á eitthvert lag alveg 300 sinnum í tölvunni. Oftar en ekki verða þessir textar heimsku- legir og asnalegir. Enda höfum við alltaf lagt meiri áherslu á flæði í textanum frekar en innihald. Þetta er meira fyrir eyrað, þannig að það hljómi allt betur,“ segir Karl Ingi. Heiti laganna „Jesú er í Nin- tendo-tölvunni minni“ og „Allar stelpur úr að ofan“ gefa vísbend- ingu um innihald textanna. Þeir eru að vissu leyti í anda Búdrýg- inda, sigurvegara Músíktilrauna í fyrra, sem syngja um að éta skít með hníf og gaffli og fleira í þeim dúr. Fyrir þá sem hafa áhuga á að sjá Dáðadrengi á sviði verða þeir líklegast að spila á tónleikum í Austurbæ með Sign og Mínus fimmtudaginn 10. apríl en nánar verður greint frá þeim í Morg- unblaðinu þegar nær dregur. Dáðadrengir eru sigurvegarar Músíktilrauna Eitt af okkar betri kvöldum Morgunblaðið/Björg Dáðadrengir hafa líflega sviðsframkomu og heilluðu gesti og dómnefnd á úrslitakvöldi Músíktilrauna. „Tónlistin sem við erum að gera virðist oft grípa okkur og við týnum okkur algjörlega í flutningnum.“ ingarun@mbl.is EYJÓLFUR Kristjánsson gaf út plötuna Eng- an jazz hér fyrir jólin við góðan orðstír. Plat- an er upptaka frá 20 ára afmælistónleikum hans, sem haldnir voru í Borgarleikhúsinu í september. Eyfi, eins og hann er jafnan kall- aður, fékk margt fært tónlistarfólk til liðs við sig á þessum viðhafnartónleikum þar sem lög eins og „Dagar“, „Álfheiður Björk“, „Draum- ur um Nínu“ og „Ég lifi í draumi“ hljómuðu. Nú hefur Eyfi skipt um gír og ætlar að leggja land undir fót með kassagítarinn að vopni til að fylgja plötunni eftir. Tónleika- ferðalagið hófst í síðustu viku en Eyfi leikur á Höfn í Hornafirði í kvöld og á eftir 13 tón- leika. Lokatónleikarnir verða síðan á Barn- um á Sauðárkróki á verkalýðsdaginn. „Ég er bara einn með gítarinn. Það er í fyrsta sinn sem ég geri það á 20 ára ferli,“ segir Eyfi ánægður. „Fyrst ég gaf út þessa tónleikaplötu, sem var með öllu; fullu bandi, strengjasveit og bakröddum, datt mér í hug að fara hina leið- ina. Fara í tónleikaferðalag og taka bara gít- arinn og rótarann með.“ Á tónleikunum útskýrir Eyfi tilurð lagsins og texta eins og venja er en er einnig með nokkuð nýstárlegt atriði. „Ég er með smáfyr- irlestur um tækniatriði varðandi hvernig tón- leikaplatan var gerð. Ég leyfi fólki að skyggnast aðeins á bak við tjöldin.“ Ferðin leggst vel í Eyfa. „Ég hef oft spilað einn á gítarinn en kannski ekki eingöngu þau lög, sem ég hef verið að semja og syngja inn á hljómplötur,“ segir hann. „Þarna syng ég bara lög sem ég hef samið og nokkur sem ég hef sungið inn á plötur,“ segir Eyfi og bætir við að þetta leggist vel í sig. „Gaman að þeys- ast aðeins um landið.“ Eyjólfur Kristjánsson í Eyjólfur Kristjánsson leggur land undir fót með gítarinn að vopni. Einn með gítarinn Eyfi verður í kvöld í Víkinni á Höfn í Hornafirði, á morgun á Herðubreið á Seyðisfirði og á fimmtudaginn í Valhöll á Eskifirði. Tónleikarn- ir hefjast allir kl. 21. Tónleikaförin stendur til 1. maí. tónleikaferðalag um landið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.